Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 17
MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 HINSTA KVEÐJA Við biðjum að þér ljóssins englar lýsi og leiði þig hin kærleiksríka hönd. Í nýjum heimi æ þér vörður vísi sem vitar inn í himnesk sólarlönd. Þér sendum bænir upp í hærri heima og hjartans þakkir öll við færum þér. Við sálu þína biðjum Guð að geyma, þín göfga minning okkur heilög er. (Guðrún E. Ormsdóttir) Eydís Elfa, Ólafur, Fannar Freyr og Guðni Geir. ✝ BergþóraSkarphéð- insdóttir fæddist 17. júlí 1926 á Þingeyri við Dýra- fjörð. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Boðaþingi í Kópavogi 16. apríl 2019. Foreldrar henn- ar voru Kristín Sigurlaug Sím- onardóttir, f. 11.6. 1903, d. 12.5. 1977 og Einar Skarphéð- inn Magnússon, f. 23.12. 1903, d. 10.12. 1963 Systkini Bergþóru voru Magnús, f. 18. 3 1931, d. 5.11 2004, og Sjöfn Sóley, f. 8.7 1935, d. 18. 5 1947. Hinn 13. 9 1947 giftist Berg- þóra Sveini Benedikt Guð- mundssyni, f. 7. febrúar 1923, d. 31. október 2013, frá Þver- dal í Aðalvík. Þau eignuðust sex börn: 1) Jónína Elfa, f. 23.3. 1946, d. 13.7. 1993, eigin- maður hennar var Örnólfur Eiginkona hans er Sandra Ca- nico, þau eiga eina dóttur, Antoníu Armöndu. 4) Tvíbura- systir Magneu Gerðar, óskírð, f. 7.9. 1951, lést fimm daga gömul. 5) Smári, f. 26.4. 1960, eiginkona hans er Guðmunda Óskarsdóttir, börn þeirra eru a) Bergþóra, sambýlismaður hennar er Sveinbjörn Rosén Guðlaugsson, þau eiga tvo syni, Smára Rosén og óskírðan son. b) tvíburarnir Margrét og Óskar. 6) Kristín Linda, f. 18.9. 1967, eiginmaður hennar er Skjöldur Vatnar Árnason, börn þeirra eru a) Sara Mjöll, sambýlismaður hennar er Er- lingur Ívar Jóhannsson, og þau eiga tvö börn, Júlíu Krist- ínu og Skjöld Vatnar, Erlingur á eina dóttur fyrir, Elísabetu Von. b) Magnús Vatnar, unn- usta Ásdís Sigurðardóttir. c) Róbert Frans. Bergþóra fluttist til Hafnarfjarðar árið 1945. Nán- ast alla sína starfsævi aðstoð- aði hún eiginmann sinn við rekstur húsgagnaverkstæðis þeirra og síðar við hús- gagnaverslunina Heimilið við Sogaveg 188. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 6. maí 2019, klukkan 13. Örnólfsson, þau slitu samvistum, börn þeirra eru: a) Ruth, sambýlis- maður hennar er Pétur Þorvalds- son, hún á einn son, Ólaf Hösk- uldsson. b) Örn- ólfur, eiginkona hans er Bryndís Haraldsdóttir, þau eiga þrjú börn, Eydísi Elfu, Fannar Frey og Guðna Geir. 2) Sjöfn Sóley, f. 13.4. 1948, eiginmaður hennar er Rögnvaldur R. Andrésson, börn þeirra eru: a) Alma María, eiginmaður hennar er Guðmundur Guðnason, þau eiga tvö börn, Martein og Katrínu. b) Sveinn Benedikt, eiginkona hans er Signý Gunn- arsdóttir, þau eiga tvö börn, Regínu Sjöfn og Gunnar Hrafn. 3) Magnea Gerður, f. 7.9. 1951, eiginmaður hennar er Ólafur Sigurðsson, sonur þeirra er Vilhjálmur Hinrik. Bergþóra tengdamóðir mín hefur kvatt eftir næstum 93 ár. Komin í annað leikrit eins og barnabarnabarnið sagði yfir dán- arbeði hennar, þar sem tilveru- stigunum er líkt við leiksvið. Ég var við jarðarför mágkonu hennar sem náði 88 ára aldri þeg- ar presturinn óskaði okkur til hamingju. Mér brá við þessi orð en svo kom útskýringin, jú til hamingju með að hafa haft hana svona lengi. Ég vil gera þessi orð að mínum. Við fjölskyldan erum svo heppin að hafa haft hana svona lengi og þökkum fyrir það. Hún var ern í anda þótt líkam- inn væri farinn að gefa sig. Ekki var minnisleysi að hrjá hana, mundi alla afmælisdaga. Oft vor- um við að rifja upp gamla atburði og fyrir nokkrum vikum var ég að spyrja hana um uppskrift sem sem hún var með í kollinum. Þetta er ekki öllum gefið komin á þenn- an aldur. Þessi kynslóð kallaði ekki allt ömmu sína. Kvartaði aldrei, þakk- lát fyrir það sem hún hafði. Vann hörðum höndum fyrir sig og sína. Það var ekki kvartað yfir myglu í húsakynnum þótt skór væru stundum fiðraðir í skápnum á fyrstu búskaparárunum. Þakklát fyrir að hafa húsaskjól enda hús- næðisekla mikil. Missir dætra og ungrar systur sem átti að fara í meinlausa aðgerð, þá var mikill harmur borinn í hljóði. Áorkaði miklu, rekstur verkstæðis, versl- unar, bygging nokkurra húsa á Sogavegi, Hafravatni og í Aðal- vík, allt var gert í hljóði. Einnig var verkaskiptingin á heimilinu mjög skýr. Ekki eins og jafnrétt- isstefnan krefst í dag. Hún var tæknitröllið á heimilinu. Lærði að senda tölvupóst, hafði gaman af því. Eflaust hefði hún farið á sam- félagsmiðlana ef sjónin hefði ekki svikið hana. Las upphátt fræðin fyrir eiginmanninn í húsgagna- smíðanáminu, þá var ekki til les- blindugreining. Vandamálin voru bara til að leysa þau. Þessi kona kallast að sönnu hvunndagshetja. Ég vil þakka tengdamóður minni samfylgdina í 40 ár sem aldrei bar skugga á. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guðmunda Óskarsdóttir. Vorið var á næsta leiti, farfugl- arnir margir komnir og brátt fyll- ist loftið af söng þeirra. Eftir langan vetur og hvassan apríl, þá fór að þyngjast lífsróð- urinn hjá elsku tengdamóður minni, hún hafði átt erfitt síðustu ár eftir að ástin í lífi hennar, hann Sveinn Guðmundsson, andaðist snögglega í október 2013 á nítug- asta og fyrsta aldursári. Þau höfðu stigið lífsdansinn í yfir sjötíu ár, en þau kynntust snemma á fimmta áratugnum. Örlögin höguðu því þannig eins og oft vill verða, að Bergþóra, sem þá var starfaði á leikskólanum Tjarnarborg, þar sem hún bjó einnig, ákvað að fara með vinkonu sinni á dansleik í Gúttó í Vonar- stræti. Þá birtist ungur og mynd- arlegur maður dökkur á brún og brá, sem hafði tekið eftir þessari fallegu ungu konu, og safnaði kjarki og bauð henni upp í dans. Þessi dans reyndist verða lífs- dansinn þeirra í hartnær sjötíu ár. Bergþóra var fædd á Þingeyri við Dýrafjörð í júlímánuði 1926, en flutti kornung til Hafnarfjarð- ar, og síðan fluttist fjölskyldan aftur á Þingeyri og þar var Berg- þóra framundir tvítugt, en þá fór hún „suður“ eins og svo margir Vestfirðingar á hennar aldri. Eins fyrr sagði þá kynntist hún Sveini og þau gengu í hjónaband 13. september 1947. Þau hófu sinn búskap á Soga- vegi, þar sem foreldrar Sveins bjuggu, og fengu fyrst í stað að búa í kjallaraíbúð hjá þeim, Sveinn var þá að ljúka húsgagn- smíðanámi, og vann í trésmiðj- unni Víði. En metnaður hans stóð til að eignast sitt eigið hús. Þeim hafði tekist að safna nokkurri upphæð, og Sveinn fór nú af stað og keypti efni í hús sem hann smíðaði á lóðinni, þar sem þau bjuggu, og flutti það ofar í holtið, og þar stækkaði húsið með árunum. Það er ekki hægt að minnast Beggu (eins og við kölluðum Bergþóru) án þess að minnast á mannkosti hennar. Ég kynntist Beggu 1964 þegar ég og dóttir hennar Sjöfn Sóley höfðum kynnst og ég fór að venja komur mínar á Sogaveginn, þá strax tók hún mér vel og ég fann að ég var velkominn, frá henni fann ég ávallt hlýju og elsku sem hefur fylgt mér æ síðan. Henni lá ekki illt orð til nokk- urs manns og aldrei í þessi rúm- lega fimmtíu ár síðan okkar kynni hófust sá ég hana skipta skapi. Þau hjónin bjuggu mestallan sinn búskap á Sogavegi 192 og 188 þar til a’ þau ákváðu að selja hús sitt og fluttu í Boðaþing 24, en þar lést Sveinn 31.10. 2013. Eftir það fluttist Bergþóra yfir götuna á hjúkrunarheimilið Boðaþingi í febrúar 2017, þar sem hún and- aðist eftir nokkurra daga erfið veikindi hinn 16. apríl. Ég sakna Bergþóru og mun ávallt bera góð- ar minningar um hana með mér það sem ég á eftir ólifað, og gleymi ekki hve hún var yndisleg amma barnanna okkar, og hve þau elskuðu Beggu ömmu mikið og fundu hve mikið þau áttu henni að þakka. Far þú í friði Begga mín, og þakka þér fyrir allt og allt, og góð- ur Guð veri með þér. Þinn tengdasonur, Rögnvaldur. Þegar ég var barn tók ég reglu- lega strætó til ömmu og afa á Sogaveginn eftir skóla. Oftar en ekki sendi amma mig út í Kron með kerru sem ég dró á eftir mér og setti mjólk og aðrar nauð- synjavörur í. Mér fannst þessi kerra hreinasta snilld en systur minni, sem er fjórum árum eldri, þótti hún ansi hreint hallærisleg. Það var alltaf mjög notalegt að vera hjá ömmu og afa. Amma gætti þess alltaf að matvandi drengurinn ég fengi eitthvað gott að borða. Í sérstöku uppáhaldi var kakósúpan hennar. Út í hana setti hún aðeins örlítinn mjólkur- dreitil en engar tvíbökur sem aðr- ir fjölskyldumeðlimir kröfðust að ég borðaði og eyðilögðu fyrir mér annars fína máltíð. Mínar fyrstu minningar um ömmu tengjast helst eldhúsinu á Sogaveginum en mér finnst hún hafa verið þar meirihluta æsku minnar. Fyrir utan stundirnar í eldhús- inu eru stundirnar með ömmu og afa á Hafravatni og í Aðalvík mér einnig ofarlega í huga þegar ég hugsa til baka. Ég naut góðs af því að fá að vera einn með þeim í Aðalvíkinni og eru minningar sem ég á frá þeim tíma mér mjög dýr- mætar. Þá var ég með afa að stússa úti allan daginn og kom svo til ömmu og borðaði þess á milli. Þegar ég heimsótti ömmu síð- ustu árin tók hún alltaf þéttings- fast utan um andlitið á mér og sagði; „Mér finnst eins og hann afi þinn sé kominn þegar þú kemur.“ Þetta þótti mér alltaf afskaplega vænt um og sá hvað henni þótti það góð tilfinning að finna fyrir návist hans í gegnum mig. Amma var skýr í hugsun til síns síðasta dags og þótti mér sérstaklega notalegt að eiga við hana okkar síðasta samtal um Aðalvíkina og að hún vonaði að það yrði gott veður þar þegar ég fer þangað í sumar. Elsku amma hefur fengið hvíldina sem hún óskaði eftir og er það gott en á sama tíma er erf- itt að kveðja þessa yndislegu konu. Dóttir mín skildi eftir kveðju til ömmu sinnar þegar hún dó og langar mig að gera hennar orð að mínum. Elsku amma, góða ferð og segðu hæ við afa frá mér. Ég elska þig svo mikið. Sveinn Benedikt Rögnvaldsson. Að eiga ömmu í næstum 50 ár eru forréttindi og er ég einstak- lega þakklát fyrir tímann sem ég fékk með henni. Elsku amma náði tæplega 93 ára aldri og fram á síð- asta dag var hún með allt sitt á hreinu. Amma fylgdist sérstak- lega vel með tímanum og mundi alla afmælisdaga fjölskyldumeð- lima. Að sitja með henni og spjalla gaf mér mikið og vildi hún þá helst heyra fréttir af okkur fjöl- skyldunni. Amma var einstaklega hjartahlý og blíð og sparaði ekki hrósið til mín alla tíð og ég vissi að hún var alltaf stolt af mér. Þegar ég var lítil stelpa var ég mikið hjá ömmu og afa. Ef ég átti að fara í pössun vildi ég helst hvergi annars staðar vera. Það var alltaf nóg um að vera með ömmu og afa og aldrei nein logn- molla. Þegar ég hugsa um ömmu þegar ég var yngri þá var hún allt- af að störfum. Ef hún var ekki í eldhúsinu, þá var hún úti í gróð- urhúsi eða í öðrum heimilisstörf- um. Á háskólaárum mínum fannst mér best að læra undir próf heima hjá ömmu og sá hún alltaf til þess að ég væri aldrei svöng. Amma og afi nutu sín vel í sveitinni, bæði á Hafravatni og í Aðalvík, og á ég dásamlegar minningar þaðan. Ég man varla eftir að hafa séð hana ömmu mína setjast niður en núna síðustu ár hafði hún lítið val þar sem fæturnir voru búnir með sinn kraft. Ömmu fannst erfitt síðustu árin að þurfa aðstoð við daglegar athafnir en hennar líf snerist alla tíð um að sjá um fólkið sitt og það kunni hún svo vel. Amma mín var tilbúin að kveðja þetta líf og fann ég það sérstaklega eftir að afi, lífsföru- nautur hennar til 70 ára, kvaddi okkur fyrir rúmum fimm árum. Lífið hafði ekki sama tilgang leng- ur eftir að hann var farinn. Þó svo að mér finnist erfitt að kveðja hana sefar það sorgina að vita að hún kveður sátt. Elsku mamma, Gerður, Smári og Kristín Linda. Sorg okkar allra er mikil en saman munum við hlýja okkur við óteljandi minning- ar um yndislega mömmu og ömmu sem mun áfram vera stoð í okkar samrýndu fjölskyldu. Elsku amma mín, guð geymi þig og ég bið að heilsa öllum engl- unum okkar. Undir háu hamrabelti höfði drúpir lítil rós. Þráir lífsins vængjavíddir vorsins yl og sólarljós. Finn ég hjá þér ást og unað yndislega rósin mín. Eitt er það sem aldrei gleymist aldrei það er minning þín. (Guðmundur G. Halldórsson) Þín Alma María. Það er svo gott að minnast þín, í hjarta mínu margt ég geymi. Elsku Begga amma mín, ég kærleik þínum aldrei gleymi. Vináttu þína og hlýju ég finn, og hjarta mitt slær þá heitar. Mér mikið þú gefur í hvert eitt sinn, er hugur minn til þín leitar. (Höf. ókunnur) Í samskiptum fólks verður allt- af til þráður. Þráðurinn er mis- munandi að eiginleikum, allt eftir því hverjir spinna. Stundum er þráðurinn þykkur, hrjúfur og augljós þeim sem á horfa, stund- um er þráðurinn fíngerður, mjúk- ur og ósýnilegur. Lífsins lista- menn spinna af list alla þræði og hafa þá í hendi sér í samskiptum og viðurgjörningi öllum við sam- ferðamenn sína. Að sönnu var amma mín listamaður í þessum skilningi. Það er vitaskuld lögmál lífsins að öll hverfum við á braut en það sem einkum skilur á milli er hversu digran sjóð góðra minn- inga hver og einn skilur eftir sig meðal þeirra sem eftir standa. Fimmtíu ára samfylgd okkar ömmu er lokið hérna megin við lífsins ljós og minningarnar streyma. Þakklæti er mér efst í huga fyrir að hafa haft hana mér við hlið í gegnum lífið. Hún veitti mér og mínum ómælda hlýju, mikilvæga leiðsögn og stuðning og óteljandi gleðistundir. Amma bjó yfir miklum mann- kostum, hún var traust, um- hyggjusöm, ráðagóð og hafði ríka réttlætiskennd og gerði aldrei upp á milli. Hún gaf sér ávallt tíma til spjalls og átti alltaf í hand- raðanum skemmtilegar sögur af fólki og atvikum. Hún skapaði heimili á Soga- veginum þar sem ríkti gestrisni og góður andi. Allt var fágað og fínt og hún er fyrirmynd mín hvað húsmóðurverkin varðar. Hún var hagsýn og nýtin og allt sem hún eldaði og bakaði var gert af alúð. Nýbökuðu klattarnir, bragðgóða kakósúpan og kartöflumúsin með slátrinu er eitthvað sem enginn nær að gera eins og hún. Dýrðarstundirnar okkar á Hafravatni voru engu líkar en þar var dundað við ýmsa hluti bæði yfir sumartímann og að vetri til. Nálægðin við vatnið hefur alltaf gefið manni mikið. Það er yndislegt til þess að vita að amma og afi séu sameinuð á ný með dætur sínar sér við hlið. Þau eru án efa að taka lagið saman í fordyrinu hjá hinum hæsta höfuð- smið himins og jarðar. Megi blessun fylgja þeim á ei- lífðarbrautum, séu þau Guði falin og englum umvafin. Ruth Örnólfsdóttir. Bergþóra Skarphéðinsdóttir Elskuleg amma okkar, INGA JÓHANNESDÓTTIR, Brúnavegi 13, lést á Hrafnistu Reykjavík fimmtudaginn 18. apríl. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ólafur Ingi Baldvinsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN EINARSDÓTTIR, áður til heimilis á Flókagötu 1 í Reykjavík, lést miðvikudaginn 1. maí á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík. Jarðarför verður auglýst síðar. Fríða Bjarnadóttir Tómas Zoëga Anton Bjarnason Fanney Hauksdóttir Bjarni Bjarnason Kristín Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri STEFÁN FRIÐBJARNARSON, fyrrum bæjarstjóri og blaðamaður, Gullsmára 11, Kópavogi, lést á Líknardeild Landspítalans fimmtudaginn 2. maí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju mánudaginn 20. maí klukkan 13.00. Sigmundur Stefánsson Elísabet Kristinsdóttir Kjartan Stefánsson Guðrún Sigurðardóttir Sigríður Stefánsdóttir Ellen Árnadóttir Gunnar Svavarsson Lára Sveinsdóttir barnabörn og langafabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA SKARPHÉÐINSDÓTTIR frá Þingeyri, lést á hjúkrunarheimilinu Boðaþingi þriðjudaginn 16. apríl. Útför hennar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, mánudaginn 6. maí, klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Barnaspítala Hringsins. Sjöfn Sóley Sveinsdóttir Rögnvaldur R. Andrésson Magnea Gerður Sveinsdóttir Ólafur Sigurðsson Smári Sveinsson Guðmunda Óskarsdóttir Kristín Linda Sveinsdóttir Skjöldur Vatnar Árnason barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.