Morgunblaðið - 04.04.2019, Page 16

Morgunblaðið - 04.04.2019, Page 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Góð heilsa á efri árum er eftirsókn- arverð og lífsgæði eru fólgin í því að viðhalda eigin getu til athafna dag- legs lífs sem lengst. Öldruðum Ís- lendingum fjölgar og fleiri ná háum aldri, þannig fjölgar þeim sem þurfa að stuðningi að halda. Við í heilsu- gæslunni viljum styðja við okkar skjólstæðinga og stuðla að sem bestri heilsu með hækkandi aldri og höfum marg- vísleg úrræði. Mikilvægt er að sinna og með- höndla vel ýmsa algenga sjúk- dóma til að fyr- irbyggja fylgi- kvilla og lasleika. Nefna má há- þrýsting, syk- ursýki, slitgigt og þunglyndi. Allt al- gengir sjúkdómar með hækkandi aldri, við í heilsugæslunni þekkjum vel þessa sjúkdóma og mikilvægi þess að sinna þeim. Styrkja fólk til sjálfshjálpar Í þeirri viðleitni að sinna öldruðum enn betur eru nú þegar eða verða fljótlega hjúkrunarfræðingar á öllum heilsugæslustöðvum sem auðvelda eldra fólki aðgengi að heilbrigð- isþjónustu, styrkja fólk til sjálfs- hjálpar og samhæfa þjónustu milli þeirra sem hana veita. Hægt er að panta tíma hjá þessum hjúkr- unarfræðingum sem vinna náið með læknum og öðru starfsfólki heilsu- gæslunnar. Heimahjúkrun er innan heilsugæslunnar nema í Reykjavík og vilji er til að auka enn frekar þá samvinnu, þar er öldrunarhjúkr- unarfræðingur í lykilhlutverki. Byltur eru vandamál hjá öldr- uðum, margt er hægt að gera til að koma í veg fyrir byltur og við ætlum að styrkja byltumóttökur á heilsu- gæslustöðvum í samvinnu við öldr- unarlækna. Elliglöp og gleymska geta átt sér margvíslegar orsakir og margt hægt að meðhöndla. Hægt er að greina og jafnvel meðhöndla þessa sjúkdóma í heilsugæslunni eða í samvinnu við öldrunarlækna. Ekki má gleyma að- standendum, þessir sjúkdómar eru erfiðir öllum og sjálfsagt að fá stuðn- ing í viðtali. Við erum með hreyfistjóra sem heldur utan um virkni og hreyfingu sem er mikilvæg jafnt fyrir unga sem aldraða. Góð samvinna er milli heilsugæsl- unnar og öldrunardeildar LSH. Öldrunarlæknar sinna margvíslegri endurhæfingu og greiningu, m.a. á Landakoti og öldrunardeildum LSH. Ef þörf er á sérhæfðu mati, greining er erfið eða óljós, lyfjagjöf flókin eða vandamál margþætt getur heim- ilislæknir skrifað tilvísun til öldr- unarlækna. Nýlega voru haldnir samráðsfundir öldrunarlækna og heilsugæslulækna með öldrunar- hjúkrunarfræðingum og rætt um al- genga sjúkdóma. Andleg vanlíðan oft vanmetin Einmanaleiki og andleg vanlíðan er vaxandi vandamál hjá öldruðum og oft vanmetið. Dagvistun er gott úrræði og oft vanmetið. Í boði er margvísleg dægradvöl, oft þjálfun, auk samveru, sem er mjög mikilvæg. Ég starfa í sama húsi og Þorrasel, dagvist aldraðra, sem er í vesturbæ Reykjavíkur. Það lífgar upp á daginn að fylgjast með ánægðum skjólstæð- ingum Þorrasels, jafnvel úti í garði að labba eða ræða málin. Við í heilsugæslunni viljum sinna öldruðum þegar heilsan gefur sig, greina og meðhöndla sjúkdóma sem gera vart við sig með hækkandi aldri. Það getur verið erfitt og flókið fyrir aldraða og aðstandendur að átta sig á hinum ýmsu úrræðum sem í boði eru, þá er gott að leita til þeirra sem betur þekkja til. Starfsfólk heilsu- gæslunnar er reiðubúið að aðstoða aldraða og aðstandendur þeirra. Heilsugæsla og þjónusta við aldraða Morgunblaðið/Eggert Heilsuráð Sigríður Dóra Magnúsdóttir, fram- kvæmdastjóri lækninga, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sigríður Dóra Magnúsdóttir Morgunblaðið/Hari Miðborgin Horft á iðandi mannlífið af bekknum í Austurstræti í Reykjavík. Brú Hreyfing er mikilvæg, sama á hvaða aldri fólk er. Með útiveru kemst blóðið á hreyfingu, súrefni í lungun og lundin verður léttari. Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins. Í næstu viku verður á Hótel B 59 í Borgarnesi haldin ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði þar sem um 80 ungmenni á aldrinum 14-25 ára alls staðar að af landinu koma saman á ópólitískum vettvangi og ræða saman málefni líðandi stund- ar. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er: Hvernig get ég verið besta útgáfa af sjálfum mér? Vísar sá titill til þess að geðheilbrigðismál eru mjög til umræðu um þessar mund- ir. Setningarathöfn ráðstefnunnar verður næsta fimmtudag, 11. apríl, kl. 9.30 og þar flytja ávörp Salvör Nordal, umboðsmaður barna, og ráðherrarnir Ásmundur Einar Daða- son og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Ungmennaráðstefna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarnes Málin rædd á ráðstefnu. Besta útgáfan í Borgarnesi Næstkomandi sunnudag, 7. apríl, kl. 14 sest Haukur Heiðar Ingólfsson læknir við flygilinn í Hannesarholti við Grundarstíg í Reykjavík og synir hans tveir, Halldór og Haukur Heiðar Haukssynir, leiða sönginn. Þeir feðg- ar komu fram á þessum vettvangi fyrir réttu ári við góðar undirtektir, en bjóða nú upp á nýja söngskrá með skemmtilegum lögum frá ýmsum tímum, íslenskum sem erlendum. Haukur Heiðar Ingólfsson hefur um áratuga skeið glatt Íslendinga með píanóleik sínum, bæði með Óm- ari Ragnarssyni og með fáguðum kvöldverðartónum. Geisladiskar hans með sígildum dægurlögum, jafnt leiknum sem sungnum, hafa notið vinsælda. Synir hans hafa getið sér orð fyrir söng, hvor á sínu sviði. Haukur Heiðar yngri er kunnur sem söngvari Diktu, sem heldur upp á 20 ára afmæli sitt í ár, en Halldór hefur um árabil sungið með Mótettukór Hallgrímskirkju og fleiri kórum. Hannesarholt Morgunblaðið/Sigurður Bogi Tónlist Haukur Heiðar Ingólfsson, læknir og píanóleikari, við hljóðfærið. Feðgarnir leiða fjöldasönginn Starfamessan á Selfossi verður haldin á miðvikudag í næstu viku, 10. apríl. Þangað er vænst um 800 nemenda úr efstu bekkjum grunnskóla yfir daginn auk þess sem messan verður opin fyrir al- menning frá kl. 14-16. Starfamessan er samstarfsverk- efni á vegum Sóknaráætlunar Suðurlands í samstarfi við Atorku – félag atvinnurekenda á Suður- landi og Fjölbrautaskóla Suður- lands. Öll helstu fyrirtæki á Suð- urlandi í áðurnefndum greinum verða á messunni og kynna sína starfsemi fyrir gestum messunnar og hvaða leiðir nemendur þurfa að fara til þess að ná þeirri hæfni sem til þarf. Margt í boði á starfamessunni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.