Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 135
Á d r e p u r TMM 2013 · 3 135 þolmörk rétt eins og fjallagarpur eða langhlaupari. Raunar minnir yfirskrift- in einnig á gamalkunnar markaðsher- ferðir á borð við „The Pepsi Challenge“, en það er önnur saga. Gengið var enn lengra því að í dag- skrárritinu stendur ennfremur: „Strengjakvartettar Shostakovich hafa aldei fyrr verið fluttir í heild sinni á einum degi og er því um heimsfrum- flutning að ræða.“ Erfitt er að átta sig á við hvað er átt. Allir kvartettarnir 15 hafa hljómað í tónleikasölum um heim allan svo áratugum skiptir, jafnvel sem heild á nokkrum dögum eins og áður er getið. Er hægt að heimsfrumflytja verk upp á nýtt með því einu að setja það í samhengi úthaldslistar? Eða er hver ný uppröðun vel kunnra tónsmíða á efnis- skrá í sjálfu sér „ópus“ sem hægt er að frumflytja? Þá bíða víst æði mörg tón- verk heimsfrumflutnings. Markaðssetning Listahátíðar er einn vottur af mýmörgum síðustu ár um vax- andi viðburðablæti í íslensku listalífi. Til þess að listviðburður teljist áhuga- verður – eða að minnsta kosti fréttnæm- ur – þarf hann að vera einstakur, helst á heimsvísu. Að minnsta kosti þurfa ein- hver lýsingarorð í efsta stigi að fylgja honum úr hlaði. Segja má að orðasam- bandið „í fyrsta sinn á Íslandi“ sé nú orðið eins konar ávísun á fréttagildi, jafnvel þótt stundum sé alllangt seilst. Um jólaleytið 2004 hljómaði til dæmis Jólaóratóría Bachs „í fyrsta sinn í bar- okkflutningi hér á landi“ og þótti frétt- næmt. Nokkrum mánuðum síðar heyrð- ist tónsmíðin Fratres eftir Arvo Pärt „í fyrsta sinn á Íslandi“ í útsetningu fyrir tiltekinn hljóðfærahóp en hafði þó verið flutt alloft áður í öðrum búningi. Þann- ig mætti áfram telja. Líklega má hér að einhverju leyti um kenna vaxandi áhuga- og skilningsleysi fjölmiðlastjóra á listviðburðum og gildi þeirra. Með minnkandi rými í dagblöð- um og ljósvakamiðlum eykst freistingin að grípa til stórra orða til að ná athygli. Hættan er þó sú að efstastigsáráttan verði að vítahring. Eftir hverja „hátíðar- tónleika“ eða „stórviðburð í íslensku tónlistarlífi“ er erfitt að trappa sig aftur niður í hversdaginn. Sífellt þarf að grípa til meira orðskrúðs til að ná sömu athygli og áður og því er hætt við því að ýmist verði væntingar meiri en efni standa til, eða að lesendur hætti hrein- lega að taka mark á listkynningu af slík- um toga. Kannski væri ráð fyrir íslenska listamenn og tónleikahaldara að sam- mælast um að í heilt ár verði eingöngu haldnir á Íslandi „ósköp venjulegir tón- leikar“? Þannig myndum við að minnsta kosti lenda aftur á núllpunkti – og gætum svo tekið til við að feta okkur hægt og sígandi upp á við, hvort sem er í hástemmdum lýsingarorðum kynning- artexta eða ofurhetjuafrekum úthalds- listarinnar. Tilvísanir 1 http://www.mbl.is/frettir/inn- lent/2013/06/02/dansad_i_lafsfjardar- kirkju/, sótt 4. júní 2013. 2 Víðsjá, Rás 1, 3. júní 2013. 3 Ríkarður Örn Pálsson, „Tímanna tálkn,“ Morgunblaðið, 4. júní 2013. 4 http://www.allthingsstrings.com/Blog/ Pacifica-Quartet-s-Shostakovich-Cycle- Kicks-Off-Montreal-Chamber-Music- Festival, sótt 4. júní 2013. 5 http://galleristny.com/2011/11/ragnar-kjart- anssons-12-hour-performance-blissfully- leaves-mozart-on-repeat/, sótt 4. júní 2013. 6 „Aldalangt tónverk,“ Morgunblaðið, 5. sept- ember 2001. 7 Mozart nefnir dæmi um slíkt í bréfi sínu frá París, 3. júlí 1778, sjá Bréf Mozarts. Úrval, Árni Kristjánsson þýddi (Njarðvík: Stapaprent, 1991), 66. 8 Kathleen Kuzmick Hansell, „Theatrical Ballet and Italian Opera,“ Opera on Stage, ritstj. Laurenzo Bianconi og Giorgio Pes- telli (Chicago: The University of Chicago Press, 2002), 255.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.