Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 2 8. F E B R Ú A R 2 0 1 9
Stofnað 1913 50. tölublað 107. árgangur
Stillanleg
HEILSURÚM
Ertu örugglega í besta
rúminu fyrir þínar þarfir?
Verð frá 264.056
Með einni snertingu geturðu komið rúminu
í þá stellingu sem hentar þér best hverju sinni.
Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500
Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504
ATVINNUBLAÐ
MORGUN-
BLAÐSINS
FRUMSÝN-
ING Á CLUB
ROMANTICA
GEOSILICA
METIÐ Á UM
800 MILLJÓNIR
EINSTÖK SAGA 70 VIÐSKIPTAMOGGINNFINNA VINNU 8 SÍÐUR
Kvikmyndin Mortal Engines með
Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki
hefur halað inn sem svarar 10 millj-
örðum króna í miðasölutekjur um
heim allan síðan hún var frumsýnd í
London í nóvember sl.
Tekjurnar voru langt undir
væntingum í Bandaríkjunum.
Myndin hefur hins vegar notið vin-
sælda í löndum á borð við Kína,
Rússland og Þýskaland. Þá má
nefna Ástralíu og Nýja-Sjáland.
Virðist óhætt að fullyrða að
aldrei áður hafi kvikmynd með ís-
lenskri leikkonu í aðalhlutverki
skilað slíkum tekjum. »16
Á uppleið Hera Hilmarsdóttir leikkona.
Mynd Heru skilar
10 milljarða tekjum
Carl Bauden-
bacher, fyrrver-
andi forseti
EFTA-dómstóls-
ins, segir upp-
haflegu Icesave-
samningana hafa
verið skrifaða á
máli Versala-
samninganna.
Svo einhliða hafi
samningarnir
verið. Þrýst hafi verið á Ísland.
Baudenbacher var dómari við
dómstólinn þegar dómur féll í Ice-
save-málinu í janúar 2013.
Hann segir dómstólinn hafa verið
undir vissum þrýstingi frá ESB í
málinu. »34-35
Icesave var á máli
Versala-samninga
Carl
Baudenbacher
Viðar Smári Petersen lögmaður
á Lex segir í aðsendri grein í Við-
skiptaMogganum að velta megi fyr-
ir sér hvort innviðagjald, sem
Reykjavíkurborg innheimtir í
samningum við lóðarhafa sem hafa
í hyggju þróun og uppbyggingu á
lóðum sínum, sé viðbótarskattlagn-
ing, án lagaheimildar. Vísar hann
þar til þess að gjaldinu sé m.a. ætl-
að að standa undir gerð nýrra
gatna, en gatnagerðargjöld séu í
lögum skilgreind sem skattur.
Innviðagjald ólögleg
viðbótarskattlagning
Unnið er að lokafrágangi nýja Herjólfs. Hann
verður að mestu rafknúinn, sem er nýjung í ís-
lenska flotanum. Bergþóra Þorkelsdóttir vega-
málastjóri skoðaði skipið í Gdynia í Póllandi í
gær og leist mjög vel á það.
Hjörtur Emilsson verkefnisstjóri sagði að lögð
yrði áhersla á að þjálfa áhöfnina eftir að skipið
kæmi heim. Ólíklegt er að það hefji áætlunar-
siglingar 30. mars eins og stefnt var að. »14
Ljósmynd/Vegagerðin
Herjólfur hefur reynst vel í reynslusiglingunum
Helgi Bjarnason
Ómar Friðriksson
Þorgerður Anna Gunnarsdóttir
Á meðan viðræður fjögurra verka-
lýðsfélaga á suðvesturhorni landsins
við Samtök atvinnulífsins (SA)
liggja niðri vegna atkvæðagreiðslu
um verkfall á hótelum og deilna um
gildi hennar er reynt að koma við-
ræðum Starfsgreinasambands Ís-
lands (SGS) við SA á skrið með stíf-
um fundahöldum næstu daga.
Ekkert virðist þó hafa komið fram
sem bendir til að samningar séu að
nást.
Ákveðið var á fyrstu sáttafundum
SGS og Landssambands íslenskra
verslunarmanna með SA hjá Rík-
issáttasemjara að vinna og funda
stíft næstu daga til að freista þess
að ná samkomulagi. Fundað verður
daglega fram yfir næstu helgi í hóp-
um og formenn verkalýðsfélaganna
eru beðnir um að vera tilbúnir að
koma til funda með stuttum fyr-
irvara. Bryndís Hlöðversdóttir rík-
issáttasemjari segir að samtal sé í
gangi og lítið annað hægt að segja
um málið, þegar hún er spurð um
stöðuna í viðræðunum.
Erfitt er að fá nánari upplýsingar
um gang mála vegna þess að rík-
issáttasemjari beindi þeim tilmæl-
um til samningsaðila að þeir tjáðu
sig ekki um viðræðurnar, heldur
vísuðu fyrirspurnum til hennar. Það
segir hún gert til að skapa vinnufrið
á meðan umrætt vinnulag sé í gangi.
Verkalýðsforingi sem rætt var við
taldi að pólitískur eða efnahagsleg-
ur þrýstingur væri á að koma þess-
um viðræðum áfram vegna þrýst-
ingsins sem er að myndast hjá
Eflingu og félögunum sem eru í
samfloti á suðvesturhorninu.
Viðræður settar á fullt
Starfsgreinasambandið fundar stíft með Samtökum atvinnulífsins næstu daga
Deilur
» Atkvæðagreiðslu hjá Eflingu
um boðun tímabundins verk-
falls á hótelum 8. mars lýkur
klukkan 22 í kvöld.
» Samtök atvinnulífsins telja
atkvæðagreiðsluna ólögmæta
og er gert ráð fyrir að stefna
samtakanna fyrir Félagsdóm
verði birt verkalýðsfélaginu í
fyrramálið.
MKjaradeilur »2 og 6