Morgunblaðið - 04.04.2019, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.04.2019, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 SVIÐSLJÓS Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Í ríflega þrjá áratugi hefur skær- appelsínugulum „Grettis“-símum skolað á fjörur Frakklands. Það hefur allan tímann valdið strandhreinsunarmönnum miklum heilabrotum. Allt þar til nú, að þeir hafa fundið skýringuna á símrekunum dularfullu og þurfa ekki lengur að klóra sér í kollinum. Íbúa í nágrenni símrekans í norðanverðu héraðinu Finistere á Bretaníu í Frakklandi hafði lengi grunað að svaranna væri að leita í gámum sem flutningaskip hefðu misst fyrir borð í stórsjó. Heimilissímarnir vöktu undrun en lögun þeirra var mótuð eftir kettinum og teiknimyndahetjunni Gretti (Garfield). „Samtök okkar hafa verið við lýði í 18 ár og á þeim tíma höfum við gengið fram á Grettis- síma í nánast hverri einustu fjöruhreins- unarferð okkar,“ sagði Claire Simonin, for- maður fjörufélagsins Ar Viltansou á Bret- aníuskaga, við AFP-fréttastofuna. Í augum félagsins eru símarnir plága sem herjað hefur á ströndina í áratugi. En það var ekki fyrr en eftir að íbúi á svæð- inu skýrði nýlega frá því að hann hefði fundið gám eftir stormviðri 1980 að loks tókst að stað- setja hann. Reyndist hann blýfastur í sjávar- skúta sem eingöngu varð komist í á háfjöru. „Hann sagði okkur hvar hann væri að finna en aðstæður þar voru mjög hættulegar,“ sagði Simonin eftir leiðangur til að staðsetja gáminn. Grettir undir grjóti „Við fundum lygilega 30 metra djúpa sprungu og á botni hennar voru leifarnar af gáminum. Undir grjóthnullungum framan við munna skútans fundum við 23 heila síma með leiðslum og rafeindabúnaði. Þeir voru úti um allt,“ bætti frú Simonin við. Ráðgátan, sem útvarpsstöðin France Info skýrði fyrst frá, er ekki að öllu leyti leyst. „Við vitum ekkert hvað gerðist á sínum tíma. Vitum ekki hvaðan símarnir komu, af hvaða skipi,“ sagði Fabien Boileau, framkvæmdastjóri Iroise-sjávarþjóðgarðsins við Finistere. „Og við vitum ekki heldur hvort fleiri gámar hafi farið í sjóinn, eða bara einn,“ bætti hann við. Grettir hinn þurrlyndi er sköpunarverk teiknimyndahöfundarins Jims Davis frá átt- unda áratug nýliðinnar aldar. Afrakstur þess eru sjónvarpsþættir um köttinn kunna, kvik- myndir þar sem Bill Murray léði honum rödd sína, auk sölu á varningi ýmiss konar fyrir hundruð milljóna dollara ár hvert. Mengunarvandi Hinn dularfulli fundur Grettis-símanna í Frakklandi beinir athyglinni að þeim vanda sem snýr að sívaxandi plastúrgangi í höfunum, segja umhverfisverndarmenn. „Að sjá þessa plastsíma á fjörum, ekki síst svo löngu eftir at- vikið, er kraftbirting þráláts plastúrgangs í sjónum,“ sagði Jo Ruxton, einn af stofnendum samtakanna Plastic Oceans Foundation. „Plast var þróað með það í huga að það brotnaði ekki niður í náttúrunni og stórir hlutir sem þessir nánast óveðraðir eftir 30 til 40 ára volk er skýr vísbending um það,“ bætti hún við í samtali við AFP. Árlega eru rúmlega 300 milljónir tonna af plasti framleiddar í löndum heims. Vís- indamenn áætla að jafnan fljóti að minnsta kosti fimm trilljónir plasthluta í höfunum. Ný- legar spár hljóða meðal annars á þann veg að árið 2050 verði meira plast en fiskur í sjónum. Vörugámar sem falla fyrir borð á flutn- ingaskipum valda ekki nema agnarlitlu broti af menguninni í samanburði við umbúðaiðnaðinn. Árið 2017 var yfirvöldum siglingamála (WSC) tilkynnt um 1.390 gáma sem hurfu í hafið á siglingaleiðum heimsins það ár. „Símar eru dæmi um hluti sem skolar ekki til sjávar,“ sagði Jocelyn Bleriot hjá Ellen MacArthur Foundation, bresku góðgerðarfélagi sem helg- að hefur sig baráttunni gegn úrgangi í höf- unum. „Plastumbúðir gegnumsýra, þær finn- ast bókstaflega úti um allt. Á hverri einustu strönd finnast hársápubrúsar, poka undan kartöfluflögum, gosflöskur og hvaðeina annað. Það er sjónin sem blasir við á ströndum; það sem skolar upp á land,“ bætti hún við. Banna einnota plast Jafnvel hafa plastagnir fundist í meltingar- vegi dýra sem lifa í dýpstu djúpálum heimshaf- anna, samkvæmt niðurstöðum nýrra rann- sókna sem birtar voru í febrúar sl. Þykir það sýna að plastplágan hafi náð inn í innstu iður plánetunnar. Um síðir „veðrast plast eins og símarnir þann veg að það verður stökkt og molnar upp í enn minni bita. Loks verða mol- arnir svo smáir að sjávardýr villast á þeim og halda að séu svifdýr. Þannig kemst plastið inn í fæðukeðju manna“, sagði Ruxton. Langvarandi áhrif plasts á mannkynið eru enn óþekkt en ríkisstjórnir eru farnar að bregðast við og grípa til aðgerða til að stemma stigu við þróuninni, reisa skorður við því magni sem berst í höfin. Til að mynda samþykkti þing Evrópusambandsins í síðustu viku tillögur sem banna einnota plastumbúðir í Evrópu frá og með árinu 2021. Ráðgátan um Grettis-símana leyst  Appelsínugula síma í líki teiknimyndahetjunnar Grettis hefur í áratugi rekið á franskar fjörur AFP Grettir í fjörunni Grettir hvílir makindalega í fjöru við bæinn Le Conquet skammt frá borginni Brest á Bretaníuskaga í Frakklandi. Svo sem sjá má lætur síminn lítt á sjá þrátt fyrir 40 ára volk í sjónum. Þangað rataði hann eftir að gámur losnaði af flutningaskipi og fór í sjóinn í ofvirði undan ströndum Frakklands árið 1980. Leifarnar af gámnum fundust nýverið í neðansjávarhelli. Fjölbreytt úrval af gæða viftum frá Vent-Axia fyrir eldhúsið, baðherbergið, skrifstofuna, verkstæðið eða hesthúsið. Við aðstoðum ykkur við rétta valið. Lo-Carbon Silhouette 125 Centrif-duo Silent 12in Wall fan Hi-line Sabre Plate DALVEGI 10-14 | 201 KÓPAVOGI | SÍMI 540 7000 | FALKINN.IS Hreint loft og vellíðan Það borgar sig að nota það besta VENT–AXIA VIFTUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.