Morgunblaðið - 28.02.2019, Blaðsíða 76
76 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. FEBRÚAR 2019
Það er langt síðan ég hefheyrt í jafn frumlegrihljómsveit og StormyDaniels. Tónlist þeirra er
kannski ekkert sem ekki hefur ver-
ið gert einhvers staðar áður. Það er
sem sé ekki verið að finna upp hjól-
ið, en vá, hvað þetta hjól er listilega
vel smíðað og rúllar örugglega
áfram. Það fyrsta sem ég hugsa um
er íslenska hljómsveitin PPPönk,
og svo hljómsveitir á borð við Ælu
og jafnvel Dauðyflin, en síðan er
tónlistin einhvern veginn líka enn
pönkaðri og meira í anda Dead
Kennedies og harðari og jafnframt
klassískari pönkbanda. Allir flytj-
endur eru með
einbeitinguna
skrúfaða í botn
og hvert lag
hljómar eins og
það sé síðasta
lagið á tónleikum
áður en eigand-
inn tekur rafmagnið af húsinu. Ég
tek fram að ég hef aldrei séð bandið
á tónleikum, en ég get ímyndað
mér að það sé rosalegt.
Stormy Daniels eru bræðurnir
Óðinn Dagur og Ægir Sindri á gítar
og trommur, Salvör Gullbrá syngur
og Julius Rothlaender spilar á
bassa. Að öðrum ólöstuðum gerir
Ægir einhvern galdur á tromm-
urnar og sogar mann inn í hljóð-
heiminn. Hinn frumkrafturinn er
svo söngvarinn Salka, en hún syng-
ur (og öskrar stundum) á íslensku
og krafturinn liggur í röddunum og
í textunum. Maður er hreinlega
orðinn svo vanur því að fólk semji
annaðhvort texta um ekkert, eða
svo djúpa og hugsaða texta að
merkingin týnist hálfpartinn, að
þegar svona opnir og skýrir ís-
lenskir textar skjóta upp kollinum
er eins og hlýr og notalegur vor-
vindur leiki um eyrun. Það er eðli
góðra róttæklinga að semja ádeilu-
texta og þannig fjallar eitt lag um
að sprengja Íbúðalánasjóð eða að
minnsta kosti ekki borga af náms-
lánum og yfirdrætti. Annað fjallar
um að gleyma því alls ekki að hafa
gaman, og enn annað um allt það
sem skiptir engu máli (til dæmis að
vinna, mennta sig, borga skatta og
vera til friðs). Það skiptir samt
miklu máli að vera maður sjálfur og
það gera Stormy Daniels með
glæsibrag og það er mikið pönk og
uppreisn í þessu hjá þeim.
Ég veit ekki hvort það myndi
eitthvað hjálpa lögunum eða hljóð-
heiminum að vinna tónlistina eitt-
hvað meira. Þessi plata er hrá en
„sándar“ samt meiriháttar vel. Það
er augljós frumkraftur sem fylgir
oft fyrstu plötum sveita (samanber
til dæmis fyrstu plötu Botnleðju),
en ég myndi auðvitað vilja fleiri
plötur og meira efni með Stormy
Daniels. Það má samt ekki tapa
þessum neista, þessum ferska
vorblæ sem kitlar allar pönktaugar
og hvetur hlustendur áfram pönk-
aðan veg sem er utan allra ramma.
Það þarf hljómsveitir eins og
Stormy Daniels til að minna mann
á hvaðan þetta allt er komið. Sér-
lega er mælt með að hlusta hátt til
að koma sér á fætur, á meðan mað-
ur hoppar upp og niður á nærföt-
unum og burstar í sér tennurnar og
syngur þannig með.
Ferskur pönkvorblær
Ljósmynd/finnurkaldi
Orka Stormy Daniels með Salvöru í broddi fylkingar á tónleikum á Húrra.
Pönkrokk
Stormy Daniels – Agi styrkur einbeit-
ing harka úthald hafa gaman
bbbbn
Fáanleg á stormydaniels.bandcamp-
.com. Átta lög. Tekið upp í R6013 í maí
2018, útgáfudagur er 18. desember
2018. Tónlist semur Stormy Daniels,
textar eru eftir Sölku nema „Dead Men
Don’t Rape“ eftir 7 Year Bitch, og „Ein-
kunnarorð“, texti eftir Björt Blöndal
Björnsson og Sölku. Stormy Daniels eru
Salvör Gullbrá sem syngur, Óðinn Dagur
Bjarnason sem leikur á gítar og syngur
bakraddir, Julius Rothlaender sem leik-
ur á bassa og Ægir Sindri Bjarnason
sem trommar og syngur bakraddir.
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
TÓNLIST
100 ár eru liðin á þessu ári frá því að
ljóðabókin Svartar fjaðrir eftir Dav-
íð Stefánsson kom út og hefur síðan
verið ein ástsælasta ljóðabók þjóð-
arinnar. Hefur engin ljóðabók verið
gefin jafnoft út og hún eða 13 sinn-
um.
Útgáfuafmælinu verður fagnað
með ýmsum hætti á árinu og verður
einn slíkur fögnuður á sunnudaginn,
3. mars, í Davíðshúsi á Akureyri en
þar verða Vandræðaskáldin, þau
Sesselja og Vilhjálmur, með opna
vinnustofu kl. 13-16 og er aðgangur
ókeypis að henni. Býðst gestum að
velja sitt uppáhaldsljóð úr ljóðabók-
inni og munu Vandræðaskáld semja
lag við það og flytja á tónleikum kl.
17. Þeir sem komast ekki geta einnig
sent tillögu á netfangið minjasafnid-
@minjasafnid.is og spurning hvort
ljóðið rati á tónleikana. Aðgangur að
smiðjunni er ókeypis en kr. 2.000 að
tónleikunum en árskort Minjasafns-
ins gildir í Davíðshús og einnig
Minjasafnið, Nonnahús, á Leik-
fangasýninguna og Laufás.
Fleiri viðburðir eru fyrirhugaðir á
árinu í tilefni útgáfuafmælis bók-
arinnar og verður viðburðaröðin All-
ar gáttir opnar haldin í sumar með
sérstakri áherslu á ungt listafólk í
bland við reyndara, að því er fram
kemur í tilkynningu.
Morgunblaðið/Skapti
Vandræðaskáldin Vilhjálmur Bergmann Bragason og Sesselía Ólafsdóttir.
Semja lög við ljóð
úr Svörtum fjöðrum
Miðstöð íslenskra bókmennta aug-
lýsir eftir umsóknum um styrki úr
nýjum barna- og ungmennabóka-
sjóði sem hefur það markmið að
auðga og efla útgáfu vandaðra
bóka sem skrifaðar eru á íslensku,
fyrir yngri lesendur, eins og segir í
tilkynningu. Þar segir að slík út-
gáfa sé mikilvægt skref í því að efla
læsi til framtíðar, standa vörð um
tungumálið og tryggja aðgengi
barna og ungmenna að áhugaverð-
um bókum við þeirra hæfi.
Umsjón með styrkveitingunum
hefur Miðstöð íslenskra bókmennta
sem hefur m.a. það hlutverk að efla
bókmenningu á Íslandi. Styrkjum
úr barna- og ungmennabókasjóði
verður úthlutað einu sinni á ári og
er umsóknarfrestur til 18. mars
næstkomandi. Nánari upplýsingar
má finna á islit.is/styrkir/barna-og-
ungmennabokasjodur/
Lestur Drengur með nefið ofan í bók.
Útgáfa barna- og ungmennabóka styrkt
Tökur hefjast loksins í apríl á
næstu Bond-mynd eftir ítrekaðar
tafir og nú liggur fyrir hvað hún
mun heita: Shatterhand. Frá þessu
er greint í dagblaðinu Guardian og
BBC meðal annars.
Kvikmyndin verður sú 25. sem
gerð er um njósnarann James Bond
og sú síðasta með Daniel Craig í
hlutverki hans. Titillinn, Shatter-
hand, mun vera dulnefni sem erki-
óvinur Bond, Ernst Stavro Blofeld,
notaði í Bond-myndinni You Only
Live Twice frá árinu 1964.
Mikill vandræðagangur hefur
verið í kringum kvikmyndina og
tökum frestað
oftar en einu
sinni og í kjölfar-
ið frumsýning-
ardegi. Nú á að
frumsýna hana í
apríl á næsta ári
en handritið hef-
ur verið endur-
skrifað og þá lík-
lega oftar en
einu sinni. Danny
Boyle átti að leikstýra myndinni en
sagði sig frá verkefninu í ágúst í
fyrra og var leikstjórinn Cary Joji
Fukunaga ráðinn í hans stað.
Shatterhand heitir næsta Bond-mynd
Daniel Craig í
hlutverki Bond
Enska leikkonan Emma Thompson
hefur greint frá því að hún sé hætt
við að tala inn á teiknimyndina Luck
sökum þess að fyrirtækið sem fram-
leiðir hana, Skydance Animation,
réð til sín John Lasseter sem áður
var listrænn stjórnandi teikni-
myndafyrirtækisins Pixar og síðar
Disney.
Lasseter hefur verið sakaður um
að áreita samstarfskonur sínar kyn-
ferðislega og Thompson spyr hvers
vegna fyrirtækið hafi ráðið hann til
sín, vitandi af þessum ásökunum.
„Af hverju ætti kona að vilja vinna
fyrir karlmann sem hefur snert kon-
ur með ósæmilegum hætti áratugum
saman, eingöngu vegna þess að nú
stendur í samningnum hans að hann
verði að haga sér fagmannlega?“
spyr Thompson í bréfi sem birt var í
dagblaðinu Los Angeles Times.
Hætti út af ráðningu Lasseter
Hætt Emma Thompson mun ekki ljá
teiknimyndinni Luck rödd sína.