Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 62
62 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
✝ Kristrún BjörtHelgadóttir
(Kiddý) fæddist á
Patreksfirði 14.
október 1939. Hún
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 22. febr-
úar 2019.
Foreldrar Krist-
rúnar voru Sigrún
Össurardóttir, f. 6.
maí 1898, d. 30. apr-
íl 1977, og Ásbjörn Helgi Árna-
son, f. 13. apríl 1889, d. 25. ágúst
1965. Systkini hennar: Guðrún, f.
10. okt. 1919, Árni, f. 15. feb.
1922, d. 23. jan. 2011, Anna
Marta, f. 13. nóv. 1924, d. 10.
apríl 2012, Ólafur Helgi, f. 7. okt.
3) Hrund, f. 25. mars 1969, maki:
Kristján Óskarsson, dætur:
Hanna Björt, Ásrún Sara og
Emelía Lára.
Kiddý ólst upp í Tröð í Kolls-
vík með foreldrum, systkinum
og uppeldissystur, Ellý, þar sem
hvít fjaran, tún, berjamóar og
klettabelti víkurinnar voru leik-
sviðið. Fjölskyldan fluttist síðar
að Gjögrum, en úr foreldra-
húsum fór Kiddý sextán ára
gömul til Reykjavíkur þar sem
hún vann við framleiðslu- og
verslunarstörf og eitt sumar sem
kaupakona í Biskupstungum.
Nítján ára kynntist hún Rudolfi
sem varð hennar eiginmaður,
hófu þau sambúð og bjuggu m.a.
í Stóragerði 6, en frá 1971 í
Hellulandi 11, Fossvogi. Með-
fram húsmóðurstörfum vann
hún lengst af í hlutastörfum m.a.
við gerð minjagripa og matseld.
Útför Kristrúnar fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 28. febrúar
2019, klukkan 13.
1925, d. 21. maí
1986, Halldóra
Mikkalína, f. 25.
maí 1930, og upp-
eldissystir Elín
Guðmunda Guð-
mundsdóttir, f. 19.
mars 1939.
Kristrún giftist
29. des. 1963 Rud-
olfi Þór Axelssyni,
f. 18. jan. 1936.
Börn þeirra eru: 1)
Ásrún, f. 5. sept. 1960, maki:
Kristþór Gunnarsson, börn:
Kristrún Helga og Jóhann Þór,
barnabarn: Óskar Hrafn Jó-
hannsson. 2) Axel Þór, f. 22. júní
1963, fyrrv. maki: Ingibjörg
Eggertsdóttir, dóttir: Aníta Rut.
Elsku besta mamma mín.
Ástarþakkir fyrir að vaka yfir
mér og mínum alla tíð.
Ég hélt í vonina um að við ætt-
um ótaldar samverustundir eftir,
en svo reyndist ekki vera. Nú
getur þú ferðast óheft um Sum-
arlandið, þar sem eilíft sumar
ríkir með allri sinni fegurð og
blómskrúði sem fáir kunna að
sinna eins og þú.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín dóttir,
Ásrún (Ásý).
Efst er í huga hvað mamma
hugsaði vel um börnin sín, eldaði
fyrir okkur góðan og hollan mat,
saumaði á okkur föt og sinnti
okkar þörfum eins vel og henni
var unnt.
Ég held að hún hafi látið þarfir
okkar barnanna ganga langt
framar sínum eigin, og að þegar
fjárráð til heimilishaldsins voru
takmörkuð hafi hún neitað sér
um ýmislegt til þess börnin henn-
ar fengju sitt.
Mér fannst ég alltaf vera undir
hennar verndarvæng, þegar eitt-
hvað bjátaði á var hægt að leita
til mömmu og hún gerði allt
betra.
Hún sýndi ekki beina vorkunn-
semi, heldur studdi með hlýju og
góðum ráðum, sem hún af sinni
skynsemi taldi styrkja okkur og
vera betra veganesti fyrir lífið.
Hún var alin upp í Kollsvík, í
bænda- og útgerðarsamfélagi þar
sem fólk þurfti að komast af, oft
við erfiðar aðstæður. Það hefur
mótað hana og gert hana að
þeirri sterku en þó hlýju konu
sem hún var. Hún var ekta elsku
mamma, hennar er sárt saknað.
Axel Þór Rudolfsson.
Elskuleg fyrrverandi grann-
kona mín, Kristrún Björt Helga-
dóttir, er látin.
Minningarnar hrannast upp
frá því að við þrjár fjölskyldur
fluttum inn í þrjú samliggjandi
raðhús í Fossvogi haustið 1970.
Heimamömmur á svipuðum aldri
með þrjú börn hver. Pabbarnir
útivinnandi.
Mömmurnar voru þá heima,
enda ekki leikskólar í boði fyrir
giftar konur. Við Kiddý bjuggum
hvor í sínuendahúsinu en Ingi-
björg, Bagga, í miðhúsinu. Með
okkur þremur tókst ævilöng vin-
átta, Bagga lést því miður langt
um aldur fram en við Kiddý vor-
um nágrannar í rúm 30 ár.
Yngstu börnin í lengjunni voru
þau Hrund og Þorkell Máni sem
urðu strax góðir vinir, voru sam-
ferða í skólann fyrsta skóladag-
inn. Hún traust og fullorðinsleg,
hann lítill og barnalegur eftir
langvarandi veikindi fyrstu árin.
Vinátta þeirra sem og allra
barnanna þarna er enn til staðar.
Kiddý var framúrskarandi
mamma, húsmóðir og vinur,
greind og skemmtileg.
Garðurinn hennar var fullur af
fallegum gróðri, rósirnar ilmandi
og vínberjaklasarnir í gróðurhús-
inu voru bústnir og gómsætir.
Ekki brugðust heldur veitingarn-
ar hennar Kiddýjar er haldið var
upp á afmæli og skólaútskriftir.
Allt lék í höndum þessarar mikil-
hæfu konu og aldrei brást hjálp-
semi hennar er mikið stóð til og
aldrei dýrmæt vinátta hennar.
Síðustu árin voru þau Rudolf
flutt í fallega íbúð við Hæðar-
garð, veikindi höfðu gert vart við
sig en vonir stóðu til að bati
fengist.
Því miður tóku þau sig upp og
hún lést 22. febrúar síðastliðinn.
Með sorg í hjarta en miklu
þakklæti kveð ég mæta konu og
bið henni allrar blessunar. Sendi
Rudolfi, Ásrúnu, Axel, Hrund og
fjölskyldum þeirra innilegar
samúðarkveðjur.
Anna Þrúður Þorkelsdóttir.
Amma Kiddý var einstök
kona. Hún var umhyggjusöm,
þrautseig, dugleg og óeigingjörn.
Hún hafði ótrúlega gott lag á öllu
sem viðkemur bakstri, elda-
mennsku og garðyrkju og var
alltaf tilbúin að miðla af reynslu
sinni.
Ísskápurinn hjá ömmu var
alltaf stútfullur og hún lumaði
alltaf á einhverju góðgæti þegar
gesti bar að garði.
Amma var einstaklega lagin í
eldhúsinu og voru pönnsurnar
hennar einkennisréttur. Það voru
ófá skiptin sem fjölskyldan safn-
aðist saman og át á sig gat af
dásamlegum pönnukökum.
Standandi met eru 16 pönnukök-
ur með sykri, sem Kristjáni tókst
að torga í einni setu, en það met
verður líklega aldrei slegið því
það nær enginn að gera pönnu-
kökurnar eins þunnar og góðar
og hún amma.
Við munum að ein jólin fengu
Ásý og Hrund að sjá um hangi-
kjötið það árið, nokkuð sem
amma hafði alltaf séð um ár eftir
ár. Þrátt fyrir það var amma við
öllu búin og kom með aukalæri,
svona til öryggis.
Við enduðum að sjálfsögðu
með allt of mikinn mat, en það
var kannski þannig sem amma
vildi hafa það. Það mátti enginn
fara svangur heim.
Það var alltaf gott að koma til
ömmu og afa í Hellulandið, og
síðar í Hæðagarðinn. Aðra eins
friðsæld var erfitt að finna ann-
ars staðar og það var ekkert sem
ömmuknús gat ekki lagað. Amma
var afskaplega stolt af garðinum
sínum og það var svo sannarlega
ástæða til. Bóndarósirnar hennar
voru þær stærstu sem sést hafa
og fylltu þær garðinn af dásam-
legum ilmi og fallegum litum.
Amma var forvitin og klár,
eitthvað sem við barnabörnin
komumst betur og betur að þegar
við urðum eldri. Við höfum öll
valið okkur mismunandi leiðir
hvað varðar nám og störf en það
var sama hvað við tókum okkur
fyrir hendur, amma var alltaf
jafn áhugasöm að heyra hvað á
okkar daga hafði drifið. Amma
nennti að ræða um dýralækning-
ar, lögfræði, tannlækningar og
svo ótalmargt annað og oft kom á
daginn að hún var fróð um ótrú-
legustu hluti.
Elsku amma okkar, takk fyrir
alla umhyggjuna, öll faðmlögin
og alla hlýjuna, allt sem þú hefur
kennt okkur og gert fyrir okkur.
Við erum svo þakklát fyrir að
hafa átt þig sem fyrirmynd, vin-
konu og ömmu og minning þín
mun lifa áfram í hjörtum okkar
allra um ókomna tíð.
Þín ömmubörn,
Kristrún, Jóhann, Aníta,
Hanna, Ásrún og Emelía.
Kristrún Björt
Helgadóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Minningargreinar
Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir
Rúnar Geirmundsson
Sigurður Rúnarsson
Þorbergur Þórðarsson
Elís Rúnarsson
Stofnað 1990
Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
AUÐUR JÓNA AUÐUNSDÓTTIR
frá Ysta-Skála, V-Eyjafjöllum,
lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 20. febrúar.
Hún verður jarðsungin frá Kópavogskirkju
föstudaginn 1. mars klukkan 13.
Sigurjón Einarsson
Helga Sigrún Sigurjónsdóttir Ágúst Sigurðsson
Eyja Guðrún Sigurjónsdóttir Pétur Halldórsson
Jón Auðun Sigurjónsson Guðbjörg Svansdóttir
Jórunn Dóra Sigurjónsdóttir Jón Þór Sigurðsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, dóttir,
systir og mágkona,
KRISTJANA RÍKEY MAGNÚSDÓTTIR,
Heiðargerði 9, Húsavík,
lést á HSN á Húsavík fimmtudaginn
21. febrúar. Útförin fer fram frá
Húsavíkurkirkju laugardaginn 2. mars klukkan 14.
Sigurgeir Höskuldsson
Hildur, Ríkey og Magnús Máni
Ríkey Einarsdóttir
Guðbjörg Magnúsdóttir
Halla Magnúsdóttir Hlífar S. Rúnarsson
tengdafjölskylda og systrabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
FINNBOGI HÖSKULDSSON,
véltæknifræðingur,
sem lést föstudaginn 22. febrúar, verður
jarðsunginn frá Kópavogskirkju
mánudaginn 4. mars klukkan 13.
Hildigunnur Þórðardóttir
Rakel Þóra F. Larsen Keld Larsen
Ásdís M. Finnbogadóttir Magnús Magnússon
og barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
SÉRA SIGURÐUR HELGI
GUÐMUNDSSON,
Norðurbakka 3a, Hafnarfirði,
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðvikudaginn
20. febrúar.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn
4. mars klukkan 13.
Brynhildur Ósk Sigurðardóttir
Sigurður Þór Sigurðarson Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir
Margrét Sigurðardóttir Örn Hauksson
Vilborg Ólöf Sigurðardóttir Jóhannes Rúnar Jóhannsson
og barnabörn