Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 53
UMRÆÐAN 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Módel: Brynja Dan Þótt umfjöllun um stjórnmálamennina okkar sé oft á tíðum harðneskjuleg má segja að stjórn- málasaga Íslands fari vel með þá stjórn- málamenn sem fóru sínar eigin leiðir. Kjarkur íslenskra stjórnmálamanna í fullveldisbaráttunni skilaði okkur að lokum stofnun lýð- veldisins, varnarsamningur við Bandaríkin tryggði okkur friðsæld og áræðni í landhelgisdeilunni skil- aði okkur lögsögunni. Farsæld hef- ur oftast verið afrakstur þess þegar íslenskir stjórnmálamenn axla ábyrgð og taka örlögin í sínar hend- ur. Jafnvel núverandi stjórn- málamenn hafa sýnt dugnað og kjark. Hægt er að nefna það sem síðar var nefnt stöðugleikaframlag. Fyrst þegar hugmyndin um stöð- ugleikaframlag var viðruð var gert lítið úr þeim flokksformanni sem lagði fram hugmyndina. Nú örfáum árum seinna liggur fyrir að hug- myndin sem flokksformaðurinn fylgdi eftir, þá sem forsætisráð- herra, skilaði nokkrum hundruðum milljarða í ríkissjóð. Stöðugleika- framlagið sýnir það svart á hvítu að stjórnmálamenn geta enn sett svip sinn á söguna. Að því sögðu kemur sjaldan góð uppskera frá stjórnmálamönnum sem í kyrrviðri feykjast um og láta örlagahyggjuna stýra för. Fái stefnuleysi slíkra stjórnmálamanna að ráða för endar það oftast með auknu vantrausti. Traust til stjórnmála- manna er við frostmark þessa dagana. Nokkrar ástæður eru fyrir van- traustinu, m.a. örlaga- hyggja, undirlægju- háttur og kjarkleysi þeirra sem stýra för. Setningin „við eigum engra kosta völ“ lýsir fyrrgreindu viðmóti vel. Því miður virðist þessi setning orðin að einhverslags kjörorði íslenskra ráðamanna, sér í lagi ungu kynslóðarinnar á þingi. Allt skal látið ganga yfir land og þjóð því gerður var viðskiptasamningur á tíunda áratug síðustu aldar sem ofan á allt virðist vera að þróast út í eitthvað allt annað en lagt var upp með. Tökum sem dæmi hinar hreinu og hollu landbúnaðarvörur okkar sem vísindamenn eru sam- mála um að séu sérstakar á al- heimsvísu vegna hreinleika. Það þarf ekki annað en að lesa at- hugasemdir við lagafrumvarpið um Evrópska efnahagssvæðið til að sjá að inntakið var aldrei að stofna ís- lenskum búfénaði í hættu með inn- flutningi á hrámeti. Í athugasemd- um við 17. gr. laganna segir m.a. „Ástæða þess að fast var haldið af Íslands hálfu í algera undanþágu var sérstaða íslenskra bústofna vegna langvarandi einangrunar og viðkvæmni fyrir farsóttum. Samn- ingurinn breytir því engu um inn- flutningsbann það sem verið hefur, ekki aðeins á lifandi dýrum heldur einnig kjöti, eggjum og ýmsum bú- fjárafurðum.“ Þrátt fyrir augljóst markmið virðist örlagahyggja stjórnmálanna og kjarkleysi vera að gera það að verkum að nú standi til að auka enn frekar innflutning á hráu kjöti því „við eigum engra kosta völ“. Sama viðmót virðist vera að finna í málflutningi stuðningsmanna þriðja orkupakka Evrópusambands- ins. Áður en lengra er haldið skal nokkrum staðreyndum haldið til haga. Fylgi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu mælist um 22,7%. Flokk- urinn má ekki við meira fylgistapi. Eitthvað um 80% þjóðarinnar eru á móti þriðja orkupakkanum. Í sömu skoðanakönnun kom fram að „mest andstaðan er á meðal stuðnings- manna Sjálfstæðisflokksins þar sem 91,6% eru andvíg og 2,8% hlynnt.“ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði skýrt gegn þriðja orku- pakkanum. Fjölmennur fé- lagsfundur í Valhöll gerði slíkt hið sama, samhljóma. Þetta var fjöl- mennasti félagsfundur sem hefur verið haldinn um áraraðir í Valhöll og það að sumri til þegar enginn nennir á stjórnmálafund. Þá hefur ekki farið fram nein greining á því hvernig orkupakkar I og II hafa reynst okkur landsmönnum en þeim fylgdu ýmsar kvaðir sem hentuðu ekki hagsmunum Íslands og menn sáu ekki fyrir, t.d. uppskiptingu vinnslu og dreifingu. Það fyr- irkomulag hentaði líklega ekki ís- lenskum aðstæðum, hvað þá okkar mikilvægu landsbyggð. Hvert erum við eiginlega komin þegar flokksfor- ystan, rétt eins og í Icesave, ætlar að skella skolleyrum við augljósum vilja flokksmanna? Til hvers er landsfundur eiginlega? Til hvers að hafa skipulagsreglur í stjórn- málaflokki ef þær eru ekki virtar? Eftirfarandi grundvallarspurn- ingu er enn ósvarað. Af hverju þurf- um við að samþykkja aukið valda- framsal á sviði orkumála? Af hverju? Ísland er ekki tengt evr- ópska orkumarkaðnum og það er enginn vilji fyrir því. Margt bendir til þess að slíkt væri skelfilegt fyrir land og þjóð. Engin rök hafa verið lögð fram um að þessi þriðji orku- pakki sé hagstæður fyrir Íslend- inga. Bara einhverjar flækjur og raus um að þetta þurfi á grundvelli EES-samningsins, að „við eigum engra kosta völ“. Hverslags rök eru það eiginlega? Það er kannski ekki að ástæðu- lausu að traust til hefðbundinna stjórnmálamanna fer dvínandi enda fátt orðið eins ópólitískt og hinn hefðbundni pólitíkus. Ógrynni af viðtölum við stjórnmálamenn birt- ast um förðunarvörur þeirra, dragt- ir, húsakynni og þeir eru sjálfir duglegir að deila upplýsingum um eitthvað slíkt sem engu máli skiptir. Almenningur veit sennilega meira um matarvenjur íslenskra stjórn- málamanna en stefnu þeirra. Sem er dapurlegt því að á íslenskum kaffistofum er einkum tvennt rætt; stjórnmál og veðrið. Eftir Viðar Guðjohnsen »Nokkrar ástæður eru fyrir vantraust- inu, m.a. örlagahyggja, undirlægjuháttur og kjarkleysi þeirra sem stýra för. Viðar Guðjohnsen Höfundur er lyfjafræðingur og flokksbundinn sjálfstæðismaður. Örlagahyggja stjórnmálanna Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.