Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 142
D ó m a r u m b æ k u r
142 TMM 2013 · 3
einnig á samhengi bókarinnar við fyrra
verk: „Þessi bók er eins konar framhald
af tilrauna-skáldsögu minni Rómúlíu
hinni eilífu en í henni má finna sýnis-
horn af öllum bókmenntaformum sem
til eru. Jafnframt myndar hún eina
heild, einn helsti þráðurinn er saga bók-
menntanna og þeirra eðli. Rauði þráður-
inn í þessari bók er list listanna, ljóðlist-
in.“ Slíka yfirlýsingu verður að taka
alvarlega, þótt hugsast geti að einhver
írónía sé með í för. Fagurfræðingurinn
fer ekki með fleipur um slíka hluti. Yfir-
lýsing um að spanna öll svið ljóðsins
vekur líka spurningu um hve mörg þessi
svið séu eiginlega, e.t.v. ekki svo mörg
að ómögulegt sé að spanna þau í einni
bók?
Þess má geta að frágangur bókarinn-
ar er vandaður og kápan listræn, þótt
einhverjum kunni að hrjósa hugur við
grímunni sem blasir þar við lesandan-
um, myndverki Ólafs Þórðarsonar.
Í aðfaraorðum gerir skáldið sjálft
grein fyrir byggingu og viðfangsefnum
hinna einstöku bóka í bókinni, en þær
eru þó sumar ívið flóknari að gerð en sú
lýsing gefur til kynna. Fyrsta bók nefn-
ist Uml um ljóð. Fyrri lausamálsbálkur.
Henni er þannig lýst: „… inniheldur
örgreinar og prósaljóð um ljóðsins
aðskiljanlegu náttúrur, hún er eins
konar mansöngur til ljóðsins …“ Þar er
m.a. ljóð með nafninu Ars poetica, og
glímir við spurningu sem eitt sinn var
svarað kæruleysislega með orðunum „A
poem should not mean but be“ (sjá grein
Þorsteins Þorsteinssonar um efnið í
TMM 2012:4). Stefán vill að ljóðið merki
en umfram allt að það sé nýr leikur, og
hann tjáir það með skemmtilegum
orðaleik: Ljá verunni merkingu á nýjan
leik, / vera leikurinn nýi, / leikurinn
enn nýi. Hér sameinast fagurfræðingur-
inn og skáldið í leik. Annars eru í þess-
um bálki nokkur stutt prósaljóð eða
örgreinar eins og skáldið kallar textana.
Þeir koma úr dálítið óvæntum áttum að
hlutverkum, gildi, verkum ljóðsins,
benda á gildi ljóðlistarinnar og hvað
vanræksla hennar kostar okkur. Þessi
Uml-bók er innrömmuð af orðum sem
höfð eru um ýmsar tegundir skáldskap-
ar.
Önnur bók nefnist Skriftamóðir.
Fyrri ljóðabók. Hún er lengst bókanna
og þar eru eingöngu frumort ljóð. Nafn-
ið bendir til að þar glími skáldið við
sjálft sig, en annars búa upphafs- og
lokaljóð til viðmælanda, skriftamóður,
sem auðvitað er skemmtileg andstæða
við skriftaföður, en gæti verið vísun í
mikilvægan sannleik. E.t.v. skiptir þá
máli að bókin er tileinkuð nýlátinni
móður skáldsins? Flokkur kvæða sem
nefnist Turnahrun hefst á ljóðinu Tví-
fara turn. Það er vitaskuld vísun í þá
frægu turna sem féllu 9. sept. forðum,
en miklu fremur fjallað það um sára
persónulega reynslu. Upphafið, Hrun-
gjarn turn / í vorskógi, er mjög augljóst
tilbrigði um þekkt ljóð og vekur spurn-
ingu um hvort sá eini sem eftir liggur í
ljóði Stefáns sé „óskabarn ógæfunnar“. Í
flokknum er áberandi tvífaraminni,
skáldið hittir bróður eða tvífara, fyrra
sjálf sem er glatað en býr þó hið innra.
Hér er margt tvírætt og vísanir vafalaust
fleiri en einstakur lesandi kemur auga á.
Ljóðin eru alvöruþrungin og myndir
áhrifamiklar, skilja eftir spurningar,
eins og í kvæðinu Jarðýtir, sem endar
svo: Hann ýtir mér / niður í jörðina /
gengur á höndum mínum /gengur burt
og hverfur /ég hverf. Hver er Jarðýtir?
Þekkjum við hann kannski líka? Í næsta
kvæðaflokki Anarrar bókar, Þrúgna-
sveig, er bersýnilega fjallað um glímu
við vímuvaldinn Bakkus, en það er gert
á hitmiðaðri hátt og í færri orðum en
einatt heyrast frá þeim sem háð hafa þá
glímu, og skýr er vitund um að glímu-