Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 139

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Side 139
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2013 · 3 139 sé ruggað, að siglt sé í átt til skugga og svo framvegis. Það er greinilegt að hér er verið að takast á um sjálfa frásögnina: Ég er hætt að botna í þessu. Vildirðu vera svo væn að segja mér hvert við stefnum? Ekki nokkur leið að átta sig á því. Það er hlaupið úr einu í annað. Ræðarinn er hreint ekki eins góður og hann ætti að vera, stundum fæ ég á tilfinninguna að hann stýri ekki bátnum heldur láti hann reka. (55) Siglingin um síkin er því myndhverfing fyrir framvindu frásagnarinnar, en jafn- framt birtist í henni hugarheimur sögu- konunnar. Sá hugarheimur er einmitt gruggugur, bæði vegna þeirra áhrifa sem tíminn hefur á minningar og þeirra áhrifa sem áfallið hefur haft á þær, en í ljós kemur að Gyða hefur átt erfitt and- lega og áfallið tengist því. Eins og Gunnþórunn bendir á fjallar sagan því öðrum þræði um leit að sjálfsmynd, eða sjálfsverund, í róti gleymsku og minn- inga. Inn í þetta kemur svo tilfinning Gyðu fyrir tímanum, en undir lok sög- unnar reynir hún að sætta sig við „svartholin í minninu“ (219). Þessar sættir hefjast með því að Gyða viður- kennir hvarf dótturinnar; í stað þess að skrifa henni enn eitt bréfið sem aldrei verður sent þá kuðlar hún blaðið og hendir því: „Þá uppgötva ég þögnina í höfðinu á mér. Raddirnar tvær eru þagnaðar“ (181). Þó ekki með öllu því önnur röddin heldur áfram: Hún er farin, lét loksins verða af því og ég sit alein í þessum asnalega gondól og verð að ljúka ferðinni. Komast á leiðarenda hvernig sem ég fer að því. Það er þoka allt um kring og ég treysti ekki ræðaranum. Ég vona að henni létti sem fyrst, svo að ég þurfi ekki að sjá eftir að hafa lagt upp í þessa ferð um síkin. (181) Hvaða rödd er þetta? Eins og Ingi Björn Guðnason bendir á fellur Gyða sem sögukona verksins undir það sem kallað hefur verið ‚óáreiðanlegur sögumaður‘.5 Gleymskan er augljós orsök og birt- ingar myndin eru raddirnar tvær sem ræða frásögnina. Um miðbik verksins áttar Gyða sig á því að hugur hennar er umsetinn, bæði gleymsku og hagræð- ingu minninga: „Tvær konur takast á um hug minn, og þótt furðulegt megi teljast hef ég ekki hugmynd um hverjar þær eru. En þær tala í höfðinu á mér hvor gegn annarri og hafa gert lengi. Togstreita ræður alls staðar ríkjum, ekki bara í samskiptum við aðra, hún er uppistaðan í okkur sjálfum. Tvígirnið sem við erum gerð úr“ (111–112). Það má hugsa sér að þessar tvær raddir séu annarsvegar rödd sögukonunnar og hinsvegar rödd söguhöfundar sem mætti ímynda sér að sögukonan hafi að lokum snúið niður. Innan frásagnar- fræða er algengt að skilja á milli höf- undar og söguhöfundar, höfundurinn er nafnið sem stendur utan á bókinni, sá sem skráður með höfundarrétt, en sögu- höfundur starfar á bak við sögumann- inn við að setja verkið saman og þarf alls ekki að vera sama persóna og höf- undurinn. En raddirnar eru marg- slungnari en þetta, því ennfremur má sjá í þeim móta fyrir hinum innbyggða lesanda, sem einnig er hugtak úr frá- sagnarfræðum og má ekki rugla saman við hinn efnislega lesanda sem hefur bókina í höndunum. Segja má að samtal raddanna tveggja hafi frá upphafi vísað til þessara þriggja fyrirbæra úr heimi bóklesturs. Og þó hinn innbyggði les- andi hafi ‚horfið‘ þegar ‚hin‘ röddin þagnaði (rödd sem greinilega tengist dótturinni og samviskubiti / söknuði) þá er hann jafnframt ávarpaður, næst- um í hálfkæringi: hvar endar þetta allt- saman? Hverskonar saga er þetta?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.