Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 40
Kvennakór Suðurnesja heldur tón- leika annað kvöld kl. 20 í Stapa í Hljómahöllinni í Njarðvík og bera þeir yfirskriftina Dívur. Kórinn mun, ásamt hljómsveit, heiðra söng- konur og verða sungin lög sem þekktar söngdívur hafa gert vinsæl. Hera Björk mun syngja með kórn- um og verða m.a. flutt lög Tinu Turner, Adele og fleiri söngdrottn- inga. Stjórnandi er Dagný Þórunn Jónsdóttir. Lög sem söngdívur hafa gert vinsæl MÁNUDAGUR 6. MAÍ 126. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Íslandsmeistarar Vals urðu að bíta í það súra epli að tapa fyrir KA, 1:0, í annarri umferð Pepsi Max- deildarinnar í knattspyrnu í gær. Meistararnir hafa þar með aðeins hlotið eitt stig í tveimur fyrstu leikjum deildarinnar. KR-ingar tóku Eyjamenn í karphúsið í Vestur- bænum, 3:0. Allt um aðra umferð Pepsi Max-deildarinnar. »34-35 Meistararnir byrja mótið með lágflugi ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Haukar eru komnir með yfirhöndina í viðureigninni við ÍBV í undan- úrslitum Íslandsmóts karla í hand- knattleik eftir sigur í þriðju viður- eign liðanna í Hafnarfirði í gær, 32:27. Haukar hafa tvo vinninga en ÍBV einn. Næsta viðureign liðanna verður í Vestmannaeyjum á mið- vikudaginn. Grétar Ari Guðjónsson, markvörður Hauka, reyndist Eyja- mönnum óþægur ljár í þúfu, ekki síst í síðari hálfleik. Alls varði hann 24 skot, sem er nærri 50% hlutfalls- markvarsla. »32 Grétar fór á kostum og Haukar komnir yfir Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Alexandrea Rán Guðnýjardóttir byrjaði að æfa kraftlyftingar í jan- úar 2018 og er nú á leið á heims- meistaramót í Tókýó í maí næst- komandi. Hún setti sitt fyrsta Íslandsmet í bekkpressu eftir að hafa æft kraftlyftingar í einungis átta mánuði. Nú á Alexandrea Íslandsmetið í bekkpressu í klassískum kraftlyft- ingum, en hún tvíbætti það í febrúar síðastliðnum. „Ég var ekki mikið í íþróttum og hafði engan áhuga á því að hreyfa mig,“ segir Alexandrea og bætir við að hún hafi fyrst byrjað í fjarþjálfun í janúar 2017 til þess að grennast. „Það var upphaflega ástæðan en það er ekki einu sinni hluti af þessu lengur.“ Eftir að hún byrjaði að æfa kraft- lyftingar ári seinna tók hún eftir því að hún var áberandi góð í bekk- pressu. Síðan greindist hún með gigt sem gerði það að verkum að hún gat ekki tekið hnébeygju né réttstöðulyftu. „Svo ég ákvað að ein- beita mér að bekknum,“ segir hún. Á bikarmóti í kraftlyftingum í febrúar síðastliðnum lyfti hún 70 kílóum í -57 „junior“-flokki í klass- ískri bekkpressu og setti þar með Íslandsmet. Ásamt því öðlaðist hún rétt til þátttöku á heimsmeistara- móti í kraftlyftingum sem fram fer í Tókýó hinn 14. maí. Stórt stökk að fara á heimsmeistaramót „Ég er mjög spennt – ég er að fara hinum megin á hnöttinn og þetta er einstakt tækifæri. En á sama tíma er ég smá feimin. Ég er svo ný í þessu og svo er ég allt í einu á leiðinni á heimsmeistaramót. Þetta er svo stórt stökk að ég er ennþá að sannfæra sjálfa mig um að ég eigi heima þarna. Undirbúning- urinn gengur samt sem áður mjög vel og æfingarnar vonum framar, þetta verður mögnuð lífsreynsla,“ segir Alexandrea. Hún segir að kraftlyftingarnar hafi jákvæð áhrif á alla þætti heils- unnar, stuðli að vellíðan og styrki persónuna. Þar að auki auðveldi þær henni að takast á við áskoranir. „Það er eitthvað við það að lyfta þungum lóðum sem lætur manni líða eins og maður geti allt,“ segir hún. Eiga stelpur erfiðara með að byrja að æfa kraftlyftingar en strákar? Þótt við séum komin ótrúlega langt sem samfélag er alltaf þessi undirliggjandi hræðsla hjá stelpum um að ef þær lyfta þungum lóðum verði þær of stórar. En ég er 55 kg – ég er gangandi ímynd þess að það er ekki tilfellið, ekki einu sinni pínu- lítið,“ segir Alexandrea í léttum tón. Ljósmynd/Theódór Kristinn Þórðarson Æfing Alexandrea er á leið á heimsmeistaramót í kraftlyftingum í Tókýó í maí en hún er tiltölulega ný í greininni. Hún tvíbætti Íslandsmet í febrúar. „Allt í einu á leiðinni á heimsmeistaramót“  Alexandrea hefur æft kraftlyftingar í eitt og hálft ár og heldur brátt á heimsmeistaramót  Tvíbætti Íslandsmet Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC Langar þig í ný gleraugu? Það fyrsta sem Marilyn Monroe leikkona tók eftir þegar hún hitti Arthur Miller rithöfund, voru gleraugun!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.