Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 28

Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Talsverðar tilfæringar þurfti til að koma 100 metra skipi inn í skrokk 140 metra fljótandi flotkvíar við Hvaleyrarbakkann í Hafnarfjarð- arhöfn í gærmorgun. Smátt og smátt gleypti Rolldock Sea flutningaskipið Fjordvik og um hálftvö var skipið, sem strandaði við höfnina í Helguvík í byrjun nóvember komið í heilu lagi inn í kvína. Flotkvíin fljótandi, öflugt og vel búið skip frá Hollandi, lyfti sér síðan að nýju upp frá botninum. Um 30 manna hópur úr áhöfn Rolldock Sea, eftirlitsmenn og aðrir á vegum útgerðar Fjordvik, menn frá Skipatækni, starfsmenn Hafnarfjarðarhafnar og hafnsögumenn frá Hafnarfirði og Faxaflóahöfnum á hafn- sögubátunum Hamri, Þrótti og Magna hófu vinnu á háflóði í gærmorgun. Sjó var dælt í tanka Rolldock svo skipið sökk niður undir botn, um 11,5 metra, en dýpið var tólf metrar. Fjordvik var síðan dregið í áföngum með spil- um inn í flotkvína, en bátarnir studdu við Fjordvik og voru til taks ef eitthvað færi úr- skeiðis. Verulega var farið að falla út Að sögn Lúðvíks Geirssonar, hafnarstjóra í Hafnarfirði, gekk vinnan vel og veður var eins og best varð á kosið. Þó mátti ekki tæpara standa því verkinu lauk ekki fyrr en verulega var farið að falla út. Um helgina var hærra í sjó, en veður kom í veg fyrir að hægt væri að sinna þessu verkefni á mánudag eins og fyrir- hugað var. Lúðvík segir að Rolldock Sea láti tæpast úr höfn með Fjordvik innanborðs fyrr en á laug- ardag þegar búið verður að loka skipinu tryggilega, festa allt og stífa áður en siglt verð- ur af stað yfir Atlantshafið til Gent í Belgíu. Þar endar Fjordvik væntanlega daga sína í brotajárni á næstunni. Fimmtán manns bjargað Það var aðfaranótt 3. nóvember sem sem- entsflutningaskipið Fjordvik strandaði við hafnargarðinn í Helguvík. Áhöfn á þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, tókst að bjarga 15 manns frá borði við erfiðar að- stæður, en skipið lamdist við stórgrýttan hafn- argarðinn meðan á aðgerðum stóð. Tæpri viku síðar tókst að draga skipið af strandstað og inn til Keflavíkur. Þaðan var það síðan dregið yfir til Hafnarfjarðar 15. nóv- ember. Allar þessar aðgerðir tókust giftu- samlega. Fjordvik var tekin upp í þurrkví Orms og Víglundar þar sem meðal annars var soðið upp í gat á síðunni og skipið gert flothelt. Nú fjórum mánuðum síðar er hins vegar komið að brottför þessa rúmlega 40 ára gamla skips frá Hafnarfirði. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Hafnarfirði Sementsflutningaskipið Fjordvik var dregið með skutinn á undan inn í Rolldock Sea, sem er fljótandi flotkví. Hafnsögubátarnir Þróttur, Hamar og Magni aðstoðuðu við verkið. Fjordvik í heilu lagi inn í fljót- andi flotkví  Fer í brotajárn í Belgíu eftir strand í Helguvík Síðasta ferðin Fjordvik er 40 ára gamalt flutningaskip sem fer í brotajárn í Belgíu. Öllum bjargað Fjordvik á strandstað við Helguvík fyrir fjórum mánuðum síðan.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.