Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 34
34 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Pepsi Max-deild karla HK – Breiðablik........................................ 2:2 KA – Valur ................................................ 1:0 KR – ÍBV................................................... 3:0 Grindavík – Stjarnan ............................... 1:1 Fylkir – ÍA ................................................ 2:2 Staðan: Fylkir 2 1 1 0 5:2 4 KR 2 1 1 0 4:1 4 ÍA 2 1 1 0 5:3 4 Breiðablik 2 1 1 0 4:2 4 FH 1 1 0 0 2:0 3 KA 2 1 0 1 2:3 3 Stjarnan 2 0 2 0 2:2 2 Víkingur R. 1 0 1 0 3:3 1 Valur 2 0 1 1 3:4 1 HK 2 0 1 1 2:4 1 Grindavík 2 0 1 1 1:3 1 ÍBV 2 0 0 2 0:6 0 Inkasso-deild karla Leiknir R. – Magni ................................... 4:1 Þór – Afturelding ..................................... 3:1 Keflavík – Fram ....................................... 2:1 Fjölnir – Haukar ...................................... 2:1 Víkingur Ó. – Grótta ................................ 2:0 Þróttur R. – Njarðvík .............................. 2:3 2. deild karla ÍR – Leiknir F .......................................... 2:2 Selfoss – Vestri ......................................... 1:2 Víðir – KFG............................................... 2:1 Fjarðabyggð – Tindastóll ........................ 3:0 Kári – Völsungur ...................................... 4:0 Þróttur V. – Dalvík/Reynir...................... 2:3 3. deild karla Reynir S. – Sindri ..................................... 3:1 KH – Augnablik........................................ 3:3 Skallagrímur – Einherji .......................... 2:1 Álftanes – KF ........................................... 1:1 Kórdrengir – Höttur/Huginn.................. 2:1 Mjólkurbikar kvenna Þróttur R. – Fjölnir.................................. 3:1 Sindri – Fjarðab/Hött/Leiknir................ 4:0 Úrslitakeppni EM U17 karla Leikið á Írlandi, C-riðill: Rússland – Ísland..................................... 2:3 Sjálfsmark 17., Jón Gísli Eyland Gíslason 28., Andri Lucas Guðjohnsen 32.. Ungverjaland – Portúgal......................... 1:0  Ísland mætir Ungverjalandi á morgun. Þýskaland Hoffenheim – Wolfsburg ........................ 0:1  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn með Wolfsburg sem er meistari. Frankfurt – Leverkusen......................... 4:2  Sandra María Jessen lék allan leikinn með Leverkusen. Frakkland Nantes – Dijon.......................................... 3:0  Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá Dijon. Bandaríkin Utah Royals – Chicago............................ 1:0  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan leikinn með Utah og lagði upp sigurmarkið. KNATTSPYRNA FÓTBOLTINN Björn Már Ólafsson Arnar Þór Ingólfsson Stefán Stefánsson Einar Sigtryggsson Víðir Sigurðsson Leikur Fylkis og ÍA var svo sann- arlega leikur tveggja hálfleika. Í fyrri hálfleik var ÍA mun betri að- ilinn. Liðið stillti upp í skemmti- legri 3-4-3 uppstillingu og press- uðu Fylkismenn hátt uppi á völlinn. Varnarmenn Fylkis áttu ekki sjö dagana sæla fyrstu mín- úturnar og gerðu nokkur mistök sem Skagamenn nýttu sér og komust í 0:1. Í síðari hálfleik kom mun sterk- ara Fylkislið inn á völlinn. Hin ógnarsterka miðja liðsins tók loks- ins við sér og hélt boltanum mun betur en í fyrri hálfleiknum. Miðja Fylkis er sterkasti liðshlutinn og verður hún að stíga upp þegar á reynir í sumar og smita reynslu sinni yfir á restina af liðinu. Sér- staklega Sam Hewson steig upp í síðari hálfleik eftir dapran fyrri hálfleik og stoðsending hans á Ca- stillion í 2:1 markinu var af- skaplega snotur á að horfa. Sóknarleikur Fylkis var stirður á löngum köflum. Castillion var einangraður í fyrri hálfleik og komst lítið í takt við leikinn. Raunar stóð til að skipta honun af velli einmitt þegar hann ákvað að taka málin í sínar hendur og kom liðinu í 2:1. Skagamenn sýndu á sér góðar og slæmar hliðar. Þegar þeir pressa stíft og vinna einvígi, þá er ekkert lið á landinu sem vill mæta þeim. En eitthvað varð til þess að þeir misstu dampinn um miðjan leik í gær. Þeir voru lengi að vinna sig inn í leikinn aftur en aft- ur á móti sýndu þeir mikinn kar- akter að jafna í blálokin. Það er það jákvæða sem þeir verða að taka með sér úr þessum leik. Þolinmæðisverk hjá KR Eftir að KR komst loks í for- ystu gegn ÍBV á Meistaravöllum í gær, þegar 55 mínútur voru liðnar af leiknum, var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda. KR-ingar fundu taktinn eft- ir markið og saumuðu að bitlaus- um Eyjamönnum það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 3:0 og sigur KR afar sanngjarn. Leikurinn var mjög bragðdauf- ur í fyrri hálfleik. Eyjamenn lágu til baka og beittu skyndisóknum og voru nokkuð ógnandi í upp- hlaupum sínum. KR var meira með knöttinn en leikmenn liðsins áttu í erfiðleikum með að skapa sér opin færi. Rúnar Kristinsson þjálfari KR sagði í samtali við Morgunblaðið eftir leik að sínir menn hefðu ver- ið hægir og fyrirsjáanlegir í fyrri hálfleik og hægt er að taka undir það. Í síðari hálfleik var þó allt annað að sjá liðið, með Óskar Örn Hauksson fremstan í flokki. Eyja- menn réðu illa við snerpu hans. Rafel Veloso í marki Eyja- manna stóð sig heilt yfir vel í leiknum og varði glæsilega frá Ægi Jarli Jónassyni af stuttu færi í fyrri hálfleik. Mörkin þrjú skrif- ast ekki á Portúgalann. ÍBV hefur nú fengið á sig sex mörk í fyrstu tveimur umferðum Íslandsmótsins og hefur ekki enn náð að skora í deildinni, sem er ekki gæfulegt. Pedro Hipólito þjálfari liðsins segist þó ekki hafa áhyggjur, heldur verði hans menn einungis að halda áfram að leggja sig fram og að þá fari stigin að safnast saman. Hnémeiðsli fyrirliðans Sindra Snæs Magnússonar eru þó mögu- lega áhyggjuefni fyrir ÍBV, en Sindri Snær fer í segulómun í dag og þá kemur í ljós hvað amar að honum. Tvö töpuð stig „Við komum hingað til að vinna og lítun á þessi úrslit sem tvö töp- uð stig, það er alveg á hreinu,“ sagði Guðmundur Steinn Haf- steinsson, sem skoraði mark Stjörnunnar í 1:1 jafntefli gegn Grindavík suður með sjó í gær- kvöld. Það má alveg taka undir það, sérstaklega ef fyrri hálfleikur er bara skoðaður því gríðarlegur þungi var í sóknarleik Garðbæinga en það skilaði bara nokkrum fær- um þegar upp var staðið. Grindvíkingar voru síður en svo sannfærandi í þessum leik, færðu sig of aftarlega í byrjun og réðu síðan ekki við að fikra sig framar og ekkert að frétta í sókninni því það voru nánast engin tengsl milli varnar og sóknar. Reyndar ótrú- lega oft sem sendingar fóru á mót- herja á auðum sjó. Vladan Djo- gatovic, markmaður þeirra, var góður, bjargaði mörgun sinnum vel og Gunnar fyrirliði Þor- steinsson barðist af krafti á miðj- unni. Garðbæingar voru aftur á móti ákveðnir, vörnin hélt vel, miðjuna áttu þeir og svo herjuðu sókn- armenn svo rækilega á vörn heimamanna enda fengu þeir færi, eða öllu heldur voru mjög nálægt því að koma sér í örugg færi. Sóknin með Gunnar Þorvaldsson og Guðmund Stein Hafsteinsson var öflug, það má jafnvel segja að þeir hafi haldið vörn Grindavíkur svo mikið við efnið, að lítið hafi verið um sóknarleik – aðeins að koma boltanum út úr vörninni. Er leið á seinni hálfleik dró úr krafti gestanna. „Við viljum skora meira heldur en hefur verið að gerast í síðustu leikjum okkar, bú- um til að ágætis færi og stöður en þurfum aðeins að fínpússa þetta. Það gerist oft í fótbolta þegar maður er yfir og fer að hugsa um að verja einhverja stöðu í stað þess að halda áfram svo við getum alveg verið smá svekktir í leikslok fyrir að tapa þessum tveimur stig- um,“ bætti Guðmundur Steinn við. KA lokaði á Valsmenn Íslandsmeistarar Vals eru enn hikstandi í Pepsi Max-deildinni en KA-menn lögðu Val á Greifavell- inum á Akureyri í gær. Leikurinn var mjög spennandi en víta- spyrnumark frá Hallgrími Mar Steingrímssyni skildi að i lokin. KA vann 1:0 eftir mikla spennu. Fékk KA sín fyrstu stig en Vals- menn eru aðeins með eitt stig eft- ir tvo fyrstu leiki sína. Það sem einkenndi leikinn var Meistararnir fóru tóm  ÍA jafnaði í lokin í Árbæ  Stórsigur hjá KR-ingum  Töpuð stig í ferð til Grindavíkur  Jafntefli í Kórnum Barátta Viktor Jónsson, leikmaður ÍA, og Helgi Valur Daníelsson, Fylkismaður t.h. Viktor meiddist rétt fyrir leikslok og var fluttur með sjúkrabíl til athugunnar. HK – Breiðablik 2:2 1:0 Ásgeir Marteinsson 46. 2:0 Björn Berg Bryde 50. 2:1 Thomas Mikkelsen 89. 2:2 Viktor Örn Margeirsson 90. MM Björn Berg Bryde, HK M Ásgeir Marteinsson, HK Hörður Árnason, HK Ólafur Örn Eyjólfsson, HK Atli Arnarson, HK Viktor Örn Margeirsson, Breiðab. Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðab. Alexander H. Sigurðarson, Breiðab. Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinsson, 7. KA – Valur 1:0 1:0 Hallgrímur M. Steingrímss. 54. (víti) M Haukur Heiðar Hauksson, KA Torfi Tímóteus Gunnarsson, KA Callum Williams, KA Almarr Ormarsson, KA Ýmir Már Geirsson, KA Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA Elfar Árni Aðalsteinsson, KA Hannes Þór Halldórsson, Val Sebastian Hedlund, Val Einar Karl Ingvarsson, Val Dómari: Þorvaldur Árnason, 7. KR – ÍBV 3:0 1:0 Pálmi Rafn Pálmason 55. 2. umferðin – mörkin og M-gjöfin Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.