Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Panodil filmuhúðaðar töflur, Panodil Zapp filmuhúðaðar töflur, Panodil Junior mixtúra, dreifa, Panodil Hot mixtúruduft, lausn til inntöku, Panodil Brus
freyðitöflur. Inniheldur paracetamól. Við vægum verkjum. Hitalækkandi. Til inntöku. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins.
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
Veldu Panodil
sem hentar þér!
Verkjastillandi og
hitalækkandi
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hrafnar á höfuðborgarsvæði hafa
síðustu áratugi breytt hegðan sinni
og lífsmynstri töluvert frá því sem
áður var og hafa
aðlagað sig borg-
arlífinu. Í borg-
inni hafa bygg-
ingar og önnur
mannvirki tekið
yfir marga hefð-
bundna varpstaði
þeirra. Á móti
hafa skapast syll-
ur til hreiður-
gerðar þar sem
sprengt hefur
verið til grjótnáms og vegagerðar.
Hrafnar eru fyrir löngu farnir að
verpa í byggingum og allra síðustu
ár í trjám. Hrafnsvarp hefur heldur
aukist í borgarlandinu, en hröfnum
hefur á sama tíma fækkað víða á
landsbyggðinni.
Í flokkum og flakka víða
Yfir vetrartímann eru hrafnar
áberandi í borginni og víðar á Suð-
vesturhorninu. Ókynþroska fuglar
eru félagslyndir, halda iðulega til í
flokkum og flakka víða. Kristinn
Haukur Skarphéðinsson, dýravist-
fræðingur hjá Náttúrufræðistofnun,
segir að náttstaðir séu yfirleitt hefð-
bundnir. Við talningu á náttstað í
Ingólfsfjalli nýverið hafi verið taldir
um 700 hrafnar, sem hafi vænt-
anlega komið víða að. Í Helgafelli of-
an Hafnarfjarðar nátti nokkur
hundruð hrafnar sig og eins í Esju,
svo hæglega geti verið yfir þúsund
hrafnar á suðvesturhorninu á þess-
um árstíma.
Á Hrafnaþingi nýlega, fræðslu-
fundi Náttúrufræðistofnunar,
fjallaði Kristinn Haukur um hrafna í
Landnámi Ingólfs, breytingar á bú-
setu og stofnstærð 1982–2018, en
svæðið nær frá Ölfusá í austri og
vestur og norður til Hvalfjarðar. Þar
eru þekkt um 220 óðul hrafna og
væntanlega verpa þar um eða yfir
100 pör á ári hverju.
Kristinn Haukur segir að hrafn-
inn, sem er stærstur spörfugla, sé
fljótur að laga sig að breyttum að-
stæðum. Það megi meðal annars sjá
á því hvaða staði hann nýti sér til
hreiðurgerðar í höfuðborginni.
„Mörg óðul hrafna hafa verið gerð
óbyggileg síðustu áratugi, en hrafn-
inn hefur verið duglegur að nýta sér
breyttar aðstæður,“ segir Kristinn
Haukur. „Það er langt síðan hrafnar
fóru að verpa á húsum og öðrum
mannvirkjum og síðasta áratuginn
hafa þeir orpið í trjám í borgarland-
inu.
Sú þróun hefur gerst tiltölulega
hratt, en mun væntanlega halda
áfram eftir því sem trén hækka.
Hrafninn kýs yfirleitt að vera í
hæstu trjánum og sækir langmest í
hávaxið sitkagreni, einnig ösp en
sjaldan birki. Í útlöndum er það vel
þekkt að hrafnar verpi í trjám.
Erlendis nýta ýmsir fuglar sér
ónotuð hrafna- og krákuhreiður.
Þetta á við um fugla sem sjálfir gera
ekki hreiður, eins og uglur og fleiri
ránfugla. Hér á landi er eyrugla að-
eins farin að festa rætur og ef henni
fjölgar gæti hún farið að nýta sér
hrafnslaupa í trjám til varps.“
Hefur sótt í skógarþresti
Kristinn Haukur segir að stund-
um verpi hrafnar í sama hreiðrið ár
eftir ár, jafnvel ævilangt. Algengara
sé þó að þeir nýti hvert hreiður í
nokkur ár, en flytji þá um set innan
óðalsins sem þeir hafa helgað sér og
nýti einn eða fleiri varpstaði kynslóð
fram af kynslóð. Því geti lauparnir
verið nokkrir, en bara eitt hreiður í
notkun. Hugsanleg skipti þeir um
varpstað vegna óværu í eldra
hreiðri.
„Allra fyrstu dagana eru ungarnir
fóðraðir á skordýrum, en egg og
ungar eru kjörfæða meðan hrafninn
er að koma ungum sínum á legg.
Hrafninn á auðveldara með að veiða
í opnu landi, en á síðustu árum hefur
hann sótt mikið í skógarþresti. Hann
fer þá inn í þétta grenilundi og fer
þar í þrastarhreiður. Hrafninn er út-
smoginn og fljótur að læra eins og
sést á þessum þrastaveiðum,“ segir
Kristinn Haukur.
1.500-2.000 pör í varpstofni?
Hrafn er á válista yfir íslenska
fugla, enda hefur honum fækkað á
landinu síðustu áratugi, og er flokk-
unin „í nokkurri hættu“. Kristinn
Haukur áætlar að varpstofninni sé
nú 1.500-2.000 pör, en nákvæm ný
talning liggur ekki fyrir.
Hrafninn er eigi að síður ein fjög-
urra tegunda sem njóta ekki vernd-
ar hérlendis og talsvert er skotið af
hröfnum, ekki síst í grennd við urð-
unarstaði sorps. Kristinn Haukur
segir að samkvæmt upplýsingum úr
veiðikortakerfi séu árlega skotnir
um þrjú þúsund hrafnar, en við upp-
haf skráninga um 1995 hafi árlegur
fjöldi verið tvöfalt meiri. Auk hrafns
er heimilt að veiða svartbak, silfur-
máf og sílamáf allt árið, en kjói nýtur
ekki verndar við friðlýst æðarvörp.
„Áður höfðu margir horn í síðu
hrafnsins, sem sótti oft í lömb og ær
sem voru að bera,“ segir Kristinn
Haukur. „Viðhorf til hrafnsins hafa
hins vegar breyst mjög mikið og í
borginni er hrafninn frekar velkom-
inn gestur. Borgarhrafnarnir eru
farnir að spekjast mikið miðað við þá
sem lifa úti á mörkinni.“
Útsmoginn og fljótur að læra
Hrafninn hefur verið duglegur að laga sig að borgarlífinu Verpir í trjám Fjölgað hefur á
suðvesturhorninu, fækkun víða annars staðar Um 700 hrafnar á náttstað í Ingólfsfjalli nýverið
Morgunblaðið/Eggert
Við sólarlag Hrafninn kemur víða við í íslenskri þjóðtrú og er oft sveipaður dulúð. Margir hafa horn í síðu hans, en í borginni er hann þó frekar velkominn.
Morgunblaðið/Eggert
Borgarhrafnar Krummi hefur verið duglegur við að laga sig að borgarlífinu
og í vaxandi mæli gert sér hreiður í hávöxnum sitkagrenitrjám.
Kristinn Haukur
Skarphéðinsson