Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 sér sínar eigin skoðanir og stefnu snemma á lífsleiðinni. Það hefur aukið víðsýni hans að alast upp í slíku umhverfi, vera maður tveggja heima og skilja sjónar- mið launþega jafnframt. Hann hafði tekið stefnuna ungur og kepptist við að afla sér þekkingar og lærdóms sem lauk með MBA- námi í Wharton-háskóla í Penn- sylvaníu. Hann flutti nýjan stjórnunar- stíl með sér frá Wharton sem ein- kenndist af staðfestu, sjálfsaga, heiðarleika og sterkri ábyrgðar- tilfinningu. Ég heyrði aldrei hörku nefnda í sambandi við stjórnstíl hans. Eimskip varð stórveldi í hönd- um hans, sem fjárfesti í mörgum fyrirtækjum hérlendis m.a. í flugrekstri, og útgerð svo og er- lendis. Sumum fannst nóg um og líktu stækkun Eimskips við sam- vinnuhreyfinguna gömlu. Það var ósanngjarnt því samvinnu- hreyfingin naut sérstöðu m.a. í sköttum en Eimskip fór eftir sömu reglum og allir aðrir. Sam- vinnuhreyfingin var og miklu stærri á landsvísu. Hörður hætti forstöðu Eim- skips aldamótaárið 2000 og slapp því við hrunið 2008 með öllu sínu siðrofi, sem var þvert á lífsskoð- un hans. Örlögin höguðu því svo að samskipti okkar urðu mest á fé- lagslega sviðinu. Í Sjálfstæðis- flokknum, Verzlunarráði Íslands, í stjórn Flugleiða og víðar. Við hittumst oft erlendis í þessu sam- bandi m.a. í London. Róm, Barcelona, Amsterdam Seattle, Washington, Orlando og víðar. Hann hafði mjög gaman af því að ferðast og hlusta á góða tónlist. Sá sem lýsir kostum Harðar Sigurgestssonar endar í hástigi. Við Guðrún vottum Áslaugu og fjölskyldunni, okkar innileg- ustu samúð og þökkum ógleym- anlegar samverustundir. Jóhann J. Ólafsson. Hörður Sigurgestsson var góður samferðarmaður og á með- al þeirra bestu. Um það mega margir vitna. Við áttum margvísleg skipti um langa hríð. Sum voru afleið- ing af þeim starfa sem báðir gegndu það sinn. Hörður varð ungur forstjóri Eimskips árið 1979, nýlega fertugur. Ég var þá borgarfulltrúi í Reykjavík. Höfn- in var hjarta borgarinnar í ýms- um skilningi og sameiginlegur nafli hennar og alheimsins. Þremur árum síðar tók ég við stjórnartaumum borgarinnar. Eimskip var um þær mundir að umbreyta mörgu hjá félaginu og laga það að breyttum veruleika eins hratt og mátti og miklu skipti að hafnar- og borgaryfir- völd sköpuðu boðlega umgjörð. Borgarstjórinn og aðrir leiðtogar borgarinnar hlutu að gegna þar hlutverki. Hörður sýndi þá eins og svo oft síðar hvað í honum bjó: afburða festu, vinnuþrek, skipu- lagsgáfu og stjórnunarhæfileika. Leikni hans við að setja sig hratt inn í mál og laga sig að óvæntum aðstæðum í umhverfinu var við- brugðið. Ég fylgdist með því úr návígi, því að Halldór H. Jóns- son, stjórnarformaður Eimskips, bað mig um að stýra aðalfundum félagsins og gerði ég það um ára- bil eftir að hafa borið þær óskir undir samherja og andstæðinga í borgarráði, sem þótti það ekki óeðlilegt. Það er stundum haft gegn öfl- ugum stjórnendum að þeir leiti of mikið í smáatriðin og sjái ekki raunverulegu úrlausnarefnin fyr- ir þeim. Hörður setti sig vissu- lega vel inn í smáatriðin með öðru svo að enginn kom að tóm- um kofunum hjá honum þar. Hann flokkaði flest þeirra sem aukaatriði, en þótti ástæðulaust að láta setja sig á gat þeirra vegna. Hörður var upptekinn af stöðu og ímynd þeirra fyrirtækja sem hann tók að sér og vildi ekki að minnsti blettur félli á þau. Hann skynjaði að þeirra vegna naut hann álits og virðingar sem fór vaxandi eftir því sem þau efldust og við nánari viðkynningu ann- arra við hann. Menn vildu miklu fremur hafa Hörð með sér í liði en vera án þess. Hann sóttist ekki eftir því að hafa óþarflega mikil áhrif utan þeirra miklu verkefna sem hon- um var sérstaklega trúað fyrir. En þar sem hann naut almennrar virðingar og vaxandi trausts þótti sífellt fleirum að mál hefðu ekki verið endanlega undirbúin nema að sjónarmið Harðar lægju fyrir. Þar sem við urðum með ár- unum góðir vinir og með svipuð meginsjónarmið, átti ég iðulega góð samtöl við hann um það sem bar upp á mitt borð, þótt ekki félli það allt beint að helstu við- fangsefnunum hans. Hörður færðist sjaldan undan því að segja í okkar trúnaði álit sitt á því sem ég nefndi. Kom mér þægilega á óvart hversu vel heima hann var. Ekki voru áherslur okkar Harðar endilega þær sömu í öll- um greinum og fór hann aldrei í launkofa með sín sjónarmið. En það breytti því ekki, að gæti hann stutt mig og það jafnvel þar sem nokkur meiningarmunur var, án þess að bregðast trúnaði við sín verkefni, þá gerði hann það og munaði um það. En það sem þegar er sagt snerist um samstarf og vináttu við lausn mála sem tengdust víð- tækum hagsmunum borgar, lands- og þjóðar. En það sem skiptir meiru í endurminning- unni nú var persónuleg vinátta okkar Ástríðar við Hörð og Ás- laugu. Ótal sinnum nutum við samveru hér heima og utanlands og þess á milli vissum við hvert af öðru enda ekki nema nokkrir tugir metra á milli heimilanna. Ég nefni af handahófi ógleyman- legar stundir í Portúgal og með nánum vinum í Madrid og í Berl- ín og eins samskiptin við Vestur- Íslendinga. En ekki síður þegar þau hjón dvöldu hjá okkur að Móeiðarhvoli eða við hjá þeim og öðrum kærum vinum austur í Fljótshlíð. Þar stóðum við pilt- arnir tveir marga sumardaga, í kvöldblíðunni lognværu og horfð- um hugfangnir yfir þann lands- part sem Gunnar frækni fórnaði lífinu fyrir. Þá kom fyrir að við máttum ekki við ráða og hurfum í viðeigandi söng. Þótt ég kynni texta bærilega og hefði ekki breytt þeim að ráði þá þurfti hinn tónvissi og músíkalski stórfor- stjóri að hafa nokkuð fyrir því að halda söngbróður sínum við rétta lagið. En það gerði hann mildi- lega og ávirðingarlaust. Frá mörgu mætti segja, en rúm gefst ekki nú. En vonandi má síðar rifja þau gleðiríku efni upp. Við Ástríður kveðjum Hörð er hann heldur úr húsi héðan að loknu svo góðu dagsverki. Það væri líkast honum að hafa und- irbúið framhaldið eins vel og verða má. Í góðri vissu um það kveðjum við Hörð Sigurgestsson og þökkum þeim Áslaugu fyrir vináttu sem aldrei bar skugga á. Davíð Oddsson. Farinn er góður vinur minn, Hörður Sigurgestsson. Við Hörður kynntumst þegar hann starfaði á fjárlaga- og hagsýslu- skrifstofu fjármálaráðuneytis- ins. Ég var aðstoðarfram- kvæmdastjóri Ríkisspítala á þeim tíma. Þá eins og nú þurftu sjúkrahúsin mikla aðstoð og ráðgjöf frá hagsýslunni. Hörður var harður í horn að taka en allt- af ráðagóður og jákvæður. Þeg- ar ég var orðinn forstjóri Rík- isspítalanna leituðum við heilmikið til hans. Hörður var þá að endurskipuleggja Eim- skipafélagið. Hann og félagar hans tóku upp nýja aðferð við stefnumótun auk þess sem þeir skiptu Eimskipafélaginu upp í svið. Hvort tveggja tókum við upp fyrir spítalana. Mér sýnist sviðaskiptingin enn lifa góðu lífi á Landspítala háskólasjúkra- húsi. Þetta staðfestir hve fram- sýnn og nýjungagjarn stjórn- andi Hörður var. Hann gat hugsað út fyrir boxið og fundið aðferðir sem virkuðu. Það var gaman að fylgjast með stjórnunaraðferðum Harðar. Veikleikar og styrkleikar hverr- ar ákvörðunar voru metnir og engin ákvörðun tekin án slíkrar greiningar. Það var líka athygl- isvert að fylgjast með því hvernig hann valdi sína samstarfsmenn. Það voru frábærir einstaklingar í hverju starfi. Ég sat í stjórn Stjórnunar- félags Íslands undir formennsku Harðar. Því starfi sinnti hann af hugsjón og vildi að félagið biði framtíðarstjórnendum í íslensku atvinnulífi fræðslu af bestu gæð- um og á heimsvísu. Þar fann maður vel hversu markviss Hörður var í sínum ákvörðunum. Hann var áreiðanlega einhver heilsteyptasti og grandvarasti stjórnandi sem þjóðin hefur átt. Ég sat einnig með Herði í stjórn Rotary-klúbbs Reykja- víkur. Þar skein í gegn hversu flinkur Hörður var í félags- málastarfi. Það hefur vafalítið komið honum að góðu gagni m.a. í kjarasamningum og ef- laust Sjálfstæðisflokknum líka en þar var hann í forystusveit. Hann sinnti líka vel málefnum Háskóla Íslands. Ég reyndi margoft að fá hann til að gefa kost á sér til setu í stjórn spít- alanna án árangurs. Hörður var með mikla bíla- dellu og naut þess að keyra góða bíla, hér heima og erlendis, bæði hratt og langt. Hann hafði líka gaman af ævintýraferðum. Við fórum í nokkrar slíkar ferðir sem voru frábærar og geymast í minningunni. Mér er í fersku minni ferð að baki Tindfjalla þeg- ar Áslaug gekk áfram nokkur skref, leiðina sem við áttum ófarna. Hún leit ofan í ána sem var tær og vel sást í stórt grjótið sem við þurftum að aka yfir og síðan upp á klettinn sem slútti yf- ir þannig að erfitt var að sjá að þakið á jeppanum kæmist í gegn. Áslaug kom svo til baka, horfði á okkur og spurði hvort við ætl- uðum þessa leið. Þegar við játt- um því, hristi hún höfuðið, brosti og hló sínum smitandi hlátri. Allt var þetta partur af ævintýrinu. Nú er þessi hindrun horfin en kletturinn hrundi í jarðskjálftan- um um aldamótin. Það hefur verið frábært að eiga Hörð og Áslaugu að vinum, njóta með þeim ánægjulegra samverustunda og fá að hitta börn þeirra og tengdabörn. Harðar er og verður áfram sárt saknað. Við Elín sendum ykkur öllum hugheilar samúðarkveðjur. Minningin lifir um frábæran leið- toga og vin. Davíð Á. Gunnarsson. Ég kynntist Herði Sigurgests- syni 1982 þegar ég hóf störf hjá Eimskip, fyrst sem sumarstarfs- maður og síðar í ýmsum störfum í um tvo áratugi. Þegar Hörður kom að Eim- skip breyttist mikið, bæði flutn- ingatæknilega og stjórnunarlega. Það voru því forréttindi að fá að taka þátt í þessum breytingum með góðum hópi fólks sem vann af heilum hug við að gera þetta óskabarn þjóðarinnar að forystu- fyrirtæki á íslenskum og alþjóð- legum markaði. Hörður innleiddi margar nýj- ungar í stjórnun, var óhræddur við að ná í utanaðkomandi þekk- ingu til að hjálpa okkur að breyta hlutum, bæði rekstrarlega, markaðslega og fjárhagslega. Fyrir okkur sem tókum þátt í þessari vinnu var þetta ómetan- legur skóli á sama tíma og félagið var sterkt fjárhagslega og mark- aðslega. Það voru margir starfsmenn sem náðu að taka þátt í þessu starfi og urðu eftirsóttir af öðr- um fyrirtækjum sem nýttu sér þá þekkingu sem þeir höfðu byggt upp hjá Eimskip undir for- ystu Harðar. Hörður var því forystumaður í rekstri og stjórnun og margir í atvinnulífinu nutu þess. Við Hörður ferðuðumst mikið saman, bæði reglulegar ferðir til að fylgjast með rekstri erlendis, sem og ýmsar ferðir til að kanna nýja markaði. Ofarlega í huga mínum eru ferðir upp úr 1990 þegar við unnum að nýjum land- vinningum fyrir Eimskip. Við ferðuðumst m.a. um allan Noreg og um Kólaskaga, en þá hafði Kólaskagi nýlega opnast fyrir umferð frá vestrinu. Mér er minnisstætt á leiðinni frá Kirkenes til Murmansk þegar við ókum fram hjá vegamótum að Petsamó. Ég heyrði það oft á Herði að hann sá eftir því að við hefðum ekki ekið niður að höfn- inni í Petsamó og séð staðinn sem Esjan fór frá með Íslend- inga af Norðurlöndum í upphafi stríðsins, en Hörður var mjög áhugasamur um sögu seinna stríðs. Ferðir okkar um Græn- land á þessum tíma eru einnig efni í góðar sögur og minningar. Hin síðari ár höfum við Þórður Sverrisson og Hörður hist nokk- uð reglulega og fengið okkur te, rætt um nútíð og fortíð, en Hörð- ur fylgdist vel með öllum rekstri, og þá sérstaklega með skipa- rekstri og flugi, en þar fór okkar áhugi saman. Þetta voru góðar stundir. Um leið og við Aðalheiður vottum Áslaugu og fjölskyldunni samúð vil ég þakka fyrir sam- vinnu og vináttu í tæp 40 ár. Erlendur Hjaltason. Í dag kveðjum við sterkan merkisbera, einn af traustustu og öflugustu forystumönnum at- hafnalífsins á s.hl. tuttugustu aldar. Þegar Hörður Sigurgestsson er kvaddur hvarflar hugurinn að mjög farsælli, yfir 20 ára stjórn Harðar á Eimskipafélagi Íslands. Árið 1979 var Hörður ráðinn for- stjóri Eimskipafélagsins og alda- mótaárið 2000 skilaði hann af sér mjög öflugu félagi á íslenskan mælikvarða. Hörður var sterkur stjórnandi en hann hafði einnig þá farsælu gáfu að laða að sér góða samstarfsmenn. Hann kunni þá list að treysta sínum samstarfsmönnum fyrir ábyrgð. Hörður var vissulega boðberi nýrra stjórnunarhátta hérlendis. Margir hans nánustu samstarfs- manna, í dag þjóðþekktir at- hafnamenn, nutu ungir trausts, víðsýni og handleiðslu Harðar. Hörður leiddi félagið til fram- fara með sterkri stefnumótun, hjálp nýrrar upplýsingatækni og skilvirkum vinnubrögðum. Sam- hent og náin samvinna Harðar við framsýna stjórnarformenn félagsins auðveldaði Herði og hans teymi að takast á við mikla og stórhuga uppbyggingu fé- lagsins. Má þar m.a. nefna fram- hald uppbyggingar í Sundahöfn, gámavæðingu, endurnýjun skipastólsins og markvissa upp- byggingu starfsstöðva Eimskips erlendis. Undir lok starfsferils Harðar skilaði erlend starfsemi félagsins fjórðungi af árlegum tekjum félagsins. Eimskipa- félaginu höfðu verið sett mark- mið, félagið breyttist úr hefð- bundnu skipafélagi í alhliða flutningafyrirtæki með sérhæf- ingu í kæli- og frystiflutningum. Stórhugur, ráðdeild og sterk framtíðarsýn Harðar voru við stjórnvölinn allan hans tíma. Eimskipafélagið var meðal fyrstu félaga sem skráð voru á Verðbréfaþingi Íslands. Hluthöf- um fjölgaði í þessu stóra almenn- ingshlutafélagi, hróður stjórn- andans fór víða og á hann hlóðust fjölmörg ábyrgðarstörf. Eim- skipafélag Íslands var um alda- mótin svo umsvifamikið að mörg- um þótti nóg um en starfsmenn og hluthafar nutu góðs af vexti félagsins. Frá námsárum hafði hugur Harðar tengst flugsamgöngum. Sem fulltrúi Eimskips var Hörð- ur 20 ár í stjórn Flugleiða, þar af 12 ár sem formaður. Hafði reyndar áður verið fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs Flugleiða svo segja má að hann hafi í stjórninni verið á heima- velli. Framsýni og eðlislægri stjórnfestu formannsins fengu stjórnarmenn Flugleiða á þess- um árum að kynnast svo og sér- lega traustri samvinnu Harðar og forstjóra Flugleiða. Ótalin er þá aðkoma Harðar að stjórnum félaga sem tengdust ýmist starfsvettvangi hans eða áhugasviði. Víða markaði Hörður spor. Reglubundin samskipti okkar Harðar lágu saman þann tíma sem undirritaður sat í stjórn Eimskipafélagsins. Þar kynntist ég skipulögðum vinnubrögðum hans og góðum undirbúningi fyr- ir stjórnarfundi. Upplýsinga- flæðið var greinargott og hnit- miðað. Kjarni viðfangsefnisins var ekki hulinn hismi og rökfesta Harðar var skýr. Lífsfylling og ánægja Harðar fólst í að ná árangri. Hlutverki forstjóra tengdust vinnuferðir til erlendra starfsstöðva og mót- tökur viðskiptavina, hérlendis Hörður Sigurgestsson Morgunblaðið/Kristinn Hörður Sigurgestsson, stjórnarformaður Flugleiða, á aðalfundi félagsins árið 2003.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.