Morgunblaðið - 28.02.2019, Síða 20

Morgunblaðið - 28.02.2019, Síða 20
BAKSVIÐ Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Stéttarfélagsaðild er mest á Íslandi af Evrópulöndum og þótt víðar væri leitað. Þetta kemur fram í rannsókn sem Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskiptafræðideild Há- skóla Íslands, vinnur nú að. Meðaltal stéttarfélagsaðildar á Ís- landi á árunum 1999 til 2015 er 86,9% samkvæmt tölum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Frakkland sker sig úr hvað varðar litla félagsaðild meðal OECD- ríkjanna, með 7,8%. Í rannsókninni er tekið fram að meðal þessara ríkja er stéttarfélagsaðild á bilinu 16 til 21%. „Hvað varðar löndin sem við ber- um okkur saman við; Evrópulöndin, hinar Norðurlandaþjóðirnar og OECD-ríkin, kemur í ljós að við er- um langhæst. Það þarf ekki að vera slæmt í sjálfu sér en er mjög áhuga- vert,“ segir Gylfi. Á tímabilinu 1999- 2016 var stéttarfélagsaðild á Íslandi mest meðal norrænu þjóðanna eða 86,6%. Í Svíþjóð var hún 73,1%, í Finnlandi 71,1%, í Danmörku 69,4% og í Noregi 53,8%. Gylfi bendir einn- ig á að stéttarfélagsaðild hafi farið minnkandi í nær öllum OECD- ríkjum á sama tíma og hún hefur aukist hérlendis. Ef breytingar á að- ildinni eru skoðaðar í prósentustig- um á þessu sama tímabili mælist aukningin hérlendis 4,2%. Í einungis tveimur öðrum löndum jókst stétt- arfélagsaðild á þessu tímabili; í Kan- ada þar sem hækkunin nam 1,4% og á Ítalíu þar sem hún var 0,3%. Mesta fækkunin á þessu tímabili var í Slóvakíu, 20,5 %. Stéttar- félagsaðild í Belgíu, Frakk- landi og á Ítalíu breyttist lítið en talsverð fækkun varð á Norð- urlöndunum. Í Finnlandi var hún 10,9%, í Sví- þjóð 13,8% og fækkunin í Dan- mörku var 8,6%, segir í rannsókn Gylfa. „Það má segja að ástæðan fyrir því að það fækkar ekki hér sé fyrst og fremst það sem kallast forgangsrétt- arákvæði kjarasamninga. Um leið og þú byrjar í vinnu t.d. í verslun eða á lager er samningur milli stétt- arfélags og vinnuveitanda um að þú verðir í stéttarfélagi og þá er tekið af laununum þínum sjálfkrafa,“ segir Gylfi. Samkvæmt íslenskum vinnurétti ber þeim starfsmönnum sem ekki vilja vera í stéttarfélagi að greiða svokallað vinnuréttargjald, félags- gjald til þess stéttarfélags sem starfssvið viðkomandi starfsmanna heyrir undir, fyrir að sinna þeirri þjónustu sem viðkomandi stéttar- félag veitir svo sem kjarasamn- ingagerð og ýmis önnur réttindi. Gylfi bendir einnig á að launþegi þurfi heldur ekki að standa skil á fé- lagsgjöldum sjálfur heldur taki vinnuveitandi sjálfkrafa af launum hans og greiði til félagsins. „Það gerðist t.d. í Bretlandi á sínum tíma þegar [Margaret] Thatcher komst til valda. Þá breytti hún vinnulög- gjöfinni með því að afnema for- gangsréttarákvæði ásamt því að banna vinnuveitendum að draga sjálfkrafa af launum félagsmanna í félagsgjöld. Það er talið hafa haft áhrif á fjölda fólks í stéttarfélögum í Bretlandi.“ Sjö atriði sem skipta máli Í rannsókn Gylfa eru talin upp sjö atriði sem talin eru hafa mest áhrif á mikla stéttarfélagsaðild á Íslandi. Þar er fyrst nefnt forgangsrétt- arákvæði til vinnu og í öðru lagi skylda atvinnurekenda til að halda eftir félagsgjaldi starfsmanna. Þá skiptir máli að lengi vel voru réttindi til atvinnuleysisbóta tengd stétt- arfélagsaðild sem og tenging stétt- arfélagsaðildar við lífeyrissjóðs- kerfið. Gylfi segir að fræðimenn telji að minnkandi stéttarfélagsaðild í Finn- landi á árunum 1996 til 2006 megi rekja m.a. til sjálfstæðra atvinnu- Stéttarfélagaaðild á Íslandi og á vesturlöndum Meðaltal áranna 1999-2015 Breyting 1999 til 2015 Ísland Svíþjóð Finnland Danmörk Belgía Noregur Ítalía Írland Austurríki Bretland Kanada Nýja-Sjáland Þýskaland Ástralía Slóvakía Portúgal Holland Tékkland Sviss Spánn Pólland Bandaríkin Frakkland 86,9% 72,7% 70,8% 69,1% 54,7% 53,7% 35,0% 33,7% 31,8% 27,9% 27,6% 20,9% 20,7% 20,7% 20,5% 20,3% 19,8% 19,2% 18,2% 16,1% 15,7% 11,9% 7,8% -13,8% -10,9% -8,6% -0,1% -2,3% -11,3% -10,8% -5,0% -3,8% -7,7% -10,0% -20,5% -6,2% -7,0% -14,3% -5,2% -2,9% -8,7% -2,7% -0,2% 4,2% 0,3% 1,4% Heimild: OECD Morgunblaðið/Árni Sæberg Kröfuganga verkalýðsins Afar fjölmennt er í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí á hverju ári sem endar á samstöðufundi. Hátíðahöld voru á meira en 30 stöðum á landinu í fyrra.  Ekkert land í Evrópu með hærra hlutfall launþega í stéttarfélögum en Ísland  Stéttarfélagsaðild fer minnkandi á Norðurlöndunum en hefur aukist hérlendis  Forgangsréttarákvæði skiptir miklu Gylfi Dalmann Aðalsteinsson Sérstaða í stéttarfélagsaðild leysistryggingasjóða, þar sem starfsmenn utan stéttarfélaga geta keypt sér atvinnuleysistryggingar án þess að vera í stéttarfélagi. Minnkaði aðild í Finnlandi um 10% á tímabilinu. „Hér áður fyrr var það svoleiðis að þeir einir áttu rétt á at- vinnuleysisbótum sem voru í stétt- arfélagi. Núna er búið að víkka þennan rétt út og hann ekki lengur bundinn við stéttarfélagsaðild,“ seg- ir Gylfi. Lífeyrissjóðir spruttu einnig fram hér á landi í tengslum við kjara- samninga og voru hugsaðir fyrir fé- lagsmenn stétttarfélaga. „Þetta er þannig ákveðinn hvati til þess að vera í stéttarfélagi vegna þess að þá borgar vinnuveitandinn þinn tiltekin prósent af laununum þínum í lífeyr- issjóð. Þegar þetta varð til litu menn svo á að þetta yrði viðbótarsparn- aður á eftirlaunum. Ríkið myndi framfleyta þér eins og því ber skylda til og þetta bættist við, en núna er þetta orðið almennt. Til dæmis þeir sem hafa ekki borgað í lífeyrisjóð og voru til dæmis einhverra hluta vegna ekki á vinnumarkaði; þeir fá að lágmarki það sama og þeir sem hafa borgað í lífeyrissjóð.“ Tengingin við lífeyrissjóðina get- ur skýrt af hverju margir eldri laun- þegar eru í stéttarfélögum að mati Gylfa. Hlutfall launþega sem eru opin- berir starfsmenn, þ.e. starfsmenn ríkis og sveitarfélaga, er afar hátt á Íslandi. Um það bil 26% af heild- arfjölda fólks á íslenskum vinnu- markaði eru ríkisstarfsmenn sam- kvæmt rannsókn Gylfa. Hann bendir á að þeir séu nánast allir í stéttarfélagi og það sé nánast gert ráð fyrir því. Sterk stéttarfélög inn- an opinbera geirans skýra því hluta mikillar stéttarfélagsaðildar hér á landi. Þá hafa stéttarfélög einnig gert félagsaðild aðlaðandi á síðustu árum með heilsueflandi styrkjum, t.d. í líkamsrækt, ásamt aðgangi að orlofshúsum, svo dæmi séu tek- in.„Þau [stéttarfélögin] eru ekki bara í kjarabaráttu heldur veita þau fullt af þjónustu,“ segir Gylfi. Í rannsókninni kemur einnig fram að aðild ungs fólks að stétt- arfélögum er minni en þeirra sem eldri eru. Þróunin hefur verið sú að sífellt fleira ungt fólk kýs að standa utan félaga. Stéttarfélögin hafa unnið markvisst að því að fræða ungt fólk um starfsemi sína og hafa kynnt réttindi og skyldur á vinnu- markaði. Hefur VR m.a. verið með netnámskeið fyrir 16 ára og eldri og þá var fyrir nokkrum árum stofnuð ungliðahreyfing innan Alþýðu- sambands Íslands (ASÍ) sem heitir ASÍ-Ung. 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Led húsnúmer Falleg húsnúmer í öllum stærðum og gerðum · Sérsmíðum númer á öll hús og fjölbýli Best er að panta í gegnum facebooksíðuna okkar: ledhúsnúmer Einnig hægt að hringa í sími 775 6080 · Ledlýsing sem endist og eyðir litlu rafmagni · Hægt að fá í lituðu áli eða ryðfríu stáli · Verið velkomin á facebooksíðu okkar: Led húsnúmer

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.