Morgunblaðið - 04.04.2019, Síða 41

Morgunblaðið - 04.04.2019, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019 Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Þessi þjónusta hefur slegið í gegn en nú hafa forsvarsmenn Dagnýjar & co., sem eiga Einn, tveir og elda, tekið næsta skref og kynnt til sög- unnar Borðum rétt sem eru til- búnir réttir sem eingöngu þarf að hita. Að sögn Hallgríms Hólm- steinssonar hjá Borðum rétt er hér um nýja nálgun fyrir neytendur að ræða. Þótt tilbúnir réttir þekkist vissulega á íslenskum markmiði séu Borðum rétt-réttirnir annars eðlis. „Markmiðið var að búa til rétti sem uppfylltu þær kröfur sem gerðar eru til réttrar skiptingar næringarefna. Þannig eru upplýs- ingar um innihald og næringargildi réttanna afar aðgengilegar og skýr- ar á umbúðum. Leitast var við að hafa hlutföll á milli prótíns, kol- vetna, sykurs og fitu í sem mestu jafnvægi í hverjum rétti. Ef rétt- urinn féll ekki að þeim viðmiðum fékk hann heit- ið „Einfalt og gott“ og til- heyrir þá frek- ar flokki rétta sem innihalda meiri kolvetni eða sykur en „Borðum rétt“. Þeir réttir eru engu að síður hollir, bragðgóð- ir og seðjandi eins og „Borðum rétt“-réttirnir. Allt hráefnið ferskt og fulleldað Við vildum hafa þetta eins einfalt og kostur var án þess að slá af gæðakröf- unum. Fyrir hraðann í nútíma- samfélagi er gott að eiga kost á að grípa sér hollan og góðan bita. Það hefur löngum loðað við „skyndi- “fæði að það sé óhollt en hér erum við með valkost sem allir ættu að vera sáttir við,“ segir Hallgrímur og bætir við að öll hugmyndavinn- an á bak við Borðum rétt hafi verið útpæld. Allt frá hráefnisvalinu, samsetningu næringarefna og upp í umbúðirnar. „Umbúðirnar eru að sjálfsögðu endurvinnanlegar en bakkinn er úr endurvinnanlegu plasti og ber að flokka með öðru plasti og pappahólkurinn fer með öðrum pappír. Þetta helst allt í hendur. Virðing gagnvart mann- inum og umhverfinu. Matarsóun er líka í lágmarki með þessum hætti, sem er alltaf jákvætt. Eingöngu þarf að hita réttina í örbylgjunni eða ofninum en umbúðirnar þola slíkt vel og hitna sáralítið við eld- un. Þetta þykir okkur algjör snilld því það er engin hætta á að brenna sig á bakkanum eftir eldun ef menn hita samkvæmt leiðbeining- unum,“ segir Hallgrímur og þykir sjálfsagt betra að slá þann var- nagla. Viðtökurnar framar björtustu vonum Alls eru níu mismunandi réttir í boði og hafa þeir að sögn Hall- gríms fengið frábærar viðtökur hjá neytendum. „Svo vorum við með svokallaðan „pop-up“-veitingastað í HR á dögunum og það gaf okkur virkilega góðan meðbyr að finna viðbrögð nemenda þar. Öll ummæli voru afskaplega jákvæð og hvetj- andi og greinilegt að sambærilega rétti hafði vantað á markaðinn. Réttirnir eru hugsaðir fyrir fólk á öllum aldri sem hugsar um heils- una og kýs ferska lausn sem upp- fyllir kröfuna um hollan og fljótleg- an mat. Við þróun réttanna var haft að leiðarljósi að búa til máltíð í góðu jafnvægi, sem þýðir að jafn- vægi er á milli prótíns, fitu og kol- vetna og að innihald sykurs og salts sé undir viðmiðunarmörkum daglegrar neyslu fyrir fullorðna manneskju. Markmið okkar hjá Dagnýju & co. við þróun og markaðssetningu á Borðum rétt er að bjóða hollari valkost þegar kemur að ferskum tilbúnum mat. „Það þarf ekki að vera flókið að borða rétt“ er slag- orð okkar,“ segir Hallgrímur og bætir við að fjöldi rétta sé á teikni- borðinu enda algengasta spurn- ingin sem þau fái: „Af hverju eru ekki fleiri réttir í línunni?“ Ljóst er að þróunin er ör á til- búnum réttum fyrir neytendum og afskaplega jákvætt að sjá að holl- usta og samfélagsvitund séu höfð að leiðarljósi. Það eru því spenn- andi tímar í vændum fyrir neyt- endur enda mikilvægt að borða rétt. Skiptir máli að borða rétt Eikjuvogur 29 - 104 Rvk. s: 781-5100 Opið: Mán-fim: 12-18 fös: 12-16 TOSCA BLU VOR 2019 Í amstri dagsins munar um alla þá aðstoð sem hægt er að fá og undanfarin misseri hefur mikil breyting orðið á landslagi tilbúins matar og þeirrar þjónustu sem fólk getur keypt sér og flokkast ekki undir að vera hefðbundinn skyndibiti. Gott dæmi um þetta eru matarpakkar frá fyrirtækjum á borð við Einn, tveir og elda og Eldum rétt en þá kemur maturinn tilbúinn til eldunar, vigtaður, flokkaður, merktur og snyrtur þannig að það eina sem þú þarft að gera er að fylgja einföldum leiðbeiningum og dýrindis máltíð er tilbúin fyrir fjölskylduna á örskotsstundu. Einfalt – en heimatilbúið. Ferskt og fulleldað Eingöngu þarf að hita réttinn í fimm mínútur. Skýrar merkingar Mikilvægt er að neytandinn þekki nær- ingarinnihald matarins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.