Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 29

Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 29
Ó FEIG U R 29 og hógværir menn“, þegar þeir héldu heim að morgni, eins og Einar Benediktsson komst að orði um aðra höfð- ingja Reykjavíkur, sem áttu lítið erindi í sveitina. Guð- mundur Þorbjarnarson bar af öðrum mönnum á þessum fundi um þrek og skörungsskap. Hvíldi hann sig frá kl. 7—9 um morguninn og var þá að nýju á ferli, og hefði verið fær um að þreyta kappleik að nýju við stéttarbróður sinn, Steingrím Steinþórsson. Átök þessi voru merkileg að því leyti, að hér freistaði Búnaðarfélag íslands að brjóta sjálfstæði héraðssambands bænda með ófriði og ofbeldi, en beið fullkominn ósigur. Útvarpið og blöð stjórnmálaflokkanna hafa enn sem fyrr þagað um þessa baráttu sunnlenzkra bænda og sigur þeirra. Sýnir það átakanlega varnarleysi bændastéttarinnar. Hins vegar er sýnilegt, að Selfosshreyfingin er að hefja frelsisbaráttu stéttarinnar við þau öfl og þá aðila, sem líta á sveitafólkið sem réttindalausan „almúga". Þarf enginn að efast um, hver verða endalok á því frelsisstríði. Úm land allt bíða þroskaðir sveitamenn eftir að geta tekið þátt í sjálfstæðis- baráttu stéttarinnar. XXIV. Búnaðarmálasjóður á sér stutta og ekki sérlega glæsilega sögu. Fyrstu drög þessarar hreyfingar eru þau, að Alþýðu- flokkurinn bar fram orlofsfrumvarp sitt. Skyldi starfsfólk í þéttbýli fá sumarleyfi með launum frá atvinnurekend- um og úr ríkissjóði. Þótti ýmsum þingmönnum úr sveita- kjördæmum, sem hér hallaði á sveitafólkið, og báru fram tillögu um að verja allmiklu fé úr ríkissj óði í eins konar orlof vegna fólks í dreifbýli. Fulltrúar úr þéttbýlinu felldu þessa tillögu. Töldu sveitamenn hafa nóg af hreinu lofti heima fyrir, án sérstakra ferðalaga. Hermann jónas- son vildi sína umhyggju fyrir „almúga" sínum í sveitinni, og bar fram tillögu um fjárstyrk frá ríkinu sem nam 10 kr. á hvert býli, og skyldu sveitamenn nota styrkinn til hressandi ferðalaga. Bæjarmenn felldu þessa tillögu, og var ekki laust við að hugsjón Hermanns bæri vott um allmikið virðingarleysi fyrir bændastéttinni. Nú voru

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.