Tímarit Máls og menningar - 01.09.2013, Síða 143
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2013 · 3 143
rnar eru fleiri: veit að mín bíður / önnur
elfur /öllu dekkri.
Í ljóðaflokknum Kuldi eldsins í höllu
greifans er kölluð fram ein af fyrri
„persónum“ eða grímum skáldsins,
greifinn af Kaos. Þar er skemmtilega
blandað saman vísunum í fornar goð-
sagnir og nýjar: Óðinn, vampírur,
bangs ímon. Stefán hefur alltaf verið
handgenginn poppmenningunni og hún
verið honum brunnur vísana sem kunna
að höfða til annarra kynslóða en þeirra
sem aldar eru upp á klassískri ljóðlist,
sem þó er sannarlega einnig með í leik.
Þessara poppvísana gætir þó raunar
minna hér en víða í fyrri bókum hans.
Þessi flokkur er kaldhæðnislegri og lík-
ari hinum gamla Stefáni en turnahrun-
ið, a.m.k. líkari greifanum af K, en
ógnin sem alls staðar blasir við er raun-
veruleg og myndmálið áhrifaríkt,
myndmál hins innri ótta. Flokkurinn Í
skotgröf fjallar um ástina, oft forna glat-
aða ást, en lokakvæðin eru torræðari og
myrkari. Næstsíðasta kvæði bálksins,
Glermúrinn minn, er magnað, fjallar
kannski um konuna í karlinum, þá sem
hann elskar. Síðasta kvæðið, Í skotgröf,
er eins konar tengikvæði og vísar til
þema næsta flokks og þess síðasta í
Annarri bók, Fyrstu ljóðabók. Sá nefnist
Glatkistulagning, og þar er viðfangsefn-
ið glötun og dauði, stefnan til hans,
návist hans í lífinu, sýnist mér. Í loka-
kvæðinu rís mælandinn upp, dustar af
sér moldina og hugsar: Í þetta skipti /
skal ég gera / allt rétt. Hver sem kominn
er yfir fimmtugt kannast ekki við þá til-
finningu?
Þriðja bók er Sendiherra ljóðsins,
ljóðaþýðingar á skáldum frá 19. og upp-
hafi 20. aldar: Baudelaire, Rilke, Hof-
mannsthal o.fl. Öll eru skáldin fyrir-
rennarar módernisma og symbólisma
eða þátttakendur í þessum stefnum.
Þýðingarnar virðast mér vandaðar, og
vitaskuld segir val kvæðanna sitthvað
um þýðandann eins og venja er um slík
verk. Hann sver sig í ætt módernismans
í víðri merkingu hugtaksins.
Fjórða bók, Tímaheimar. Fyrri ljóða-
bálkur, er endurlit til fortíðar en í allt
öðrum anda en það sem á undan er
komið, tónninn er mjúkur og nostalg-
ískur, og þó býr undir tilfinningin um
hverfulleik, að hið liðna sé liðið, eins og
skýrt er tjáð í síðasta kvæðinu, Líðan
tímans.
Fimmta bók, Yrkisefnaheimur, er um
leið Síðari ljóðabók og næstlengst bók-
anna. Eins og nafnið bendir til er hún
úthverfari en Skriftamóðir, leitar út
fyrir skáldið sjálft. Vísun í gamla Egil er
í kvæðinu Yrkisefnaviður: Tálga sjálfið /
hefli hjartað // Smíða úr þeim bát / sjó-
set hann nú. Hér eru fjölbreytilegar
mannlífsmyndir, orðaleikir, og hnykkt
er á mætti og mikilvægi ljóðlistarinnar,
t.d. í Trébrúða. Í Yrkisefnaheimi er
meiri samfélagsrýni en fyrr, deilt á ill
öfl, en líka á okkur hversdagsfólkið með
íróníu, eins og t.d. í kvæðunum Dóms-
dagur og Vagnar. Vikið er að heimi
bókanna í bálkinum Úr Gutenbergs-
turni, og minnum úr bókmenntunum í
Arfur og ógn, en þar eru einnig beinar
vísanir í samtímann, ádeila: Flug Fáfnis.
Bókinni lýkur með myrkum bálki, Goð-
ljóð, og þó ekki að öllu leyti torræðum,
því skírskotanir til samtímans eru skýr-
ar.
Í Sjöttu bók, Goð, Sögur, er Síðari
lausamálsbálkur og kallast því á við
Fyrstu bók. Hann virðist byrja í nútím-
anum með sakleysislegri en tvíræðri
fyrirsögn, Að gefa öndunum, en vísanir
til fornra goðsagna eru líka áleitnar.
Goðsagan til að binda enda á allar goð-
sögur fjallar um tilurð yrkisefnaheims-
ins, en einnig honum er ógnað eins og
heimi goðanna í Völuspá.
Sjöunda bók, Risinn / Lambið er um