Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 6. M A Í 2 0 1 9 Stofnað 1913  105. tölublað  107. árgangur  ÍSLANDS- MEISTARAR SEX ÁR Í RÖÐ SEXTÍU SÓLAR- STUNDIR Á SIGLUFIRÐI GRIÐASTAÐUR GRAFÍKLISTA- MANNA NÁMSKEIÐ 10 VERKSTÆÐI Í TOSKANA 36ÍÞRÓTTIR 32-35 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Útgjaldaauki sveitarfélaganna, sem leiða má af yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar vegna kjarasamninganna, nemur um tólf milljörðum króna á samningstímanum. Þessu til viðbót- ar koma áhrif á launakostnað hjá sveitarfélögunum, sem verða meiri en hjá ríkinu, og nema um fjórum milljörðum króna. Þetta kemur fram í ítarlegri umsögn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um fjármála- áætlun 2020-2024. Sambandið bendir m.a. á að skatt- ar ríkissjóðs af tekjum og útgjöldum muni hækka meira en launakostnað- ur vegna kjarasamninga, en þessu verði öfugt farið hjá sveitarfélögun- um. Laun séu lægri hjá sveitarfélög- um en ríkinu og kjarasamningar með krónutöluhækkunum verði dýrari fyrir sveitarfélögin en ríkið. Sveitarfélögin segjast ekki geta unað við þau áform ríkisins að fram- lög til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði óbreytt að krónutölu árin 2019, 2020 og 2021. Það valdi sveitarfélög- unum tekjutapi upp á 3,3 milljarða yfir tveggja ára skeið. Sveitarfélögin krefjast þess að Alþingi dragi þessi áform til baka. „Það veldur okkur áhyggjum ef ríkið dregur ekki til baka áform um að frysta framlög í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga,“ sagði Aldís Haf- steinsdóttir, formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. „Við það skerðast tekjur sveitarfélaga og sér- staklega þeirra sem síst mega við því.“ Gagnrýna fjármálaáætlun  Samband íslenskra sveitarfélaga unir ekki við óbreytt framlög í jöfnunarsjóð næstu ár  Skerðir tekjur þeirra sveitarfélaga sem síst mega við tekjuskerðingu MSegja samstarfið … »2 Morgunblaðið/RAX Snæfellsjökull Hann hopar hratt og gæti verið alveg horfinn árið 2058. Rýrnun jöklanna er stærsta ein- staka landbreytingin á Íslandi um þessar mundir, að sögn Landmæl- inga Íslands. Flatarmál jöklanna minnkaði um 215 km2 milli áranna 2012 og 2018. Frá árinu 2000 hefur flatarmál þeirra minnkað um 647 km2 eða um 36 km2 á hverju ári að meðaltali. Það er 5,8% rýrnun á þessu 18 ára tímabili. Síðujökull, skriðjökull sem geng- ur suður úr vestanverðum Vatna- jökli, hefur hopað jafnt og þétt sam- kvæmt CORINE-kortlagningu sem byggð er á gervitunglamyndum. Snæfellsjökull hefur einnig minnk- að stöðugt frá árinu 2000. Rýrni jökullinn áfram með sama hraða verður hann alveg horfinn árið 2058. »6 Rýrnun jöklanna  Hop jökla veldur mestri breytingu á landi á Íslandi um þessar mundir Um 430 eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni yfir landamærin til Ísraels á laugardaginn með þeim af- leiðingum að fjórir Ísraelar létu lífið. Ísraelski herinn svaraði árásinni með eigin eldflaugaárásum á skot- mörk á Gasaströndinni. Að minnsta kosti 23 Palestínumenn létu lífið í gagnárásinni, þeirra á meðal nokkr- ir meðlimir í Hamas og hryðjuverka- samtökunum Íslamskt jihad. Einnig létu almennir borgarar lífið, þeirra á meðal ólétt kona og eins árs stúlka. Ísraelski herinn segir að þær hafi farist í misheppnaðri eldflaugaárás Hamas-liða. Benjamín Netanjahu forsætisráðherra heitir fleiri árás- um. »13 AFP Palestína Eldflaugar Ísraelshers dynja á Gasaborg um helgina. Árásir á árásir of- an í Gasa  Vopnahléið við Palestínu viðkvæmt Margt hraustasta fólk heims kom saman og svitnaði þegar Reykjavík Crossfit-mótið fór fram í Laugardalshöll um helgina. Íslendingar stóðu erlendum keppinautum sínum framar í einstaklingsflokki karla þar sem Björgvin Karl Guðmundsson varð hlut- skarpastur, en silfrið tók Hinrik Ingi Ósk- arsson. Hraustasta kona heims árið 2013, Samantha Briggs, sem sést á myndinni hér að ofan, sigraði ásamt félögum sínum í liða- keppninni sem fram fór í gær á lokadegi mótsins. Heimsins mestu hreystimenni sýndu hvað í þeim býr Morgunblaðið/Hari  Nýir kjarasamningar starfs- manna hins opinbera verða í höfn fyrir mánaðarlok ef markmið Sverris Jónssonar, formanns samn- inganefndar ríkisins, gengur eftir. Hann segir að stytting vinnuviku muni taka lengstan tíma. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formað- ur BSRB, er með sama markmið, en segir að það þurfi að fara að „setja í gang“ ef það á að nást að semja fyr- ir sumarleyfi. Ósamið er við um þriðjung allra launamanna á Íslandi skv. Samtökum atvinnulífsins. »6 Markmiðið að semja fyrir mánaðamót  Áætlað er að sjö nýjar lyftur verði reistar á skíðasvæðinu í Bláfjöllum fram til ársins 2030 og að sú fyrsta verði risin strax á næsta ári. Upp- bygging snjó- framleiðslukerfis gæti aukið heild- araðsókn um 50% að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins í dag. Framkvæmdirnar eru sagðar óháðar umhverfismati. »9 Bláfjöll Byggja á upp skíðasvæðin. Búist við 50% aukningu í Bláfjöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.