Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Nú í vikubyrjun hefst sala SÁÁ á Álfinum, en sem endranær er ágóðanum varið til þess að styrkja vímuefnameðferð fyrir ungt fólk. Nærri lætur að á bak við um 2200 innritanir á sjúkrahúsið Vog sé helmingurinn fólk 35 ára og yngra. Er þá ekki talið með fólk sem eingöngu nýtir sér göngudeild eða aðra þjónustu. „Síðustu ár höfum við leitast við að efla þjónustu okkar við yngsta aldurshópinn,“ segir Val- gerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir SÁÁ. „Í hópi sjúklinga hefur fólki 18 – 25 ára þó verið að fækka sem ég þakka meðal annars öflugu for- varnarstarfi. Árin 2017-2018 kom bakslag vegna aukningar í notkun ópíóíða, það er sterkra ávanabind- andi verkjalyfja sem hluti fólks sprautar í æð. Var það að hluta or- sök nokkurra dauðsfalla ungs fólks. Þar var talað um fíkni- faraldur sem góðu heilli virðist hafa gengið til baka að nokkru, að minnsta kosti frá síðasta sumri.“ Ópíóðafaraldur spegilmynd af ástandi erlendis Fíknifaraldurinn segir Val- gerður að hafi verið spegilmynd af ástandinu erlendis. Í Bandaríkj- unum hafi notkun ávanabindandi ópíóíða að undanförnu verið far- aldur sem stráfelli unga fólkið þar. Hér heima hafi verið brugðist við þessu með ýmsum ráðum, m.a. hafi SÁÁ sem fyrr haft yngsta fólkið í algjörum forgangi og vilji gera slíkt hið sama fyrir alla að 25 ára aldri. „Unga fólkið á ekki að þurfa að bíða eftir innlögn eða annarri hjálp,“ segir Valgerður. „Ópíóíðar sem fólk sprautar í æð eru ýmist komnir frá læknum eða með ólög- legum innflutningi og eru seldir ólöglega. Flestir hérlendis sem fara í svo alvarlega neyslu að sprauta ópíóíðum, hafa áður gert hið sama með örvandi vímuefnum eins og amfetamíni, methylpheni- date og kókaíni. Til er gagnreynd lyfjameðferð gegn alvarlegri ópíóíðafíkn sem hefur sannað gildi sitt og fleiri lausnir sem við störf- um samkvæmt. Lyfjameðferðin hefur verið veitt hjá SÁÁ frá göngudeild á Vogi síðan 1999 og verið aukning í henni síðustu ár vegna þessarar auknu neyslu.“ Yngsti hópurinn í blandaðri neyslu Á sjúkrahúsið Vog kemur fólk í misjöfnum vanda og er það af báðum kynjum og á öllum aldri. Að gefnu tilefni hefur þótt þörf á meiri aðgreiningu í hópnum. Í fyrra ákvað SÁÁ að hætta að taka börn yngri en átján ára í vímuefna- meðferð á Vog en þó ekki fyrr en önnur lausn væri fundin fyrir þennan hóp sem heilbrigðis- ráðherra hefur boðað að verði um mitt þetta ár. Þangað til eru börnin tekin inn og eru þau níu talsins það sem af er líðandi ári. „Algengast er að yngsti hópurinn sé í kannabisneyslu en langoftast er neyslan blönduð. Stór hluti notar einnig örvandi vímuefni – og ópíóíðar og áfengi geta líka verið í dæminu. Ungmennin eru oft upp á foreldra sína komin, þá gjarnan hætt í vinnu eða skóla og neysla komin á hættulegt stig. Inn- grip og aðstoð er því mikilvæg, svo unga fólkið geti nýtt sína hæfileika og möguleika á að skapa sína eigin framtíð,“ segir Valgerður sem tel- ur umræðu dagsins um vímuefni vera áhyggjuefni. Sá áróður sé rekinn að neysla á kannabis sé ekki skaðleg og jafnvel gagnleg og læknandi. Þó skorti mikið á vís- indaleg gögn sem sýni fram á gagnsemi. Neikvæðar afleiðingar séu dagljósar. Viðhorf breytt en skaðsemi söm „Viðhorf almennings hafa breyst en skaðsemi efnanna er hin sama. Neysla á kannabis skerðir vitsmunalega getu fólks, það er ávanabindandi fíkniefni og getur valdið geðröskunum,“ segir Val- gerður sem undirstrikar mikilvægi Álfsins fyrir fjárhag SÁÁ. Fram- lag ríkisins til samtakanna og starfs þeirra sé á ári hverju liðlega 900 millj. kr. og nú í ár verði 100 millj. kr. bætt við, fjármunum sem fara til göngudeildarþjónustu. Álf- urinn skili svo framlagi sem fari sem endranær til verkefna í þágu ungs fólks. „Mikilvægt er að sinna ungum foreldrum. Einnig hefur verið veitt árum saman sálfræðiþjónusta fyrir börn fólks með fíknisjúkdóma, án framlags frá ríkinu, og það er ein- mitt sá hópur sem mikilvægast er að beina að forvörnum og sinna. Í fíknilækningum eru alltaf að koma fram nýjungar; lyf og önnur inn- grip. En það skiptir líka máli að efla áhugahvöt fólks; mæta ein- staklingnum þar sem hann er og hjálpa til breytinga sem hann sér fyrir sér sjálfur. Hjálpa fólki til að axla ábyrgð á lífi og heilsu í krafti getu og styrks. Sé það ekki gert sé hætta á bakslagi og að sjúkdóm- urinn nái tökum á viðkomandi að nýju,“ segir Valgerður. Álfasala SÁÁ er að hefjast Morgunblaðið/Sigurður Bogi Yfirlæknir Hjálpa á fólki til að axla ábyrgð á lífi og heilsu í krafti eigin getu og styrks, segir Valgerður Rúnarsdóttir um meðferðarstarfið. Fíknifaraldur gengur til baka Valgerður Rúnarsdóttir fædd- ist árið 1964. Lauk prófum frá læknadeild Háskóla Íslands ár- ið 1992. Nam í framhaldinu lyf- og fíknilækningar í Bandaríkj- unum. Hefur starfað hjá SÁÁ í 19 ár, yfirlæknir frá 2017. Hver er hún?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.