Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 9
Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Áætlað er að eftir næstu mánaðamót verði hægt að hefja útboð vegna uppbyggingar skíðasvæðisins í Blá- fjöllum. Fyrirhugaðar framkvæmdir geti þá vonandi hafist sem fyrst, en stefnt er að því að ný stólalyfta verði risin á næsta ári. Um er að ræða nýjan Gosa, 400 metra langa stóla- lyftu, sem kemur í stað núverandi lyftu. Þá á að hefja framkvæmdir við uppbyggingu snjóframleiðslukerfis, sem verður þó ekki tilbúið fyrir næsta vetur. Uppbygging svæðisins, sem áætluð er allt til ársins 2030, er ekki háð umhverfismati samkvæmt ákvörðun Skipulagsstofnunar. Alls er gert ráð fyrir að reisa sjö nýjar lyftur á svæðinu fram til ársins 2030. Í fyrra var tilkynnt að sveit- arfélögin á höfuðborgarsvæðinu myndu á næstu árum ráðast í end- urnýjun á skíðasvæðum sem sveit- arfélögin reka sameiginlega. Kostn- aður var áætlaður 3,6 milljarðar. Auk nýs Gosa á að reisa nýja Drottningu árin 2021-2022, 900 metra stólalyftu og verður núver- andi lyfta tekin niður í kjölfarið. Þá verður sett upp 480 metra löng diskalyfta við brettasvæðið. Tvær diskalyftur verða settar upp í Eld- borgargili í stað núverandi lyftu og mun önnur nýtast sem tengilyfta yf- ir í Kóngsgil. Einnig verður reist ný diskalyfta fyrir byrjendur við Blá- fjallaskála og Borgarlyfta verður lengd um allt að 70 metra. Þá er gert ráð fyrir að snúa byrjendalyftu í Sól- skinsbrekku og staðsetja aðra sams- konar diskalyftu við hlið hennar. Samhliða nýjum skíðalyftum er gert ráð fyrir að stækka svæðið und- ir skíðabrekkur. Núverandi svæði er um 53 hektarar og gert er ráð fyrir að bæta 15 hektara svæði við á fram- kvæmdatímanum. Þá á að leggja nýja tvöfalda skíðagönguleið í um 2 km langan hring sem verður tíu metra breið og áætlað er að hún verði raflýst. Og gert er ráð fyrir að setja upp snjóframleiðslukerfi í tveimur áföngum, fyrst á Heima- torfu og síðar við Suðurgil. Aðsókn gæti aukist um helming Alls bárust 14 umsagnir til Skipu- lagsstofnunar um fyrirhugaðar framkvæmdir. Meðal þess sem lýst var yfir voru áhyggjur vegna ná- lægðar við vatnsverndarsvæði. Í svörum framkvæmdaraðila kom meðal annars fram að í útboðs- gögnum yrðu gerðar kröfur til verk- taka um meðferð olíuefna á svæðinu. Einnig yrði aflað leyfis frá heilbrigð- iseftirliti um notkun efna í vegstæði, tímasetningu framkvæmda og stað- setningu vinnubúða svo eitthvað sé nefnt. Þá verða borholur sem gerðar verða vegna vatnsöflunar til snjó- framleiðslu rannsakaðar og mæl- ingar á ábyrgð rekstraraðila skíða- svæðisins, en ólíklegt er talið að framkvæmdir hafi neikvæð áhrif á grunnvatn á svæðinu. Áætlað er að með tilkomu snjó- framleiðslu muni heildaraðsókn aukast um 50% miðað við núverandi aðstæður og að gestir á skíðasvæð- inu verði um 60 þúsund að meðaltali á ári. Þrátt fyrir það er óvíst hvort heildarfjöldi gesta yfir staka daga verði meiri, en með fleiri opnunar- dögum geti aðsóknin dreifst og orðið jafnari. Hætta á umhverfisslysum þurfi því ekki að aukast þrátt fyrir aukna umferð um svæðið. Ef mengunarvarnir við aðkomu og á bílastæðum skíðasvæðisins verði tryggðar sé vandséð að aukin aðsókn að svæðinu breyti miklu hvað varðar líkur á mengun grunn- vatns. Sjö nýjar lyftur í Bláfjöllum á næstu árum  Framkvæmdir vegna uppbyggingar á skíðasvæði ekki háðar umhverfismati Framtíðarsvæði Bláfjalla 2024 FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Til í mörgum stærðum og ge Nuddpottar Fullkomnun í líkamlegri vellíðan rðum Vagnhöfða 11 | 110 Reykjavík | www.ofnasmidja.is | sími 577 5177 Ein öflugustu meltingarensím ámarkaðnum í dag ● Ensím eru nauðsynleg fyrir meltingu og öll efnaskipti líkamans. ● Betri melting, meiri orka! ● Inniheldur ATPro (ATP (orkuefni líkamans), Magnesíum Citrate, Coensime Q10, Phytase). ● Söluhæsta meltingarvaran í Bandaríkjunum. ● 100% vegan hylki. Án fylliefna, bindiefna eða annarra flæðiefna. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og og í heilsuhillum stórmarkaða Mér finnst gott að fá mér bjór með pizzu en því miður þá verð ég alltaf útþaninn eftir það. Ég að prófaði að taka „Digest Gold“ fyrir máltíðina og viti menn, það bara svínvirkaði! Haraldur Egilsson, 47 ára sjómaður og ævintýragjarn matgæðingur Það bara svínvirkaði! Digest Gold Ensím geta hjálpað til við að slá á óþægindi svo sem,loftmyndun, uppþembu, meltingartruflanir og meltingaróreglu Yfir hundrað ungir hestamenn komu saman í TM-reiðhöllinni í Víðidal um helgina þegar sýningin Æskan og hesturinn var haldin þar. Börn á öllum aldri og á öllum stig- um hestamennskunnar komu þar saman og sýndu ýmis atriði. Hesta- mannafélögin á höfuðborgarsvæð- inu, Fákur, Hörður, Máni, Sprettur og Sörli, sendu öll sitt sýningarfólk. Sýningin er haldin árlega og er há- punktur vetrarstarfsins hjá ungum og upprennandi knöpum. Æskan ann hestinum Ljósmynd/Aðsend Tölvuteiknuð mynd/Landslag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.