Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 36

Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 36
36 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Lesið vandlega upplýsingarnar á umbúðumog fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingumumáhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið áwww.serlyfjaskra.is Dolorin 500mg töflur - 20 stk og 30 stk Reykjavíkurvegur 62 | Sími 527 0640 | 220Hafnarfjörður | www.wh.is Nú fer sá árstími í hönd sem snyrta má trjágróður og fella, eftir því sem við á. Það styttist því í vorið, með hækkandi sól í byrjun góu. Starfsmenn skrúðgarðyrkjufyrir- tækisins Hreinna garða voru á ferðinni við Miklubraut í vikunni, gegnt Skeifunni, og felldu þar nokkur tré meðfram einni helstu umferðaræð höfuðborgarsvæðisins. Eftir kuldatíð fyrstu vikur ársins hafa hlýindin síðustu daga minnt garðeigendur á verkefnin fram und- an. „Við erum á fullu við trjáklipp- ingar, grisjanir og trjáfellingar,“ segir Þorgrímur Haraldsson, skrúð- garðyrkjumeistari hjá Hreinum görðum, en fyrirtækið hefur tekið að sér tilfallandi verk fyrir Reykja- víkurborg, auk annarra verkefna fyrir stofnanir, fyrirtæki og ein- staklinga á höfuðborgarsvæðinu. Að sögn Þorgríms verða þau tré kurluð, sem eru felld í borgarland- inu, og kurlið síðan notað í gang- stíga og beð, þar sem við á. Hreinir garðar hafa verið starf- andi í tíu ár og hjá fyrirtækinu starfa um 10 manns allt árið en um 40 á sumrin. Fyrsta Vissara er að trén falli í rétta átt og vandað sé til verka. Annað Trén við Miklubraut eru mörg hver orðin býsna há. Þriðja Verkið heppnaðist vel og næst var að snyrta bolinn. Trén í borgarlandinu felld og kurluð Sagað Þorsteinn Haraldsson fór fyrir skógarhöggsmönnum frá garðyrkjufyrirtækinu Hreinum görðum þegar tré voru felld við Miklubraut. Miklabraut Fjöldi trjáa er við helstu umferðaræð höfuðborgarsvæðisins. Vorverk Trén tekin saman og flutt burt í kurlun. Vegfarendur léttklæddir sumir hverjir, eins og sjá má. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.