Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 35

Ófeigur - 01.05.1946, Blaðsíða 35
ÓFEIGUR 35 ingu í vetur sem leið, og lagði vald jarðarmatsnefndar beint undir stjórnarráðið. Þeir þremenningar og blöð þau er þeir ráða yfri steinþögðu. Af hverju? Af því að Bjarni og Páll eru undirmenn ríkisstjórnarinnar og láta ekki til sín heyra svo mikið sem angistarstunu, þótt svo harkalega sé að þeim búið. 4. Að lokum kemur Ólafur Jónsson. Hann er reiður mjög út af búnaðarmálasjóði, en snýr gremju sinni að mér en ekki flokksmönnum sínum í ríkisstjórninni, sem ráðið hafa öllum meiriháttar aðgerðum í málinu. Ólafur beygir sig fyrir fjármálaráðherra. Hann er þjónn stjórnar- innar. Frá ríkissjóði fær hann laun sín. Þess vegna þorir hann ekki að ganga fram þar sem stjórnin og fjárvaldið er fyrir. XXIX. . Þessi dæmi geta verið til glöggvunar fyrir athugula bændur. Allt skipulag Búnaðarfélags íslands, stéttarsam- bands bænda og Ræktunarfélags Norðurlands er bundið við framlag úr ríkissjóði og háð ríkisstjórninni. Þess vegna mega bændur aldrei láta blekkja sig til að binda kaup- kröfusamtök sín á þann klafa. Jafnvel mestu hetjur á vegum bændaskipulagsins, eins og þeir sem nú hafa verið tiloreindir eru um laun og atvinnu, svo háðir forráða- mönnum ríkisvaldsins, að þeir halda ekki til streitu mal- um, þó þeim sé persónulega misboðið og um verulegt hagsmuna- og álitstjón sé að ræða .En úr því að forráða- menn Búnaðarfélagsins skjálfa eins og espilauf í vindi við gustinn úr stjórnarherbúðunum, er varla að búast við því að „almúgi“ Hermanns Jónassonar verði harður í sókn. gegn ríkis- og bæjarvaldinu þegar búið er að leggja á Ffánn þrefalda herfjötra. XXX. Á fundarboði mínu til flokksfunda í Suður-Þing-eyjar- sýslu fyrir skörnmu lét ég ræðutíma vera deilt jafnt milli Framsóknarmanna, sem hafa, eða vilja enn vinna saman við hina austrænu lífsstefnu ,og íslenzk byltingarlið og

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.