Morgunblaðið - 04.04.2019, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.04.2019, Qupperneq 10
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Þeim fer jafnt og þétt fjölgandi sem dvelja á hjúkrunar- og dvalarrýmum fyrir aldraða og voru hjúkrunarrým- in orðin 2.719 talsins á landsvísu um seinustu áramót. Þetta má lesa út úr svari Svandísar Svavarsdóttur heil- brigðisráðherra á Alþingi, við fyrir- spurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hjúkrunar- og dvalarrými. 395 á biðlista eftir dvöl Nýjustu tölur landlæknisembætt- isins sýna að alls voru 395 einstak- lingar á biðlista eftir dvöl á hjúkr- unarrými í byrjun þessa árs. Þar af voru 252 á höfuðborgarsvæðinu og 67 á Norðurlandi. Alls hefur hjúkrunarrýmum fjölg- að um 144 frá árinu 2009 eða um 5,6%. Ef litið er á þróun fjölda hjúkr- unarrýma eftir heilbrigðisumdæm- um á umliðnum áratug kemur í ljós að hún hefur verið misjöfn milli um- dæma. Á Suðurnesjum voru t.a.m. 134 hjúkrunarrými 2009 en þeim hafði fækkað í 115 í lok síðasta árs og í heilbrigðisumdæmi Norðurlands fækkaði hjúkrunarrýmum um tíu á tíu árum eða úr 398 árið 2009 í 388 í fyrra. Á Vestfjörðum er heildarfjöldinn nær óbreyttur á þessum tíma og voru 57 í fyrra en á höfuðborgar- svæðinu fjölgaði hjúkrunarrýmum úr 1.397 árið 2009 í 1.521 í lok sein- asta árs. Dvalarrýmum hefur fækkað á um- liðnum árum með styrkingu heima- hjúkrunar og fjölgun dagdvalar- rýma. Þau voru alls 214 á landsvísu í árslok 2018 og hefur fækkað úr 661 árið 2009. Á höfuðborgarsvæðinu voru alls 244 dvalarrými fyrir tæpum tíu ár- um en hafði fækkað í 33 í lok seinasta árs. Á Vesturlandi fækkaði þeim úr 80 árið 2009 í 38 í fyrra og á Suður- landi úr 155 í 82 á seinasta ári. Unnur Brá spurði einnig hversu mörg tvímenningsrými væru á Ís- landi í dag og hver þróunin hefur verið undanfarin tíu ár. ,,Uppbygg- ing hjúkrunarheimila undanfarin 10 ár hefur að mestu falist í nauðsyn- legum endurbótum á eldri rýmum, m.a. til að fækka fjölbýlum. Hlutfall fjölbýla af hjúkrunarrýmum á landsvísu var um 28% árið 2009 en er nú 13,9%,“ segir í svari heil- brigðisráðherra. Á sama tímaskeiði hefur einbýlum fjölgað og hefur hlut- reiknað með fjölgun nýrra hjúkrun- arrýma um 481 og með endurbótum á 59 rýmum á þessum tíma. Gert er ráð fyrir fjölgun um 60 rými á Suð- urnesjum og 120 rými á Norður- landi. Engin aukning verður hins vegar á staðsettum rýmum á Vest- fjörðum og á Austurlandi samkvæmt töflu sem birt er með svarinu. Bendir ráðherra á að auk þessa sé bygging fleiri hjúkrunarrýma á framkvæmdaáætlun þar sem ákvörðun um staðsetningu verður tekin út frá niðurstöðum yfirstand- andi þarfagreiningar ráðuneytisins. „Þau byggingaráform snúa bæði að fjölgun hjúkrunarrýma og úrbótum á eldri rýmum til að uppfylla nútíma- kröfur um aðbúnað í hjúkrunarrým- um, m.a. kröfur um einbýli,“ segir í svari ráðherrans. 580 ný rými ráðgerð Heilbrigðisráðherra svaraði á dögunum annarri fyrirspurn á Al- þingi frá Þorsteini Víglundssyni um sambærileg mál er varða hjúkrunar- og dvalarrými þar sem fram komu frekari upplýsingar um fjölgun hjúkrunarrýma á næstu árum. Er því haldið fram að vatnaskil séu fram undan í þessum málum. Á fyrr- nefndri framkvæmdaáætlun er gert ráð fyrir fjölgun um alls 580 hjúkr- unarrými á landsvísu og endurbætur á 200 eldri rýmum. ,,Til viðbótar við nýlega opnun hjúkrunarheimilis á Seltjarnarnesi mun nýtt hjúkrunar- heimili í Hafnarfirði verða tekið í notkun á vormánuðum. Fram- kvæmdir við byggingu hjúkrunar- heimilis við Sléttuveg í Reykjavík eru komnar vel á veg og bygginga- framkvæmdir að hefjast í Árborg. Með þessum byggingum fjölgar hjúkrunarrýmum um tæp 200 innan tveggja ára auk endurbóta á 94 eldri rýmum,“ sagði í svari ráðherra við fyrirspurn Þorsteins. Fram kemur í svarinu enn fremur að ekki sé komin tímasetning á verk- lok bygginga hjúkrunarheimila í Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og á Akureyri. 144 fleiri hjúkrunarrými en 2009  Hlutfall fjölbýla af hjúkrunarrýmum á landsvísu minnkaði úr 28% í 13,9% á umliðnum áratug  Fjöldi hjúkrunarrýma á landsvísu var 2.719 í árslok 2018 samkvæmt svari heilbrigðisráðherra Heilbrigðisþjónusta Í svarinu segir að hjónarými geti flokkast sem fjölbýli og ekki sé markmið að engin fjölbýli séu til staðar á hjúkrunarheimilum. fall þeirra aukist úr 72% árið 2009 í 86,1% um seinustu áramót. Staðan er þó mjög misjöfn á milli heilbrigð- isumdæma. Tvímenningsrýmin svo- kölluðu eða fjölbýli eru t.a.m. komin niður í 3,8% á Vesturlandi og 9,1% af hjúkrunarrýmum í heilbrigðisum- dæmi Suðurnesja. Á Austurlandi er hlutfall fjölbýla mun hærra eða 22,2% en þar hefur það lækkað ört á umliðnum árum og hlutfall einbýl- anna er þar komið í 77,8%. Fram kemur í svari ráðherra um fjölgun hjúkrunarrýma á næstu ár- um að af þeim rýmum á fram- kvæmdaáætlun til ársins 2023, sem þegar hefur verið fundin staðsetning má sjá að á höfuðborgarsvæðinu er Fjöldi og þróun hjúkrunarrýma 2009-2018 3.000 2.500 2.000 1.500 1.000 500 0 Höfuðborgarsvæðið Önnur heilbrigðisumdæmi Samtals, landið allt 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: heilbrigðisráðuneytið Hlutfall fjölbýla* af heildarfjölda hjúkrunarrýma 2009-2018 Heildarfjöldi hjúkrunarrýma 2009-2018 2.575 1.397 1.521 1.178 1.198 2.719 2.473 2.588 Breyting á fjölda hjúkrunarrýma 2009-2018 Eftir heilbrigðisumdæmum 144 er heildarfjölgun hjúkrunarrýma á tímabilinu, eða 5,6% Suðumes Norðurland Vestfi rðir Vesturland Austurland Suðurland Höfuðborgar- svæðið -19 -9 -1 +10 +18 +23 +124 *Fjölbýli = tveir eða fl eiri einstaklingar deila herbergi28% 24% 20% 14% 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 40% 30% 20% 10% 0% 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Gildi–lífeyrissjóður Ársfundur 2019 Dagskrá fundarins Venjuleg ársfundarstörf. Tillögur til breytinga á samþykktum. Önnur mál, löglega upp borin. Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. Sérstakt fulltrúarráð, að jöfnu skipað fulltrúum stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum standa, fer með atkvæði á ársfundinum. Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund. Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs. 1. 2. 3. Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 11. apríl kl. 17.00 www.gildi.is F Y R I R S A N N A SÆ L K E R A Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.