Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 05.05.2019, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. MAÍ 2019 Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Leikfimi með Maríu kl. 9-9.45. Handvinnuhópur kl. 12-16. Félagsvist með vinningum kl. 12.45. Mynd- list með Elsu kl. 16-19. Opið fyrir innipútt. Hádegismatur kl. 11.40- 12.45. Kaffisala kl. 14.45-15.30. Heitt á könnunni. S. 535-2700. Boðinn Bingó kl. 13. Myndlist kl. 12.30. Vatnsleikfimi kl. 14.30. Spjall- hópur kl. 15. Dalbraut 18-20 Brids kl. 13. Félagsmiðstöðin Vitatorgi Leirmótun kl. 8.30-12.30. Núvitund kl. 10.30-11.30. Handaband kl. 13-15.30. fjráls spilamennska kl. 13-16.30. Bókabíllinn á svæðinu kl. 13.10-13.30, söngstund við píanóið kl. 13.30- 14.15. Kaffisala frá kl. 14.30-15.30. Verið velkomin á Vitatorg, Lindar- götu 59, síminn er 411-9450. Furugerði 1 Bókmenntahópur kl. 10, leikfimi kl. 11, hádegismatur kl. 11.30-12.30, ganga kl. 13, botsía kl. 14, kaffisala kl. 14.30-15.30. Annan hvern mánudag sirka: Helgistund í staðinn fyrir botsía. Annan hvern mánudag: Opin fjöliðja með leiðbeinanda / opin fjöliðja frá kl. 10-16. Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl. 10.50 jóga, kl. 13.15 kanasta. Gullsmári Postulínshópur kl. 9, jóga kl. 9.30, handavinna / brids kl. 13, jóga kl. 17, félagsvist kl. 20. Hraunbær 105 Erum byrjuð að selja miða á Vorgleðina sem verður haldin föstudaginn 24. maí. Nánari upplýsingar í síma 411-2730. Dagskrá í dag, mánudag: Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Handavinna með leiðbeinanda kl. 9-11.30, 1340 kr. mánuð- urinn, allir velkomnir og kostar ekkert að prufa. Hádegismatur kl. 11.30. Sögustund kl. 12.30-14. Jóga kl. 14.15–15.15. Hraunsel Kl. 9 myndmennt, kl. 11 Gaflarakórinn, kl. 13 félagsvist Hjallabraut, kl. 10-16 Fjölstofan. Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin frá kl. 8-16, blöðin og púsl liggja frammi. Morgunkaffi kl. 8.30-10.30, jóga með Carynu kl. 9. útvarpsleikfimi kl. 9.45. Jóga með Carynu kl. 10 og samverustund kl. 10.30. Hádegismatur er kl. 11.30, tálgun kl. 13, frjáls spilamennska kl. 13, liðleiki á stólum og slökun með Önnu kl. 13.30 og kaffi kl. 14.30. Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga kl. 9 í Borgum, gönguhópar kl. 10, gengið frá Grafarvogskirkju og Borgum, skartgripagerð kl. 13 í Borg- um og félagsvist Korpúlfa kl. 13 í Borgum. Tréútskurður kl. 13 á Korpúlfsstöðum. Minnum á ferðina á morgun þriðjudaginn 7. maí í Virkjanirnar, lagt af stað kl. 13 stundvíslega frá Borgum. Norðurbrún 1 Morgunleikfimi kl. 9-45. Upplestur kl. 11-11.30. Tré- útskurður kl. 13-16. Gönguhópur kl. 14. Bókasafnshópur kl. 14. Seltjarnarnes Gler og bræðsla neðri hæð Félagsheimilisins Suður- strönd kl. 9 og 13. Leir Skólabraut kl. 9. Billjard Selinu kl. 10. Kross- gátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga salnum Skólabraut kl. 11. Handavinna salnum Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18. 30. Ath. fimmtudaginn 9. maí verður bingó í salnum á Skólabraut kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10–16. Heitt á könnunni frá kl. 10–11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30–12.15, panta þarf matinn daginn áður. Spiluð er félagsvist sem byrjar kl. 13.15. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30–15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er 568-2586. Stangarhylur 4 ZUMBA Gold framhald kl. 10.30, kennari Tanya. Spænsku-námskeið hefst í dag kl. 13.30. Kennarar frá Spænsku- skólanum Háblame. Smáauglýsingar Húsnæði óskast Húsnæði óskast Sendiráð óskar eftir íbúð Þýska sendiráðið óskar eftir 5. herb. íbúð án húsgagna helst m/bílskúr til leigu frá 15.07.2019 í fjögur ár í Reykjavík eða nágrenni. Upplýsingar sendist vinsamlegast á info@reykjavik.diplo.de eða S. 530 1100 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu heldur kynningar- fund um námið í læknisfræði í Menntaskólanum í Kópavogi kl 17:00 miðvikudaginn 8. maí. Uppl. kaldasel@islandia.is. Húsviðhald Hreinsa þakrennur ryðbletta þök og tek að mér ýmis verkefni Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com með morgun- nu Atla Heimi Sveinssyni ber þó umfram allt að þakka það stór- virki sem ævistarf hans sem tón- skálds er og mun lifa um ókomna tíð. Félagið sendir fjölskyldu Atla Heimis innilegar samúðarkveðj- ur. Þórunn Gréta Sigurðardóttir, formaður. Hlýja, lipurð og hjálpsemi eru orð sem m.a. leita á hugann þeg- ar Atli Heimir er kvaddur. Í ör- fáum orðum langar mig að minnast á það þegar hann, ný- kominn heim frá tónlistarnámi, æfði og stjórnaði flutningi á Sól- eyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum við tónlist og gítarleik Péturs Pálssonar vorið 1965. Við vorum níu talsins sem tókum þátt í að æfa kvæðið og frum- flytja það á Menningarviku her- námsandstæðinga í Lindarbæ 4. maí þetta ár. Það var síðan end- urflutt 23. maí í Sigtúni við Austurvöll. Og 11. júní hélt hóp- urinn norður í land og flutti kvæðið þrjú kvöld í röð á Húsa- vík, Siglufirði og Akureyri. Eftir flutning kvæðisins lék Atli á pí- anó lög eftir íslensk tónskáld og rithöfundurinn Guðbergur Bergsson las frumsamda smá- sögu. Hvernig varð þessi hópur til? Meðal flytjenda voru þrjár ung- ar konur: Edda Þórarinsdóttir, Helga Hjörvar og Sólveig Hauksdóttir, sem allar stunduðu á þessum tíma nám í Leiklist- arskóla Leikfélags Reykjavíkur. Þar vann Atli stundum með leik- listarnemunum; hafði áður kynnst Helgu Hjörvar eiginkonu Úlfs heitins Hjörvar sem var kunningi Atla. En það var Edda sem fékk Atla til liðs við hópinn. Vinir mínir, þau Margrét P. Guðmundsdóttir og þáverandi eiginmaður hennar, Eyvindur Eiríksson, leiddu svo Atla á fund Péturs Pálssonar og Ólafar Steinarsdóttur eiginkonu hans sem einnig tók þátt í flutningi Sóleyjarkvæðis. – Áður en Atli kom í hópinn vorum við búin að hittast alloft og æfa einstök lög með Pétri. En það var fyrst eftir að Atli og Pétur náðu saman sem verkið tók á sig heildar- mynd. Hvílíkur munur og heppni að fá þennan kunnáttu- mann í hópinn! Við æfðum alloft heima hjá Atla á Túngötu 49, en einnig í Tjarnargötu 20 og heima hjá Eddu á Sjafnargötu 11. Kvöldið fyrir frumflutning- inn var aðalæfing í Lindarbæ. Hún var tekin upp á segulband og gefin út á hljómdiski sem fylgir bókinni Sóley sólufegri sem Mál og menning gaf út árið 2017. Í stuttu viðtali við Atla sem birtist í þessari bók víkur hann að samstarfinu við Pétur: „Það var einhver sem fór með mig heim til Péturs, hann bjó þá í litlu timburhúsi í Múlakampi. […] Þar spilaði Pétur tónlistina við Sóleyjarkvæði fyrir mig á gítarinn sinn og söng. – Það voru engar skrifaðar nótur en ég náði svona nokkurn veginn öllu. Ég spurði hann hvort ég mætti ekki laga þetta til og Pétur tók því öllu mjög vel. En þetta voru litlar breytingar, svona hér og hvar, þannig að ljóð og lag pöss- uðu betur saman […] Þótt Pétur væri skapmikill og ég kappsam- ur þá gekk þetta samstarf og samvinna okkar vel; ég man ekki til að Pétur reiddist mér nokk- urn tíma við þennan undir- búning, sem þarna hófst á út- mánuðum 1965, þótt ég væri að snyrta laglínu og laglínu. Mér fannst þetta skemmtileg músík, reyndi að gera sem minnst við hana því að hún er alþýðleg og mér fannst hún þurfa að njóta sín í öllum sínum einfaldleika.“ Og nú hefur þessi ljúflingur kvatt. Seint munu líða úr minni þær gleðistundir sem við í „Sól- eyjarhópnum“ áttum með Atla Heimi í þessu ævintýri. Blessuð sé minning hans. Gunnar Guttormsson. Það liggur fyrir okkur öllum að hverfa af lífsins slóð en sumir skilja eftir sig stærri spor en aðrir. Sannir listamenn verða ódauðlegir í verkum sínum og sköpun þeirra heldur áfram að flæða um huga nýrra kynslóða. Atli Heimir Sveinsson er einn þeirra sem lifa áfram í tónum og hljómkviðum. Atli Heimir hefur um áratugaskeið verið eitt fjöl- hæfasta og merkasta tónskáld þjóðarinnar og eftir hann liggja laglínur sem lifa munu um aldir. Eitt af þeim stóru verkefnum sem hann tókst á við var gerð sjónvarpsóperu upp úr skáld- sögu Gunnars Gunnarssonar Vikivaka. Verk sem var sýnt samtímis á norrænu sjónvarps- stöðvunum árið 1989 þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu skálds- ins. Atli Heimir hélt mikið upp á skáldverk Gunnars og samdi tónlist við sum þeirra líkt og hann gerði við verk fleiri ís- lenskra rithöfunda. Í viðtali sagðist hann hafa gengið með þá hugmynd í aldarfjórðung að gera stórt sviðsverk upp úr Viki- vaka áður en hann kom þessu samnorræna verkefni á laggirn- ar. Annar merkur listamaður sem nú er einnig látinn, Thor Vilhjálmsson, orti söngtexta (li- bretto) út frá sögunni sem Atli Heimir samdi tónlist við. Að verkefninu komu síðan lista- menn, leikarar og söngvarar af öllum Norðurlöndunum og hljómsveit danska ríkisútvarps- ins lék undir stjórn Petris Sak- aris. Sjónvarpsóperan vakti mikla athygli og var stærsta verkefnið sem ráðist var í til að fagna aldarafmæli Gunnars. Atli Heimir lagði einnig hönd á plóg þegar 100 ára rithöfundarafmælis Gunnars var minnst árið 2006. Þá samdi hann lag við sonnettuna Vetrarnótt sem birtist í Eimreiðinni 1914. Lagið tileinkaði hann Franziscu Gunnarsdóttur, sonardóttur skáldsins. Það var flutt á tón- leikum í Gerðubergi og á Skriðu- klaustri af Huldu Björk Garðarsdóttur, Ágústi Ólafssyni og Daníel Þorsteinssyni. Í Sin- fóníu nr. 3, sem frumflutt var á Myrkum músíkdögum 2008, sótti Atli Heimir einnig innblást- ur í verk Gunnars, að þessu sinni í nóvelluna Drenginn. Þar nýtti hann ljóð þriggja eyja- skálda, Heinesens, Kasantsakis- ars og Gunnars, til að semja söngsinfóníu um lífið, frelsið og dauðann. Atli Heimir var einstakur maður, með góða nærveru og sköpunargleðin skein af honum. Í samræðum var aldrei langt í glettni þó að umræðuefnið væri alvöruþrungið. Hann dvaldi í nokkur skipti í gestaíbúðinni á Skriðuklaustri og þakka stjórn og starfsfólk Gunnarsstofnunar fyrir ógleymanleg kynni og gott samstarf um leið og við sendum fjölskyldu tónskáldsins innilegar samúðarkveðjur. Skúli Björn Gunnarsson, f.h. Gunnarsstofnunar. Í fáum orðum vil ég minnast tónskáldsins Atla Heimis Sveinssonar, sem árum saman stóð í framvarðarsveit STEFs og markaði djúp spor í íslenska tónlistarsögu. Óumdeilt er að verk Atla Heimis höfðu mikil áhrif á þær kynslóðir tónskálda sem á eftir honum komu, enda hafa margir á undanförnum dögum skrifað af innsæi og kunnáttu um tónsmíð- ar hans. Ekki mun ég bæta þar um betur, heldur vil ég fyrir hönd STEFs þakka Atla fyrir það góða starf sem hann vann í þágu samtakanna og stuðlaði með fórnfúsu starfi að ýmsum framförum og réttarbótum ís- lenskum tónskáldum til handa. Atli Heimir sat um árabil í fulltrúaráði STEFs, æðstu stjórnareiningu samtakanna. Einnig átti hann sæti í stjórn STEFs á árunum 1988-1989 og var stjórnarformaður hluta þess tímabils. Eftir nokkurt hlé frá félagsstörfum tók hann aftur sæti í stjórn árið 2012 og sat í þrjú næstu kjörtímabil, til 2018. Á stjórnarfundum var Atli órag- ur við að tjá skoðanir sínar, þrátt fyrir að ætla mætti að þær yrðu ekki alltaf til vinsælda fallnar, og gat hann verið ákveð- inn og fastur fyrir ef því var að skipta. Að hluta til var stjórn- arskeið Atla mikill breytingatími hvað varðar dreifingu og neyslu tónlistar á netinu og var áhuga- vert og gaman að sjá og heyra hve auðvelt hann átti með að setja sig inn í þá þróun. Málefni Jóns Leifs, eins stofn- anda og fyrsta formanns STEFs, voru Atla sérlega hjart- fólgin, enda voru fjölskyldur Atla og Jóns ætíð í nánum tengslum. Vonandi verður fyrr en síðar hægt að uppfylla þann draum Atla Heimis að setja á stofn sjóð sem halda mun merkj- um Jóns Leifs á lofti. Hinn 18. apríl 2018, þegar STEF fagnaði 70 ára afmæli, var Atla veitt heiðursmerki sam- takanna fyrir framúrskarandi og afkastamikil höfundarstörf, sem einkenndust jafnt af frumleika sem listfengi. Voru verðlaunin auk þess augljós þakklætis- og virðingarvottur fyrir óeigin- gjarnt starf hans í þágu STEFs, en synir Atla tóku við merkinu fyrir hönd föður síns, þar sem heilsu hans var þá tekið að hraka. STEF vottar hér með að- standendum Atla Heimis inni- lega samúð og þakkar heilshug- ar fyrir samstarfið. Tónlistin mun lifa áfram, komandi kyn- slóðum til ánægju og yndisauka. Fyrir hönd STEFs, Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri. Við erum stödd í sjónvarps- stúdíói RÚV í Efstaleiti, fjórir meðlimir CAPUT-hópsins og Atli Heimir Sveinsson. Haustið er 2000 og tónskáldið hafði hlaupið í skarðið á elleftu stundu fyrir fimmta meðliminn, píanist- ann okkar, sem varð óvænt veð- urtepptur á Akureyri. Það var prýðislausn, ekki síst vegna þess að til stóð að taka upp tónlist eftir Atla sjálfan sem nýlega hafði komið út á geisladiski. Þetta var síðasti kaflinn úr löngu verki, afar kyrr og hljóð- látur, ægifagur og framandi. Þegar tæknimenn báðu Atla að setjast við flygilinn og spila tón- dæmi hóf hann hins vegar að leika röð af eldfjörugum tilbrigð- um við þekkt lag, allt af fingrum fram. Hver virtúósíska strófan rak aðra. Margir konsert- píanistar hefðu verið fullsæmdir af slíkum tilþrifum. Starfsfólkið lagði hvert af öðru niður vinnu og hlustaði meðan við biðum, og kímdum. Því hvert var lagið? Jú, Siggi var úti. Ofangreint átti sér langan að- draganda. Um vorið sautján ár- um áður hafði ég, þá nýkominn úr framhaldsnámi, mannað mig upp í að panta eftir hann verk gegnum Musica Nova-sjóðinn. Ég vænti einskis. En skömmu síðar hringdi síminn: „Þetta er Atli Heimir Sveinsson. Ég á að skrifa fyrir þig verk en ég kann ekkert að skrifa fyrir gítar. Gæt- irðu lánað mér nótur til að skoða? Og er þér sama þótt við bætum við píanói?“ Ég sendi nótur og síðan ekki söguna meir þar til um haustið að hann bank- aði upp á með þykkan bunka af blöðum undir hendinni, nýtt verk sem hann hafði skrifað með blýanti í Flatey yfir sumarið. Þetta voru Dansar dýrðarinnar, margbrotin tónsmíð í ellefu köfl- um, gítarinn fremstur meðal jafningja. Óþarfi er að tíunda gildi þess fyrir ungan hljóðfæra- leikara að hafa slíkt í farteskinu. Og í kjölfarið fylgdu fleiri: Jap- önsk ljóð fyrir Hamrahlíðar- kórinn og einleiksgítar, og Veg- laust haf við ljóð Matthíasar Johannessen. Öll bera þau höf- undarverki hans sterkt vitni – kraftmikil, spontant, á köflum takmarkalaust fögur. Eins og allir stærstu andans menn var Atli Heimir örlátur maður. Aðspurður af hverju hann kaus að skrifa ögrandi, ágenga, torskilda tónlist sagðist hann aðeins hafa viljað leyfa fólki að heyra eitthvað nýtt – stækka reynsluheiminn. Það er stór gjöf. Eftir Dansa dýrðar- innar kynnti hann mig oft sem þann sem hafði kennt honum að skrifa fyrir gítar. Mér þótti þetta mikil upphefð en sá seinna að hér var aðeins meðvituð hóg- værð á ferð. Eins og allt annað kunni hann það þá þegar. Ég fann t.d. löngu seinna litla sara- böndu eftir hann, frá 1976, hreina listasmíð. Hún er í a- moll, samin í gömlum stíl en hvarvetna glittir þó í eitthvað nýtt og einstakt. Risastór í smæð sinni og að mínu mati eitt af hans fallegustu verkum. Þegar til stóð að skíra dóttur okkar útsetti hann, óumbeðinn og á mettíma, lag eftir sig sem vinkona okkar Edda Heiðrún Backman söng í athöfninni. Út- koman var eins og við var að bú- ast. Við Hrafnhildur þökkum fyrir gjafmildi hans, vináttu og hvatn- ingu gegnum tíðina og vottum sonum hans og fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Pétur Jónasson. Atli Heimir Sveinsson tón- skáld er látinn, nokkuð fyrir ald- ur fram. Kynnum okkar bar saman síð- ustu áratugi, í kaffihúsaspjall- hópnum kenndum við Kaffi Par- ís. Einkenndist persóna hans mjög af helsta hugðarefni lífs hans, sem var módernísk feg- urðardýrkun í samningi svið- stónlistar. Varð honum tíðrætt um önnur þekkt tónskáld, sem og tónlistarkennslu sína, náms- árin og kynnin í Þýskalandi, æskuslóðir á Vesturlandi og kristniáhuga sinn. Var mér ljúft er hann hrósaði mér fyrir ádeilukennda blaða- grein mína um framtíð Íslend- inga, og þáði frumsamdar ljóða- bækur eftir mig. Þá þáði hann boð mitt, sem formanns Vináttu- félags Íslands og Kanada, um að fjalla um tónlistarumsvif sín í því landi í félagi okkar, með tón- dæmum af hljóðritum. Það vill einmitt svo til að eitt- hvað af hans jákvæða upphafna persónuleika endurspeglast í ný- legu ljóði mínu, sem heitir: Sátt- fýsin að lokum, og fjallar um vígið illræmda á Júlíusi Sesar Rómarkeisara forðum, er brást af æðruleysi við dauða sínum. Þar er hann látinn hugleiða, m.a. í þessum brotum, sem svo: Sesar hafði gengið inn í hálfkæringi: nýlokinn við ævisögu sína stóru, innan um innanmein á sjötugsaldri, og fannst að hann hefði þegar gert sitt, sátt sína við manndómskröfur tíðarandans. Betra væri nú að sýna æðruleysi, enda fyrrverandi æðstiprestur ríkishofanna … Hann tók ekki einu sinni eftir því að það var fóstursonurinn hans, Brútus, sem steig loks fram og stakk hann í hjartað! Hann var þá svo upptekinn við að fanga ró þess sem hefur þó gert allt fyrir friðinn, og felur sig nú í hendur ríkisgoða sinna! Tryggvi V. Líndal. Atli Heimir Sveinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.