Morgunblaðið - 28.02.2019, Qupperneq 69
DÆGRADVÖL 69
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ekki örvænta, með tímanum munt
þú fá það sem þér ber. Það er mikið um
börn í kringum þig og þeim mun fjölga á
árinu.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er ástæðulaust að vera stöðugt
að líta um öxl. Reyndu að þreyja þorrann
og ræddu málin af einlægni því þá fer allt
vel að lokum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Reyndu að hreyfa þig meira eða
oftar. Ekki ætlast til of mikils af öðrum.
Þú ættir að hafa færri járn í eldinum og
klára það sem þú byrjar á.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Nú er komið að því að þú reynir
eitthvað sem þú hefur aldrei upplifað áð-
ur. Lífið er of stutt til að láta ótta við
höfnun hefta sig.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Kraftaverk geta vel orðið í peninga-
málunum ef þú þiggur ráð frá öðrum. Ein-
hver sem þú þekkir vel hefur ekki hreint
mjöl í pokahorninu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Blandaðu geði við fólk í dag. Það
er margt óuppgert varðandi ástamálin.
Reyndu að greiða úr flækjunni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú færð einstakt tækifæri til að
kynnast sjálfri/sjálfum þér ef þú ferð
ein/n í reisuna sem þú hefur verið að
skipuleggja undanfarið. Er ekki kominn
tími til þess?
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Dagurinn hentar vel til að
gera langtímaáætlanir með öðrum.
Kannski er það enn vond hugmynd, en þú
ert til í að gefa ástvini annað tækifæri.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Ekkert er þess virði að fórna
því heilsu sinni og lífi. Einhver rís upp á
móti þér og þér sárnar það. Vertu bara
tilbúin/n.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er upplagt að eyða smá
tíma í það að sýna sig og sjá aðra. Fólk
heldur áfram þó það fái mótbyr, aldrei
gefast upp.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Haltu upp á velgengni þína og
viðhaltu bjartsýninni, en mundu að þú
getur ekki allt ein/n. Það verður brúðkaup
í fjölskyldunni fljótlega.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Stuðningur annarra er þér mikils
virði, því án hans stæðir þú ekki í þeim
sporum sem þú ert. Aðeins með því að
gera hreint í eigin ranni getur þú haldið
áfram.
Til hamingju! Þú hefur unnið íEuroJackpot upphæð að verð-
mæti 1.000 …“ Svo hófst tölvu-
póstur sem Víkverja barst á dög-
unum, stuttu eftir að hann ákvað í
hálfgerðu bríaríi að henda pen-
ingum í samevrópskt lottóspil. Vík-
verji verður að játa að hann var orð-
inn virkilega spenntur þegar hann
sá fyrrnefndan stiklutexta. Punkt-
arnir þrír sem huldu restina af skila-
boðunum sveipuðu þetta allt ákveð-
inni dulúð.
x x x
Enda hugsaði Víkverji, til hvers aðsenda manni tölvupóst, ef ekki
væri um alvöru fjárhæð að ræða?
Hann lét sig dreyma. „Upphæð að
verðmæti 1.000.000!“ Það var ágætis
byrjun. En af hverju ekki að hugsa
lengra? Hvað með 1.000.000.000?
Eða 1.000.000.000.000? Hvað var
potturinn annars stór? Var Víkverji
kannski búinn að vinna heilt googol
af auðæfum? Í öllu falli blasti glæsi-
villan á Arnarnesinu við Víkverja
meðan tölvupósturinn hlóð sig í
þessum hægvirkasta vafra í heimi.
x x x
Og þegar pósturinn loksins opn-aðist stóð svart á hvítu að Vík-
verji hafði unnið … [trommusláttur]
… eitt þúsund krónur!!! Víkverji var
orðinn að þúsundmæringi! Raunar
kostaði miðinn ca. þrefalda þá upp-
hæð, þannig að Víkverji var verr
settur en þegar hann hóf þátttöku í
„Evrópukeppninni í heppni“ eins og
heyrist gjarnan í auglýsingunum.
Sem segir kannski sitthvað um það
hversu heppinn Víkverji er almennt
í lífinu.
x x x
Annars fékk Víkverji ágætt ráðfrá sér eldri og mun reyndari
manni í þessum efnum, nefnilega að
kaupa bara einn miða í íslenska lott-
óinu á laugardögum. Ástæðan er
einfaldlega sú, að þó að líkurnar séu
meiri á því að vinna með einum miða
en engum, þá aukast þær nánast
ekkert við að kaupa seinni miðann.
Einn er þannig betri en núll, en
tveir eru ekki betri en einn. Raunar
er spurning hvort Víkverji hefði
ekki bara átt að setja peninginn sem
hann hefur annars sett í lottóið inn á
sparireikning? vikverji@mbl.is
Víkverji
Vingjarnleg orð eru hunang, sæt fyrir
góminn, lækning fyrir beinin.
(Orðskviðirnir 16.24)
Konráð Erlendsson sendi mértölvupóst þar sem hann segir
að í Vísnahorni 19. febrúar sl. sé
rangt farið með vísu eftir afa hans
og nafna, Konráð Erlendsson fyrr-
verandi kennara á Laugum, sem
fæddist 1885. Ég tók vísuna ásamt
svarvísu Jóns á Arnarvatni upp úr
tímaritinu Iðunni, V. árgangi, nýj-
um flokki.
Mér er ljúft að birta leiðréttingu
Konráðs en henni fylgir þessi skýr-
ing: „Mýrarhý er gisið eða graslítið
mýrlendi, lítt fallið til heyskapar, en
bleikjuengi er starengi og vissulega
mun verðmætara en mýrarhýið!“
Konráð vísar til blaðsins Austur-
lands 6. sept. 1952 og segir að þar sé
vísan rétt eins og afi hans orti hana
og getið um tildrög:
„Þegar Mývetningar höfnuðu sr.
Jónmundi Halldórssyni sem presti
kvað Konráð Erlendsson, kennari
að Laugum:
Alltaf vænkast Mammons mál
má ei Drottinn neitt við því.
Mývetningar sína sál
seldu fyrir mýrarhý.
Þarna sneiðir Konráð að því að
Mývetningar hafi viljað komast í
engjar prestssetursins.
Jón á Arnarvatni svaraði:
Sagt er að höfum selt fyrir hý
sálna vorra gengi.
Konnsi lýgur þessu, því
það var bleikjuengi.“
Ég endurtek þakkir mínar til
Konráðs fyrir þessa leiðréttingu og
skýringar sem skipta vissulega máli
fyrir réttan skilning á vísunni því að
fæstir utan Mývatnssveitar þekkja
orðið „mýrarhý“ – enda stendur í
Iðunni „mýrarhey“! Smávægilegur
orðalagsmunur er á vísu Jóns eins
og oft vill verða þegar vísur fara á
flug.
Konráð sá sem póstinn sendi ger-
ir þannig grein fyrir sér að hann sé
fyrrverandi kennari á Laugum eins
og afi hans og nú kominn á eft-
irlaun. Þegar það gerðist varð til
þessi vísa:
Líða fer á lífs míns hlaup
litlu fæ ég um það breytt.
Í framtíðinni fæ ég kaup
fyrir að gera ekki neitt.
Veður hafa verið válynd – Jón á
Arnarvatni orti í stórhríð:
Hríð og bölvun úti ala
illra veðra djöfla fans;
það er ekki um það að tala
þetta er nú gamanið hans.
Og enn yrkir Jón:
Ef hann fer í austanbyl
yfir hús og grundir,
þá er skárra að skömminni til
að skíta vestanundir.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Mýrarhý eða bleikjuengi
„ég hélt aÐ hópmeÐferÐin yrÐi
skemmtilegri.”
„í uppskriftinni stendur klípa af
kryddi. ég las „kíló”.”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að dýfa sér á bólakaf.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
VÁ !SJÁÐU ODDI!
STJÖRNUHRAP!
ÓSKAÐIR ÞÚ
ÞÉR?
GEKK STJÖRNU-
SKOÐUNIN VEL?
ÉG ER TILBÚINN AÐ PANTA –
NÁÐU ATHYGLI ÞJÓNSINS!
E INH V ER F ÉKK H L U T V ERK IÐ !
ÓKEI!
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Misty
12.890 kr.
7.734 kr.
ANUSHKA kjóll
40%
afsláttur
LAGERHREINSUN Í
FULLUM GANGI
ÚRVAL AF
BRJÓSTAHÖLDUM
OG BUXUM