Morgunblaðið - 04.04.2019, Page 55
AF TILRAUNUM
Ragnheiður Eiríksdóttir
heidatrubador@gmail.com
Allt gott þarf að taka enda.Þannig var tilfinningin íHörpu á þriðjudag þegar síð-
asta undanúrslitakvöld Músíktil-
rauna var að hefjast. Andrúmsloftið
var rafmagnað og eftirvæntinguna
mátti skera í sneiðar og setja ofan á
brauð, svo þykk var hún.
Karma Brigade, sextett úr
Reykjavík og Garðabæ, var fyrst á
svið. Fyrra lag þeirra var einkar vel
útsett reggípopp og hljóðfærin
dreifðust smekklega um hljóðheim-
inn. Agla Bríet Einarsdóttir söng-
kona kom afar vel út og hljómsveitin
var þétt og vel æfð.
Dread Lightly var sólóverkefni
Arnaldar Inga Jónssonar úr Lucy in
Blue, en þar leikur hann á hljóm-
borð. Í Dread Lightly syngur hann
og spilar á kassagítar og sýnir á sér
alveg nýja hlið. Hann hefur mikla út-
geislun og er bæði heillandi og heil-
andi á sviði. Það eina sem var raun-
verulega að var að lögin hans voru
of stutt og skildu hlustendur eftir
með þörf fyrir meira.
Fyndnasta og hressasta band
kvöldsins var án efa Boiling Snakes
sem var stofnað til að búa til lög á
ensku fyrir alla svala unglinga. Til-
kynntu svo að svölu krakkarnir
væru öll að hlusta á lög um kvíða og
því hefðu þeir gert lag sem héti
„Anxiety“! Mjög fyndið en tónlistin
því miður samt ekki alveg nógu
skemmtileg. Ég efast þó um að Boil-
ing Snakes sé að hætta og bind vonir
við að lagasmíðar eflist með æfing-
unni.
Að lokum
Morgunblaðið/Hari
Remony’s Voice Undarlegasta hljómsveit kvöldsins og hélt merki tilrauna á lofti.
Það var svo TOR frá Dalvík-
urbyggð sem var síðust á svið fyrir
hlé og þótt tónlistin væri fullróleg og
dramatísk voru hárbeittir ádeilu-
textar við lögin. Sérstaklega var síð-
ara lagið, „Andvökuhafið“, áhuga-
vert og er þar mér vitanlega komið
fyrsta lagið á íslensku sem fjallar um
internetfíkn!
Global frá Hvolsvelli hóf leik
eftir dómarahlé sem eytt var í heitt
kaffi og heitar umræður. Fyrra lag-
ið þeirra var betra, meira grúví, og
mér heyrðist gítarleikarinn vera
undir áhrifum frá Red Hot Chili
Peppers. Best hljómuðu söngkon-
urnar Freyja og Oddný Benón-
ýsdætur þegar þær sungu saman.
Remony’s Voice var án efa und-
arlegasta hljómsveit kvöldsins, og
hélt merki tilrauna á lofti. Fyrra lag-
ið var því miður næstum eins og út-
komið lag með Nick Cave og því vart
gjaldgengt í þessa keppni, en í síð-
ara laginu var komin ein undarleg-
asta blanda sem ég hef heyrt. Í mín
eyru hljómaði þetta eins og írsk neð-
ansjávartónlist með teiknimynda-
ívafi og liðsmenn litu svo allir út eins
og karakterar úr Tim Burton-
myndum.
Hákon Hjaltalín skartaði æð-
islegri rödd og spennandi lögum.
Sérstaklega var síðara lagið, „Fly
away“, sterk lagasmíð og sönglínur
minntu ögn á listamenn eins og El-
liot Smith. Bandið þarf hins vegar að
þétta sig en þetta lofar mjög góðu.
Að lokum var komið að Ástu frá
Flateyri sem er klassískt menntaður
víóluleikari, og hóf hún að syngja og
spila á gítar fyrir nokkrum mán-
uðum. Þessi tónlistarkona hefur yf-
irnáttúrulega nærveru og lög henn-
ar og textar minna á
þjóðlagatónlistarmenn frá upphafi
áttunda áratugarins. Catherine Ri-
beiro, Joan Baez og Leonard Cohen
samankomin í þessari íslensku lista-
konu, en hún hefur líka sjálfa sig að
gefa og veitir óspart. Lokasekúndur
lokalagsins eru ógleymanlegar.
Þegar talið hafði verið upp úr
kössunum kom í ljós að salurinn
kaus Karma Brigade og dómnefnd
kaus Ástu áfram. Auk þess bætti
dómnefnd Dread Lightly við, ásamt
Parasol frá öðru kvöldinu og Merk-
úr frá því þriðja. Það eru því ellefu
hljómsveitir sem spila í úrslitum
Músíktilrauna á laugardagskvöld í
Hörpu, og ljóst er að það verður
gríðarlega sterkt.
» Í mínum eyrumhljómaði þetta eins
og írsk neðansjávar-
tónlist með teikni-
myndaívafi og liðsmenn
litu svo allir út eins
og karakterar úr Tim
Burton-myndum.
Ásta Lokasekúndur lokalagsins
voru tilfinningaþrungnar.
Boiling Snakes Fyndnasta og
hressasta hljómsveit kvöldsins.
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. APRÍL 2019
Bláu húsin v/Faxafen
Sími 553 7355 • www.selena.is • Selena undirfataverslun • Næg bílastæði
Frábært úrval af
sundfötum