Ófeigur - 01.05.1946, Síða 34
34
ÓFEIGUR
gerir í öllum slíkum félögum. Þegar skipulagið eflist,
gera hin einstöku félög með sér landssamband, kjósa sér
stjórn og ákveða verkföll þegar þeim þykir henta og þeir
eru undirbúnir í því skyni. Með þessu eina móti geta
bændur haldið hlut sínum í skiptum við stéttafélög bæj-
anna. Séu liins vegar til svokölluð stéttarfélög bænda, sem
eru bundin á höndum og fótum um fé og forráð, þá eru
þau meira en einskis virði. Þau standa í vegi fyrir samtök-
um, sem gagn er að.
XXVIII.
Til frekari skýringar hverfu Búnaðarfélag íslands er
háð ríkisvaldinu vil eg nefna þessi dæmi:
1. Stjórn félagsins lætur Árna Eylands hverfa frá rit-
stjórn Freys, þrátt fyrir meðmæli nálega allra búnaðar-
þingsmanna, og gerðu upptækt eitt eintak af blaðinu, af
því að Árni hafði birt þar grein eftir einn af trúnaðar-
mönnum félagsdeildar, sem heyra undir Bjarna Ásgeirs-
son. Ríkisstjórnin gerði Árna rétt á eftir að eins konar að-
stoðarráðherra í landbúnaðarmálum, hátt hafinn yfir sína
fyrri yfirmenn. Búnaðarfélagið beygði sig í hlýðni í sam-
bandi við þessa ráðstöfun af því að það er ekkert nema
stjórnardeild.
2. Ríkisstjórnin fær Steingrím Steinþórsson til að starfa
í Nýbyggingarráði í heilt ár. Hermann og Eysteinn láta
Tímann deila hart á þessa stofnun en þar situr búnaðar-
málastjóri meðábyrgur um allar aðgerðir en í vonlausum
minnihluta. Að lokum varð Steingrímur að vitna hvað
eftir annað opinberlega gegn forráðamönnum Tímans,
sem höfðu sagt ósatt um störf nefndarinnar. Að búnaðar-
málastjóri skyldi fara í þessa nefnd, eins og flokksástæður
hans eru, er ekk skiljanlegt nema út frá því, að hann telji
sig eins konar skrifstofustjóra undir landbúnaðarráðherra
og verði að taka mikið tillit til óska hans.
3. Bjarni'Ásgeirsson, Páll Zophoníasson og Hannes
Pálsson voru allir í lögskipuðum störfum sem jarðamats-
menn. Það verk kostaði um eina og hálfa miljón. Núver-
andi ríkisstjórn lagði nefnd þessa niður með lagabreyt-