Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 61

Morgunblaðið - 28.02.2019, Side 61
MINNINGAR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 ✝ Gréta Finn-bogadóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 31. mars 1929. Gréta lést á Hjúkr- unarheimilinu Mörk 18. febrúar 2019. Foreldrar henn- ar voru Sesselja Einarsdóttir, f. 11. mars 1891, d. 14. okt. 1964, og Finnbogi Finn- bogason skipstjóri, f. 20. maí 1891, d. 3. apríl 1979. Systkini Grétu eru Rósa, f. 27.9. 1914, d. 28.10. 1994, Árni, f. 7.11. 1916, d. 9.4. 2006, Fjóla, f. 16.12. 1917, d. 15.10. 2001, Lilja, f. 15.2. 1920, d. 1.5. 1959, Ólafur, f. 9.8. 1922, d. 14.2. 1999, Guðni Kristján, f. 6.12. 1924, d. 13.1. 1925, Ásta, f. 21.2. 1927. Gréta stundaði nám við Hús- mæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði. Hún fluttist ung til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síðan. Gréta giftist 23.12. 1951 Trausta Eyjólfssyni, f. 22.11. 1927, d. 20.7. 2010, rakara og ökukennara. Foreldrar Trausta kennari og ökukennari, maki Auður Bergsteinsdóttir, f. 24.2. 1950. Sonur þeirra er Ólafur Finnbogi, f. 5.11. 1989. Fyrri kona Ólafs er Guðrún Erna Gunnarsdóttir, sonur þeirra er Brynjar Örn, f. 26.3. 1981. Börn Auðar eru Soffía Sigríður, f. 7.11. 1970, Hilmar, f. 22.10. 1971, Guðrún Árný, f. 23.3. 1982, og Bergsteinn, f. 25.8. 1985. 4) Jón Grétar, f. 9.3. 1963, húsasmíðameistari. Maki Ing- unn Hera Ármannsdóttir, f. 12.3. 1966, d. 26.4. 2013. Börn þeirra eru Margrét Irma, f. 4.1. 1988, Sigurður Atli, f. 28.1. 1993, og Lúkas Nói, f. 29.4. 2004. Sambýliskona Jóns Grét- ars er Erla Bryndís Ingadóttir, f. 12.1. 1966. 5) Sesselja, f. 12.3. 1965, framkvæmdastjóri. Maki Kjartan Guðnason. Börn Sess- elju og Arngríms Viðars Ás- geirssonar, fyrrverandi maka, eru Ásgeir Bogi, f. 16.5. 1992, og Gréta Sóley, f. 7.10. 1996. Dætur Kjartans eru Sólrún Mjöll, f. 2.7. 1995, og Hugrún Britta, f. 7.1. 1998. Eftir að börnin uxu úr grasi starfaði hún í Norræna húsinu við framreiðslu og elda- mennsku, var póstberi um nokkurra ára skeið en lengst af vann hún á skrifstofunni í Smjörlíki Sól hf. . Útför Grétu fer fram frá Há- teigskirkju í dag, 28. febrúar 2019, klukkan 15. voru Þórunn Jóns- dóttir og Eyjólfur E. Jóhannesson rakarameistari. Gréta og Trausti hófu búskap á Sól- vallagötu 20 og bjuggu um tíma á Eiríksgötu 21 en frá árinu 1963 bjuggu þau á Háaleitisbraut 16 allt til ársins 2010 þegar Trausti lést. Síðustu ár ævi sinnar bjó Gréta í Mörkinni, Suðurlandsbraut 62, sambýlinu Roðasölum í Kópavogi og síð- asta árið á hjúkrunarheimilinu Mörk við Suðurlandsbraut. Börn Grétu og Trausta eru: 1) Þórunn, f. 17.12. 1952, kennari, maki Stefán Már Hall- dórsson, f. 23.5. 1949. Börn þeirra eru Lilja Björk, f. 28.7. 1977, Árni Freyr, f. 3.8. 1980, og Trausti, f. 20.1. 1985. Sonur Stefáns er Halldór Már, f. 12.7. 1972. 2) Gunnar Albert, f. 8.7. 1955, byggingariðnfræðingur, maki Ásta Birna Stefánsdóttir, f. 29.6. 1955. Sonur þeirra er Þorgeir Jón, f. 4.11. 1985. 3) Ólafur Árni, f. 6.10. 1959, Hoppum út í bláinn, kveðjum stress og skjáinn. Syngjum lag, spilum spil, þá er gott að vera til. (Mugison) Þetta er svo lýsandi fyrir hana mömmu. Elsku mamma sem alla tíð elskaði ferðalög, unni náttúrunni og kenndi okkur frá fyrstu tíð að njóta þess besta sem lífið getur fært manni. Minningarnar streyma fram. Jónsmessuganga Útivistar yfir Fimmvörðuháls með „stórfjöl- skyldunni“, skíðaferðir innan- lands og utan, gönguferðir um víðerni landsins, veiðiferðirnar í Álftá, tjaldútilegurnar, söngur- inn, spilamennskan, maturinn, gleðin og hamingjan. Mamma bjó yfir þeirri gæfu að segja ævinlega já frekar en nei. Eins og þegar ég bauð henni út að hjóla í kassa í gegnum bæ- inn á björtu júníkvöldi árið 2013. Þá sagði hún líka já og það varð um leið upphafið að svo miklu stærra ævintýri. Auðvitað var það svolítið brambolt að komast í kassann á hjólinu með hennar auma hné og frúin komin vel á níræðisaldur- inn. Hún var bara svo dásamlega spræk og til í að gera þetta. Í kassann komst hún, með púða til að sitja á og af stað fórum við. Hjóluðum í gegnum Laugardal- inn, yfir götur á móti rauðu ljósi og mamma bara vinkaði og hló. Og hló og hló og hló! Ó hvað við skemmtum okkur konunglega. Við sáum líka í gegnum bílrúð- urnar að þar brostu allir og hlógu með okkur. Hún sofnaði hlæjandi og vaknaði um morguninn hálffliss- andi, hringdi í mig og við hlógum meira. Þarna varð hún kveikjan að því að Hjólað óháð aldri varð til. Þegar ég kynntist þessu dásam- lega danska ævintýri, Cycling uden alder, búin að hjóla með hana mömmu í kassa í gegnum bæinn, þá vissi ég líka að þetta ættum við að gera á Íslandi. Og núna eru 20 hjúkrunar- heimili um allt land sem eiga miklu betri hjól en kassahjólið okkar mömmu, farþegahjól sem eru fyrir íbúa heimilanna, að- standendur, starfsmenn og sjálf- boðaliða til að fara saman út á lífið, njóta þess að finna vindinn í vangann og hlæja saman. Og syngja. Þannig gerðum við mamma um leið og við rúlluðum af stað á fínu farþegahjólunum til að mála bæinn rauðan, þá brustum við í söng; Kötukvæði, Máninn fullur, Ljúfa Anna og öll hin lögin sem mamma kunni miklu betur en ég. Ferðafélaginn móðir mín og vinkona hefur nú kvatt Hótel Jörð og er sjálfsagt farin á stefnumót með pabba fyrir sunn- an Fríkirkjuna. Blessuð sé minn- ing hennar og foreldra minna beggja. Sesselja Grétu og Traustadóttir. Brandarar um tengdamæður eru sjálfsagt óteljandi, en ein- hvern veginn finnst mér enginn hinna hefðbundnu brandara eiga við um hana Grétu, tengda- móður mína. Hún var vissulega alveg einstök kona og um hana hafa vissulega verið sagðir brandarar, en allir jákvæðir. Það er mér í fersku minni þegar Þórunn, dóttir hennar og þá kærastan mín, kynnti mig fyrir henni og Trausta. Hún leit eilítið rannsakandi á mig, svona til þess að athuga hvort ég væri í lagi og með fulde fem, en að rannsókn lokinni brosti hún sínu blíðasta brosi til mín og mér finnst að það bros hafi varað alla tíð síðan. Við Þórunn ákváðum nokkru síðar að gifta okkur og ætluðum bara að fara til fógeta og hafa það allt í kyrrþey, en frú Gréta tók það ekki í mál heldur bauð gestum í massavís og efndi til stóreflis veislu heima hjá sér, þar sem hún sá um allar veit- ingar sjálf. En akkúrat svona var Gréta, hún miklaði ekki hlut- ina fyrir sér heldur framkvæmdi þá og glæsilegu veislurnar sem hún hélt voru óteljandi. Hún var Vestmannaeyingur í húð og hár og kunni öll Eyja- lögin utanað og hafði mikið yndi af því að syngja þau og mörg fleiri. Hún þekkti ótrúlega marga, við urðum þess vör er við ferðuðumst með henni um land- ið, að alltaf þekkti hún einhvern á viðkomandi stað sem hún gat talað við eins og um aldagamlan vin væri að ræða. Gréta var mikil útivistarkona og göngugarpur og í gönguferð- um gekk hún alltaf langfyrst og aðrir göngumenn þurftu að taka á öllu sínu ef þeir áttu að halda í við hana. Minnisstæð er gönguferð yfir Fimmvörðuháls á Jónsmessu- nótt sem Gréta, 73ja ára gömul, gekk með okkur Þórunni og blés ekki úr nös. Þau Trausti ferðuðust um allan heiminn og við hjónin vor- um þeirrar gæfu aðnjótandi að taka þátt í nokkrum þeirra með þeim. Hún var mikil skíðakona og skíðaði bæði í Bláfjöllum og Alpafjöllum, svona á þeim stöð- um sem voru í leiðinni hverju sinni. Á seinni árum heltók golf- bakterían þau Trausta og frúin náði því einstæða afreki að fara þrisvar sinnum holu í höggi. Eins og fram hefur komið var Gréta söngelsk með afbrigðum og í lokin langar mig að segja frá skemmtilegu atviki því tengdu. Í brúðkaupsveislu Árna sonar okkar fékk ég nokkra félaga mína úr Fóstbræðrum til þess að syngja fáein lög og í lokin átti að syngja fjöldasöng, „You Are My Sunshine“, lag sem var í miklu uppáhaldi hjá Grétu. Eins og venjulega þurfti að finna rétta tóninn, og Árni söngstjóri mund- aði tónkvíslina í þeim tilgangi. En Gréta mátti ekkert vera að því að bíða eftir því. Hún tók af skarið, gaf tóninn og allir gest- irnir tóku undir og sungu með af hjartans lyst. Þarna fann Gréta eins og svo oft áður rétta tóninn, og hún fann svo sannarlega rétta tóninn í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Gréta var stórglæsileg kona og myndarleg með afbrigðum. Hún hafði gaman af því að skála í veislum og sagði þá gjarnan „skolí“, og því kveð ég þig elsku Gréta með því sama orði: „Skolí!!“ Stefán M. Halldórsson. Elskulega amma Gréta hefur kvatt þennan heim. Amma var einstök kona. Alltaf sólarmegin í lífinu, jákvæð, dugleg, hlý, bros- andi og syngjandi, algjör orku- bolti sem vissi ekkert betra en að vera úti í náttúrunni. Þegar við vorum yngri fannst okkur hún vera heimsfræg því allir þekktu hana, sama hvort það var á Laugaveginum eða á Strikinu í Kaupmannahöfn. Seinna skilur maður betur af hverju hún var svona „fræg“. Hún sinnti öllum í kringum sig af þvílíkri alúð auk þess að vera bæði geislandi og stórskemmti- leg, þannig að þeir sem urðu á vegi hennar gleymdu henni ekki aftur. Hún hafði líka einhvern eig- inleika í mannlegum samskipt- um sem olli því að okkur fannst hún iðulega vera mikilvægasta manneskjan hvar sem hún var. Okkur fannst hún líka vera mið- punktur allra fjölskylduboða og ættarmóta. Ekki vegna þess að hún heimtaði athygli heldur vegna þess að hún hafði einstaka útgeislun, hún var hressust og skemmtilegust og elskuð af öllum. Og jú, hún söng líka manna hæst og mest! Í augum okkar barna- barnanna var hún sannkölluð of- uramma. Vissulega kunni hún að sauma, elda og baka af miklum myndarskap eins og flestar aðr- ar ömmur, en um leið og hún gat var hún komin í skíðagallann brunandi niður brekkurnar í Bláfjöllum eða í Ölpunum, hún sló nokkrum sinnum holu í höggi, skokkaði upp flesta tinda landsins og fór í heimsreisu. Hún þekkti hverja þúfu lands- ins og það var unun að hlusta á hana lýsa umhverfinu þegar við ferðuðumst um landið sem gaf þá ferðalaginu sjálfu sérstakt gildi. Þessi þekking og þær sög- ur sem henni fylgdu hefur alla tíð síðan fylgt okkur og gerir öll ferðalög skemmtilegri. Þegar líkamlegri heilsu ömmu fór að hraka og minnið var orðið ansi gloppótt náði hún þrátt fyr- ir allt að halda í sitt helsta kar- aktereinkenni sem var jákvæðn- in og brosmildin. Undir lokin var lítið hægt að eiga samræður við hana, þær voru mjög stuttar en alltaf stutt í hlýjuna og falleg orð sem hún lét falla um okkur og fjölskyldur okkar. Við söknum ömmu Grétu sárt en erum þakklát fyrir að hafa notið samvista við hana svona lengi. Falleg minning um dásamlega konu lifir. Hvíldu í friði, elsku amma. Lilja Björk, Árni Freyr og Trausti. Nú þegar við kveðjum Grétu frænku hlaðast upp minningar liðinna ára. Allt frá því við vor- um börn var mikill samgangur á milli fjölskyldna systranna Grétu og Fjólu enda þær sam- rýndar og kannski líka að yngri börnin eru á svipuðum aldri. Gréta frænka var með hjarta úr gulli og heillaði alla með sínu glaðværa skapi enda var alltaf gott að vera í návist hennar. Ótal minningar um samveru með Grétu frænku, Trausta og börnunum hrannast upp þegar við lítum til baka. Minningar um heimsóknir, afmæli, fermingar, ógleymanlegar veislur, ferðalög vítt og breitt um landið. Við þökkum fyrir að hafa mátt njóta samveru með Grétu fræknu um leið og við gleðjumst yfir að nú verður hún með áður gengnum ástvinum sínum og væntanlega verða Eyjalögin rifj- uð upp. Við vottum börnum hennar og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Fjólubörn og fjölskyldur, Magnús Kristján Halldórsson. Elsku besta frænka og vin- kona. Minningar um þig eru margar. Þær fyrstu tengdar gömlum ljósmyndum frá því að þú komst til mömmu og pabba sem þá bjuggu í Víkurgerði við Fáskrúðsfjörð. Þetta var sum- arið 1941 og þú komst til að passa Rósu systur mína sem þá var á fyrsta ári og ég á því þriðja. Myndin er af þér úti á túni að dansa við föðurbróður minn, hann Björgvin, sem síðar átti eftir að verða mágur þinn. Benni frændi spilaði undir á harmonikku. Lilja og Ásta, syst- ur þínar frá Vallartúni, giftust bræðrunum Gunnari og Björg- vini frá Víkurgerði. Þú heimsóttir okkur þegar við áttum heima á Akranesi, glæsi- leg ung stúlka og nýtrúlofuð honum Trausta. Svo fórstu í Húsmæðraskólann á Varmalandi og þá saumaðir þú á okkur syst- urnar fallegustu pils sem ég hafði nokkru sinni séð. Þegar ég var barnapía hjá Fjólu frænku þá fylgdist ég með þér þegar þú gekkst á þínum háu hælum frá Sólvallagötu upp á Laugaveg þar sem þú af- greiddir í álnavörubúð sem hét Grótta. Þú tókst mig með á Melavöllinn þar sem við horfðum á Trausta hlaupa og þú bauðst mér upp á mjólkursjeik sem ég hafði aldrei smakkað áður. Þið systurnar áttuð allar heima á Sólvallagötunni. Rósa á númer 32, Fjóla á númer 19 og þú á númer 20. Þetta var mikið nábýli og skemmtilegt. Þegar ég fluttist til Reykja- víkur, þá nýkomin frá Svíþjóð, þekkti ég fáa og þú varst mér ómetanleg frænka og besta vin- kona upp frá því og til loka. Heimili ykkar Trausta á Ei- ríksgötunni stóð okkur systrum alltaf opið. Rósa systir átti þar athvarf þegar hún var í Hjúkr- unarskólanum, bjó þar hjá ykkur fyrstu þrjá mánuðina og ég flutti í kjallarann á Eiríksgötunni. Þetta kallaði á ótal matarboð, bíltúra, útilegur og partí þar sem mikið var sungið, aðallega Vestmannaeyjalögin. Gunnar minn átti athvarf hjá þér alla tíð. Ekki var haldin veisla án þess að ykkur Trausta væri boðið og var það til marks um það, að þegar hlátur þinn ómaði, þá gat partíið byrjað. Útivera kallaði á þig og þú gekkst um fjöll og firnindi með hinum ýmsu félögum. Trausti lét þig um þessi ferðalög og tók á móti þér þegar þú komst dauð- þreytt heim. Þú varst tilbúin að leggja á þig ýmislegt til að kom- ast á fjöll, t.d. elda fyrir Guð- mund Jónasson og fá þá tæki- færi til að ganga á næstu hnjúka þegar færi gafst frá pottunum. Við Sigurður gengum með þér 1989 frá Seyðisfirði til Borgar- fjarðar eystri og Rósa, Stefán og ég gengum Laugaveginn með þér 1996. Þá varst þú 67 ára og blést ekki úr nös. Margar gönguferðir áttir þú eftir að fara síðar. Barnabarnið mitt, hún Krist- ín, minnist þess með ánægju þegar við litum inn hjá þér í Sól, þar sem þú gættir símans og sál- arheillar allra þar. Hún taldi að þetta væri með skemmtilegustu störfum af því að þú varst alltaf svo glöð. Norræna húsið naut starfskrafta þinna um margra ára skeið. Síðast þegar við töluðum sam- an spurðir þú mig hvort við hefð- um nokkru sinni rifist. Ég svar- aði því neitandi og við kvöddumst glaðar eins og venju- lega. Hvíldu í friði. Sendum öllum aðstandendum samúðarkveðjur. Bryndís og Rósa Gunn- arsdætur og fjölskyldur. Einlæg vinátta, söngur, dugn- aður og lífsgleði er það sem fyrst kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til hennar Grétu vinkonu minnar. Með okkur Grétu tókst ein- stök vinátta frá fyrstu kynnum. Sú fölskvalausa vinátta spannar nú hartnær 70 ár, en okkar fyrstu kynni voru í gegnum eiginmenn okkar sem voru viku- legir bridsfélagar og góðir vinir alla tíð. Hugur minn reikar og minn- ingarnar streyma fram, því að af svo mörgum ánægjustundum er að taka. Hinar fjölmörgu veiði- ferðir fjölskyldna okkar saman í Álftá, og öll skemmtilegu ferða- lögin okkar innanlands ár eftir ár. Börnin alltaf með för, hún með fimm, ég með fjögur. Nestið undirbúið af kostgæfni og alúð áður en lagt var í hann úr bænum. Og svo var tjaldað í grænni laut við lítinn læk. Bjartar íslenskar sumarnætur, varðeldur og söngur fram undir morgun. Gréta mín ávallt ókrýndur söngstjóri enda for- söngvari af guðs náð, svo geisl- andi glöð, ófeimin og frjálsleg í fasi alla tíð. Ekki voru gleðistundirnar á fallegu heimili þeirra Grétu og Trausta færri eða síðri og þar skorti svo sannarlega ekki hjartarýmið. Gestrisnin alltaf í hávegum höfð, hvort sem um var að ræða stórar veislur fyrir fjölskyldu og vini, eða bara innlit í kvöldkaffi – og engin þörf var á að gera boð á undan sér í þá daga. Það er með miklum söknuði og sárum trega sem ég kveð þig að leiðarlokum, elsku Gréta mín. Ég veit að þér verður vel fagnað í sumarlandinu þegar þú mætir þar með þinn hlýja faðm og þitt bjarta bros. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minningin um mína yndislegu vinkonu. Dýrleif Jónsdóttir. Það er ekki öllum gefið að hafa svo létta lund eins og hún Gréta. Alla tíð, eða allt frá því að ég man eftir Grétu, var hún glaðlynd og brosmild þannig að alltaf var gott að umgangast hana. Ég var alin upp í sömu blokk á Háaleitisbrautinni, við Jón Grétar jafnaldrar og krakkarnir í blokkinni leikfélagar. Gréta var í mínum huga í þá daga ein af þessum góðu mömmum í blokk- inni og tók manni vel. Svo liðu árin, hraðar en mann óraði fyrir. Alltaf var Gréta á sínum stað í blokkinni og mamma mín líka í næsta stigagangi, frumbyggjar í blokkinni. Eftir að ég flutti að heiman mættumst við gjarnan á lóðinni þegar önnur okkar var að koma eða hin að fara. Gréta með sinn útbreidda faðm og bros á vör og spurði frétta af mér og mínum. Síðar keyptum við íbúð í sama stigagangi og Gréta, og fluttum inn með stækkandi fjöl- skyldu. Á móti okkur tók Gréta með útbreiddan faðminn, sína einlægu hlýju, gleði og þetta létta fas sem smitaði út frá sér. Hún hafði nákvæmlega ekkert breyst. Og þannig var hún bara. Börnum okkar reyndist hún ein- staklega vel og var þeim eins og auka-amma. Oftar en ekki þegar við komum heim eftir langan vinnudag, þá tók ilmurinn af Grétukökum við okkur í anddyr- inu, dyrnar opnuðust upp á gátt og þar stóð Gréta með bros á vör og nýbakaðar kökurnar. Fátt var dásamlegra og gladdi svöng börn meira en orð fá lýst. Kök- urnar voru því af okkur kallaðar Grétukökur og það endaði auð- vitað með því að við fengum upp- skriftina sem var auðsótt mál, öllum til mikillar ánægju. Síðan er margoft búið að baka Grétukökur á okkar heimili og svo mikið er víst að því verður haldið áfram. Og ég veit að það voru fleiri en við sem nutu góðs af baksturshæfileikum Grétu, enda ósjaldan kölluð til þegar halda átti veislu. Svo skildi leiðir, við fluttum úr blokkinni og hittum því Grétu sjaldnar, en samt sem áður oftar en ekki á lóðinni, önnur okkar að fara en hin að koma. Sama við- mót, sama hlýja, sama létta lundin svo manni hlýnaði um hjartarætur. Það er margt sem maður lærir á lífsleiðinni og af Grétu má læra að lundin og brosið eitt lýsir upp tilveruna. Kostar ekki mikið að gefa, en er yndislegt að þiggja og sannar- lega til eftirbreytni. Síðustu ár hittum við Grétu því miður ekki oft, en síðasta heimsóknin til hennar var samt sem áður jafn yndisleg og iðu- lega, hlýjan og útbreiddur faðm- urinn tók á móti okkur, brosið og þetta sama létta fas sem fylgdi Grétu alla tíð. Með miklu þakklæti og sökn- uði kveðjum við elskulega Grétu og vottum börnum, barnabörn- um og aðstandendum innilega samúð. Megi minning um dásamlega konu lifa sem lengst. Fríður María Halldórs- dóttir, Þórður Marelsson og fjölskylda. Gréta Finnbogadóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.