Morgunblaðið - 04.04.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019
Lokametrar kjarasamningannavoru óvenjulega langir og
margir. Þegar svo drög að kjara-
samningi höfðu verið kynnt og sam-
þykkt, tjáði formaður Eflingar sig
um stöðuna á sinn hátt: „Nið-
urstaðan í þessum viðræðum er
ekki fullnaðarsigur
heldur vopna-
hléslína milli stéttar
verkafólks og stétt-
ar auðmagnseig-
enda. Baráttan milli
þeirra heldur
áfram.“
Þetta ávarp úrfortíðinni
hljómar kunnuglega
en um leið jafn sér-
kennilega í nútíman-
um eins og annað
sem Stalín, Marx og
Sólveig Anna hafa
fram að færa og er
ekki beinlínis uppbyggilegt innlegg
í þjóðfélagsumræðuna.
Annað sérkennilegt innlegg í um-ræðu síðustu daga kom frá
umsækjanda um stól seðla-
bankastjóra sem dreginn var upp úr
rafrænni ruslakistu Stjórnarráðsins
eftir að umsóknarfrestur rann út.
Katrín Ólafsdóttir, við-skiptalektor við HR, fann að
því að einn maður hefði átt um-
svifamikið flugfélag og verið með
„svo marga í vinnu og að margir
treysti á þessa vinnu. Ekki bara hjá
flugfélaginu sjálfu, heldur líka öll
þessi afleiddu störf sem hafa orðið
til“. Hún sagðist að vísu ekki vilja
„stoppa einkaframtakið“ en það
yrði „einhvers staðar að setja mörk-
in, að einn einstaklingur fái ekki
þessi völd“.
Hvað er viðskiptalektorinn aðsegja? Á að leyfa einkafyrir-
tæki, en bara ef þau eru nægilega
lítil. Ef svo er hljómar það líka
óþægilega kunnuglega.
Sólveig Anna
Jónsdóttir
Innlegg í umræðu
STAKSTEINAR
Katrín
Ólafsdóttir
„Gjaldþrot WOW er auðvitað talsverður skellur
fyrir okkur. Hér á bæ höfðum við hins vegar lengi
fylgst með þróun mála hjá fyrirtækinu, búið okkur
undir það versta og vænst hins besta. Áfallið var
því minna en annars hefði verið,“ segir Jón Garðar
Ögmundsson hjá matvælafyrirtækinu Dagný og co
í Hafnarfirði. Það sinnti framleiðslu á öllum veit-
ingum fyrir WOW air, þ.e. smáréttum, samlokum
og fleira slíku fyrir áhafnir og farþega. Umfang
þessara viðskipta var um 300 milljónir króna á ári.
WOW var einn stærsti viðskiptavinur Dagnýjar
og co og segir Jón Garðar að því þurfi að bregðast
við breyttum aðstæðum með ýmsu móti. Það gildi
t.d. um mannahald en hjá fyrirtækinu hafa verið á
milli 80 og 90 starfsmenn. Þess utan hafi samvinnan
við WOW verið einkar ánægjuleg, enda frábær
starfsandi þar ríkjandi.
„Eðlilega eru umsvifin hér á bæ minni en var.
Hins vegar vill svo til núna að margir af okkar
starfsmönnum, sem koma erlendis frá, voru á leið-
inni í frí fyrir mestu umsvifin sem verða í sumar.
Við komumst því hjá uppsögnum, að minnsta kosti í
bili, og höfum sett kraft í að afla nýrra viðskipta og
gengur vel,“ sagði framkvæmdastjórinn. sbs@mbl.is
Dagný og co fækkar ekki
Framleiddi allar veitingar í vélar WOW air
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Matreiðsla Jón Garðar Ögmundsson stýrir
matvælafyrirtækinu Dagnýju og Co.
sp
ör
eh
f.
Sumar 8
Í þessari ferð munum við upplifa töfrandi náttúrufegurð
Salzkammergut svæðisins, m.a. á siglingu á Wolfgangsee
til St.Wolfgang.Við tökum tannhjólalest upp á Schafberg,
heimafjall bæjarbúa, en þeir segja að þaðan sé fallegasta
útsýnið yfir Alpafjöllin. Ólýsanleg náttúrufegurð tekur á móti
okkur í Hallstatt og við skoðum líka tónlistarborgina Salzburg.
9. - 16. júní
Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Verð: 214.700 kr. á mann í tvíbýli.
Mjög mikið innifalið!
SælureiturinnWolfgangsee
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Talsmenn hjálparsamtaka hér á landi segja hjálpar-
beiðnir vegna ferminga þegar farnar að berast. Felst að-
stoð þessi í sérstakri aukaúthlutun þar sem veittur er
innkaupastyrkur fyrir fermingarveisluna og aðstoð við
fatakaup á fermingarbarnið. Í einhverjum tilfellum geta
hjálparsamtök einnig útvegað borðskraut og tertu fyrir
veisluna.
„Til að fá aðstoð þarf viðkomandi að koma með stað-
festingu frá presti þess efnis að barnið sé að fermast og
skattaskýrslu. Því næst er þessi beiðni metin af okkur
áður en til úthlutunar kemur,“ segir Aðalheiður Frans-
dóttir hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur í samtali við
Morgunblaðið.
Aðspurð segir hún svipað marga munu biðja um
fermingaraðstoð í ár og á seinasta ári.
„Þetta er auðvitað alltaf misjafnt á milli ára. En mér
sýnist þetta verða svipað í ár og í fyrra,“ segir hún og
heldur áfram: „Það er þó erfitt að segja til um þetta því
fermingarnar eru ekki búnar fyrr en í júní. Það eru þó
komnar yfir tuttugu beiðnir um aðstoð.“
Aðalheiður segir Mæðrastyrksnefndir í Reykjavík,
Hafnarfirði og Kópavogi vera á meðal þeirra hjálpar-
samtaka sem veita fermingaraðstoð. „Þegar allur fjöld-
inn er svo lagður saman verður talan oft ansi há,“ en
þeir, sem veitt er fermingaraðstoð, fá 35 þúsund króna
gjafakort í verslunina 17 til fatakaupa á barnið og gjafa-
kort sömu upphæðar til að kaupa matvæli í Bónus.
Aðsókn til Hjálparstarfs kirkjunnar fer hægar af
stað, en samkvæmt upplýsingum þaðan er ekki gert ráð
fyrir að samtökin muni þurfa að veita mörgum ferming-
araðstoð í ár. Mörgum, sem þangað leita í upphafi, er vís-
að til Mæðrastyrksnefndar sé þess kostur.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður Fjölskyldu-
hjálpar Íslands, segir samtökin ekki geta sinnt ferming-
araðstoð í ár ólíkt fyrri árum. Hún segir þörfina fyrir að-
stoð aftur á móti ekki minni nú en áður.
„Við höfum oft náð að styðja um 30 fermingar-
fjölskyldur en í ár verður enga aðstoð að fá frá okkur.
Það er mikið hringt eftir aðstoð, en við bara getum ekki
sinnt þessu núna. Við erum með 900 matargjafir í hverj-
um mánuði,“ segir hún. „Það er mjög sárt að geta ekki
veitt þessa aðstoð í ár en því miður er þetta staðan. Það
eru mjög margir sem eiga erfitt hér, maður er eiginlega
orðlaus yfir stöðunni.“
Leita til hjálparsamtaka
vegna fermingar barna
Fá styrk til að kaupa föt á barnið og mat í veisluna
Morgunblaðið/Ernir
Mataraðstoð Hjálparsamtök segja fólk leita til þeirra
vegna fermingar og er fjöldinn svipaður á milli ára.