Morgunblaðið - 28.02.2019, Síða 55
UMRÆÐAN 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena
undirfataverslun • Næg bílastæði
Sundföt 2019
Bandarísk stjórn-
völd hafa verið þekkt
fyrir það lengi að hat-
ast við vinstrisinnaða
leiðtoga í Suður-
Ameríku (og víðar).
Fyrir nokkrum árum
var viðtal við einn af
fyrrverandi böðlum
CIA sem starfaði við
það að „laga til“ þar
sem ekki var farið að
óskum bandarískra stjórnvalda.
Fyrst var óskað eftir vinsamlegum
samskiptum þar sem hugað væri
að hagsmunum bandarískra fyr-
irtækja, ef því var hafnað komu til
viðskiptaþvinganir og stuðningur
við stjórnarandstöðu í viðkomandi
landi, ef það dugði ekki til var
hótað morðum og jafnvel staðið
við það eins og gert var við Salva-
dor Allende í Chile 1973. Svo var
búin til saga um að hann hefði
framið sjálfsmorð. – Allt frá því
Hugo Chavez komst til valda í
Venesúela í löglegum kosningum
hafa bandarísk yfirvöld stefnt að
því að koma honum og síðar eft-
irmanni hans frá völdum með
ólöglegum aðgerðum. Hluti af því
voru viðskiptaþvinganir, skemmd-
arverk og stuðningur við stjórn-
arandstöðuna.
Allt hefur þetta ásamt lækkandi
olíuverði valdið lakari
lífskjörum og óa-
nægju í landinu.
Lækkandi olíuverð
var slæmt fyrir Vene-
súela en efnahags-
þvinganir ollu mun
meiri skaða. Þegar
staðan er núna orðin
býsna erfið hafa
bandarísk stjórnvöld
bakkað upp og valið
sér hliðhollan mann
til að taka sér forseta-
vald í landinu. Hluti
af sjónarspilinu er að bjóða hjálp-
argögn til landsins í gegnum
þennan mann og sýna þannig
þjóðinni að með honum komi betri
tíð.
Auðvitað eru þetta ekkert annað
en frekleg afskipti af innanríkis-
málum sjálfstæðs lands. – En rétt
eins og stundum áður þegar
bandarísk stjórnvöld óska stuðn-
ings við aðgerðir sínar, þó þær
séu í besta falli vafasamar, þá
stökkva bandalagsþjóðir í NATO
fram og lýsa yfir stuðningi án
þess að kynna sér forsöguna eða
kannski vilja þessar þjóðir ekki
vita sannleikann. – Innrásir í Lý-
bíu og Sýrland voru undirbúnar
með plotti af sama meiði, þó að
mestu án viðskiptaþvingana árum
saman en með blekkingum um að-
stoð við innfædda í viðkomandi
löndum. Hluti af aðgerðum í Sýr-
landi var að þjálfa upp og vopna
hóp skæruliða til að berjast gegn
stjórn Assads. – Þessi hópur
skæruliða varð síðan að ISIS. –
Svipuðum blekkingum var beitt til
að réttlæta innrás í Írak, þar sem
bandarísk yfirvöld og Tony Blair,
forsætisráðherra Bretlands, sögðu
að þau hefðu sannanir fyrir efna-
og gereyðingarvopnum í landinu.
Eftir innrásina kom í ljós að ekk-
ert var til í þessum sögnum, engin
efna- eða gereyðingarvopn fund-
ust. – Það er ömurlegt til þess að
hugsa að íslenskir utanríkis-
ráðherrar hafa bakkað upp allar
þessar aðgerðir sem allar hafa
verið réttlættar með lygasögum. –
Er ekki tími til kominn fyrir Al-
þingi að koma í veg fyrir að sama
gerist í Venesúela með stuðningi
Íslands?
Að búa til vandræði
og bjóða svo neyðarhjálp –
USA og Venesúela
Eftir Heiðar
Ragnarsson » Allt frá því HugoChavez komst til
valda í Venesúela í
kosningum hafa Banda-
ríkin stefnt að því að
koma honum og síðar
eftirmanni hans frá
völdum.
Heiðar Ragnarsson
Höfundur er matreiðslumaður
og heilsuráðgjafi.
Um vorið árið 1927
skrifaði hinn frægi
sálkönnuður Sig-
mund Freud: „Menn-
ing, sem skilur svo
marga af þegnum
sínum eftir ófull-
nægða og rekur þá
til uppreisnar, á
hvorki skilið né get-
ur hún heldur vænst
þess að verða lang-
líf.“ (Blekking trú-
arinnar, bls. 18.)
Enda segir í fræðum Konfúsí-
usar að vitur stjórnandi geri vel
við þegna sína.
Þeim, sem barist hafa fyrir
hagsmunum verkalýðsins, hefur
orðið tíðrætt um samsöfnum auð-
æfa annars vegar og vaxandi fá-
tækt hins vegar vegna misskipt-
ingar auðs og arðs. Þeir hafa bent
á að almenningi hafi löngum verið
skammtað of lítið fyrir sína vinnu,
verðmætasköpun og öflun lífs-
bjarga fyrir háa sem lága.
Alþýðan hefur lengi mátt hugga
sig við ævintýri og allsnægtir á
himnum eftir dauðann, á meðan
ofríkur aðallinn nýtur lífsins lysti-
semda fyrir dauðann, enda öngv-
ar sannanir um áframhaldandi
húllumhæ og sællífi í himinsins
salarkynnum.
Áhyggjur og óánægja geta staf-
að bæði af litlum peningum sem
og of miklum og rænt fólk sálarró
og svefni. Hvort held-
ur sem er má segja að
hvort tveggja sé
slæmt. Það má því
leiða líkur að því að
djúpur sannleikur sé í
orðum Nietzsche, þar
sem segir að: „spek-
ingar og kennarar sáu
viskuna í draumlaus-
um svefni. Þeir
þekktu engan betri
tilgang lífsins.“ (Svo
mælti Zaraþústra, bls.
56.)
Bæði öryrkjar og ofríkir hafa
leitað friðar í valmúanum heims-
fræga, enda lifa báðir hóparnir
við mjög svo ónáttúrulegar og
vanstilltar félagslegar aðstæður.
Hvorugur hópurinn er öfunds-
verður af hlutskipti sínu. Góður
nætursvefn er kærkominn og
þarfur öllum mönnum. Hann get-
ur fengið þá til að gleyma um
stund óánægju sinni og vesæl-
dómi, sama hvar í stétt þeir
standa.
Eftir Einar Ingva
Magnússon
Einar Ingvi
Magnússon
» Spekingar og kenn-
arar sáu viskuna í
draumlausum svefni.
Þeir þekktu engan betri
tilgang lífsins.
Höfundur er áhugamaður um sam-
félagsmál.
einar_ingvi@hotmail.com
Heimspeki
til umhugsunar