Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 60
Hulda Bjarnadóttir hulda@k100.is „Hraðinn og brandaramagnið sem dælt er út í Lego-myndinni er ákveðin bylting í kvikmyndum,“ út- skýrir Raggi þegar hann rifjar upp kynni sín af Lego-myndunum. Hann fullyrðir að Lego Movie 2 sé ein ferskasta og fyndnasta gamanmynd sem komið hefur út síðastliðin 5 ár. Hann gefur myndinni þrjár stjörnur af fjórum mögulegum. Raggi vill sérstaklega hrósa þýðendum mynd- arinnar sem hafi ekki bara þýtt góða brandara heldur einnig stað- fært suma. Þar af leiðandi hafi for- eldrar fengið jafn mikið út úr mynd- inni og krakkar. Hemmi verkakubbur mættur aftur Phil Lord, Michelle Morgan, Matthew Fogel og Dominic Russo skrifa handrit myndarinnar og þau Mike Mitchell og Trisha Gum leik- stýra myndinni sem fjallar um hinn viðkunnanlega verkakubb Hemma sem bjargaði heimaborg sinni frá tortímingu með aðstoð vina sinna sem sumir hverjir voru gæddir of- urkröftum. Nú þarf Hemmi að taka á honum stóra sínum á ný þegar bestu vinkonu hans, Lísu, er rænt af stórskrítnum geimverum, sem þýðir auðvitað að Hemmi verður að fljúga út í geim og bjarga henni, en þannig er myndasögunni lýst á kvikmyndir.is. Umbrella Academy þættirnir Raggi fjallaði einnig um tíu þátta Netflix-seríuna Umbrella Academy, eða Regnhlífasamtökin. Serían fjallar um systkini með ofurkrafta. Upphafsatriði þáttanna er sér- staklega eftirminnilegt, að sögn Ragga, enda fæðast börnin öll á sama degi. Saga þeirra í þáttunum hefst þó ekki fyrr en á fullorðins- árum. Þau eru þá hætt að sinna of- urhetjustörfum sínum og farin að rifja upp fjölskylduharmleik sinn í kringum útför fósturföður síns. Þau hafa fengið fregnir af því að sjö dögum síðar muni heimurinn enda og þau þurfa að leysa ákveðin mál á þeim tíma. Þau fara því að stilla saman strengi, skilja við fortíðina og leita týnds bróður. Raggi segir ofbeldið töluvert og að yngri en þrettán eigi ekkert endilega að horfa á þessa seríu. Ragga þykir serían eiga skilið þrjár af fjórum stjörnum og því er hér komin fram- bærileg tillaga að sjónvarpsglápi um helgina. Einnig fara fram Eddu- verðlaunin íslensku á föstudag og Óskarsverðlaunahátíðin verður í Hollywood næstkomandi sunnudag þannig að af nægu verður að taka fyrir áhugafólk um kvikmyndir og sjónvarp. Hrósar þýðendum Lego Movie 2 „Þegar fyrsta Lego myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mín- útna auglýsing fyrir leik- föng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir, sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. AFP Frumsýning Jason Momoa leikur Aquaman í LEGO Movie 2, en hér er hann á rauða dregl- inum í Kaliforníu fyrr í mánuðinum ásamt að- al karakter myndarinnar, verkkubbnum og aðalsöguhetjunni Hemma, eða Emmet líkt og hann heitir á ensku. Þættirnir The Umbrella Academy á Netflix fjalla sex systkini með ofurkrafta. Þau fá sjö daga til að redda þeim málum sem koma upp við útför fósturföður síns. Samstarfskonur Jordan Claire Robbins, Emmy Raver- Lampman, Mary J. Blige og Kate Walsh hér á frumsýn- ingu Netflix-þáttanna Umbrella Academy. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Dönsk hönnun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.