Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 60
Hulda Bjarnadóttir
hulda@k100.is
„Hraðinn og brandaramagnið
sem dælt er út í Lego-myndinni er
ákveðin bylting í kvikmyndum,“ út-
skýrir Raggi þegar hann rifjar upp
kynni sín af Lego-myndunum. Hann
fullyrðir að Lego Movie 2 sé ein
ferskasta og fyndnasta gamanmynd
sem komið hefur út síðastliðin 5 ár.
Hann gefur myndinni þrjár stjörnur
af fjórum mögulegum. Raggi vill
sérstaklega hrósa þýðendum mynd-
arinnar sem hafi ekki bara þýtt
góða brandara heldur einnig stað-
fært suma. Þar af leiðandi hafi for-
eldrar fengið jafn mikið út úr mynd-
inni og krakkar.
Hemmi verkakubbur
mættur aftur
Phil Lord, Michelle Morgan,
Matthew Fogel og Dominic Russo
skrifa handrit myndarinnar og þau
Mike Mitchell og Trisha Gum leik-
stýra myndinni sem fjallar um hinn
viðkunnanlega verkakubb Hemma
sem bjargaði heimaborg sinni frá
tortímingu með aðstoð vina sinna
sem sumir hverjir voru gæddir of-
urkröftum. Nú þarf Hemmi að taka
á honum stóra sínum á ný þegar
bestu vinkonu hans, Lísu, er rænt
af stórskrítnum geimverum, sem
þýðir auðvitað að Hemmi verður að
fljúga út í geim og bjarga henni, en
þannig er myndasögunni lýst á
kvikmyndir.is.
Umbrella Academy þættirnir
Raggi fjallaði einnig um tíu þátta
Netflix-seríuna Umbrella Academy,
eða Regnhlífasamtökin. Serían
fjallar um systkini með ofurkrafta.
Upphafsatriði þáttanna er sér-
staklega eftirminnilegt, að sögn
Ragga, enda fæðast börnin öll á
sama degi. Saga þeirra í þáttunum
hefst þó ekki fyrr en á fullorðins-
árum. Þau eru þá hætt að sinna of-
urhetjustörfum sínum og farin að
rifja upp fjölskylduharmleik sinn í
kringum útför fósturföður síns. Þau
hafa fengið fregnir af því að sjö
dögum síðar muni heimurinn enda
og þau þurfa að leysa ákveðin mál á
þeim tíma. Þau fara því að stilla
saman strengi, skilja við fortíðina
og leita týnds bróður. Raggi segir
ofbeldið töluvert og að yngri en
þrettán eigi ekkert endilega að
horfa á þessa seríu. Ragga þykir
serían eiga skilið þrjár af fjórum
stjörnum og því er hér komin fram-
bærileg tillaga að sjónvarpsglápi
um helgina.
Einnig fara fram Eddu-
verðlaunin íslensku á föstudag og
Óskarsverðlaunahátíðin verður í
Hollywood næstkomandi sunnudag
þannig að af nægu verður að taka
fyrir áhugafólk um kvikmyndir og
sjónvarp.
Hrósar þýðendum Lego Movie 2
„Þegar fyrsta Lego
myndin kom hélt ég að
þetta yrði bara 90 mín-
útna auglýsing fyrir leik-
föng, en það reyndist
ekki svo vera,“ segir
Ragnar Eyþórsson, eða
Raggi bíórýnir, sem
kemur aðra hverja viku í
síðdegisþáttinn á K100.
Hann tók einnig fyrir
Netflix-seríuna Umbrella
Academy.
AFP
Frumsýning Jason Momoa leikur Aquaman í
LEGO Movie 2, en hér er hann á rauða dregl-
inum í Kaliforníu fyrr í mánuðinum ásamt að-
al karakter myndarinnar, verkkubbnum og
aðalsöguhetjunni Hemma, eða Emmet líkt og
hann heitir á ensku.
Þættirnir The Umbrella Academy
á Netflix fjalla sex systkini með
ofurkrafta. Þau fá sjö daga til að
redda þeim málum sem koma upp
við útför fósturföður síns.
Samstarfskonur Jordan Claire Robbins, Emmy Raver-
Lampman, Mary J. Blige og Kate Walsh hér á frumsýn-
ingu Netflix-þáttanna Umbrella Academy.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Dönsk hönnun