Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Sálm. 16.1-2 biblian.is Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Ég segi við Drottin: „Þú ert Drottinn minn, ég á engin gæði nema þig.” ✝ Þórir Geir-mundarson fæddist í Stykk- ishólmi 8. október 1927. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Droplaug- arstöðum 18. apríl 2019. Þórir giftist hinn 27. desember 1952 Kristrúnu Skúladóttur, f. 8. febrúar 1927 í Reykjavík, d. 24. apríl 2014. Börn Þóris og Kristrúnar, sem alltaf var kölluð Dúna, eru: 1) Geir Jón, f. 1952, giftur Guðrúnu Ingveldi Traustadótt- ur, börn þeirra eru: a) Þórir Rúnar, giftur Guðrúnu Maríu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn en Þórir Rúnar á tvo drengi af fyrra hjónabandi. b) Narfi Ísak, giftur Guðrúnu Hlín Bragadóttur og eiga þau þrjú börn. c) Símon Geir, var giftur Eydísi Berglindi Baldvins- dóttur og eiga þau tvö börn. d) Ragnheiður Lind, gift Brynjari Ólafssyni og eiga þau þrjú börn og fjórða á leiðinni. 2) Rakel, f. 1954, gift Gísla Þórerni Júlíussyni, börn þeirra eru: a) Vala Rún, í sambúð með Árna Leó Stef- ánssyni. b) Jón Símon, giftur Dag- möru Adamsdóttur og eiga þau tvö börn. c) Tumi Snær, en hann er í sambúð með Berglindi Guð- brandsdóttur. Þórir flutti ungur frá Stykkishólmi til Reykjavíkur enda var lítið um atvinnu þá í Stykkishólmi. Hann vann verkamannavinnu á ýmsum stöðum, s.s. Sogsvirkjun, Öl- gerð Egils Skallagrímssonar og um 1957 hóf hann störf hjá Reykjavíkurborg við sorphirðu og starfaði þar lengst af sem bílstjóri og flokksstjóri. Þórir var jarðsunginn frá hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu 26. apríl 2019 í kyrrþey. Ég vil minnast föður míns í fá- einum orðum. Hann var ávallt traustur og góður fjölskyldufað- ir. Þegar ég fæddist bjuggu for- eldrar mínir á Grettisgötu 55c hjá fósturforeldrum mömmu sem voru alltaf afi minn og amma. Fljótlega eignuðust þau sína eigin íbúð á Leifsgötu 5 og síðan var stækkað við sig og flutt að Leifsgötu 9. Lengra var ekki hægt að flytja sig um set enda líkaði okkur óskaplega vel að búa á Leifsgötunni. Ég minnist þess að ekki voru mikil efni á heimilinu en þeim mun meira af kærleika og væntumþykju. Ég man á yngri árum mínum að stopult var um vinnu fyrir pabba enda oft verkföll og lítið um vinnu. Hann átti þó alltaf auðvelt með að komast aftur í vinnu enda harðduglegur og ósérhlíf- inn. Lengst af eða í um 40 ár vann hann við sorphirðu hjá Reykjavíkurborg og þá mest sem bílstjóri og flokksstjóri. Hann var afskaplega vel liðinn í stöfum sínum og hefur það verið afskaplega ánægjulegt að hitta fyrrverandi starfsfélaga hans sem hafa lokið á hann lofsorði og borið honum vel söguna. Pabbi gerði allt sem hann gat til að gleðja okkur systkinin og tók hann okkur oft með sér til veiða. En hann hafði mikla unun af því að standa við vatn með sil- ungsveiðistöng eða í laxveiðiá með laxastöng. Þá naut hann sín vel við rjúpnaveiðar og gæsa- veiðar. Hann var alinn um við veiðiskap í Stykkishólmi og minnist ég ánægjulegra stunda með honum við lundaveiðar í einni eyju Breiðafjarðar. Á hverju ári og jafnvel oftar var farið í Stykkishólm en þegar afi Geirmundur lést ungur að árum og amma Gíslína flutti til Reykjavíkur urðu ferðir okkar í Hólminn strjálli en aldrei sjaldn- ar en einu sinni á ári. Pabbi elsk- aði Hólminn sinn og naut þess að sýna okkur æskustöðvar sínar, Þorsteinshús sem stendur á Ytri Höfða. Hólmurinn varð okkur systkinunum líka mjög kær og er það enn. Ég vil þakka pabba mínum fyrir þau 67 ár sem við áttum samleið. Allt sem hann gerði með mér og fyrir mig gleymist aldrei. Pabbi og mamma tóku á móti Jesú sem frelsara sínum og þá breyttist heimilið mikið. Litla fjölskyldan eignaðist nýja vini til æviloka í Fíladelfíukirkjunni og þar gengum við systkinin í sunnudagaskóla og síðan tókum við þátt í unglingastarfinu. Fíla- delfíukirkjan var kletturinn og fastur punktur í tilveru okkar og voru ekki allir sáttir við það. Á þeim árum þótti það ekki fínt en foreldrum mínum var algjörlega sama um það og fyrir það er ég afar þakklátur. Ég vil nota hér tækifærið og þakka safnaðar- meðlimum Fíladelfíukirkjunnar fyrir vináttu og væntumþykju við foreldra mína. Sérstaklega vil ég þakka Eggerti Gíslasyni, sem starfaði lengi með pabba í sorphirðu Reykjavíkurborgar, fyrir einstaka vináttu og hjálp- semi við pabba minn. Það skipti pabba miklu máli ekki síst eftir að mamma dó og hann bjó á hjúkrunarheimilinu Droplaugar- stöðum að Eggert kom margoft í viku hverri til að gera lífið létt- bærara fyrir pabba. Það var ómetanlegt kærleiksverk sem hann sýndi honum. Við fjölskyld- an viljum einnig þakka starfs- fólki Droplaugarstaða fyrir alla þess umönnun við pabba okkar. Nú er pabbinn minn farinn heim til Drottins saddur lífdaga. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku pabbi minn. Geir Jón Þórisson og fjöl- skylda. Þórir Geirmundarson ✝ Hermann FossIngólfsson fæddist í Árósum í Danmörku 28. september 1936. Hann lést 24. apríl 2019. Foreldrar hans voru Ingólfur Jör- undsson frá Vatni í Haukadal í Dala- byggð og Minna Jörundsson (fædd Christiansen) frá Horsens í Danmörku. Þau eignuðust tvo syni og er yngri bróðir Her- manns Foss Hartvig Ingólfur. Eiginkona hans er Alda Guð- mundsdóttir. Eiginkona Hermanns Foss er Hanne Foss. Sonur þeirra er Martin Foss, f. 25. júní 1973. Hann er kvæntur Anne Bli- dorf. Synir Martins og Anne eru Jonas, Kristoffer og Lu- kas. Hermann Foss var menntaður byggingatækni- fræðingur frá Tækniskólanum í Horsens og vann sem arkitekt á mörgum teikni- stofum í Danmörku. Þegar hann flutti aftur til Íslands fékk hann vinnu sem bygginga- tæknifræðingur hjá Pósti og síma. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Góðar minningar hrannast upp við andlát Foss frænda. Hann var hress og skemmti- legur en gat einnig verið þrjóskur þegar þannig lá á hon- um. Hann fór sínar leiðir í líf- inu, þótt veikindin sem herjuðu á hann síðustu árin hafi tak- markað valkostina. Foss fór ungur til Danmerkur í nám og eyddi þar fyrri hluta starfsæv- innar. Þar kynntist hann og kvæntist Hönnu sinni og saman eignuðust þau augasteininn sinn, hann Martin. Það var allt- af gaman að heimsækja Foss og Hanne. Farið var í dýragarðinn og göngutúra með hundinum Lappa. Mörgum góðum stund- um var eytt við matarborðið. Hlaðborðin á morgnana og grillsumrin eru sérstaklega minnisstæð. Foss stundaði sund, ræktaði líkamann og ætíð var stutt í brosið þegar við hittumst. Hann gat líka verið stríðinn. Vatns- orrustan mikla uppi á húsþaki á milli Foss og pabba er föst í minningu minni. Eldri bróðir minn færði þeim báðum fötur og lengdi þannig í baráttunni. Ég var líklegast sjö ára og varð víst eitthvað hneyksluð yfir hegðun þeirra bræðranna Foss og Hartvigs, krakkinn að lesa yfir hausamótunum á fullorðna fólkinu. Foss minntist á þetta reglulega síðan þegar við hitt- umst og hlógum mikið saman. Foss var afar handlaginn, hann smíðaði handa mér heilt dúkku- hús sem var mikið notað af mér og vinkonunum. Hann lét eftir sig mörg falleg verk í útskurði sem hann tók upp á efri árum. Bræðurnir byggðu einnig sam- an bústað við gamla bæjarstæð- ið á Vatni en við Bræðrabúð ríkir hamingjan og mikil nátt- úrufegurð. Foss var með ein- staklega ljúfa lund og eru okkur afar kærar minningar frá jól- unum, þegar hann fagnaði þeim með okkur og foreldrum mín- um, Öldu og Hartvig. Erfið og langvinn veikindi Ingólfs afa hafa eflaust haft mótandi áhrif á Foss og pabba og gert bræðraböndin þeim mun sterkari og nánari. Ástúð og hlýju Minnu ömmu og Ing- ólfs afa fengu þeir báðir í arf og uppeldi. Elsku mamma, þú hef- ur veitt þeim báðum þinn óbug- andi styrk og kærleika. Elsku pabbi minn, ég get ekki fært í orð það sem hjartað mitt vill segja þér. Elsku Hanne, ég samhryggist þér innilega. Elsku Martin, Anne, Jonas, Kristoffer og Lukas, ég bið allt hið góða að vernda ykkur og varðveita minninguna um hann Foss. Minna Hartvigsdóttir og Ólafur Ragnar Ólafsson. Hermann Foss Ingólfsson ✝ Kristín Ósk-arsdóttir fædd- ist í Reykjavík 16. júlí 1981. Hún lést á gjörgæsludeild Landspítalans 24. apríl 2019 eftir stutt veikindi. Foreldrar Krist- ínar eru Óskar Sveinn Gíslason, f. 26.9. 1951, og Vil- borg Heiða Waage, f. 21.6. 1952. Kristín var næst- elst þriggja systkina. Elstur er Guðmundur Arnar, f. 4.10. 1974. Eiginkona hans er Sig- urborg Matthíasdóttir, f. 16.3. 1974, og eiga þau þrjú börn; Þorvarð, Þórunni og Kristínu Fríðu. Yngst systkinanna er Anna Aurora Waage, f. 7.7. 1983. Sambýlis- maður Önnu er Hreinn Heiðar Oddsson, f. 24.1. 1974, og börn þeirra eru Sara Ósk, Embla Ósk, Haraldur Stefnir, Mikael Máni og Hendrikka Lea. Kristín ólst upp í Mosfellsbæ og gekk í Öskjuhlíð- arskóla. Eftir Öskjuhlíðarskóla lá leið hennar í Borgarholts- skóla þar sem hún stundaði nám í tvö ár. Kristín var síðast til heimilis í þjónustuíbúð í Þverholti 19 í Mosfellsbæ. Útförin fer fram frá Lága- fellskirkju í dag, 6. maí 2019, klukkan 13. Aldrei mun gleymast sá dag- ur þegar við urðum að kveðja þig, elsku Stína mín. Orð fá varla lýst þeim sársauka og sorg okkar. En okkur langar til að minnast þín með þessum orðum: Grátið mig ekki, því ég er frjáls, ég fylgdi veginum sem Guð lagði fyrir mig. Ég tók hans hönd, þegar kallið kom, sneri við og yfirgaf allt. Ég gat ekki dvalið lengur, til að hlæja, elska, vinna eða gleðjast. Ókláruð verk mín verða eftir hér, ég fann þennan stað minn síðasta dag. Hafi brottför mín skilið eftir tómarúm, fyllið það með góðum minningum. Vináttu og gleðistunda, ó já, ég á eftir að sakna líka. Berið ekki þungar byrðar sorgarinnar. Ég óska ykkur bjartra daga. Líf mitt var fyllt af gleðistundum, í samför ástvina og annarra. Kannski virtist dvöl mín hér allt of stutt. En lengið hana ekki með djúpri sorg. Léttið á hjarta ykkar og samgleðjist mér, Guð vildi mig núna og tók móti mér. (Irvin R. Karon) Þín fjölskylda, Óskar, Vilborg, Guðmundur, Sigurborg, Anna, Hreinn og börn. Hún Kristín bróðurdóttir mín náði aðeins 37 ára aldri en lifði þó lengur en búast mátti við. Hún fæddist með svokallað Smith-Magenis heilkenni, sem er galli í 17. litningi og veldur margvíslegum einkennum í miðtaugakerfi sem tengjast þroska og hegðun, útlitssér- kennum og missmíð á líffærum. Sem ungbarn átti hún erfitt með að nærast og það kom fljótt í ljós að hún þroskaðist ekki eðlilega en enginn virtist geta sagt hvað var að. Það var ekki fyrr en hún var orðin 15 ára að íslenskur læknir á ráð- stefnu erlendis heyrði um Smith-Magenis heilkennið, sem var fyrst opinberlega viður- kennt árið 1986, og áttaði sig á því að það ætti við um Kristínu. Þar með var greiningin fengin, sem var óneitanlega léttir því þá var hægt að vinna sig út frá henni og skýring fékkst á sér- kennilegu andlitsfalli, smágerð- um höndum og fótum, svefnörð- ugleikum og skapofsaköstum. Það breytti hins vegar ekki miklu um stöðu Kristínar, sem aldrei fékk þann stuðning eða þjálfun sem hún þurfti á að halda. Fötlun Kristínar var vissu- lega mikil og mótaði allt hennar líf en hún átti líka sína styrk- leika og var mikill karakter. Hún var einstaklega ættrækin, fylgdist vel með sínu fólki og lagði áherslu á að við værum frænkur hennar og frændur. Hún vissi hvenær allir áttu af- mæli og fylgdist vel með ef von var á nýju barni í fjölskyldunni enda var hún einstaklega hænd að börnum. Hún var líka mikill dýravinur en það hentaði henni betur að eiga við fullorðna hunda og ketti en smádýr því hún áttaði sig ekki alltaf á styrk sínum og þá gat farið illa. Þeg- ar hún kom í heimsókn til okkar tók hún Kela kött traustataki og af því hann vissi af langri reynslu að hann kæmist ekki upp með neitt múður reyndi hann ekki að berjast á móti þegar hún sótti hann undir sófa. Stínu fannst gaman að fara í búðir og í sérstöku uppáhaldi var Góði hirðirinn, en þangað fór hún reglulega með pabba sínum, sem gat þá rólegur feng- ið sér sæti meðan Stína fór um og skoðaði án þess að amast væri við henni. Það var sterkur þráður á milli þeirra feðginanna og oft á dag hringdi hún í pabba sinn, sem var með sérstaka hringingu í símanum fyrir hana. Hann var líka yfirleitt kallaður til ef þurfti að skakka leikinn þegar hún reiddist starfsfólkinu þar sem hún bjó hverju sinni. Fötlunin var Kristínu mjög erfið en þyngstan bagga báru þó foreldrar hennar, Óskar og Heiða, sem hafa verið á stöð- ugri bakvakt í 37 ár og hafa aldrei tekið sér sumarfrí tvö ein eins og við flest hver teljum sjálfsagt. Það er í raun ótrúlegt að fylgjast með hvernig fólk, sem lendir í þeim örlögum að eignast verulega fatlað barn, er hneppt í áratuga fjötra og getur aldrei um frjálst höfuð strokið. Það þarf einstakt geðslag og æðruleysi til að takast á við slíkan dóm. Systkini hennar, Guðmundur og Anna Aurora, hafa líka þurft að bera sinn skerf. Stína tók mikið en hún gaf líka og nú þegar hún er far- in verður mikil breyting hjá þeim öllum og örugglega tals- vert tómarúm. Við Hjölli og strákarnir sendum þeim inni- legar samúðarkveðjur og þökk- um Stínu samfylgdina. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Það er skammt stórra högga á milli í fjölskyldunni, en hinn 16. apríl lést kær bróðir og mágur, Kjartan Gíslason, eftir langa baráttu við krabbamein og var hann jarðsunginn frá Dómkirkjunni 2. maí síðastlið- inn. Hinn 24. apríl lést kær bróðurdóttir og vinkona, Krist- ín Óskarsdóttir, á Landspítal- anum eftir stutt veikindi. Stína hlaut í vöggugjöf mikinn kross að bera en hún greindist með Smith-Magenis-heilkenni, en það varð henni ekki að aldur- tila. Stína hafði þá náðargáfu að muna alla afmælisdaga frænd- systkina sinna og þegar við hittumst byrjaði hún ávallt að spyrja frétta af börnum okkar og barnabörnum. Hún var mikil fjölskyldukona, og átti náið og gott samband við systkini sín og systkinabörn, sem hún gladdi með gjöfum og góðu at- læti. Hún var mikill dýravinur og voru hundar í sérstöku uppá- haldi og ég held að flestir hundar í nágrenni hennar hafi líka verið sérstakir vinir henn- ar. Mér er minnisstæð saga sem ég heyrði af henni. Maður nokkur í nágrenni hennar hélt tvo doberman-hunda og eins og flestir vita eru þeir ekki allra, en þeir voru vinir hennar og með þeim gat hún setið inni í garði og rætt við þá. Fyrir nokkrum árum lenti Stína í slysi er ekið var á hana þegar hún var á leið heim til sín úr búðinni og meiddist alvar- lega. Þau meiðsl gréru en meiðslin á sálinni voru ekki að fullu gróin er hún féll frá. Um páskana fór Stína með foreldrum, systur og frænd- systkinum í sumarbústað við Skorradalsvatn. Tilhlökkunin hafði verið mikil, en bústaða- ferð var eitt af því skemmtileg- asta sem Stína gerði, en þar veiktist hún og það áður en hún gat opnað sitt páskaegg. Við söknum Stínu og munum minnast hennar um ókomin ár, mestur er þó söknuður foreldra, systkina og systkinabarna. Við kveðjum nú Stínu að sinni og erum þess viss að hún sé komin í sumarlandið og Kjartan föð- urbróðir hennar hafi tekið á móti henni þar. Kristinn og fjölskylda. Er þetta satt? Er þetta búið? Tíminn var stuttur við kveðjustund. Framhaldið verður skrítið og snúið, þú haldin ert á feðranna fund. Karakter þinn prýddur regnbogans litum sýndir af þér gleði, kjark og þor. Við sem eftir sitjum ein það vitum, að Stína – þú sannarlega skildir eftir spor. Þú sagðir okkur þínar fjölbreyttu sögur, um dýrin, fjölskylduna og húsið sem brann. Þó frásögnin væri falleg eða ekki svo fögur, hvenær á góð saga að líða fyrir sannleikann? „Gúddós“ og „monsi“ voru orðin þín heima, „papa“ og „súpsúp“ heyrðist einnig oft sagt. Þessi orð munum áfram með okkur geyma, þér var svo sannarlega margt til lista lagt. Pepsi max var drykkurinn þinn, við elduðum kvöldmatinn saman. Frændsystkin munu eiga erfitt um sinn, en þegar líður á muna þau hvað var gaman. Pabbi var uppáhald – veitti öryggi og gleði, með ofur-konu sinni í bústaðinn gekk. Undirbúningur langur – heilsan varð að veði, hann þakkar víst nú þann tíma sem hann fékk. Þú varst sótt til að fara á annan stað, horfir mót sólu með brosið þitt hýra. Við öll erum alveg handviss um það, að fljúgir þú nú á vit nýrra ævintýra. Nú er það okkar að bíða og vona, biðja þess heitt að vel þér líði. Þó þetta hafi nú allt farið svona, þá sjáumst við aftur í næsta stríði. Fljúgðu frjáls, elsku vinan. Fyrir hönd vina þinna úr Þverholti 19, Elva Hjálmarsdóttir. Kristín Óskarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.