Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Qupperneq 129
TMM 2013 · 3 129
Kjartan Ólafsson
Straumhvörf
21. ágúst 1968
Í 2. hefti Tímarits Máls og menningar
fyrir árið 2013 birtist merkilegt viðtal
Kristrúnar Heimisdóttur við Jóhann Pál
Árnason heimspeking, sem lengi var pró-
fessor við háskóla í Melbourne í Ástralíu.
Í viðtalinu er Jóhann Páll m.a. spurð-
ur um áhrif hernaðarinnrásar Sovétríkj-
anna og fjögurra fylgiríkja þeirra í
Tékkóslóvakíu í ágústmánuði 1968 á
afstöðu stjórnmálahreyfingar íslenskra
sósíalista til Sovétríkjanna. Í annars
ágætu svari Jóhanns Páls við þessari
spurningu er að finna þrjár missagnir
sem ég tel mér skylt að leiðrétta, einkum
vegna þess að hann gerir minn hlut í
atburðarásinni hér heima á innrásar-
daginn stærri en hann var.
Jóhann segir að ég hafi samið hina
harðorðu ályktun um innrásina og
valdarán Rússa í Prag sem framkvæmda-
nefnd Sósíalistaflokksins samþykkti á
innrásardaginn, þann 21. ágúst, og er það
rétt. Hins vegar lætur Jóhann fylgja með
að í þeirri ályktun hafi verið lýst yfir að
öllum flokkslegum tengslum við valda-
flokka innrásarríkjanna yrði slitið en svo
var ekki. Yfirlýsingin um að hafna öllum
samskiptum við þessa flokka var ekki
samþykkt fyrr en tæpum mánuði síðar
og þá í framkvæmdastjórn Alþýðubanda-
lagsins en með stuðningi flokksmanna
Sósíalistaflokksins sem þar áttu sæti. Að
þeirri samþykkt og aðdraganda hennar
mun ég víkja hér nánar síðar.
Önnur missögn í svörum Jóhanns
Páls við fyrrnefndri spurningu Krist-
rúnar er sú að þeir Einar Olgeirsson,
Lúðvík Jósepsson og Magnús Kjartans-
son hafi allir verið fjarverandi og því
ekki setið fund framkvæmdanefndar
Sósíalistaflokksins sem haldinn var
strax á innrásardaginn, 21. ágúst. Lúð-
vík var á fundinum en hinir tveir stadd-
ir erlendis.
Þriðja atriðið sem ég kemst ekki hjá
að gera athugasemd við er sú staðhæfing
Jóhanns Páls að þeir Einar, Lúðvík og
Magnús hefðu viljað fara vægar í sak-
irnar en gert var í nýnefndri ályktun
Sósíalistaflokksins frá 21. ágúst eða yfir-
lýsingunni frá 18. september um engin
flokksleg samskipti. Þessi staðhæfing á
við nokkur rök að styðjast hvað varðar
Einar og Lúðvík en er hins vegar röng sé
spurt um afstöðu Magnúsar Kjartans-
sonar og mun ég víkja nánar að því
síðar í þessum pistli.
Áður en lengra er haldið verður að
geta þess að ég var framkvæmdastjóri
Sósíalistaflokksins frá 1962 og allt þar
til f lokkurinn var lagður niður í lok árs-
ins 1968. Í ágústmánuði á því ári var
Alþýðubandalagið enn aðeins
kosningabandalag en ekki fullgildur
stjórnmálaflokkur. Er þarna var komið
sögu hafði hins vegar verið ákveðið að
leggja Sósíalistaflokkinn niður um
næstu áramót og einnig lá fyrir að
Alþýðubandalaginu yrði breytt úr kosn-
ingabandalagi í formlegan stjórnmála-
flokk á landsfundi þess sem haldinn var
í byrjun nóvember þetta sama ár, 1968.
Vík ég þá aftur að því sem gerðist hér
heima á innrásardaginn, 21. ágúst 1968,
og næstu dögum og vikum. Þess var
áður getið að formaður sósíalistaflokks-
ins, Einar Olgeirsson, var utanlands, að
Á d r e p u r