Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 70

Morgunblaðið - 28.02.2019, Page 70
70 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019 GVO barnaumgjarðir í miklu úrvali Það er vinna að vera í skóla og svo er gaman að leika sér og þá vill maður sjá vel! Leyfðu barninu að njóta frelsis í leik og starfi með óbrjótanlegum barnagleraugum Göngugötunni Mjódd, Álfabakka 14a, s. 527 1515, gleraugnabudin.is, opið 10-18, laugardaga 11-16. Persónuleg og fagleg þjónusta Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Leit að ókunnugri konu leiddi Frið- geir Einarsson, leikskáld, leikara og rithöfund, meðal annars til Mall- orca, Brussel og nálægs smábæjar í Belgíu. Frá því hann kom til Belgíu og þar til konan fannst leið um mán- uður. Þótt leitin væri ekki sleitulaus var hugur hans meira og minna hjá henni og því sat hann löngum stund- um og velti fyrir sér leiðum til að hafa uppi á konu sem hann vissi ekki einu sinni hvað hét eða væri yf- irhöfuð lífs eða liðin. „Ég vissi lítið annað en að hún var frá Belgíu, fór í frí til Mallorca fyrir fjörutíu árum, bjó þar á hótelinu Club Romantica, drakk sangría, fór á ströndina, sigldi á hjólabáti og tók myndir af sér og vinkonu sinni. Svo gifti hún sig,“ segir Friðgeir, sem kl. 20 í kvöld frumsýnir leikrit sitt Club Romantica á Nýja sviði Borg- arleikhússins, þar sem leitin að þessari belgísku konu og saga henn- ar verða í brennidepli. Friðgeir jánkar því að verkið falli undir skilgreininguna heimildaleik- hús. „Hvað er satt og hvað er logið er alltaf ákveðin spurning í heim- ildaleikhúsi eins og sjálfsagt líka í heimildamyndum og í rauninni mörgu sem tengist sagnfræði,“ seg- ir Friðgeir og viðurkennir að á stundum hafi hann getið svolítið í eyðurnar. Minningum bjargað Ástæða þess að hann var með upplýsingar – þótt lítilfjörlegar væru – um belgísku konuna, sem um ræðir, má rekja til þess að fyrir tíu árum keypti hann þrjú mynda- albúm, sem höfðu verið í hennar eigu, á flóamarkaði í Belgíu. Hálf- partinn af rælni. „Fjölskyldumyndaalbúm eru oft til sölu á flóamörkuðum erlendis. Ég var heillaður af þessu fyrirbæri; að hægt væri að fá lykil að ævi fólks, sem maður þekkti ekki neitt, bara sisvona á einu bretti. Að sama skapi fannst mér óbærilega dapurleg til- hugsun að einhver hefði safnað minningum sínum í albúm, sem síð- an var bara svo gott sem fleygt. Kannki var ég að reyna að bjarga þessum minningum, að minnsta kosti vakti ekki fyrir mér þá að nota myndirnar sem efnivið, hvorki í bók né leikrit. Fyrir um þremur árum var ég að sýna gesti heima hjá mér albúmin og hann spurði af hverju ég nýtti mér þau ekki í leiksýningu. Mér leist svo vel á hugmyndina að ég sótti um og fékk styrk frá leik- listarráði til að setja hana upp.“ Friðgeir hefur áður komið að gerð heimildaleikhúss, t.d. með leik- hópunum Kriðpleir og 16 elsk- endum, en núna framleiðir hann Club Romantica með leikhópnum Abendshow í samstarfi við Borgar- leikhúsið. Auk hans eru í hópnum þau Snorri Helgason tónlistar- maður, Pétur Ármannsson leik- stjóri, Brynja Björnsdóttir leik- mynda- og búningahönnuður, Ásrún Magnúsdóttir, sem leiðbeinir Frið- geiri um sviðshreyfingar, og ljósa- hönnuðurnir Ólafur Ágúst Stef- ánsson og Pálmi Jónsson. Suðræn stemning á köflum „Snorri semur tónlistina og bregður í bókstaflegri merkingu upp ýmsum höttum á sviðinu. Hann spilar hægláta og fallega gítar- tónlist eins og honum einum er lag- ið, en einnig á orgel sem nefnist „Fun Machine“, eða gleðivélin, til að skapa skemmtilega og suðræna stemningu á köflum. Sjálfur leik ég Friðgeir sögumann, sem finnur al- búm og fer á stúfana af því hann er svo forvitinn um eiganda þeirra.“ Albúmin spanna næstum tíu ár frá árinu 1976. Myndirnar eru dag- settar en við þær eru engin nöfn og því var ljóst að eftirgrennslan yrði ekki létt verk og löðurmannlegt. Þótt Friðgeir hefði vissulega getað spunnið einhverja kræsilega sögu við myndirnar fannst honum ekki annað koma til greina en að rekja sig til konunnar og vinna með henn- ar sögu. Ekki þó vegna þess að hann héldi að saga hennar væri endilega merkilegri en annarra manna sög- ur. „Allt á sér sögu og allir eiga sér sína sögu. Að baki myndunum í al- búmunum, sem eru eins hversdags- legar og fábrotnar og hægt er að hugsa sér, býr mikil saga. Á bak við brosin er líka sorg,“ segir Friðgeir, sem á ferðum sínum til Mallorca og Belgíu hélt leikhópnum upplýstum um framvindu leitarinnar. „Við vor- um sammála um að ekki væri grundvöllur fyrir að setja sýn- inguna upp án þess að reyna að minnsta kosti að finna konuna.“ Góð ráð dýr Einu vísbendingarnar voru myndirnar í albúmunum og af þeim mátti sitthvað ráða ef grannt var skoðað. En ekkert nafn eða nöfn og þá voru góð ráð dýr. Leikhúsgestir munu fylgjast með hvernig Friðgeir komst engu að síður á sporið. Hon- um til mikillar armæðu kom þó í ljós að konan var ekki á facebook. Án þess að fara nákvæmlega ofan í saumana á því hvernig hann komst að nafni hennar segir hann að Go- ogle Image Search hafi gagnast sér vel, loksins þegar hann vissi af til- vist síðunnar. „Annars var eftirtektarvert að flestar vísbendingarnar fékk ég með því að tala við fólk, einn benti á annan og svo koll af kolli, hvort sem var á Mallorca eða í Belgíu. Í leikrit- inu lýsi ég fyrir áhorfendum leitinni og öllu því sem ég lærði, sem og því sem gerðist eftir að ég fann konuna. Ég get fullyrt að um leið og ég fletti albúmunum með þeim fá þeir til- finningu fyrir þessari konu og lífi hennar.“ Friðgeir telur alveg hugsanlegt að þeir sem fari að rannsaka fortíð annars fólks handahófskennt eins og hann gerði eigi um leið á hættu að opna pandóruöskju. „Að sumu leyti, já,“ svarar hann þegar hann er spurður hvort slíkt hafi verið upp á teningnum hjá honum sjálfum. „Ég hef ekki í mér neitt rannsóknar- blaðamannseðli og finnst ekki gam- an að standa frammi fyrir og tala við ókunnugt fólk. Hvað þá að spyrja það nærgöngulla spurninga, en auðvitað var ég alltaf nærgætinn og sýndi viðmælendum mínum fyllstu virðingu. Kannski voru mestu hindranirnar hjá mér sjálfum því ég var bæði feiminn og alltaf smáhræddur um að segja eitthvað sem kæmi illa við einhvern. Satt að segja þurfti ég stundum að beita mig hörku til að keyra verkefnið áfram, og hugsaði með mér að kannski hefði betur verið heima set- ið.“ Einstakar sögur Trúlega enda íslensk fjölskyldu- albúm fremur á söfnum en til dæm- is í Kolaportinu eða flóamörkuðum. Friðgeiri er þó kunnugt um að fólk fargi þeim einfaldlega í Sorpu ef það af einhverjum ástæðum situr uppi með myndir af fólki sem það kann engin deili á. Sjálfur segist Friðgeir myndu eiga erfitt með að fleygja minningum fólks með þeim hætti. „Kjarninn í verkinu er annars vegar hugleiðingar um hvað verður um minningar okkar og hins vegar að hver einasta manneskja á sér sína einstöku sögu,“ segir höf- undur verksins að lokum. Morgunblaðið/Eggert Á suðrænni sólarströnd Leikskáldið og leikarinn Friðgeir Einarsson og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason í klæðnaði við hæfi í sól og sumaryl. Allir eiga einstaka sögu  Myndaalbúm sem Friðgeir Einarsson keypti á flóamarkaði í Belgíu varð kveikjan að Club Rom- antica  Frumsýning á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu  Friðgeir skrifar verkið og er sögumaður » „Annars var eftir-tektarvert að flestar vísbendingarnar fékk ég með því að tala við fólk, einn benti á annan og svo koll af kolli, hvort sem var á Mallorca eða í Belgíu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.