Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 49

Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 49
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 PáSkAfErÐiR Suðurlandsbraut 22 - Sími 415 0770 - www.farvel.is - farvel@farvel.is * per mann í tvíbýli EiNsTaK uR LeIðAnG uR ÖrFá SæTiLaUs BeSt Á BaLí 40.000 kR.AfSlÁtTuRtIl 10. mArS LúXuS Á LáGmArK sVeRðI FuLlT VeRð 399.000 kR. 30% AfSlÁtTuR BaLí Er PaRaDíS 13. til 28. apríl. - 358,000 kr* ElDaR InDlAnDs 12. til 23. apríl - 387,000 kr UnDuR MaDaGaSkAr 15. til 26. apríl - 588,000 kr* SóL í TaÍlAnDi 14. til 30. apríl - 279,000 kr* Spennan milli kjarnorkuveldanna Indlands og Pakistans magnaðist í gær þegar Pakistanar sögðust hafa grandað tveimur indverskum her- flugvélum yfir Kasmír og Indverjar sögðust hafa skotið niður pakist- anska herþotu. Ráðamenn í öðrum löndum hvöttu Indverja og Pakist- ana til að forðast frekari átök og af- stýra því að stríð blossaði upp. Löndin tvö hafa þrisvar háð stríð sín á milli frá því að þau fengu sjálf- stæði eftir skiptingu Indlandsskaga 1947, þar af tvisvar vegna deilu þeirra um Kasmír. Stjórnvöld í báð- um löndunum reyndu í gær að draga úr spennunni og sögðust vilja koma í veg fyrir að nýtt stríð hæfist. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, hvatti til viðræðna milli grannríkjanna og sagði að skynsem- in þyrfti að sigra. „Höfum við efni á því að misreikna okkur með þau vopn sem við og þið eigum,“ hefur fréttaveitan AFP eftir honum. Fyrstu árásirnar frá 1971 Pakistanar sögðust hafa skotið niður tvær indverskar herþotur og tekið flugmann annarrar þeirra til fanga. Indverjar staðfestu að ind- verskri herflugvél hefði verið grand- að og sögðust hafa skotið niður pak- istanska herþotu. Þetta er í fyrsta skipti sem löndin gera loftárásir yfir Kasmír frá stríði þeirra 1971, þegar hvorugt þeirra átti kjarnavopn. Yfirvöld í Pakistan lokuðu loft- helgi landsins „þar til annað verður ákveðið“ og að minnsta kosti sex flugvöllum var lokað á Indlandi. Kasmír hefur lengi verið bitbein milli landanna og spennan hefur magnast frá því að íslömsk hryðju- verkasamtök í pakistanska hluta landsvæðisins gerðu sprengjuárás sem kostaði 40 indverska hermenn lífið 14. febrúar. Indverjar hafa sak- að Pakistana um að styðja íslömsk öfgasamtök í pakistanska hluta Kasmír en stjórnvöld í Pakistan neita því að þau séu viðriðin sprengjuárásina. Sushma Swaraj, utanríkisráð- herra Indlands, sagði að Indverjar vildu koma í veg fyrir að spennan yk- ist og sögðu að markmiðið með að- gerðum þeirra væri aðeins að fyrir- byggja frekari árásir íslömsku öfgasamtakanna. Átökin í Kasmír eru álitin mesta prófraun Khans frá því að hann komst til valda í Pakistan í fyrra eftir að hafa lofað að leita eftir viðræðum við stjórnvöld á Indlandi til að bæta samskipti landanna. bogi@mbl.is Kjarnorkuveldin Indland og Pakistan deila um Kasmír „Markalína“ Stjórnvöld í Pakistan sögðu að indverskar herflugvélar hefðu rofið lofthelgi landsins og varpað sprengjum nálægt Balakot án þess að valda tjóni Sprengjutilræði íslamskra hryðjuverkasamtaka nálægt Srinagar kostaði 40 indverska hermenn lífið 14. febrúar Spennan magnast 26. febrúar INDLANDPAKISTAN ÍSLAMABAD 150 km Yfirráðasvæði Indlands (Skiptir Kasmír milli Indlands og Pakistans) Yfirráðasvæði Pakistans Srinagar Poonch MuzaffarabadBalakot ARABÍU- HAF BENGAL- FLÓI NÝJA DELHÍ KÍNA I N D L A N D PA K I S TA N Indverjar sögðust hafa gert loftárás yfir markalínuna í Kasmír og varpað sprengjum á æfingabúðir hryðjuverka- samtakanna 27. febrúar Pakistanskar orrustuþotur rufu lofthelgi indverska hluta Kasmírs, að sögn fjölmiðla á Indlandi Pakistanar sögðust hafa skotið niður tvær indverskar herþotur og Indverjar sögðust hafa skotið niður eina pakistanska herþotu Kasmír hefur verið bitbein milli Indlands og Pakistans og nær deilan aftur til 1947. Indlandsskaga var skipt eftir trúarbrögðum í Indland og Pakistan. Löndin eru bæði kjarnorkuveldi og hafa tvisvar háð stríð vegna deilunnar Hvött til að afstýra því að stríð blossi upp  Herþotur skotnar niður yfir Kasmír og spennan eykst Drengur sem vó 268 grömm við fæðingu fyrir fimm mánuðum hefur verið útskrifaður af vökudeild sjúkra- húss í Tókýó. Hann vegur nú 3,2 kg og nærist eðlilega. Hann er léttasti drengur sem hefur fæðst heilbrigður en léttasta stúlkan var 252 grömm þegar hún fæddist árið 2015. Litli drengurinn fæddist eftir 24 vikna meðgöngu en var útskrifaður af vökudeild í vikunni sem leið, tveimur mánuðum eftir settan fæðingardag. „Ég átti í hreinskilni sagt ekki von á því að hann myndi lifa af og er því mjög hamingjusöm,“ segir móðir drengsins. Hann var svo lítill við fæðingu að hann passaði í lófa for- eldra sinna. Myndin var tekin daginn eftir fæðinguna. AFP Minnsti drengur í heiminum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.