Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Rýrnun jöklanna er stærsta ein- staka landbreytingin á Íslandi um þessar mundir, að sögn Land- mælinga Íslands. Flatarmál jökl- anna minnkaði um 215 km2 milli áranna 2012 og 2018. Frá árinu 2000 hefur flatarmál þeirra minnkað um 647 km2 eða um 36 km2 á hverju ári að meðaltali. Það er 5,8% rýrnun á þessu 18 ára tímabili. Á meðfylgjandi skýringamynd má sjá hvernig Síðujökull, sem er skriðjökull sem gengur suður úr vestanverðum Vatnajökli, hefur hopað jafnt og þétt samkvæmt CORINE-kortlagningunni. Rýrn- un jökulsins hefur verið nokkuð jöfn á þessu 18 ára tímabili. Frá árinu 2000 hefur jökullinn hopað um 1.200-1.300 metra eða um 70 metra á ári að meðaltali. Hverfur árið 2058 Snæfellsjökull hefur einnig minnkað stöðugt frá árinu 2000 samkvæmt CORINE-kortlagn- ingunni. Árið 2000 var jökullinn 12,1 km2 að flatarmáli, árið 2006 var hann orðinn 11,0 km2, 2012 var flatarmál hans 9,2 km2 og ár- ið 2018 var það komið niður í 8,5 km2. Flatarmál Snæfellsjökuls hefur því rýrnað um tæplega 30% á þeim 18 árum frá því CORINE- kortlagning fór fyrst fram. Rýrni jökullinn áfram með sama hraða verður hann alveg horfinn árið 2058. CORINE-verkefnið Þessar niðurstöður eru afrakst- ur CORINE-landgerðarflokk- unarinnar sem er samevrópskt landgerða-/landflokkunarverkefni. Í því taka 39 Evrópulönd þátt. Gervitunglamyndir eru notaðar til að kortleggja landgerðir sam- kvæmt ákveðnum flokkunarlykli. Breytingar á landgerðum og landnotkun eru kortlagðar á sex ára fresti. CORINE-flokkun var fyrst gerð hér á landi fyrir árið 2000 og hefur hún síðan verið uppfærð þrisvar, 2006, 2012 og 2018, að því er fram kemur á heimasíðu Landmælinga Íslands. Umhverfisstofnun Evrópu í Kaupmannahöfn hefur umsjón með CORINE-verkefninu en flokkunarvinna hér á landi fer fram hjá Landmælingum Íslands. Miklar breytingar á Hólasandi Samkvæmt seinustu CORINE- kortlagningu, sem lauk 2018, var heildarflatarmál allra breytinga hér á landi frá 2012 um 770 km2. Flokkur 332, „Ógróin hraun og urðir“, stækkaði um 266,5 km2 að- allega þar sem land kom undan jökli en minnkaði um 112,7 km2 vegna landgræðslu eða aukningar á náttúrulegri gróðurþekju. Heildarstækkun flatarmáls þessa flokks var því 153,8 km2. CORINE flokkar land m.a. í ógróið, hálfgróið og algróið land sem skiptist í nokkra gróður- flokka. Landmælingar birtu frétt um breytingar á Hólasandi í Suð- ur-Þingeyjarsýslu samkvæmt gervitunglamyndum sem teknar voru með sjö ára millibili, það er 2010 og 2017. Á þessu tímabili breyttist land á svæðinu þar sem var urð og grjót í hálfgróið land, einkum lúpínu, á samtals 41,6 km2 svæði og hálfgróið land breyttist í algróið land á samtals 7,8 km2 svæði. Það urðu því „verulegar jákvæðar gróðurbreytingar á tæplega 50 km2 svæði á Hóla- sandi“, að sögn Landmælinga. Morgunblaðið/RAX Síðujökull Hann er skriðjökull sem gengur suður úr vestanverðum Vatnajökli. Frá árinu 2000 hefur jökullinn hopað samtals um 1.200-1.300 metra eða um 70 metra á ári að meðaltali. Jöklar rýrnuðu um 215 km2 Rýrnun Síðujökuls frá 2000 til 2018 Samtals rýrnun allra jökla á Íslandi undanfarin ár Jaðar Síðujökuls árið: 2000 2006 2012 2018 70 metra hefur Síðujökull hopað á ári hverju að meðaltali síðan 2000 eða alls um 215 km2 hafa jöklarnir rýrnað um síðan árið 2012. Það er álíka flatarmál og átta minnstu sveitarfélög landsins, Garðabær, Svalbarðsstrandarhreppur, Skagaströnd, Vestmanna- eyjar, Stykkishólmur, Hveragerði, Akranes og Seltjarnarnes samtals. fótboltavellir eða um 36 km2 eru árleg minnkun jökla landsins að meðaltali síðan árið 2000. 647 km2 hafa jökl-arnir minnkað um síðan árið 2000 sem er um 5,8% rýrnun. 1,2-1,3 km samtals. Heimild: Landmælingar Íslands 5.000 5,8%  Rýrnun jökla mesta landbreyting á Íslandi um þessar mundir  Samsvar- ar landi átta minnstu sveitarfélaganna Teitur Gissurarson teitur@mbl.is „Viðræður hófust eftir áramót en fóru á fullt skrið þegar Lífskjara- samningurinn var undirritaður í byrjun apríl. Við eigum orðið í sam- tali við næstum því öll félög, ef ekki öll.“ Þetta segir Sverrir Jónsson, for- maður samninganefndar ríkisins, í samtali við Morgunblaðið. Stórum áfanga í kjaramálum var náð í síð- ustu viku þegar iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins (SA) undirrit- uðu kjarasamning. Þar með hafa ný- ir kjarasamningar verið gerðir fyrir næstum því níu af hverjum tíu starfsmönnum á hinum almenna vinnumarkaði. Ljóst er þó að enn á eftir að endurnýja kjarasamninga stórs hluta landsmanna þar sem samningar við starfsmenn ríkis og sveitarfélaga eru enn lausir. Tóku stöðuna á öllum Spurður almennt um stöðuna í við- ræðunum, og hvenær opinberir starfsmenn mega búast við að nýir samningar verði undirritaðir segir Sverrir að síðasta vika hafi verið nýtt til þess að taka stöðuna á öllum við- semjendum, og að einhugur sé um að samningavinnan fari tiltölulega hratt og örugglega fram. „Það er samhljómur um að reyna að klára þetta í maí. Við erum vongóð um að við náum að klára þetta hjá allflest- um í lok maí og byrjun júní.“ Sverrir segir þó að vitanlega séu nokkur flókin málefni uppi á borð- inu, og nefnir í því dæmi styttingu vinnuvikunnar. „Við höfum ekkert farið varhluta af því að kröfur margra stéttarfélaga eru um það að horfa á vinnutímann. Breytingar á vinnutíma hjá hinu opinbera eru flóknari en víða,“ segir Sverrir og bætir við að stytting vinnuvikunnar sé það úrlausnarefni sem muni taka mestan tíma í viðræðunum. Vilja ekki selja kaffitímann „Báðir aðilar hafa á milli funda ver- ið að skoða málin sín megin. Það er hins vegar okkar mat að það þurfi að setja í gang ef við ætlum að klára þetta fyrir sumarfrí,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við Morgunblaðið. Spurð hvort viðræðurnar á þeim fundum sem BSRB hefur átt við ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafi komist á eitthvert raunverulegt skrið segir Sonja að viðræður um vinnutímann séu komnar örlítið af stað, enda hafi BSRB lagt mesta áherslu á það á fundunum. Spurð um þann samning sem iðnaðarmenn gerðu við SA fyrir helgi, og hvort kröfur BSRB séu eitthvað í takt við hann svarar Sonja: „Sú útfærsla byggist að einhverju leyti á því að fólk sleppi kaffitímanum. Við höfum ekki ver- ið hrifin af þeirri nálgun, einfald- lega vegna þess að markmiðið með styttingu vinnuvikunnar er að tryggja heilbrigði. Fólk þarf auð- vitað að taka einhvers konar pásur og þarf að nærast. Okkur finnst þessi hugmynd um virka vinnu- tímann úrelt og viljum horfa á þetta útfrá nýjustu stöðu þekking- ar.“ Vilja klára samningana nú í maí  Starfsmenn ríkis og sveitarfélaga eru enn án samninga  Stytting vinnuviku mun taka lengstan tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.