Ófeigur - 01.05.1946, Side 39
Ó F E I G U R
39
jafnan að verða, eftir eðli málsins, úr því bændur eru í
minnihluta f landinu. Auk þess hlaut alltaf að orka tví-
mælis og leiða til baráttu, ef bændur áttu að fá stríðsfé til
stéttabaráttunnar lögfest af pólitískum keppinautum sín-
um.
Á þingi í vetur stóðu aðeins tveir vegir opnir fyrir
bændur. Að hafa sjóðinn áfram undir yfirstjórn keDpi-
nauta sinna, eða að héruðin fengju sitt fé aftur, líkt og
viðskiptamaður í kaupfélagi fær tekjuafgang greiddan
eftir viðskiptamagni sínu í félaginu. Héraðasamböndin
eru fátæk og hafa þörf fyrir fjármagn í sambandi við rækt-
unarmálin. Meðan þessi skattur er innheimtur af bænd-
um, mun hann verða að mestum notum við ræktunarmál
héraðanna. En hvenær, sem bændur koma á stofn félögum
til að taka þátt í baráttunni um verðlagið á innanlands-
markaðinum, þá verður að stofna slíkt félag í hverju hér-
aði nákvæmlega eins og kaupfélögin hafa farið að. Félags-
menn taka höndum saman af frjálsum vilja, setja sér sam-
þykktir, leggja á sig félagsgjöld, velja sér stjórn og búa svo
um hnútana, að hvert félag geti gert sitt verkfall á skipu-
legan og vel undirbúinn hátt. Aðferð búnaðarþings-
manna, að ætla að skapa landssamband bænda á einum
skyndifundi, er jafn fráleitt eins og ef Hallgrímur Krist-
insson hefði ætlað að búa S.Í.S. til vorið 1902, þegar hann
tók við pöntunarfélaginu á Akureyri, þar sem ársveltan
var 8000 krónur.
Nú vil ég gera Ólafi Jónssyni á Akureyri kostaboð. Ég
býð að greiða honum 500 krónur í heiðursverðlaun 1. júlí
n.k., ef hann getur komið með sannanir fyrir því, að í
nokkru frjálsu landi sé til stéttarfélagsskapur, sem nær
yfir fjölmenna stétt og hefir það skipulag, að láta löggjaf-
arsamkomuna útvega rekstursfé, félagsmannagiöld og fjár-
magn í verkfallssjóði með landslögum. En ef Ólafur Jóns-
son finnur hvorki fordæmi né rök fyrir málstað sínum,
þá tapar hann bæði verðlaununum og málinu.
Jónas Jónsson.
Akureyri • Prentverk Odds Björnssonar • 1946