Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 18
SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Menn sögðu það á sínum tíma, þegar banninu var aflétt, að næst leiðtogafundinum væri þetta sá at- burður hér sem hefði fengið mesta alþjóðlega athygli. Þetta var dálítið skemmtilegur tími,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og kennari í Bjórskólanum. Á morgun verða liðin þrjátíu ár síðan banni við sölu á bjór var aflétt hér á landi. Lands- menn höfðu ekki getað nálgast bjór nema eftir krókaleiðum um ára- tugaskeið og tóku því fagnandi þeg- ar 1. mars árið 1989 rann upp. Í Morgunblaðinu mátti lesa að verslunum ÁTVR var fjölgað af þessu tilefni og þeim breytt auk þess sem vínveit- ingastöðum fjölg- aði hratt með til- komu bjórsins. Sjö bjórtegundir áttu að vera í boði í upphafi, fjórar erlendar og þrjár inn- lendar. Forstjóri ÁTVR boðaði í viðtali við blaðið að í júní það ár yrði hægt að fá bjór frá flestum löndum Vestur-Evrópu í sérversluninni að Stuðlahálsi. Mikill viðbúnaður var á veit- ingastöðum þennan dag. Talað var um að „öltröð“ gæti myndast. Á Öl- kjallaranum áttu boðsgestir til að mynda að mæta klukkan hálf tólf og á hádegi átti að fylla ölkrúsir að lokinni klukknahringingu. Í frá- sögnum fréttaritara blaðsins úti á landi kom fram að rólegri stemning væri víðast hvar en í höfuðstaðnum. Til að mynda var engin bjórpöntun í fyrstu póstferðinni til Grímseyjar eftir að banninu var aflétt. „Það er engin hálfvelgja í mönnum hér. Menn láta sig hafa brennd vín ef þeir eru á annað borð að fá sér áfengi og er þá drukkið sterkt og mikið,“ var haft eftir Alfreð Jóns- syni, flugumsjónarmanni í eynni. Áhyggjur af ölvunarakstri Eins og margir muna voru afar skiptar skoðanir um hvort leyfa ætti sölu bjórs að nýju hér þó þær radd- ir heyrist ekki hátt í dag. „Það sem menn óttuðust við bjórinn var þrennt. Að barna- og unglinga- drykkja myndi aukast, sem hún gerði í blábyrjun en minnkaði aftur síðar. Menn óttuðust einnig að ölv- unarakstur myndi aukast,“ segir Stefán en Umferðarráð fékk Valgeir Guðjónsson til að semja lagið „Ég held ég gangi heim“ til að sporna við ölvunarakstri. Var snældum með laginu dreift í von um að hljóm- sveitir myndu leika lagið í lok dans- leikja „þegar þörfin sé mest á því að boðskapurinn nái til fólksins“. „Stóra áhyggjuefnið var að bjór- inn myndi stuðla að dagdrykkju hér, að menn færu að sulla í þessu í vinnunni. Menn verða að skilja hversu langvinnt bjórbannið var, þarna tengdu Íslendingar við ein- hverja gamla staðalmynd af Dönum að þeir væru alltaf fullir í vinnunni. Það þýddi auðvitað vinnuslys og minni afköst. Íslendingar skil- greindu sig að þeir væru með al- mennilegt vinnusiðferði á meðan Danir væru aumingjar sem væru alltaf að fá sér,“ segir Stefán. Höfðu vart undan En hvernig tókst svo til fyrsta daginn? Samkvæmt fréttum Morg- unblaðsins seldust nærri 340.000 dósir úr verslunum ÁTVR, þar af 213.000 á höfuðborgarsvæðinu. Mest var salan í vínbúðinni í Kringlunni, um 46.000 dósir. Næst mest var hún á Snorrabraut og á Lindargötu. Haft er eftir Sævari Skaftasyni, verslunarstjóra í Kringlunni, að örtröð hafi verið fyr- ir utan verslunina þegar hún var opnuð. Á Akureyri kváðust starfs- menn vart hafa haft undan við að fylla á. Vinsælustu tegundirnar þennan fyrsta dag voru Löwenbräu og Eg- ils Gull. Lítið var þó til af Budwei- ser og seldist hann fljótt upp. Tu- borg-sendingin barst seint og Kaiser var aðeins til á flöskum og því eingöngu seldur á veitinga- húsum. Gæddi miðbæinn lífi á ný Stefán segir að bjórinn hafi að sumu leyti komið miðbæ Reykjavík- ur til bjargar. Menn hafi lengi haft áhyggjur af því að miðbærinn væri að deyja, að hann myndi ekki geta keppt við yfirbyggðar versl- unarmiðstöðvar. Í ljós hafi komið að stórir skemmtistaðir á mörgum hæðum, sem mokuðu út vodka í kók, urðu undan að láta en kaffihús og krár gæddu miðbæinn lífi á ný. „Ég held að flestum beri saman um að kúltúrinn hafi batnað.“ Þjóðin var leyst úr álögum  Þrjátíu ár frá því bjórbanni var aflétt hér á landi  Mikill viðbúnaður fyrsta söludaginn  Mest seldist af Löwenbräu og Egils Gull  Gleði á veitingastöðum 30 ára afmæli bjórdagsins Sala á bjór frá 1989 til 2018 Milljónir lítra 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 17 milljónir lítra voru seldar af bjór árið 2018 sem samsvarar 1 klst. meðalrennsli Elliðaáa í Reykjavík 3 sinnum kringum jörðina næði röð af hálfs lítra bjórdósum með öllum þeim bjór sem selst hefur síðan 1989 ef þeim væri raðað enda í enda Banni við sölu á bjór var afl étt 1. mars 1989 15,9 milljónir lítra 17 milljónir lítra 346.397.000 lítrar af bjór voru seldir samtals frá 1. mars 1989 til ársloka 2018 Árið 1989 seldust tæplega 7 milljónir lítra en rúmlega 17 milljónir lítra árið 2018 sem er um 150% aukning 300 baðkör á dag eða 47 þúsund lítrar voru seldir af bjór á degi hverjum árið 2018 FÖ S S A R I 20 18 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18Heimild: ÁTVR. Útreikningar blaðsins. 340.000 dósir seldust 1. mars 1989 í verslunum ÁTVR. Það jafngildir 135.000 lítrum 100 krónur kostaði dós af Egils Gull. Að núvirði er það um 410 krónur en sams- konar 33 cl dós kostar 289 krónur í Vínbúðunum í dag 6 leyfi til vínveitinga voru afgreidd úr borgarráði daginn fyrirbjórdaginn 1989 og fl eiri bættust síðar við. Nýir veitingastaðir spruttu upp, svo sem Kringlukráin, Rauða ljónið, Kabarett og Ölkjallar- inn, sem var í kjallara hússins þar sem nú er veitingastaðurinn Skólabrú. Kort Lesendur Morgunblaðsins gátu glöggvað sig á úrvali og sölustöðum. Stefán Pálsson 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi (LLÍ) verður haldinn að Hótel Sögu fundarsal Kötlu II, þann 14. mars og hefst klukkan 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Málþing hefst að aðalfundi loknum, um kl. 15:00 Efni: Hver á Ísland? Frummælendur á málþingi: Kristján Skarphéðinsson, ráðuneytisstjóri atvinnuvega – og nýsköpunarráðuneytis. Sigurður Jónsson, hrl. stjórnarmaður í LLÍ. Magnús Leópoldsson, fasteignasali Fundurinn er öllum opinn og bæði félagar í LLÍ og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta. Fyrir hönd stjórnar LLÍ Óskar Magnússon Aðalfundarboð „Ég man vel eftir þessu kvöldi. Þarna var þjóðhátíðarstemning, fólk dansaði uppi á borðum eins og við hefðum verið að losna und- an oki Dana eða vinna Englend- inga í fótbolta,“ segir Jón Ólafs- son tónlist- armaður. Jón og hljóm- sveit hans, Bítlavina- félagið, léku fyrir dansi á Gauki á Stöng miðvikudags- kvöldið 1. mars 1989. Í umfjöll- un fjölmiðla kemur fram að stans- laust stuð hafi verið á gestum þetta kvöld og þeir hrópað „meira, meira, meira“ í lok kvöldsins. Talað var um að þessi fyrrum forboðni drykkur hefði augljóslega lagst vel í viðstadda, en þó hefði enginn verið áberandi ölvaður. „Þetta var mjög eftirminnilegt og skemmtilegt kvöld. Það var eins og fólk hefði verið leyst úr álögum enda hafði bjórinn verið munaður fram að þessu og fólk verið að drekka bjórlíki,“ segir Jón og rifjar upp að meðlimir Bítlavinafélagsins hafi verið til- búnir fyrir þetta sérstaka kvöld. Blöðrur voru á sviðinu og helíum- kútur sem notaður hafi verið til að fá „meiri vídd í raddirnar“. Jón samsinnir því að undarlegt sé til þess að hugsa að 30 ár séu frá þessum viðburði. Hann telur að heillaspor hafi verið stigið með því að leyfa bjórinn að nýju. „Mér sýnist það. Miðað við það sem ég hef séð til unga fólksins á skólaböllum í gegnum tíðina þá hefur það verið í betra ásigkomu- lagi en mín kynslóð. Ég held að við Íslendingar séum reyndar enn að læra að drekka en þetta var já- kvætt skref.“ Fólk dans- aði uppi á borðum  Bítlavinafélagið skemmti kráargestum Jón Ólafsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.