Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 33
Í VESTURBÆNUM Kristján Jónsson kris@mbl.is Íþróttaáhugamenn framtíðarinnar koma til með að staldra við og velta þessu KR-liði í körfuknattleiknum fyrir sér. Íslandsmeistarar sex ár í röð. Hvað gekk eiginlega á þarna á milli 2010 og 2020? mun fólk sjálf- sagt hugsa. Afrek KR-inga er lygilegt. Liðinu tókst að bæta sjötta sigrinum við nú þegar deildin hefur líklega aldrei verið jafn sterk. KR-ingum tókst að snúa ÍR-inga niður í oddaleiknum á laugardagskvöldið og sigra 98:70. KR sigraði samtals 3:2 í úrslita- rimmunni um Íslandsmeistaratit- ilinn eftir að hafa lent 1:2 undir. Í upphafi tímabilsins var útlit fyr- ir að sóknarfæri væru fyrir önnur lið að hrifsa bikarinn úr höndum KR-inga. Liðið missti Brynjar Þór Björnsson og Darra Hilmarsson sem unnið höfðu fimm ár í röð. Þá fór Kristófer Acox til Frakklands í atvinnumennsku og Pavel Ermol- inskij tók sér frí í marga mánuði og virtist óvissa um tíma varðandi hans þátttöku. Margt fer hins vegar öðruvísi en ætlað er. Kristófer sneri heim, Finnur Atli Magnússon flutti heim frá Ungverjalandi og bróðir hans Helgi Már Magnússon flutti heim frá Bandaríkjunum. Pavel bættist auk þess við hópinn og í upphafi árs var KR-liðið orðið afar sterkt á pappírunum umtöluðu þeg- ar hinn skotglaði Michele Di Nunno bættist einnig við. Landslagið var gerbreytt en þjálfarinn Ingi Þór Steinþórsson hafði ekki endalausan tíma til að finna réttu blönduna. Í 8-liða úrslit- unum beið vel mannað lið Keflavík- ur og KR átti ekki heimaleikjarétt- inn. Þá voru Ingi og leikmenn hans orðnir tilbúnir og fóru í gegnum Keflavík og Þór Þorlákshöfn með aðeins eitt tap á bakinu. Úr- slitarimman gegn ÍR varð fjörug og bráðskemmtileg en í tveimur síð- ustu leikjunum fleyttu leikskiln- ingur, klókindi, stolt og reynsla KR- ingum yfir hjallann. Íþróttasálfræði 103 Oddaleikurinn varð ekki nægilega spennandi ef frá er talinn fyrsti leikhlutinn. Því miður var Kevin Ca- pers þá kominn á sjúkralistann, sem var blóðtaka fyrir ÍR. KR var reyndar án Pavels Ermolinskijs í síðustu þremur leikjunum en réðu betur við það. Eftir frábæra úr- slitakeppni varð oddaleikurinn því visst „anticlimax“ eins og fyrrver- andi íþróttablaðamaður Morg- unblaðsins orðaði það við grein- arhöfund. Líklega mætti segja að þegar fylgst var með holningunni á ÍR- liðinu í oddaleiknum hafi það verið eins og áfangi í íþróttasálfræði 103. Áfallið vegna fjarveru Capers kom daginn fyrir leik og var enn sýni- legt. Leikmenn ÍR voru daufari í allri líkamstjáningu en þeir höfðu verið og baráttan var talsvert minni. Innst inni höfðu þeir líklega ekki trú á því að þeir gætu tekið bikarinn af sigursælum KR-ingum án Kevins Capers, sem á köflum var hálf- gerður galdramaður í þessari úr- slitakeppninni. Eins og hann hafði sýnt á sér ljótar hliðar um tíma í vetur var magnað að sjá til hans eft- ir að Breiðhyltingar siðuðu hann til og Capers fór að brosa á vellinum. Hér þarf einnig að taka með í reikninginn að ÍR lék fimmtán leiki í úrslitakeppninni eða eins marga og mögulegt er. Hefur það ekki gerst áður og þetta leikjaálag hlýtur að hafa haft áhrif á menn í odda- leiknum. Skárra væri það nú. KR-ingar eru kóngarnir í íslensk- um körfuknattleik og ferilskrá þeirra er mögnuð. Helgi og Pavel hafa til dæmis sjö sinnum orðið meistarar og Pavel náði þeim sjötta í röð. Jón hefur unnið síðustu fimm skipti sem hann hefur spilað hér- lendis. Sá sjötti í röð hjá KR  KR sigraði ÍR í oddaleiknum sem ekki varð nógu spennandi  Ingi Þór fann réttu blönduna áður en hann féll á tíma  ÍR-ingar fremur daufir án Capers Morgunblaðið/Hari Bestir Jón Arnór Stefánsson lyftir Íslandsbikarnum eftir sigur KR-liðsins á Íslandsmótinu í körfuknattleik á laugardaginn. ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 HANDKNATTLEIKUR Undanúrslit karla, þriðji leikur: Hleðsluhöllin: Selfoss – Valur (2:0)..... 19.30 KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deildin: Eimskipsvöllur: Víkingur R. – FH ..... 19.15 Í KVÖLD! Dominos-deild karla Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn: KR – ÍR ................................................. 98:70  KR vann 3:2 og er Íslandsmeistari. Frakkland Nanterre – Gravelines-Dunkerque... 88:82  Haukur Helgi Pálsson lék í 28 mín., fyrir Nanterre, skoraði 7 stig, tók 2 fráköst og átti 2 stoðsendingar. Svíþjóð Annar úrslitaleikur: Borås – Södertälje............................... 63:78  Jakob Örn Sigurðarson lék í 20 mín. fyr- ir Borås, skoraði 8 stig og tók 4 fráköst.  Staðan er 2:0 fyrir Södertälje. Austurríki Átta liða úrslit, annar leikur: Klosterneuburg – Flyers Wels........... 78:77  Dagur Kár Jónsson lék í 33 mín., fyrir Wels, skoraði 17 stig, tók 1 frákast og átti 4 stoðsendingar.  Staðan er 2:0 fyrir Klosterneuburg. Þýskaland Alba Berlín – Würzburg ................... 108:69  Martin Hermannsson lék ekki með Alba vegna meiðsla. Úrslitakeppni NBA Austurdeild, undanúrslit: Philadelphia – Toronto ...................... 96:101  Staðan er jöfn 2:2. Vesturdeild, undanúrslit: Portland – Denver............................ 149:137  Staðan var 2:1 fyrir Portland en fjórði leikurinn fór fram í nótt. Sjá mbl.is/sport. Houston – Golden State ................... 126:121  Staðan er 2:1 fyrir Golden State. KÖRFUBOLTI Rússland Rostov – Krasnodar................................. 1:1  Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmanna- hópi Rosov, Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður í uppbótaríma.  Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn fyr- ir Krasnodar. CSKA Moskva – Dinamo Moskva .......... 2:2  Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir CSKA, Arnór Sigurðsson sat allan leikinn á meðal varamanna.  DHL-höllin, fimmti úrslitaleikur karla laugardaginn 4. maí 2019. Gangur leiksins: 9:4, 14:7, 20:14, 22:20, 30:20, 35:24, 42:30, 44:32, 50:34, 57:39, 62:49, 71:53, 74:59, 84:61, 91:68, 98:70. KR: Michele Christopher Di Nunno 29, Julian Boyd 21/10 fráköst, Emil Barja 12, Jón Arnór Stefánsson 10, Björn Kristjánsson 9/5 stoðsend- ingar, Kristófer Acox 8/9 fráköst, Helgi Magnússon 5, Sigurður Á. Þor- valdsson 3, Vilhjálmur Jensson 1. Fráköst: 17 í vörn, 12 í sókn. KR – ÍR 98:70 ÍR: Hákon Örn Hjálmarsson 18, Sig- urður Gunnar Þorsteinsson 16/6 frá- köst, Matthías Orri Sigurðarson 14/4 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 9/7 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 7/7 frá- köst, Gerald Robinson 4/6 fráköst, Hjalti Friðriksson 2. Fráköst: 20 í vörn, 11 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Kristinn Óskarsson, Leifur S. Garðarsson. Áhorfendur: 1.200.  KR vann, 3:2. HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.