Morgunblaðið - 28.02.2019, Síða 71
MENNING 71
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
„Ég hef verið að safna visnuðum
plöntum í nærumhverfinu og nota til
dæmis í verkin strá, njóla og kerfil,
ýmsar plöntur sem margir vilja ekki
hafa of mikið af í kringum sig. Og ég
dreg athyglina að hinu smáa, að feg-
urðinni í þessu, en er líka að stíga
inn í hringrás náttúrunnar því þetta
eru allt sölnaðar plöntur. Ég tek
þær út úr hringrásarferlinu, þær fá
ekki að verða að mold,“ segir Rósa
Sigrún Jónsdóttir myndlistarkona.
Hún er að lýsa efniviðnum í skúlp-
túrunum og lágmyndunum á sýning-
unni Kerfi sem hún opnar í Gallerí
Gróttu - Sýningarsal Seltjarnarness
við Eiðistorg í dag, fimmtudag,
klukkan 18.
Sýning Rósu Sigrúnar byggist því
á tilraunum hennar með fundin nátt-
úrleg efni. „Ég er að stíga inn í hið
náttúrlega kerfi og kalla sýninguna
því Kerfi,“ segir hún.
Hún segist líka hafa viljað draga
fram hið viðkvæma og smáa í þess-
um sölnuðu jurtum en jafnframt
styrkinn sem er í þeim.
Heimur plöntunnar hefur lengi
verið Rósu Sigrúnu hugleikinn og
hefur hún nálgast hann á mismun-
andi hátt. Á síðustu sýningum henn-
ar hefur til að mynda mátt sjá
plöntur sem hún hefur heklað. „Mér
fannst það eðlilegt næsta skref að
prófa núna að vinna með plönturnar
sjálfar,“ segir hún um þessa sýn-
ingu. „Verkin eru nær öll alveg ný
og hér má sjá ákveðna tilraunastarf-
semi. Það verður að koma í ljós
hvernig þetta gengur upp … maður
verður alltaf að taka áhættu.“
En hvað er það við lággróðurinn
og foldarskartið sem kallar svo
sterkt á listakonuna?
„Ætli ég hefði ekki farið í líffræði
ef ég hefði verið betri í stærðfræði!“
segir hún og hlær. „En ég hef alltaf
dregist að plöntunum, alveg síðan ég
var krakki í sveitinni.“
Rósa Sigrún hefur mikið fengist
við leiðsögn ferðamanna og segir
það iðulega hafa komið í sinn hlut að
fræða ferðamenn um plönturnar og
jarðfræðina. Hefur hún þá notað
tækifærið og safnað plöntum þegar
hún ferðast um sem fararstjóri?
„Ekki mikið. Þegar ég hef verið að
hekla plöntur hef ég samt farið út og
safnað litaprufum; hef gert vatns-
litaprufur á sumrin eftir lit plantn-
anna að eiga á veturna þegar ég er
komin á vinustofuna að hekla hin
ýmsu blóm.“
Eru blómin og jarðargróðurinn
ekki óþrjótandi efniviður fyrir hug-
myndaríkan listamann?
„Það er spurning. Að minnsta
kosti er mikilvægt að finna hvenær
maður er kominn á endapunkt – en
leitin heldur áfram og það sem sést á
þessari sýningu er nýtt hjá mér. Það
verður að koma í ljós hvert það leiðir
mig héðan, hvort ég þurfi að leita
nýrra leiða. En ég held að þetta sé
nánast óþrjótandi efniviður …“
Þess má geta að sýning á hekluð-
um plöntum Rósu Sigrúnar verður
opnuð í galleríi í Flórens á Ítalíu í
apríl. Hún útskrifaðist frá LHÍ árið
2001 og hefur síðan sett upp margar
sýningar, hér og erlendis. efi@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Myndlistarkonan „Ég dreg athyglina að hinu smáa, að fegurðinni í þessu,“ segir Rósa Sigrún um plönturnar sem
hún safnar og notar í verkin á sýningunni í Gallerí Gróttu og stöðvar þar með hina náttúrlegu hringrás.
Visnaðar plönturnar
eru efniviður verkanna
Rósa Sigrún Jónsdóttir opnar sýningu í Gallerí Gróttu
Sara Danius hefur ákveðið að segja
alfarið skilið við Sænsku akadem-
íuna (SA). Þetta kemur fram í til-
kynningu sem birt var á vef SA fyrr
í vikunni. Danius hefur ekki tekið
þátt í störfum SA í tæpt ár eða frá
því að stuðningsmenn Katarinu
Frostenson innan SA settu það sem
skilyrði fyrir því að Frostenson
drægi sig út úr störfum SA að Dan-
ius gerði slíkt hið sama. Danius var
ritari SA þegar 18 konur í árslok
2017 sökuðu í Dagens Nyheter
Jean-Claude Arnault, eiginmann
Frostenson, um að hafa í áratugi
beitt konur kynferðisofbeldi.
Við þessar fréttir sleit Danius
strax á öll tengsl SA við Arnault og
fól lögfræðistofunni Hammarskiöld
& Co að rannsaka tengsl Arnault
við alla meðlimi SA, en í ljós kom að
hann hafði lekið trúnaðarupplýs-
ingum um störf SA og átt óeðlileg
fjárhagsleg tengsl við SA gegnum
eiginkonu sína og vin sinn, Horace
Engdahl. Sá síðastnefndi lét í apríl í
fyrra hafa eftir sér að Danius væri
„versti ritari og talsmaður SA frá
stofnun hennar 1786“. Arnault var
seint á síðasta ári sakfelldur fyrir
tvær nauðganir. Í seinasta mánuði
náðist síðan samkomulag milli SA
og Frostenson um að hún hætti al-
farið hjá SA, en til stóð að rannsaka
ofan í kjölinn ásakanir um
trúnaðarbrot hennar við SA.
Í fréttatilkynningu sem Danius
sendi sænsku fréttaveitunni TT
kemur fram að hún hafi fyrir
nokkrum dögum boðist til að taka
aftur við starfinu sem ritari SA
þegar Anders Olsson, sem verið
hefur starfandi ritari síðustu mán-
uði, lætur af því starfi sökum aldurs
en hann verður sjötugur í sumar.
Því boði var hins vegar hafnað og í
kjölfarið ákvað Danius að yfirgefa
endanlega stól nr. 7 sem verið hef-
ur hennar síðan 2013. „Það hefur
verið mér mikill heiður að sitja í
þessum stól,“ skrifar Danius í yfir-
lýsingu sinni og rifjar upp að Selma
Lagerlöf hafi setið í sama stól þeg-
ar hún fyrst kvenna var valin inn í
SA 1914. Danius er fyrsta og eina
konan sem verið hefur ritari SA.
Samkvæmt frétt TT kveður
starfslokasamningur Danius við SA
á um launagreiðslur í 21 mánuð frá
og með apríl 2018, en Danius var
með um 100 þúsund sænskar krón-
ur í laun á mánuði. „Ég held áfram
með líf mitt,“ segir Danius, sem síð-
an 2013 hefur verið prófessor í bók-
menntum við Háskólann í Stokk-
hólmi. Segir hún tímann síðan hún
neyddist til að hætta sem ritari hafa
verið erfiðan, en einnig lærdóms-
ríkan. „Það hefur verið lærdóms-
ríkt að fylgjast með störfum SA ut-
an frá þegar maður veit hvernig SA
virkar. Mér finnst fjölmiðlar hafa
staðið sig einstaklega vel í umfjöll-
un sinni um SA. Ég vona að SA tak-
ist að endurvinna traustið sem hún
naut þar til fyrir stuttu. En það
mun taka tíma, að minnsta kosti 10
ár,“ segir Danius í samtali við TT.
Í samtali við TT segist Olsson sér
meðvitaður um að túlka megi brott-
hvarf Danius sem svo að „feðra-
veldið hafi sigrað sterka konu“.
Tekur hann fram að verið sé að
reyna að fjölga konum í SA, en eins
og staðan er nú sitja í SA 12 karl-
menn og þrjár konur. Spurður
hvort þau þrjú pláss sem enn séu
laus verði skipuð konum svarar
Olsson: „Ég reikna með því. Það er
nauðsynlegt til að jafna hlutfall
kynjanna í SA.“ silja@mbl.is
Danius hætt hjá Akademíunni
Vildi taka við
fyrra starfi sínu
sem ritari SA
AFP
Baráttukona Litríkur klæðnaður
Söru Danius vakti mikla athygli á
konunglegri samkomu 10. desem-
ber 2018. Talað var um að litirnir
væru sóttir í klæðnað nautabana.
Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið)
Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 5/5 kl. 13:00 56.sýn
Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Sun 5/5 kl. 16:00 57.sýn
Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Sun 12/5 kl. 13:00 58.sýn
Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 12/5 kl. 16:00 59.sýn
Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 19/5 kl. 13:00 Auka
Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Sun 19/5 kl. 16:00 Auka
Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Sun 28/4 kl. 13:00 54.sýn
Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 28/4 kl. 16:00 55.sýn
Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna!
Einræðisherrann (Stóra Sviðið)
Lau 2/3 kl. 19:30 15.sýn Lau 9/3 kl. 19:30 17.sýn Fös 29/3 kl. 19:30 19.sýn
Fös 8/3 kl. 19:30 16.sýn Lau 23/3 kl. 19:39 18.sýn Fös 5/4 kl. 19:30 20.sýn
Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin!
Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið)
Fim 28/2 kl. 19:30 Fors. Fös 15/3 kl. 19:30 3.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 6.sýn
Fös 1/3 kl. 19:30 Frums Lau 16/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 7.sýn
Fim 7/3 kl. 19:30 2.sýn Fös 22/3 kl. 19:30 5.sýn Fös 12/4 kl. 19:30 8.sýn
Fyndinn og erótískur gamanleikur
Þitt eigið leikrit (Kúlan)
Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Sun 24/3 kl. 17:00 20.sýn
Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Lau 30/3 kl. 15:00 21.sýn
Lau 2/3 kl. 17:00 Auka Sun 17/3 kl. 17:00 16.sýn Sun 31/3 kl. 15:00 22.sýn
Fim 7/3 kl. 18:00 Auka Lau 23/3 kl. 15:00 17.sýn Sun 31/3 kl. 17:00 23.sýn
Fös 8/3 kl. 18:00 13.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 18.sýn Lau 6/4 kl. 15:00 24.sýn
Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Sun 24/3 kl. 15:00 19.sýn Sun 7/4 kl. 15:00 25.sýn
Það er þitt að ákveða hvað gerist næst!
Súper - þar sem kjöt snýst um fólk (Kassinn)
Lau 16/3 kl. 19:30 Frums. Fim 28/3 kl. 19:30 6.sýn Mið 10/4 kl. 19:30 Aukas.
Mið 20/3 kl. 19:30 2.sýn Lau 30/3 kl. 19:30 7.sýn Fim 11/4 kl. 19:30 9.sýn
Fim 21/3 kl. 19:30 3.sýn Mið 3/4 kl. 19:30 Aukas. Fös 12/4 kl. 19:30 10.sýn
Fös 22/3 kl. 19:30 4.sýn Fim 4/4 kl. 19:30 8.sýn
Mið 27/3 kl. 19:30 5.sýn Lau 6/4 kl. 19:30 Aukas.
Nýtt og bráðfyndið leikrit, fullt af "gnarrískum" húmor
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 6/3 kl. 20:00 Mið 20/3 kl. 20:00 Mið 3/4 kl. 20:00
Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 27/3 kl. 20:00 Mið 10/4 kl. 20:00
Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins!
Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn)
Fim 28/2 kl. 19:30 Lau 2/3 kl. 22:00 Lau 9/3 kl. 19:30
Fös 1/3 kl. 19:39 Fim 7/3 kl. 19:30 Lau 9/3 kl. 22:00
Fös 1/3 kl. 22:00 Fös 8/3 kl. 19:30
Lau 2/3 kl. 19:30 Fös 8/3 kl. 22:00
Dimmalimm (Brúðuloftið)
Lau 16/3 kl. 14:00 Lau 23/3 kl. 14:00 Lau 30/3 kl. 14:00
Ástsælasta ævintýri þjóðarinnar
Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn)
Sun 3/3 kl. 20:00 Sun 17/3 kl. 20:00
leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200
BORGARLEIKHÚSIÐ
Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins
á borgarleikhus.is
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is
Matthildur (Stóra sviðið)
Þri 12/3 kl. 19:00 Fors. Sun 24/3 kl. 19:00 8. s Sun 14/4 kl. 19:00 20. s
Mið 13/3 kl. 19:00 Fors. Mið 27/3 kl. 19:00 9. s Þri 16/4 kl. 19:00 21. s
Fim 14/3 kl. 19:00 Fors. Fim 28/3 kl. 19:00 10. s Mið 24/4 kl. 19:00 22. s
Fös 15/3 kl. 19:00 Frums. Sun 31/3 kl. 19:00 12. s Fim 25/4 kl. 19:00 23. s
Lau 16/3 kl. 19:00 2. s Mið 3/4 kl. 19:00 13. s Fös 26/4 kl. 19:00 24. s
Sun 17/3 kl. 19:00 3. s Fös 5/4 kl. 19:00 15. s Sun 28/4 kl. 19:00 25. s
Mið 20/3 kl. 19:00 4. s Sun 7/4 kl. 19:00 16. s Þri 30/4 kl. 19:00 26. s
Fim 21/3 kl. 19:00 5. s Mið 10/4 kl. 19:00 17. s Fim 2/5 kl. 19:00 27. s
Fös 22/3 kl. 19:00 6. s Fös 12/4 kl. 19:00 18. s Mið 8/5 kl. 19:00 29. s
Lau 23/3 kl. 19:00 7. s Lau 13/4 kl. 13:00 19. s Fim 9/5 kl. 19:00 30. s
Frumsýning 15. mars.
Elly (Stóra sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 205. s Lau 6/4 kl. 20:00 210. s Fös 17/5 kl. 20:00 215. s
Lau 2/3 kl. 20:00 206. s Lau 13/4 kl. 20:00 211. s Fös 24/5 kl. 20:00 216. s
Fös 8/3 kl. 20:00 207. s Lau 27/4 kl. 20:00 212. s Fös 31/5 kl. 20:00 217. s
Lau 9/3 kl. 20:00 208. s Sun 5/5 kl. 20:00 213. s Lau 8/6 kl. 20:00 218. s
Lau 30/3 kl. 20:00 209. s Sun 12/5 kl. 20:00 214. s Lau 15/6 kl. 20:00 Lokas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!
Ríkharður III (Stóra sviðið)
Sun 3/3 kl. 20:00 14. s Fim 4/4 kl. 20:00 16. s
Fös 29/3 kl. 20:00 15. s Fim 11/4 kl. 20:00 Lokas.
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið)
Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 8/3 kl. 20:00 47. s Fös 15/3 kl. 20:00 52. s
Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 9/3 kl. 20:00 48. s Lau 16/3 kl. 20:00 53. s
Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Sun 10/3 kl. 20:00 49. s Sun 17/3 kl. 20:00 Lokas.
Mið 6/3 kl. 20:00 45. s Mið 13/3 kl. 20:00 50. s
Fim 7/3 kl. 20:00 46. s Fim 14/3 kl. 20:00 51. s
Síðustu sýningar komnar í sölu.
Kvenfólk (Nýja sviðið)
Fös 1/3 kl. 20:00 39. s Fös 8/3 kl. 20:00 41. s Fös 15/3 kl. 20:00 43. s
Lau 2/3 kl. 20:00 40. s Lau 9/3 kl. 20:00 42. s
Drepfyndin sagnfræði með söngvum.
Kæra Jelena (Litla sviðið)
Fös 12/4 kl. 20:00 Frums. Fim 25/4 kl. 20:00 6. s Fös 3/5 kl. 20:00 10. s
Sun 14/4 kl. 20:00 3. s Fös 26/4 kl. 20:00 7. s Sun 5/5 kl. 20:00 11. s
Þri 16/4 kl. 20:00 4. s Sun 28/4 kl. 20:00 8. s Mið 8/5 kl. 20:00 12. s
Mið 24/4 kl. 20:00 5. s Fim 2/5 kl. 20:00 9. s
Kvöld sem breytir lífi þínu.
Club Romantica (Nýja sviðið)
Fim 28/2 kl. 20:00 Frums. Sun 3/3 kl. 20:00 2. s Fim 7/3 kl. 20:00 3. s
Hvað varð um konuna?
Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið)
Lau 13/4 kl. 20:00 aukas.
Aukasýning komin í sölu.
Allt sem er frábært (Litla sviðið)
Lau 4/5 kl. 20:00 aukas. Fim 9/5 kl. 20:00 aukas. Lau 11/5 kl. 20:00 aukas.
Aukasýningar vegna mikillar eftirspurnar!