Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 66

Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 66
66 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 T I M E O U t H æ g i n d a S t ó l l + S k e m i l l TILBOÐSverð Frá kr. 268.560 fullt verð frá kr . 335 .700 T i l b o ð Ég hlakka til að eiga góðan afmælisdag með konu og börnumhér heima í sveitinni. Stefnan var tekin á að fara á Pizza-smiðjuna, splunkunýjan pítsustað inni á Akureyri, og svo er foreldra minna og æskuvinanna að vænta hingað norður um helgina. Það er því talsverð hátíð í uppsiglingu,“ segir Finnur Yngvi Krist- insson, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, sem er fertugur í dag. Finnur tók við sveitarstjórastarfinu 1. september á síðasta ári. „Verkefnin eru fjölbreytt enda er starfsemi og þjónusta sveitarfé- lagsins fjölbreytt. Skipulagsmál, skólastarf, snjómokstur og sorp- hirða; svona gæti ég lengi talið upp viðfangsefnin og þar sem við er- um ekki mörg á skrifstofunni leita íbúarnir oft beint til sveitarstjórans um úrlausn sinna mála. Í Eyjafjarðarsveit, sem er í dölunum sunnan við Akureyri, eru í dag 1.058 og margt spennandi er í deiglunni. Þetta er æðislegt samfélag í stöðugum vexti,“ segir Finn- ur. Áður en leiðin lá í sveitina stýrði Finnur uppbyggingu og rekstri Sigló Hótels og Rauðku, sem Róbert Guðfinnsson, tengdafaðir hans, á og rekur. „Að taka þátt í uppbyggingunni á Siglufirði var ævintýrið eitt; sjá breytinguna sem varð í Fjallabyggð með tilkomu Héðinsfjarðar- ganga. Eftir níu viðburðarík ár á Siglufirði langaði okkur hjónin hins vegar að prófa eitthvað nýtt en vera áfram hér fyrir norðan. Breytti þá engu að ég er er fæddur og uppalinn fyrir sunnan; er Mosfellingur en hef fyrir löngu fest rætur á Norðurlandi,“ segir Finnur sem er kvæntur Sigríði Maríu Róbertsdóttur. Börnin eru þrjú; Róbert Orri sem er 8 ára, Yngvi Steinn 5 ára og Klara Dís 2ja ára. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sveitarstjórinn Hef fest rætur á Norðurlandi, segir Finnur Yngvi. Hátíð í uppsiglingu Finnur Yngvi Kristinsson er fertugur í dag T ryggvi Pálsson fæddist 28. febrúar 1949 í Reykjavík. „Ég hef átt fjölbreytta og góða ævi til þessa. Var í sveit hjá úrvalsfólki í Hraunkoti í Lóni og bjó sem unglingur þrjú ár í Kaupmannahöfn og gekk þar í skóla. Eftir heimkomuna var ég einn vetur á Núpi í Dýrafirði en gekk síðan í Hagaskóla og Menntaskólann í Reykjavík. Fjög- ur sumur vann ég á síðutog- urunum Júpiter og Marz, þrjú sumur í Slökkviliðinu á Keflavík- urflugvelli og annað eins í hag- fræðideild Seðlabankans.“ Tryggvi kláraði viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og svo M.Sc. í London School of Economics. „Segja má að starfsferill minn einkennist af bankastörfum og kennslu. Ég byggði upp hagfræði- og áætlanadeild í Landsbankanum og varð síðar framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Þar vann ég í 12 ár uns ég varð einn bankastjóra Verslunarbankans. Við samein- uðum svo fjóra banka í Íslands- banka þar sem ég var einn þriggja bankastjóra í upphafi en síðar framkvæmdastjóri fyrirtækja og markaða. Eftir 12 ár í þessum bönkum flutti ég mig árið 2000 yfir í Seðlabankann þar sem ég byggði upp svið sem fékkst við fjármála- stöðugleika og greiðslukerfi. Í því vandasama starfi var ég í aðdrag- anda bankahrunsins, í hruninu sjálfu og í uppbyggingunni eftir það. Ég lauk þar störfum sama daginn sem prógrammi Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins lauk. Síðar átti ég eftir að gegna stöðu stjórn- arformanns Landsbankans í þrjú ár og loka þannig hringnum. Á starfsævinni hef ég skrifað óteljandi erindi, skýrslur og minn- isblöð. Ég er viss um að á dán- arbeðnum mun ég ekki hugsa: Mikið hefði ég viljað skrifa eina skýrslu í viðbót! Á hinn bóginn er það mér ánægjuefni að hafa átt frumkvæðið að ævisögu afa míns, Tryggvi Pálsson, hagfræðingur og fv. bankastjóri – 70 ára Í garðinum heima „Fjölskyldan er fjársjóður okkar. Við Rannveig bjóðum börnum okkar og barnabörnum í mat vikulega á Kjartansgötu við Klambratún. Þar höfum við búið í fjörutíu ár og líkar vel.“ Hefur átt fjölbreytta og góða ævi til þessa Í Indlandi Tryggvi við bólusetn- ingar gegn lömunarveiki árið 2011. Reykjavík Kolbeinn Hallveig- arson fæddist 3. nóvember 2018. Hann vó 3.926 g og var 51 cm að lengd. Móðir hans er Hallveig Ólafsdóttir sem á 30 ára afmæli dag, sjá næstu síðu. Nýr borgari Íslendingar Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.