Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 54
54 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 Barnið mitt fæddist eðlilega, en síðar átti eftir að koma í ljós að það yrði langveikt. Ég fékk hlutverk sem ég réð ekki við ein, ég þurfti að reiða mig á kerfið. En þú kemst að því að ekkert úrræði er til og engar reglur til að fara eftir. Leiðin okkar hefur verið löng og ströng, eins og flestra annarra í samskonar stöðu. Tilfinn- ingar eins og áhyggjur, kvíði og hræðsla naga mann. Þú kemst að því með tímanum að þetta er bar- átta við kerfið að fá þá þjónustu sem þarf til, maður uppsker and- vökunætur. Það er mikil sorg sem fylgir því að eignast heilbrigt barn sem síðar fær sjúkdómsgreiningu sem mun leiða til þess að barnið deyr langt fyrir aldur fram. Þú sérð barnið hverfa frá þér smátt og smátt. Færni til að ganga hverfur, færni til að borða hverfur, færni til að tjá sig hverfur. Lífsgæðin verða minni og minni með hverjum tíma. Barnið þarf aðstoð við allar athafnir, og sólarhringsumönnun. Úrræðið hér var að breyta bíl- skúrnum okkar í þá aðstöðu sem þurfti, starfsfólk félagsþjónust- unnar starfar á vöktum allan sólar- hringinn. Heimahjúkrun sinnir reglulegum vitjunum. Heilbrigð- isstofnunin getur boðið upp á hvíld- arinnlagnir með góðum fyrirvara. Hinir ýmsu fagaðilar þurfa að vera í sambandi við mig vegna um- sóknar eftir réttu hjálpartækjum, s.s. sjúkrarúmi, sjúkralyftara, sturtustól eða baði, sérútbúnum hjólastól, sogtæki, súrefnistæki, sondugjafatæki og fylgihlutum. Það þarf að velja og læra á sér- útbúinn bíl með hjólastólalyftu. Þú þarft að læra á þennan búnað. Hjálpartækin bila og það þarf að leysa það. Það þarf að panta vörur, s.s bleiur, undirbreiðslur, sond- umat og slöngur, svampa, grisjur, krem o.fl. Ýmiss konar lyf. Það þarf að passa upp á að öll lyf séu til. Þú þarft að fylgjast með lagernum. Lyfjagjafir geta verið 6-8x á sólar- hring, sem þarfnast undirbúnings, sondugjafir (matur gefinn beint í magaop) eru á þriggja tíma fresti fram á kvöld. Starfsfólk þarf leiðbeiningu og fræðslu. Hvernig á að bregðast við öllu því sem getur birst í tengslum við sjúkdóminn. Flog, verkir, óró- leiki, hóstaköst o.fl. Það þarf að út- búa hjálpargögn fyrir það svo það sé öruggt hvernig eigi að bregðast við hinum ýmsum uppákomum. Hugur þinn er ávallt hjá langveika barninu allan sólarhringinn. Þú ert á bakvakt. Hver mun leysa þig af? Getur þú unnið úti? Kemst þú í frí? Hefur þú orku til að halda áfram? Foreldrar þurfa að mæta á marga fundi, svara mörgum símtöl- um, tölvupóstum, leita ráða hjá ýmsum að- ilum, leita uppi aðstoð kerfisfræðinga til að fá kerfið til að hjálpa manni að annast og hjúkra langveika barninu. Úr hvað kerfi á hjálpin að koma? Sveitarfélögin og heilbrigð- iskerfið togast á, því óneitanlega er reikningurinn hár. Er það réttlæt- anlegt að fjölskyldum langveikra sé mismunað eftir því í hvaða sveit- arfélagi fólkið býr. Fjölskyldur flytja sig á milli svæða, flytja til út- landa eða leysast upp vegna álags- ins. Á 100 ára afmæli félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga fögn- uðum við aukinni þekkingu og framþróun í hjúkrun. Hjúkr- unarfræðingar starfa á hinum ýmsu stofnunum, deildum, fyr- irtækjum og víðar. Ég vil sjá að fagmennska sé aukin við þjónustu langveikra barna þar sem þau búa. Ég þakka fyrir á hverjum degi að ég sé hjúkrunarfræðingur. Ég hef oft þurft að grípa inn í umönnun heima með minni færni og þekk- ingu. Ég á mér draum um að foreldrar langveikra barna verði umvafðir öryggi, hlýju og trausti í sam- skiptum sínum við kerfið. Þjón- ustuna verður að skilgreina á markvissan hátt. Sveitarfélögin gegna hér mikilvægu hlutverki. Til þess að þau geti framkvæmt þjón- ustuna á jafnvægisgrundvelli um allt land þarf að skilgreina hana og útbúa verkferla. Þeir verða auðvit- að alltaf einstaklingsmiðaðir. Ríkið á að standa undir kostn- aðnum. Ég sendi ákall til ríkisins og sveitarfélagana að vinna saman af því að útbúa framtíðarstefnu og verklagsreglur um það hvernig þjónusta fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra eigi að vera. Hlúið að þessum fjölskyldum. Ég á mér draum … Eftir Rósu Víkingsdóttur Rósa Víkingsdóttir »Ég sendi ákall til rík- isins og sveitarfé- lagana að vinna saman að því að útbúa framtíð- arstefnu og verklags- reglur um það hvernig þjónusta fyrir langveik börn og fjölskyldur þeirra eigi að vera. Höfundur er móðir og hjúkrunarfræðingur. Á meðan íslensk stjórnvöld hiksta og hika við áframhaldandi bráðnauðsynlegar vegaframkvæmdir, m.a. jarðgangagerð í landinu, eru Fær- eyingar á útopnuðu og bora og bora eins og enginn sé morgundag- urinn. Á hæstvirtu Al- þingi Íslendinga er rif- ist um gjaldtöku eða ekki gjaldtöku og nauðsynlegum samgöngubótum, sem víða er kallað eftir, er því frestað eða hætt við. Allir sjá þörfina en færri vilja borga. Er þetta ekki dæmigert fyrir okkur Íslendinga sem sagðir er- um með ríkari þjóðum heims og stát- um af því að vera mældir ofarlega eða efstir á topplistum velferðar hjá virt- um stofnunum víða um heim. Staða þjóðarskútunnar er sögð vera betri en nokkru sinni fyrr. Samt getum við ekki mætt brýnustu samgöngu- framkvæmdum, sem sumar hverjar hafa beðið í tæp 50 ár. „Púkinn fitnar og fitnar í fjósinu“ á meðan fjár- magnið, sem sannarlega er til staðar, sárvantar vinnu og hrópar á að taka þátt í verkefninu. En stjórnvöld ríku þjóðarskútunnar þrjóskast við, hiksta og hika og kjarkleysið er algert. Veggjöld þykja sjálfsögð í Færeyjum Færeyingar, vinir okkar, sem búa á mörgum eyjum skammt undan Aust- fjörðum eru sammála um að greiðar og öruggar samgöngur milli allra íbú- anna á eyjunum, stórra og smárra, séu sjálfsögð mannréttindi sem eigi og þurfi að uppfylla sem fyrst. Það gera þeir skipulega og hika ekki við að setja sér krefjandi og metnaðarfull markmið til að ná þeim. Veggjöld þykja þar sjálf- sögð og eru inni í þeirra verkefnum og plönum. Skoðum málið nánar. Upplýsingar m.a. heima- síða Landsverk Fær- eyjum: Árið 2014 stofnuðu þeir Félag, að áeggjan Lög- þingsins, sem sjá mun um undirbúning og alla fram- kvæmd við tvenn neð- ansjávar-jarðgöng alls að lengd rúma 22,0 km. Félagið fær 400 milljónir í fjárveitingar frá Lögþinginu á framkvæmdatíma auk þess sem það hefur heimild til lántöku til að fjár- magna framkvæmdirnar. Veggjöld af umferðinni verða síðan innheimt til að greiða upp lán sem Félagið tekur. 2016 gerði Félagið samning við verktaka- fyrirtæki og lánastofnanir um fram- kvæmdina á báðum þessum jarð- göngum. Framkvæmdatími er 2016-2024. Austureyjargöngin 11,3 km, sem tengja Þórshöfn (Hvitanes) neðansjávar við Rúnavik og Strendur, eru nú á lokametrunum. Byrjað er að undirbúa Sandeyjar-göngin, 11 km neðansjávargöng, frá Gömlu rétt við Kirkjubæ yfir í Traðardal á Sandey. Og vinir okkar eru sko alls ekki hættir. Nei, nei. Þeir stefna nú á að ferðatími frá Þórshöfn til Suðureyjar verði ekki lengri en ein klukkustund. Þar horfa þeir til gangaleiðar frá Sand- ey neðansjávar í suður til Skugveyjar (9 km) og áfram suður neðansjávar til Suðureyjar (17,0 km). Metnaðarfullt verkefni sem sýnir vel hvað góðar samgöngur fyrir alla eru í skýrum for- gangi hjá þeim. Að loknum göngunum til Suðureyjar eru 99% allra íbúa í Færeyjum í góðu og öruggu vega- sambandi allt árið. Landsverki (Jarð- gangaliðið) þeirra Færeyinga, sem svipar til Vegagerðar okkar, er ætlað að sjá m.a. um framkvæmd á styttri jarðgöngum til smærri byggða. Þeir tala um að framkvæma fyrir ca. 20 millj. árlega sem svarar til 750-800 lengdarmetra í jarðgöngum. Sem dæmi má nefna að Hvalba-göngin á Suðuey sem eru 2,5 km að lengd eru nú í útboði. Framkvæmdatími er 2019-2021. Já, ólíkt hafast þeir að, félagar okk- ar í Færeyjum eða stjórnvöld hér á ríka Íslandi. Seyðfirðingar eru orðnir langþreyttir á úrræðaleysi og vand- ræðagangi samgönguyfirvalda. Landamærastöð sem býr við erfiðar landsamgöngur um og yfir Fjarð- arheiði, hefur þjónað landsmönnum á Seyðisfirði allar götur frá 1975. Hvað er til ráða ? Heyrst hefur að bæjaryfirvöld hafi leitað til Landsverks í Færeyjum um ráðgjöf. Sagt er að fundað hafi verið stíft um borð í Norrænu, en hún kem- ur vikulega til Seyðisfjarðarhafnar frá Færeyjum. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessum viðræðum. Kunnugir segja þó að m.a. hafi verið rætt um neðansjávargöng frá Seyðisfirði með gangamunna skammt frá Skálanesi til nágranna okkar í Færeyjum, með landtöku á Vaagey skammt frá flugvellinum. En hvað framtíðin leiðir í ljós er ekki vit- að, „vandi er um slíkt að spá“ eins og segir í kvæðinu. Eftir Þorvald Jóhannsson Þorvald Jóhannsson » Stjórnvöld ríku þjóð- arskútunnar þrjósk- ast við, hiksta og hika og kjarkleysið er algert. Höfundur er fv. bæjarstjóri en nú eldri borgari á Seyðisfirði. brattahlid10@simnet.is Færeyingar bora og bora laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Pappelina gólfmotta Verð frá 6.900 kr. FUNDARBOÐ Aðalfundur Kviku banka hf., kt. 540502-2930, verður haldinn fimmtudaginn 14. mars 2019, kl. 16:30, á Icelandair hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 101 Reykjavík, í fundarsölum 2 og 3. Á dagskrá fundarins verða eftirfarandi liðir: 1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2018 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu. 3. Tillaga um starfskjarastefnu félagsins. 4. Tillaga um að heimila félaginu að kaupa eigin hlutabréf. 5. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins. 6. Kosning stjórnar og varastjórnar félagsins. 7. Tillaga um að stjórn verði falið að greina kosti og galla skipunar tilnefningarnefndar. 8. Kosning endurskoðenda félagsins. 9. Ákvörðun þóknunar til stjórnarmanna og nefndarmanna í undirnefndum stjórnar. 10. Samantekt stjórnar um hlutafjáreign og samstæðutengsl. 11. Önnur mál. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum: Meirihluti tillagna stjórnar um breytingar á samþykktum er til kominn vegna fyrirhugaðrar skráningar félagsins á Aðalmarkað Nasdaq Iceland. Tilkynnt hefur verið að stjórn félagsins stefni á skráningu þess á Aðalmarkaðinn fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2019 og eru lagðar til breytingar á ákvæðum samþykkta til að endurspegla ákvæði laga um hlutafélög nr. 2/1995 sem eiga við um félög skráð á skipulegan verðbréfamarkað, einkum 31. gr. (viðmiðunartími arðsréttar), 1. mgr. 80. gr. a (bréfleg eða rafræn atkvæðagreiðsla), 2. mgr. 86. gr. (réttur til að fá mál tekið til meðferðar á hluthafafundi), 1. og 2. mgr. 88. gr. a (fundarboð, tímafrestir), 88. gr. c (fundarboð, efni) og 88. gr. d (upplýsingar fyrir hluthafa- fund). Jafnframt er lagt til að felld verði út heimild til að gefa út hlutabréf á pappírsformi til hluthafa en hlutir félagsins eru rafrænt skráðir. Þá leggur stjórn til breytingu á ákvæði síðari málsgreinar gr. 6.1. í samþykktum um skipunartíma endurskoðanda til að endurspegla breytingu á 2. mgr. 90. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, sem tók gildi þann 21. febrúar 2019. Stjórn leggur einnig til breytingar á bráðabirgðaákvæðum samþykkta um heimild stjórnar til útgáfu og sölu áskriftarréttinda og niðurfellingu eldri heimildar til kaupa á eigin hlutum. Lagt er til að heimild stjórnar í bráðabirgðaákvæði II, til kaupa á eigin hlutum, verði felld út og stjórn verði, með nýju bráðabirgðaákvæði II, veitt heimild til aðalfundar félagsins árið 2020 til útgáfu og sölu áskriftarréttinda að 100.000.000 nýjum hlutum í félaginu. Lagt er til að heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár til að mæta útgefnum áskriftarréttindum í þessum flokki gildi til 14. mars 2024. Jafnframt er lagt til að heimild stjórnar til hækkunar hlutafjár vegna áskriftarréttinda sem gefin hafa verið út á grundvelli A og B liðar bráðabirgðaákvæðis IV í samþykktum, sem gildir til 14. júlí 2022, verði framlengd til loka árs 2022. Er það til að endurspegla nýtingartíma þegar útgefinna áskriftarréttinda að fullu. Loks er lagt til að hámark útgefinna en ónýttra áskriftarréttinda af heildarhlutafé félagsins, sem kveðið er á um í C lið bráðabirgðaákvæðis IV, verði lækkað úr 33,3% í 30,0%. Fundarstörf fara fram á íslensku. Fundargögn eru jafnframt á íslensku utan þess að ársreikningur er á ensku. Þeim sem hyggjast gefa kost á sér til setu í stjórn ber að tilkynna það skriflega til stjórnar félagsins að minnsta kosti fimm dögum fyrir upphaf aðalfundar, þ.e. fyrir kl. 16:30 laugardaginn 9. mars 2019. Í tilkynningu um framboð til stjórnar skal geta nafns frambjóðanda, kennitölu, heimilisfangs, menntunar, upplýsinga um aðalstarf og starfsferil, hvenær viðkomandi tók fyrst sæti í stjórn félagsins ef við á, önnur trúnaðarstörf (t.a.m. stjórnarstörf í öðrum félögum), hlutafjáreign í félaginu, beint eða í gegnum tengda aðila. Þá skal einnig upplýsa um önnur tengsl við félagið og hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppni- saðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga, einir eða í samstarfi við aðra, meira en 10% hlut í félaginu. Þeir einir eru kjörgengir sem þannig hafa gefið kost á sér. Krafa um hlutfallskosningu eða margfeldiskosningu, sbr. 7. mgr. 63. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995, skal hafa borist stjórn félagsins minnst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar munu liggja frammi hluthöfum til sýnis á skrifstofu félagsins, að Borgartúni 25, 105 Reykjavík, sem og á heimasíðu félagsins, eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn, sbr. 63. gr. a laga um hlutafélög nr. 2/1995. Dagskrá, endanlegar tillögur, starfskjarastefna, ársreikningur félagsins og önnur fundargögn munu liggja frammi á skrifstofu félagsins hlut- höfum til sýnis 14 dögum fyrir aðalfund. Umrædd gögn, ásamt upplýsingum um frambjóðendur til stjórnar, eru einnig birt á heimasíðu félag- sins, www.kvika.is. Hluthöfum er heimilt að senda umboðsmann sinn á hluthafafundinn og skal umboðsmaður í slíkum tilvikum leggja fram skriflegt og dagsett umboð. Umboð má leggja fram á fundinum eða senda á skrifstofu bankans fyrir fundinn. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á aðalfundardaginn frá kl. 16:00 á fundarstað. Stjórn Kviku banka hf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.