Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 ✝ Sigrún Péturs-dóttir fæddist 31. ágúst 1920 á Mel í Skagafirði. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Grund í Reykjavík 23. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Kristjana Sigfúsdóttir, hús- móðir frá Brekku í Svarfaðardal, f. 1897, d. 1955, og Pétur Sigurðs- son, smiður, tónskáld og söng- stjóri frá Geirmundarstöðum í Sæmundarhlíð, f. 1899, d. 1931. Bræður Sigrúnar voru: Sig- urður Hlíðar, f. 1919, d. 1952, Haraldur Björn, f. 1922, d. 1985, Halldór Viðar f. 1928, d. 2009. Sigrún giftist árið 1941 Val- berg Gíslasyni, f. 1918, d. 2012, frá Hafnarfirði (þau skildu). Þeirra börn eru: a) Pétur, f. 1942, flugstjóri í Lúxemborg, kvæntur Bjargeyju Eyjólfs- dóttur athafnakonu. Börn þeirra: 1) Sigrún, f. 1965, maki Þorsteinn Marteinsson (þau skildu), þeirra börn eru Sara, Davíð og Bjargey. 2) Dögg, f. 1972, maki Shane Bennett (þau skildu). Þeirra börn eru Alex- ander Pétur, Jenný Dögg og Óskar Viktor. 3) Tinna, f. 1981, maki Jökull Guðjónsson (þau árkróki og gekk þar í barna- skóla. Ekki varð um frekari skólagöngu að ræða vegna fá- tæktar þar sem faðir hennar lést þegar hún var tæplega 11 ára. Hún fór að heiman eftir ferm- ingu og vann ýmis störf öll ung- lingsárin, var í vist á Akureyri og í Hafnarfirði, í kaupavinnu í Línakradal og tvö sumur í síld á Siglufirði. Í Hafnarfirði vann hún við framreiðslustörf. Tvö sumur rak hún hótel á Hellu, hún var matráðskona á Stúd- entagörðunum í Reykjavík, Hót- el Borgarnesi og hótelinu í Kvennaskólanum á Blönduósi. Einnig rak hún Hótel Fell í Grundarfirði sumrin 1963-1968. Á vetrum stundaði hún ýmis störf tengd matargerð. 1968 réðst hún að Bessastöðum til ný- kjörins forseta, herra Kristjáns Eldjárns, og frú Halldóru og hélt þar áfram störfum með frú Vigdísi Finnbogadóttur frá 1980 til loka starfsævinnar 1990. Sig- rún spilaði brids með mörgum klúbbum og félögum. Hún var í stjórn Bridgefélags kvenna um árabil. Eftir sjötugt gekk hún í leikfélagið Snúð og snældu og lék með því í tuttugu ár. Hún var formaður félagsins 1994-1999. Frásögn hennar af sögu leik- félagsins var skrásett og gefin út 2013. Sigrúnu bregður fyrir í mörgum kvikmyndum, tónlist- armyndböndum, grínþáttum og auglýsingum sem gerðar voru á árunum 1990-2010. Útför Sigrúnar verður gerð frá Neskirkju í Reykjavík í dag, 6. maí 2019, klukkan 15. skildu). Þeirra börn eru Arnór og Jara. Fyrri kona Péturs var Guðbjörg Björnsdóttir (þau skildu). Þeirra dótt- ir er Oddný, f. 1961, maki John Fuller (látinn). Þeirra syn- ir eru Oliver Blake og Cody Cox. Barnsmóðir Péturs er Margrét Ólafs- dóttir. Þeirra sonur er Ólafur, f. 1965. Maki Elín Kristinsdóttir. Þeirra börn eru Anna Margrét, Eyþór, Elín Ósk og Valberg. b) Sigrún, f. 1948, leikstjóri og leið- sögumaður. Maki Gísli Már Gíslason, verkfræðingur og bókaútgefandi. Börn þeirra: 1) Kári, f. 1969, maki Hjördís Björg Tryggvadóttir. Þeirra dætur eru Halla og Katla. 2) Vala, f. 1980, maki Þórður Örn Kristjánsson. Þeirra synir eru Fróði og Óðinn. Sigrún var í sambúð með Magnúsi Sigurjóns- syni, f. 1918, d. 2009, í nokkur ár. Þeirra sonur er Sigurjón, f. 1955, rithöfundur, kvæntur Helgu Lilju Tryggvadóttur hjúkrunarfræðingi. Börn þeirra: 1) Kristín, f. 1984. 2) Magnús Jökull, f. 1989. Langalang- ömmubörnin eru níu talsins. Sigrún ólst upp á Sauð- Þegar manneskja sem hefur verið hluti af lífi manns í marga áratugi hverfur á brott skapast tómarúm í tilverunni. Þannig er mér nú innanbrjósts þegar ég skrifa þessar línur til að minnast kærrar tengdamóður minnar. Það fór alltaf mjög vel á með okkur og það var unun að vera samvistum við hana. Hún var margfróð og talaði fallegt mál með yndislegum skagfirsk-svarf- dælskum framburði. Hún unni skáldskap, bæði í lausu máli og bundnu. Vel ortar vísur voru hennar ær og kýr, smátvíræðni sakaði ekki! Tengdamamma var með af- brigðum dugleg og rösk til allra verka. Dugnaður hennar og fram- takssemi sýndu sig í öllum hennar verkum og ævikjörum þrátt fyrir bág efni í æsku og stutta skóla- göngu. Hún var með afbrigðum stundvís og var ekkert að tvínóna við hlutina. Þessi kraftur, sem jaðraði við hvatvísi, olli því að stundum var ég hálffeginn að standa upp úr farþegasætinu frammi í bílnum hennar að lokinni ökuferð með henni. Einu sinni sendi hún dóttur sinni gullúr í pósti til Þýskalands. Það komst til skila þótt það glitti í gullið gegn- um rifur á snjáðu bláu umslaginu sem var viku á leiðinni par avion. Þegar ég kynntist tengda- mömmu spilaði hún bridds eins og hver annar heimsmeistari og tók reglulega þátt í keppnum í þeirri list og vann til margra verðlauna. Líklega hefur álit hennar á tengdasyninum dalað eitthvað þegar í ljós kom að hann rétt gat bjargað sér í ólsen-ólsen og manna. Til að hressa upp á ímynd- ina keypti ég mér því fljótlega briddskennslubók en því miður reyndust námsgeta mín og hæfi- leikar á þessu sviði takmörkuð og hornafjarðarmanni varð enda- punktur minn á spilabrautinni. Mörgum árum síðar tókum við að spila þetta ágæta þriggja manna spil og áttum saman óteljandi ánægjustundir, tengdamóðirin, dóttirin og ég. Sigrún amma (eins og við vorum farin að kalla hana til aðgreiningar frá Sigrúnu „dótt- ur sinni“) var ævintýralega góð spilamanneskja; ég tapaði oftast en var nokkuð góður í að setja úr- slitin upp í línurit í kartesísku hnitakerfi og verkfræðinámið því ekki til einskis! Seinna náði ég mér stundum niðri á henni eftir að við byrjuðum að spila scrabble. En hún var fljót að læra og stóð uppi í hárinu okk- ur hjónunum árum saman. Í mörg ár leið varla sú vika að við ekki skröfluðum eða spiluðum horna- fjarðarmanna, stundum oft í viku. Alltaf jafngaman! Svo komst tengdamamma upp á lagið með að spila bridds á net- inu. Þá var ég alveg mát, fylgdist stundum með hvernig hún sveifl- aði tölvumúsinni með leifturhraða svo að mig svimaði við að horfa á. Ég minnist þess að hún sagði mér einu sinni að það væri miklu skemmtilegra að spila við Tyrki en Kanadamenn! Sigrún amma, eða „amma lang“, eins og langömmubörnin kölluðu hana gjarna, náði einstak- lega góðu sambandi við þau, bæði þau sem eru í útlöndum og hér heima. Þar var ekkert kynslóða- bil. Þau sem búa á Íslandi horfðu með henni á enska boltann í sjón- varpinu og héldu öll með Arsenal. Ég kveð tengdamömmu með söknuði og þakklæti fyrir ljúfar og verðmætar samverustundir. Gísli Már Gíslason. Nú er elsku amma mín látin. Hvílík gæfa að eiga allar þessar góðu minningar um hana og að hafa notið samverustundanna með henni allt til hins síðasta. Ég man hve það var skemmtilegt að vera með henni á Bessastöðum, hjálpa til við ráðskonustörfin, spila á spil í frítímanum og drekka Sinalco. Á hverju sumri barnæsku minnar fór hún með okkur fjöl- skyldunni í Hofsárkot í Svarfað- ardal að njóta sumarleyfis. Jóla- dagsboðið var fastur liður í jólahaldi, matarboðin á Kapla- skjólsvegi voru ófá og nú hin síð- ustu ár sunnudagsmaturinn hjá mömmu með ömmu í öndvegi. Hvílík forréttindi að eiga hana ömmu að fyrirmynd. Hún var dugnaðarforkur, eldklár, snör í snúningum, létt í lund og þvílíkur húmoristi. Hún vann alla tíð úti og fann sér að auki áhugamál til að sinna í frístundum, bridge-spila- mennskan, leiklistin, prjón, bók- lestur, golf og enski boltinn svo eitthvað sé nefnt. Amma kom mér inn í enska boltann og það er á hennar ábyrgð að öll fjölskyldan heldur með Arsenal. Hún kunni sko að lesa í leikinn og láta leik- mennina og Wenger heyra það þegar illa gekk. Amma var góð vinkona mín. Við töluðum saman í síma og hitt- umst reglulega. Hún fylgdist vel með öllu sem var um að vera í mínu lífi, sýndi áhuga og um- hyggju. Hún talaði alltaf svo fal- lega um mig og strákana mína. Sá ófæddi mun svo sannarlega fá að heyra sögur af henni. Ég kveð elsku ömmu með þakklæti og söknuði – með kærleik, sólskini og söng, plingplong. Vala Gísladóttir. Þegar ég var á unglingsaldri átti ég ömmu sem var aðeins öðruvísi en flestar ömmur. Flest- ar ömmur voru einhvern veginn svona: þær gengu með göngu- grind eða staf, þjáðust af gigt og voru oft komnar inn á einhverja stofnun. Þær hressustu gátu í besta falli setið heima hjá sér og prjónað og hlustað á Gufuna. En þannig var ekki mín amma. Mín amma var vissulega gömul eins og hinar ömmurnar (hún var á ní- ræðisaldri), en hún var í leikfélagi, hún spilaði bridds á netinu, hún las og las og las bækur og var á stöðugu flandri um bæinn að heimsækja fólk á bílnum sínum. Og hún var aldrei lengi á milli staða því hún var vön að stíga all- hressilega á bensíngjöfina. Mér fannst þetta nú býsna þétt dagskrá hjá henni ömmu minni og lét mig dreyma um að ná því ein- hvern tímann að lifa svona aktívu lífi. Hún vildi þó taka sér enn fleira fyrir hendur og einn daginn hringdi hún og tjáði mér að hún væri búin að fá sér golfsett, skrá sig í klúbb og bað mig um að fara með sér upp á Korpúlfsstaðavöll „svona til að kenna mér þetta helsta“. Þegar upp á völl var kom- ið héldum við á æfingasvæðið og þar tókst okkur í sameiningu að hanna einhverja undarlegustu sveiflu í sögu golfíþróttarinnar. Amma fór að spila af fullum krafti dag eftir dag og það söng í dri- vernum þegar hún sló teighöggin og boltinn skoppaði sína 20-25 metra. Að því kom þó um síðir að gamli skrokkurinn þreyttist á öllu þessu golfstandi og sendi henni víst eftirfarandi skilaboð í gegn- um vöðva og liðamót: „Ekki meira golf, takk fyrir!“ Þessu varð hún auðvitað að hlýða og hætta í golfinu. Og þegar það var úr sögunni þá vatt hún sér úr hlutverki íþróttaiðkandans yfir í hlutverk áhorfandans og gerðist (að ég held) elsta fótboltabulla landsins. Hún keypti sér risastórt sjónvarp (sjónin var farin að bila) og sat ískyggilega nálægt því til að sjá hvað væri að gerast og fór að halda með Arsenal (eins og ég). Um þær mundir var að hefjast mikið niðurlægingartímabil í sögu félagsins og ég fékk ófá símtöl frá ömmu þar sem stjórinn og leik- mennirnir fengu það óþvegið (í einu símtalinu kallaði hún stjór- ann „mannfýlu“ þrisvar, sem var persónulegt met, en ég tek það fram að hún var óvenjureið þann dag). Já, hún var svo sannarlega eng- um lík, hún Sigrún Pétursdóttir, og ég dáðist alla tíð að hennar heillandi mannkostum: kímnigáf- unni, lífsgleðinni og þessum krafti og vilja til að prófa nýja hluti og lifa lífinu lifandi. Mér þótti gríð- arlega vænt um hana, hún var vin- ur minn og ég mun sakna hennar. Magnús Jökull Sigurjónsson. Ég hitti Sigrúnu, sem ég kall- aði alla tíð ömmu, þegar við Kári, barnabarn hennar, vorum að draga okkur saman. Amma hafði boðið honum og Völu systur hans í mat. Kári stakk upp á því að ég kæmi með í matinn. Ég var eitt- hvað tvístígandi með þetta. Sér- staklega hafði ég áhyggjur af því að mæta í rifnu gallabuxunum sem ég var í. Þegar ég svo kynnt- ist ömmu áttaði ég mig fljótt á því að rifnar gallabuxur eða heilar væri aldrei eitthvað sem amma myndi staldra við. Það var ætíð manneskjan sem klæddist galla- buxunum sem amma hafði áhuga á. Amma hafði einlægan áhuga á öllu sem fólkið hennar tók sér fyr- ir hendur. Hún hafði líka þann einstaka hæfileika að vera alltaf jafningi þeirra sem hún spjallaði við hverju sinni. Dætur okkar Kára, Halla og Katla, nutu þessa ríkulega, hvor á sinn hátt enda 14 ár á milli þeirra. Þegar Halla var lítil var amma lang enn eldhress. Þær áttu sam- eiginlegt áhugamál sem var spila- mennska og spilamennskan var tekin alvarlega á þeim bænum. Ég minnist þess eitt sinn að amma lang kom til að passa Höllu. Halla var búin að undirbúa komu henn- ar og hafa til spilastokkinn og sat tilbúin við eldhúsborðið. Þegar amma lang mætti var gefið og byrjað að spila. Tveimur tímum seinna sátu þær enn við og amm- an hafði ekki enn gefið sér tíma til að fara úr yfirhöfninni. Amma lang kallaði Höllu alltaf hjarta- drottninguna sína, sem sennilega kom til af þessum mikla spila- áhuga þeirra. Katla og amma lang áttu líka í mjög ástríku sambandi, þó á ann- an hátt en stóra systir. Það helg- aðist af því að enginn yngist með árunum og ekki amma lang held- ur þótt hún héldi sannarlega vel í við ellikerlingu alla tíð. Katla fór mikið með Sigrúnu tengda- mömmu minni að sinna ömmu lang. Það var til dæmis fastur lið- ur að amma lang kom með í bíltúr þegar Sigrún keyrði Kötlu í dans- tíma. Þá var mikið spjallað og meðal annars var tíminn í bílnum nýttur til að rifja upp margföld- unartöfluna. Amma lang tók ekki síður en Katla virkan þátt í þeirri upprifjun og þá var víst oft mikið hlegið. Amma lang kallaði Kötlu alltaf snúlluna sína, með innilegri hlýju í röddinni. Amma var rösk í öllu sem hún tók sér fyrir hendur og það átti ekki síst við um ýmis verk í eld- húsinu. Þar náðum við amma vel saman. Ég man til dæmis eftir einu gamlárskvöldi. Þá var amma hjá okkur Kára og við ákváðum að elda nautalund. Amma kom með kjötið í annarri hendi og kutann sinn í hinni. Hún mætti alltaf með hann ef mikið stóð til í elda- mennsku. Hún þoldi ekki að lenda á bitlausum hnífi. Hún kom stormandi inn í eldhús, enn í pels- inum, og spurði um bretti sem ég rétt náði að skjóta undir lundina áður en hún brá kutanum á kjötið. Það mátti engan tíma missa enda amma vön að halda utan um stór- veislur fyrir þjóðhöfðingja þar sem allt þurfti að vera upp á punkt og prik. Lundin var hárfínt elduð og síðan elda ég alltaf lund eins og amma gerði þetta gaml- árskvöld. Það er ómetanlega verðmætt að hafa fengið að verða samferða ömmu þessi rúmu 28 ár. Hún var einlægur vinur, bæði mér og stelpunum okkar Kára. Takk fyrir allt, elsku amma. Hjördís Tryggvadóttir. Að eiga sér góðar fyrirmyndir í lífinu er ómetanlegt en Sigrún var og er ein af mínum bestu fyrir- myndum. Þrátt fyrir rúmlega 30 ára aldursmun sem ég fann aldrei fyrir vorum við alla tíð miklar vin- konur. Sjálfstæðari, víðsýnni og klárari konu hef ég ekki kynnst. Móðir mín, Borghildur Magnús- dóttir, og Sigrún voru systradæt- ur en litu meira á sig eins og syst- ur. Þegar móðir mín, þá 19 ára, útskrifaðist af Vífilsstaðahæli eft- ir margra ára legu með berkla- veiki átti hún hvergi heima þar sem fjölskyldan hafði verið leyst upp og mamma hennar dáið úr berklum. Það var ekki sjálfgefið að fólk byði berklasjúklinga vel- komna inn á heimili sín í þá daga, slík var hræðslan við sjúkdóminn, en Sigrún frænka var ekki að velta sér upp úr því heldur gal- opnaði heimili sitt fyrir mömmu. Þannig byrjuðu náin tengsl okkar Sigrúnar því þegar mamma byrj- ar að slá sér upp með pabba þá var hann jafn velkominn og þann- ig byrjuðu foreldrar mínir sam- búð sína á heimili Sigrúnar. Þar fæddist ég 1952 og systir mín Steinunn ári síðar. Við fluttum frá Sigrúnu þegar ég var þriggja ára en áfram héldust náin tengsl sem entust út alla ævi hennar. Bestu og nánustu sambönd mín og Sig- rúnar mótuðust þó þegar hún tók mig með sér þá nýfermda í Grundarfjörð þar sem hún rak sumarhótel í nokkur ár. Þar vann ég í þrjú sumur hjá henni og naut handleiðslu og náinnar samveru sem ég er svo óendanlega þakklát fyrir. Þegar hún varð síðan ráðs- kona á Bessastöðum fylgdi ég með og var þar eitt sumar og síð- an í stöku veislum eftir það. Það eru til margar skemmtileg- ar sögur af þessari góðu frænku minni því hún var engin venjuleg kona. Góð saga úr Grundarfirðin- um er að ef vel viðraði og hún fann smugu frá annríki dagsins þá stökk hún út í Daf-inn sinn, keyrði aðeins út fyrir þorpið, fann sér góða laut sem hún lagði sig í jafn- vel ofan í svefnpoka með húfu og vettlinga því hún var svo kulvís á þeim árum. Hún var mikill bridgeáhugamaður og þegar hún komst að því að hún gæti alltaf haft spilafélaga þegar henni hent- aði ef hún lærði á tölvu þá gerði hún það bara. Hana hafði alltaf dreymt um að verða leikkona og á efri árum lét hún þann draum rætast með leikfélaginu Snúð og Snældu. Ekki má gleyma áhuga hennar á enskri knattspyrnu allt til síðasta dags en Arsenal var hennar lið. Eitt sinn þegar við mamma heimsóttum hana feng- um við að vita það í upphafi heim- sóknar að við mættum ekki stoppa lengi því hún þyrfti að hvíla sig áður en strákarnir (barnabarnabarn og vinur hans) kæmu að horfa á leik með sér. Svona var hún, hrein og bein, ekk- ert að skafa af hlutunum. Nú er komið að leiðarlokum og kveð ég elsku Sigrúnu mína með miklum söknuði en þó mest þakklæti fyrir allt. Ég var svo lánsöm að sitja hjá henni á Grund stuttu áður en hún dó og þá ræddum við um gamla góða tíma og er þessi samvera mér mjög dýrmæt í dag. Foreldr- ar mínir og við afkomendur þeirra erum sérstaklega þakklát Sig- rúnu fyrir að hafa tekið á móti mömmu á sínum tíma og gert henni kleift að hefja líf utan hæl- isins. Við vottum fjölskyldunni allri innilega samúð. Anna Ólafsdóttir. Í dag kveðjum við elskulega föðursystur mína Sigrúnu Péturs- dóttur, sem lokið hefur viðburða- ríku og giftudrjúgu lífshlaupi sínu. Þar með hafa öll systkinin fjögur horfið á vit forfeðra og for- mæðra sinna og í hugskotinu bregður fyrir mynd af glaðværum hópi, sem þrátt fyrir erfiðleika í æsku og uppvexti hafði yndi af líf- inu. Nú eru þau sameinuð í ljósinu eilífa, Sigurður, Sigrún, Haraldur og Halldór Pétursbörn. Og ef okk- ur gæfist færi á að gægjast þang- að inn myndum við eflaust heyra fjörugar samræður í bland við hlátur … Ó, já, hún Sigrún frænka var einstaklega lífsglöð kona og átti auðvelt með að fá samferðafólk sitt til að sjá björtu hliðarnar á öll- um málum. Minningarnar eru all- ar á einn veg, hávaxin var hún og stórglæsileg með sitt dökka hár og kviku hreyfingar, gædd ein- stakri kímnigáfu og hafði þennan smitandi hlátur, hún var eiginlega fjörkálfur fram í fingurgóma alla tíð og hélt í æskufjörið langt fram á efri ár. Hvílík gæfa að hafa þá afstöðu til lífsins að aldur sé ein- ungis hugarfar. Jafnvel þótt heils- an hafi ekki alltaf verið eins og hún hefði kosið var þakklætið fyr- ir líðandi stund ævinlega í for- grunni, sem fyllti samverustund- irnar með henni undraverðri hlýju og ánægju. Örlæti er líka eiginleiki sem einkenndi hana og raunar þekki ég þann eiginleika líka frá föður mínum og dreg þá ályktun að þau systkinin, sem misstu dugmikinn og hæfileikaríkan föður sinn barn- ung og þurftu að fara að bjarga sér svo miklu fyrr en æskilegt hefði verið, hafi snemma hlotið skilning á því hvað raunverulega skiptir máli í lífinu. Þannig man ég þau bæði, gjafmild á tíma sinn og full umhyggju fyrir velferð sinna nánustu. Sigrún þakkaði forsjóninni hvern dag fyrir sína stóru fjöl- skyldu og það verður mér ævin- lega hulin ráðgáta hvernig henni tókst að muna allt um það sem börnin hennar, barnabörnin og barnabarnabörnin höfðu fyrir stafni á hverjum tíma, hvar sem þau voru stödd í veröldinni. Því ef eitthvað einkennir föðurfólkið mitt umfram þá eiginleika sem ég þegar hef talið, þá er það útþráin, þessi einstaka þörf og ánægja sem hafa má af því að vera á ferð- inni. Þegar líða tók á ævina og heim- sóknum til vina og ættingja fór fækkandi tók tölvan við því hlut- verki að tengja hana frænku mína við fólkið sitt og lagði henni lið við að mynda ný tengsl, þannig skrapp heimurinn saman, nokkuð sem hún nýtti sér óspart, meðal annars til að spila bridds við fólk í öllum heimshornum. Já, alveg rétt, ef við hefðum tök á því að gægjast bak við tjöldin í himna- ríki og heyra glaðværðina í þeim systkinum, þá er líklegt að þau sitji yfir spilum – nema kannski Sigurður, ætli hann sé ekki með gítarinn í fanginu spilandi lögin hans afa. Þegar Sigrúnu frænku minni er þökkuð samfylgdin og ástvin- um hennar vottuð einlæg samúð er viðeigandi að kveðjunni fylgi tilvitnun í Sóleyjarkvæði Jóhann- esar úr Kötlum: Hóglega, hæglega hnígur þar sól að viði – tíminn líður líður með ljúfum niði og fegurðin andar á vöggu lífsins friði. Vertu kært kvödd og hafðu þökk fyrir allt. Kolbrún K. Halldórsdóttir. Við systkinin af Melabrautinni og Guðmundur viljum minnast Sigrúnar frænku okkar með nokkrum orðum. Hún var í okkar huga alltaf hress og mjög skemmtileg. Helst minnumst við heimsókna hennar til foreldra okkar um helgar. Þá var spilað af miklu kappi enda var Sigrún Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.