Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 42

Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 42
42 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Við fylltumst lotningu þegar örninn birtist með volduga vængina og sett- ist á trjágrein fyrir framan okkur skömmu eftir dögun. Gullörninn er sérlega var um sig og vitur fugl. Hann sat á greininni drjúga stund og fylgdist með hópi skjóa sem nörtuðu í hræ á snjónum í jaðri skógarins. Gullörninn og skjórinn eru stund- um bandamenn í lífsbaráttunni og vinna saman þegar hungrið sverfur að á veturna. Þegar gullörninn sér hóp skjóa eða hrafna hoppa og skoppa á snjónum veit hann að dá- góðar líkur eru á því að þeir hafi fund- ið hnossgætt hræ. Hröfnungarnir eru hins vegar ekki með nógu öfluga gogga til að geta flegið hræ spendýra sjálfir. Þá kemur sér vel að eiga hauk í horni. Þegar gullörninn kemur með sínar sterku klær og hvassan gogginn veit skjórinn að veislan getur hafist. Því að þótt örninn sé mikill um sig eru takmörk fyrir því hversu miklu hann getur torgað í einu. Svo fer að lokum að skjórinn situr einn að leif- unum. Örninn sem birtist okkur var kven- fugl. Á þessum slóðum í grennd við þorpið Kalvträsk í Norður-Svíþjóð hafa tvö gullarnarpör orpið síðustu árin og auk þeirra hafa tveir ungir að- komufuglar hafst þar við í vetur. Eins og stundum vill henda í heimi mann- anna tekur gullörninn ekki vel á móti aðkomufuglum á óðali sínu. Þegar ernan var byrjuð að gæða sér á fæðunni birtist annar gullörn, svangur ungfugl sem færði sig að öss- unni í von um að komast að ætinu. Hún var þó alls ekki á þeim buxunum að deila fæðunni með aðkomufugl- inum. Eftir snarpan slag tókst henni að fæla hann á brott. Blaðamaður Morgunblaðsins var staddur þarna í skóginum með nokkrum breskum ljósmyndurum, þ. á m. náttúrulífsljósmyndaranum Ron McCombe (wildlife-photo- graphy.uk.com), sem hefur farið í fimmtán ferðir á þessar slóðir til að taka myndir af gullörnum. Sænski fuglaljósmyndarinn Conny Lund- ström var okkur til ráðuneytis og við komum ekki að tómum kofunum hjá honum því að hann hefur fylgst með gullörnum skógarins í áratugi. Gullörninn er mjög tignarlegur, enda oft nefndur konungsörn á öðr- um málum. Hann er meðal stærstu arna í heiminum, en minni en haförn- inn. Líkamslengd evrópska gullarn- arins er á bilinu 80-93 cm (hafarnar- ins 77-95 cm) og vænghafið 190-227 cm (hafarnarins 200-245 cm). Kven- fuglinn vegur um 4-6 kg en karlinn er talsvert minni, eða 3-4,5 kíló. Sænski gullörninn lifir aðallega á nagdýrum og fuglum á borð við rjúpu og orra. Hann á það einnig til að éta stærri spendýr, svo sem rauðref, lömb og nýborna hreindýrskálfa, og sækir oft í hræ á veturna. Örninn svífur stundum yfir veiði- lendunum í mikilli hæð og steypir sér niður eftir bráðinni. Hann getur þá náð miklum hraða, um 240-320 km/ klst., og aðeins förufálkinn er hrað- fleygari. Víða í Evrópu er algengast að gull- ernir eigi sér hreiður í klettum en í norðanverðri Svíþjóð gera flestir þeirra sér hreiður í gömlum og háum furutrjám. Meðalaldur trjánna sem þeir velja er 355 ár og meðalhæð þeirra 17,2 metrar. Trjágreinarnar þurfa að vera burðugar því að gull- arnarhreiður geta vegið nokkur hundruð kílógrömm. Flestir gullernir lifa í fjalllendi og fjarri mannabyggðum, enda hafa þeir lært að forðast manninn eins og heit- an eldinn. Morgunblaðið/Bogi Þór Arason Gullörninn birtist í öllu sínu veldi  Hátignarlegur fugl sóttur heim Slagur Erna (t.h.) verst svöngum aðkomufugli á óðali sínu skömmu eftir dögun. Samkvæmt síðustu talningu í Svíþjóð eru þar nú um það bil 500 fullorðin gullarnarpör, flest þeirra í norðanverðu landinu. Breitt bros Gullörninn er mjög útbreiddur í Evrópu og Asíu. Hann finnst einnig í Norður-Ameríku og norðanverðri Afríku. A U G N V Í T A M Í N Fæst í öllum helstu apótekum www.provision.is Augnheilbrigði Nýtt útlit Viteyes Classic augnvítamínið er ætlað við aldursbundinni augnbotnahrörnun og tryggir rétta blöndu af andoxunar-vítamínum með sinki, lúteini og zeaxantíni, samkvæmt AREDS 2 rannsókninni. Dregur úr líkum á votri augnbotnahrörnun og hægir á sjúkdómnum. • Virk innihaldsefni s.s. C- vítamín, E-vítamín, sink, kopar, lútein og zeaxantín. • Framleiðsla í hæsta gæðaflokki í samræmi hæstu staðla í vörugæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.