Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Page 122
Á r n i Þ ó r S i g u r ð s s o n 122 TMM 2013 · 3 En þótt trauðla hafi orðið efnisleg breyting á stefnu Rússlands í alþjóða- málum með tilkomu Médvédévs á forsetastóli, er ekki þar með sagt að hann hafi ekki skipt máli. Óumdeilt er að hann stóð fyrir því að milda ásýnd og yfirbragð rússneskra stjórnvalda í samfélagi þjóðanna og áherslan á nútímavæðingu Rússlands fékk enn meiri byr í forsetatíð hans en áður.25 Pútín – aftur og nýbúinn Þegar Pútín lét af embætti forseta eftir tvö kjörtímabil 2008, og Médvédév tók við voru flestir þeirrar skoðunar að það væri millibilsástand og Pútín myndi koma aftur sem forseti. Einhverjir báru þó þá von í brjósti að Médvédév myndi taka frumkvæði og reyna að treysta sig svo í sessi að honum yrði ekki ýtt til hliðar. En það kom á daginn að Pútín reyndist sterkari allan tímann og varð svo frambjóðandi flokks þeirra í síðustu kosningum og hlaut kjör sem forseti, enda þótt stuðningur við hann hefði reynst minni en gengið var út frá í upphafi. Þau úrslit sýna að það hefur heldur fjarað undan Pútín, og það hlýtur að vera honum áhyggjuefni. Þess vegna er það honum kappsmál að styrkja sig í sessi heima fyrir og vafalaust mun það lita stefnu hans og aðgerðir í utanríkismálum, m.a. í samskiptum við Bandaríkin. Hvaða áhrif, ef einhver, hefur endurkoma Pútíns í forsetaembætti á utan- ríkisstefnu landsins og stöðu þess í alþjóðasamfélaginu? Ég hef þegar fjallað um að það hafi ekki orðið neinar raunverulegar eða djúpstæðar breytingar meðan Médvédév vermdi forsetastólinn og því mætti ætla að það yrðu engar sérstakar breytingar þegar Pútín hefur tekið við honum á nýjan leik. Sumir myndu jafnvel spyrja hvort Pútín hafi nokkru sinni farið úr embætti! Nú er að því að hyggja að þegar Médvédév tók við forsetaembættinu, þá voru fyrir áhrifamiklir menn sem Pútín hafði skipað í embætti og sem réðu miklu um utanríkisstefnuna. Það eru menn eins og Sergej Lavrov utanríkisráðherra, Sergej Príkhodko ráðgjafi forsetans og nú starfsmannastjóri í Kreml og Mikhaíl Fradkov yfirmaður leyniþjónustunnar, sem var áður forsætis- ráðherra og ýmsir fleiri. Þessir menn eru enn á sínum stað. Að einhverju leyti er líklegt að sumir „harðlínumenn“ hafi vænst þess að það yrði tekin einarðari afstaða gegn Bandaríkjunum og Vesturlöndum, t.d. varðandi mál- efni Írans og Mið-Austurlanda, en þeir verða væntanlega fyrir vonbrigðum.26 Annað kjörtímabil Pútíns í embætti, 2004–2008, einkenndist að mörgu leyti af kulda í samskiptunum við Vesturlönd. Þannig var það vissulega ekki í forsetatíð Médvédévs. Ýmsir hafa óttast að þegar Pútín tæki á ný við embætti forseta, yrði það afturhvarf til kuldalegra samskipta. Hættan á því er þó stórlega ýkt. Engin ástæða er til að ætla að mannaskipti í Kreml orsaki sérstakar breytingar. Sýn rússneskra stjórnvalda á heiminn hefur ekki breyst svo neinu nemi og gerði það ekki undir stjórn Médvédévs, og utanríkisstefnan og viðhorf Rússa til umheimsins er flóknara fyrirbæri en svo að það ráðist af einum manni í stóli forseta í Kreml. Áfram mun
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.