Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 FYRSTA FLOKKS RÁÐSTEFNU- OG FUNDARAÐSTAÐA UM ALLT LAND – ÁRSHÁTÍÐIR, SÖLUFUNDIR, NÁMSKEIÐ, VEISLUR OG VIÐBURÐIR – Nánari upplýsingar: islandshotel.is/fundir Bókanir: fundir@islandshotel.is Á fimmtudagskvöld í liðinniviku voru 100 ökumenn sekt- aðir fyrir stöðubrot við Seljaskóla. Tilefnið var að ÍR og KR kepptu í körfuknattleik og svo ánægjulega vildi til að áhugi var mikill og áhorfendur fjölmargir.    En þaðskyggði heldur á ánægjuna hjá þessum ríflega 100 áhorfendum þegar þeir komu að bílum sínum og fundu þar 10.000 króna sekt- armiða. Og þó að hægt sé að fá sektina lækkaða um fjórðung með því að greiða tafarlaust er upp- hæðin engu að síður töluverð.    Það er þó ekki aðeins upphæðinsem skiptir máli heldur ekki síður viðhorfið. Býsna algengt er þegar einhverjir viðburðir eiga sér stað í Reykjavík, hvort sem það eru fjölskylduskemmtanir á vegum borgarinnar í Húsdýra- garðinum, kappleikir í íþróttum eða annað sem dregur að sér mik- inn fjölda manna, að gestir fái sekt.    Ekki þarf að efast um að sektiner réttmæt í ströngum skiln- ingi, en getur ekki verið að óþarfi sé að sekta fólk fyrir að sækja skemmtanir eða samkomur, þó að það leggi frjálslega, ef engin hætta er á ferðum og aðrir kom- ast greiðlega um?    Afar óvíst er, þó að almennt sémikilvægt að halda uppi lög- um og reglu, að það bæti mann- lífið að eltast af kappi við öku- menn sem neyðast til að leggja utan þeirra svæða sem almennt eru viðurkennd, vilji þeir sækja mannamót. Kapp er best með forsjá STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Ísland er á meðal fárra landa sem hafa hagnast fjárhagslega vegna hnatthlýnunar síðustu áratuga. Þetta kemur fram í rannsókn frá Stanford-háskóla sem birt var í tímariti bandarísku vísindaaka- demíunnar, PNAS. Í frétt finnska miðilsins Yle er fjallað um rannsóknina en þar seg- ir að í henni séu hitasveiflur bornar saman við hagvöxt yfir hálfrar ald- ar tímabil. Kemur m.a. fram að verg landsframleiðsla Íslands hafi vaxið um 92% á árabilinu 1961- 2010, og tengist það hlýnun jarð- arinnar. Heitari lönd tapa Í fréttinni segir að hlýnun jarðar hafi valdið umtalsverðu falli í efna- hag hlýrri og fátækari landa, en svalari og auðugri lönd hafi hins vegar hagnast. Segir jafnframt að auk Íslands hafi verg landsframleiðsla Finn- lands aukist um 48% og verg fram- leiðsla Noregs um 34%, en íbúar beggja landa megi að hluta til þakka hnattrænni hlýnun. Þá merkja rannsakendur einnig hag- vöxt tengdan hnatthlýnun í Kan- ada, Svíþjóð og Rússlandi Á hinn bóginn myndi hagkerfi Indlands vera um þriðjungi stærra ef ekki væri fyrir áhrif hnatthlýn- unnar, að því er fram kemur í niðurstöðum rannsóknarinnar. teitur@mbl.is Íslendingar hagnast á hnatthlýnun  Rannsókn unnin af Stanford-háskóla Morgunblaðið/Valli Sólskin Íslendingar eru sagðir hagnast á hnattrænni hlýnun. Flestir 10. bekkingar á landinu vilja hefja nám við Verzlunarskóla Ís- lands (VÍ) næsta haust, en næst- flestir vilja komast í Menntaskólann við Sund (MS). Þetta kemur fram í færslu fésbókarsíðunnar Ráðgjöf vegna innritunar í framhaldsskóla þar sem birtar eru tölur úr forinn- ritun 10. bekkinga í framhaldsskóla fyrir haustönn 2019. Þar sem ein- ungis er um forinnritun að ræða sýna tölurnar ekki alla heild- armyndina, en þær gætu breyst eft- ir að nemendur staðfesta umsóknir sínar síðar í vor. Þá vantar einnig inn í tölurnar annað val nemenda, en í umsókn setja nemendur skólana sem þeir vilja sækja um í fyrsta og annað sæti. Umframeftirspurn víða Eins og mörg fyrri ár sækja mun fleiri um en komast að í mörgum af stærri skólum Reykjavíkur. Sem dæmi setja 527 VÍ í fyrsta val, þar sem eru 330 laus nýnemapláss. Þá setja 281 MS í fyrsta val, en þar eru laus pláss 234. Svipaða sögu er að segja um Kvennaskólann í Reykja- vík þar sem 243 velja hann sem sinn fyrsta kost, en laus pláss eru 225. Hjá langstærstum hluta skólanna eru þó færri sem sækja um heldur en komast að en sem dæmi völdu 190 Menntaskólann í Reykjavík sem fyrsta val, þar sem laus pláss eru 262 og 229 völdu Mennta- skólann við Hamrahlíð sem fyrsta val, en þar eru laus pláss 310. Einn í Fisktækniskólann Ekki taka þó allir framhalds- skólar landsins við hundruðum nemenda en sem dæmi settu 11 Menntaskóla í Tónlist, MÍT, í fyrsta val fyrir komandi skólavetur. Þá setti einn nemandi Fisktækniskól- ann í fyrsta val. teitur@mbl.is Flestir vilja hefja nám við Verzló  Tölur um forinnritun liggja fyrir Morgunblaðið/Golli Busar Þeir sem byrja í MR í haust verða líklega tolleraðir við komuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.