Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Fallegar vörur Ítalskt nautsleður Stærð: 214 cm Verð frá 270.000 kr Stærð: 194 cm Verð frá 258.000 kr. Stærð: 172 cm Verð frá 235.000 kr. Roby sófar fyrir heimilið Sendum um land allt Mikil eftirvænting ríkti fyrir lista- verkauppboð hjá uppboðsfyrirtæk- inu Christie’s í Lundúnum í gær- kvöldi. Þar voru meðal annars boðin upp málverk eftir Frakkana Claude Monet, Henri Matisse, Pierre- Auguste Renior og Paul Cézanne og Hollendinginn Vincent Van Gogh, Mörg af þessum málverkum höfðu þar til nýlega ekki verið sýnd op- inberlega áratugum saman en þau voru í einkasafni ónefnds mál- verkasafnara og verða boðin upp undir yfirskriftinni Faldir fjársjóðir. Sérfræðingar uppboðsfyrirtækisins létu hafa eftir sér í fjölmiðlum, að þetta væri eitt mikilvægasta mál- verkasafnið, sem sett hefði verið á markað í Lundúnum í rúman áratug. Meðal verkanna er mynd af vatna- liljum eftir Monet, sem var metið á 40 milljónir punda, jafnvirði nærri 6,3 milljarða króna. Málverkið mál- aði Monet á árunum 1913-16 og það var upphaflega í eigu Michels, sonar listamannsins. Mynd eftir Cézanne af perum og ferskjum á diski á tréborði var metin á rúmlega 20 milljónir punda, jafn- virði nærri 3,2 milljarða króna. Verkið var málað á árunum 1885-87 og þykir marka þáttaskil á ferli Céz- annes því þá sagði hann skilið við im- pressionismann. Þá var boðin upp andlitsmynd eft- ir hollenska málarann Vincent Van Gogh af konu, sennilega þjón- ustustúlku á bar. Myndina málaði Van Gogh í Antverpen veturinn 1885 og er hún ein af sjö olíumálverkum sem vitað er að hann málaði þar á þriggja mánaða tímabili. Málverkið var metið á 12 milljónir punda, jafn- virði nærri 1,9 milljarða króna. Af öðrum málverkum má nefna landslagsmynd eftir Renoir, sem var metin á 10,5 milljónir punda og hef- ur ekki sést opinberlega síðan hún var seld á uppboði 1986. Þarna var einnig seld mynd eftir Matisse af dansmær, sem var metin á 4,5-7 milljónir. Í gærkvöldi voru einnig boðnar upp myndir eftir 20. aldar súrreal- ista, þar á meðal Spánverjana Salva- dor Dali og Joan Miró, Þjóðverjann Max Ernst og Belgann René Mag- ritte. Tvær myndir þess síðast- nefnda voru metnar á um 3 milljónir punda, jafnvirði nærri hálfs millj- arðs króna. gummi@mbl.is Dansmær Sýningargestur tekur mynd á símann af myndinni Danseuse assise sur une table, fond rouge, eftir Henri Matisse. Ferskjur og perur Starfsmenn Christie’s við uppstillinguna Nature morte de peches et poires eftir Paul Cézanne. Andlitsmynd Starfsmaður Christie’s við myndina Portrait de femme: buste, profil gauche eftir Vincent Van Gogh. Sjaldséð meistaraverk  Málverk sem metin eru á milljarða króna boðin upp hjá Christie’s AFP Ljóðrænn heimur Starfsmenn Christie’s með myndirnar Le monde poetique II og La belle captive eftir René Mag- rittee. Myndirnar hafa verið til sýnis í húsnæði uppboðsfyrirtækisins í Lundúnum frá því í síðustu viku. Vatnalijur Búist var við þetta málverk, Saule pleureur et bassin aux nymp- héas, eftir Claude Monet, seldist fyrir a.m.k. jafnvirði 6,3 milljarða króna. Súrrealískt Starfsmenn Christie’s við Le lieu commun, eftir René Magritte.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.