Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 10

Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 E N N E M M / S ÍA / N M 9 2 1 4 3 VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR BMW 225XE PLUG-IN HYBRID. MEÐ xDRIVE FJÓRHJÓLADRIFI. Sheer Driving Pleasure Dakota leðuráklæði, vetrardekk, upphitað stýri, aðfellanlegir og birtutengdir speglar, lykillaust aðgengi, rafdrifinn afturhleri með snertilausri opnun, bakkmyndavél og nálgunarvarar framan og aftan, skyggðar afturrúður, 9 hátalara hljómkerfi, LED aðalljós og inniljós, rafdrifin framsæti með minni á ökumannssæti, leggja í stæði hjálp og þakbogar o.m.fl. BMW 225xe xDrive. Verð: 5.390.000 kr. með LUXURY LINE aukahlutapakka. BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 /www.bl.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Tónninn var gefinn og talið í fyrir matarhátíðina Food & Fun þegar matreiðslumeistarar sem taka þátt hittust í kennslueldhúsi Mennta- skólans í Kópavogi í gær. Hátíðin stendur til 3. mars og venju sam- kvæmt tekur þar þátt stór hópur matreiðslumeistara víða frá. „Kokkarnir hafa frjálsar hendur um uppskriftir og aðferðir. Íslenskt hráefni er nú sem endranær haft í hávegum og það má útbúa á svo marga vísu. Þannig skapast líka sú fjölbreytni sem þessi hátíð er þekkt fyrir,“ segir Óli Hall, matreiðslu- maður og framkvæmdastjóri keppn- innar, í samtali við Morgunblaðið. Komið Íslandi á kortið Að þessu sinni taka alls 19 kokkar þátt, en margir þeirra hafa með sér aðstoðarfólk þannig að þeir sem koma til landsins gagngert vegna Food & Fun eru um 40 talsins. Eru þá erlendir matargestir ekki taldir með. Þetta er í 18. skipti sem hátíðin er haldin og hefur hún fest sig í sessi sem stærsta matarveisla Íslands. „Hátíðin nýtur mikilla vinsælda í al- þjóðlegum heimi matreiðslumenn- ingar og þetta er viðburður sem svo sannarlega hefur komið Íslandi vel á kortið,“ segir Óli. Meðal meistarakokka sem nú eru mættir til landsins eru nokkrir af þeim fremstu í Lundúnum sem sér- hæfðir eru í bökugerð. Einnig þeir vinsælustu í Washington, frægir andakjötsmeistarar og snillingar frá Ítalíu. Margir þátttakenda hafa sömuleiðis unnið sér inn Michelin- stjörnur, en þær eru mikils metnar í matargerðarlist. Erlendu gestakokkarnir útbúa fjögurra til fimm rétta matseðil í samstarfi við veitingahús í Reykja- vík og Garðabæ. Eftirtaldir veitinga- staðir taka þátt í ár: Apótek, Ess- ensía, Geiri Smart, Grand Hótel, Hótel Holt, Kolabrautin, Kopar, La Primavera, Mathús Garðabæjar, Mímir/Grillið Hótel Saga, Nostra, Reykjavik Meat, Skelfiskmarkaður- inn, Sumac og Vox Hilton Nordica. Ennfremur er nýjung á Food & Fun sem kallast Off Menu þar sem barir og götuveitingahús taka þátt. Þar verður kynntur matur sem er bæði matreiddur og framborinn á frjálslegum og óhefðbundnum nót- um. Í ár eru með undir þessum for- merkjum Kore Mathöll Grandi, Brass Hótel Alda, Public House og Bjórgarðurinn Fosshóteli. Upprennandi kokkar og reyndir meistarar Food & Fun var sett á laggirnar fyrir allmörgum árum sem markaðs- átak til að vekja áhuga erlendra ferðamanna á Íslandi og matar- menningunni hér. Með árunum hef- ur hátíðin svo undið upp á sig og er nú orðin menningarviðburður sem beðið er eftir með eftirvæntingu. „Við höfum yfirleitt reynt að fá til landsins unga og upprennandi kokka sem margir hverjir hafa öðlast frægð og frama. Að venju koma að sjálfsögðu líka hinir eldri og reynd- ari meistarar og nokkrir þeirra hafa komið áður. Hátíðin hefur skapað sér gott orðspor á erlendri grundu og er talinn mikill heiður að vera boðið að koma til Íslands og taka þátt í matarveislunni. Þessir kokkar bera síðan hróður og heiður Íslands og vegsama matargerð og gæði ís- lensks hráefnis út um heim allan,“ segir Siggi Hall, framkvæmdastjóri og einn af stofnendum Food & Fun. Sama verð alls staðar Á Food & Fun gefst öllum kostur á að eiga góða matarupplifun hvort sem um er að ræða þá sem lifa og anda fyrir nýjar matarminningar jafnt og þá sem eru að stíga sín fyrstu spor í sælkeraheiminum. Öll- um er gert jafnt undir höfði og er sama verð á öllum veitingahúsum, 8.900 krónur fyrir matseðilinn. Morgunblaðið/Eggert Hótel og veitingaskóli Íslands Matarhátíðin Food & Fun er byrjuð og stendur til 3. mars. Erlendu matreiðslu- meistararnir hittu nema og kynntu sér íslenskt hráefni í kennslueldhúsi Menntaskólans í Kópavogi í gær. Viðburður sem beðið er eftir  Heimskokkarnir mættir til Íslands á Food & Fun  Fjölbreytni og frjálsar hendur  Mikill heiður

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.